Fálkinn


Fálkinn - 14.05.1954, Blaðsíða 4

Fálkinn - 14.05.1954, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN FIÍ AMHALDSGREIN. CAROL S5. og konurnar hans Hér á árunum var ekki meira um annað talað en ástabrask Carols, þáverandi ríkiserfinKja Rúmena, og kvennastúss hans varð m. a. til þess að hann varð að afsala sér tilkalli til ríkisins, þó að eigi að síður kæmist hann í hásætið síðar. Nú hefir sonur hans af fyrsta hjónabandi, Mircea Carol Lambrino skrifað greinaflokk um ástarævintýri föður síns og kemur sú fyrsta hér, en hinar hirtast í næstu blöðum. MARIA Carol DROTTNING. II. faðir minn var sonur Ferdinands I. en liann var bróðir Carols I. Rúmenakonungs. Carol I. var af Holienzollern-ættinni þýsku, og bæði hann og Ferdinand I. voru þýskir í anda. En Ferdinand var kvæntur ensku prinsessunni Mariu, dóttur her- togans af Edinburg, seni var bróðir Játvarðar sjöunda. Að vísu var María þýsk í móðurætt, en hún var ensk i húð og hár. Ef Ferdinand hefði ekki orðið fyrir áhrifum frá konu sinni mundi hann vafalaust hafa orðið þýskhuga áfram og farið með Þjóðverjum i fyrri heims- styrjöldina þegar bún skall á. En María prinsessa reri í honum eins og hún gat, undir eins og hann hafði erft hásætið eftir Carol bróður sinn árið 1914. Þá varð hún drottning í Rúmeníu, og hún neyddi konunginn til að segja Þjóðverjum slríð á hendur, árið 1916. Það var Carol I. föðurbróðir minn sem sendi föður minn til Þýskalands til að fá liermannamenntun. Hann gekk á hernaðarháskólann í Potsdam og var þar þegar stríðið hófst, en þá lét móðir hans hann koma til Bukarest þegar i stað. Hún elskaði son sinn út af lifinu, en siðavönd var hún við hann. Dekr- aði við hann þessa stundina cn skamm- aði hann eins og liund þá næstu. „Þú átt að vera karlmenni,“ var hún vön að segja við hann. María drottning var einkar frið kona, en skapsmunirnir voru erfiðir, og ef hún kom ekki sínu fram var ekkert gaman að verða fyrir barðinu á henni. Og móðir mín, Zizi Lambrino, var ein þeirra sem varð Þrándur i Götu drottningarinnar. ZIZI LAMBRINO. Jean móðurbróðir minn var vinur föður míns. Þegar faðir minn kom aftur til Bukarest 1914 og varð rikis- erfingi vandi liann komur sínar til Jean Lambrino eins og áður og hitti mömmu oft. Þau höfðu þekkst frá því að þau voru börn og tóku þátt i skrautsýn- ingum, sem lialdnar voru í góðgerða- skyni í konungshöllinni. Nú tókust ástir með þeim, og í nóvember 1917 — ári eftir að Rúmenar fóru í stríðið — skrifaði liann henni þetta bréf: Kæra Zizi: .... Ég varS liryggur er ég las bréfiö þitt. Mér finnst þú og móSir þín liafi einhverjar áliyggj- ur upp á síSkastiÖ. HvaÖ getur þaö veriö? ViÖ hvern hefir þú talaö? Hef- ir nokkur sagt þér eitthvaö sem liryggir þig? Þú segist \hafa ákveöiö aö veröa áfram í borginni, hvaö svo sem á dynur. Þú lilýtur aö hafa tekiö þá ákvöröun af einhverri ástæöu, sem ég þekki ekki. Þú biöur mig um ráö og leiöbein- ingar. En ég verö þá aö biöja þig um umhugsunarfrest. Ef ég ætti aö- eins aö svara fyrir sjálfan mig mundi ég ekki hika. En þetta mál snertir þig líka... (Þetta veit að sókn Þjóðverja og Auturríkismanna lil Bukarest, og því hvort Zizi ætti að flýja eða verða áfram í höfuðborginni). Mircea Carol Lambrino, sonur Carols, sem skrifað hefir þessa grein, er nú 34 ára. Svo gamalt er ástar- ævintýrið orðið. Zizi Lambrino með Mircea son sinn, þeg- ar hann var 5 ára. .... En viö skulum gleyma þessum raunalegu atburöum, þó aö erfitt sé vina mín. Mér þótti svo vænt um aö hitta þig i dag. Þú ert Ijósgeislinn í lífi mínu — glitrandi depill, sem kemur mér til aö dreyma drauma, sem kannske rœtast aldrei. — Mér er nóg að sjá þig. Þó aö ég fái ekki aö tala eins opinskátt við þig og ég vildi, er mér nóg aö vita aö þú ert til. En ef ég held áfram aö skrifa í þessurn dúr, er ég hræddur um aö ég Ijóstri upp leyndustu tilfinning- um mínum og óttanum, sem alltaf eltir mig og er aö yfirbuga mig.. Carol. Þegar fram í sótti varð aðstaða Rúm- ena enn verri, og það kom til mála að gefast upp og biðja um vopnahlé. Faðir minn var að íhuga hvort liann ætti ekki að flýja til Frakklands og halda áfram baráttunni þaðan, en hann vildi ekki flýja frá konunni sem hann elskaði. Og honum þótti lika vænt um móður sína og Nikulás bróð- ur sinn, sem nú lifir i útlegð í Sviss. MISKLÍÐ CAROLS OG NIKULÁSAR. Nikulás sá alltaf um að laumá bréf- unum frá föður mínum til mömmu, en þegar fram i sótti varð óvinátta milli bræðranna. Það var út af kven- manni sem þeir urðu ósáttir. Nikulás föðurbróðir minn varð ást- fanginn af stúlku og giftist henni. Um þær mundir var faðir minn orðinn konungur, og varð óður og uppvægur yfir því að Nikuiás kvæntist stúlku af borgarafólki, En sjálfur hafði hann gert nákvæmlega það sama er hann kvæntist móður minni — og áður en hann dó kvæntist hann ótiginni konu i annað sinn; það var Magda Ilelcna Tampeanu, fædd Lupescu. Ef það er rétt sem mér hefir verið sagt, dró deila þeirra bræðranna al- varlegan dilk á eftir sér. Konungsfjölskylda Rúmena átti sumarhöll í Constanza við Svartahaf. Þar bjó María drottning sumarið 1938, og þó að hún væri mjög veik þá, gerði hún föður mínum og Nikulási boð um að koma, til þcss að reyna að sætta þá. En bræðrunum lenti saman í óþverra skömmum. Enginn veit iivor þeirra hleypti af skoti, en það lenti i fætinum á Maríu drottningu og hún fékk mikið sár. Sárið var að visu ekki banvægt, en hún dó í Constanza þetta sumar, 63. ára gömul. FLÓTTA-ÁFORM. Eftir ]icnnan útúrdúr vikur sögunni aftur til 1918, en þá voru ástir for- eldra minna á fyrsta stigi, og hann var ekki enn ráðinn í hvort ætti að sigra: ættjarðarástin eða ástin til móður minnar. Þau deildu oft, eins og sjá má af bréfi frá Carol, dagsettu í júní 1918: .... Ég vil ekki biöja þig um aö fyrirgefa mér þaö sem ég geröi — þaö eina sem ég biö um er aö þú afsakir mig. Nú, þegar máske fer svo aö viö veröum aö skilja fyrir fullt og allt, biö ég þig um aö láta samskipti okkar ekki enda svona .... Sama daginn skrifar hann aftur, þetta: .... Þú hefir dæmt mig til dauöa .... allt er tapaö .... draumurinn yndislegi er búinn .... .... Þú vilt aö ég skilji aö ég sé þér til leiöinda, og aö þú amist viö aö ég komi oftar og heimsælci þig. En ef Nikulás fœr aö koma þá lcem ég líka. — Þinn veslings vinur, sem elskar þig svo lieitt. C ar ol. En svo sættust þau og skrifuðust á daglega og stundum urðu bréfin tvö eða þrjú á dag. Og nú hallaði enn meira á ógæfu- hlið í stríðinu og i stjörnmálunum iíka í Búmeníu. Og föður mínum eln- aði ástin. Nú fór hann að hugsa nýtt áforrn: að strjúka úr landi með Zizi. Honum datt þetta fyrst í hug einn daginn er liann hitti rúmenskan liðs- foringja, scm var trúlofaður rússneskri stúlku, sem átti heima í Odessa. Liðs- foringinn var að reyna að fá farar- leyfi til Odessa til að kvænast. Odessa! Það var valinn staður til að flýja á. Faðir minn gat sannfært mömmu um að María drottning og Ferdinand konungur mundu aldrei gefa samþykkti sitt til ])ess að þau giftust, svo að ekki væri annars úr- kosta en að flýja. Faðir minn þorði vitanlega ekki að minnast á nein flóttaáform í bréfun- um til mömmu, en hann vann sífellt að undirbúningi þeirra, og loks var afráðið að þau Zizi skyldu reyna að

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.