Fálkinn


Fálkinn - 14.05.1954, Síða 12

Fálkinn - 14.05.1954, Síða 12
12 FÁLKINN I FRAMHALDSSAGA: 17. Þegar lijiirlu mætast á fjögra laufa smárann sinn. Fóðrið á stólnum var sannarlega slitið og upplitað, og veggfóðr- ið líka. Gólfábreiðan var hörmuleg, og hurð- irnar á bókaskápnum stóðu opnar .... Anna tók hendinni um ennið á sér. Sat hún þarna og var að 'setja út á gamla bernsku- heimilið sitt af því að hún hafði hátt heima í höll í nokkra mánuði, þar sem allt var full- komið og fágað og allt innanstokks það dýr- asta, sem hægt var að kaupa fyrir peninga? Hún fékk tár í augun og áður en hún vissi af hafði hún grúft sig niður í sófann og var farin að hágráta. Hún hafði svo mikinn ekka að henni fannst hún vera að springa, líkami hennar hristist. Og loks hafði hún grátið eins og hún þurfti. Svo sofnaði hún. Hún var svo þreytt að hún hafði ekki einu sinni rænu á að fara úr jakkanum. Hún sofnaði eins og hún stóð, og þegar hún vaknaði aftur vissi hún að það hlaut að vera komið langt fram yfir nón. Sólina lagði ekki gegnum gluggana og rykugu rúð- urnar. Anna stóð upp og opnaði glugga svo að heitt og hressandi sumarloftið lagði inn. Svo gekk hún að sófanum aftur. Hún lagðist á bakið, með alla svæflana undir höfðinu og horfði upp í loftiö. Hún hafði hvílst og hún var orðin róieg og nú fóru hugsanir hennar að snúast um það, sem hún hafði óttast að hugsa um allan dag- inn — um John. Nú gat hún rifjað upp fyrir sér skelfingalaust það sem hafði gerst kvöldið áður. Hvernig John hefði komið inn í svefn- herbergið hennar ólgandi af afbrýði og reiði, hvernig hann hafði þrifið hana og þrýst henni að sér og kysst hana — aftur og aftur. Nú var öll hræðslan horfin. Eða hafði þetta í raun réttri verið hræðsla. Var það ekki eitt- hvað annað? Svo rifjaði hún upp í huganum allt sem þau höfðu talast við og allt sem hafði gerst milli þeirra. Hún mundi hve byrstur hann var, hve svipurinn var æstur, hve fast hann tók á henni, en þó umfram allt varir hans er þær þrýstu að munni hennar, og líkama hans .... iwersu föst faðmlög hans voru. Og nú fór hjarta hennar að hamast aftur og blóðið streymdi fram í kinnarnar. Hann hafði sagt að hann elskaði hana. Að það væri þess vegna sem hann hefði gifst henni, og að hann hefði vonað að hún yrði sín, en viljað bíða þangað til hún færi að elska hann. Og svo hafði hann orðið hamslaus af reiði ,er hann þóttist sjá að hún duflaði við Charles og væri sér ótrú .... það var engin furða þó að hún yrði hrædd er hún sá hann reiðan .... en hafði hún eiginlega orðið hrædd? Við hann? Nei, þetta hafði ekki verið hræðsla. Nú vissi Anna upp á hár hvers vegna hún hafði flúið frá John, hvers vegna hún hafði misst jafnvægið þegar hann kom nærri henni. Hún sá sjálfa sig eins og hún hafði verið þarna heima — hjá fjölskyldu sinni. Hún hafði ann- ast um þau öll, haft gát á systkinum sínum, látið peninga endast fyrir mat og öðrum nauð- synjum. Allir höfðu elskað hana og litið upp til hennar, það var hún sem hafði ráðið öllu, alltaf hún sem hafði verið stei’kust, sú sem allir hlýddu. Og svo hafði tilviljunin ráðið því að John lenti á þessu heimili. öllum hafði fallið vel við hann, dáðst að honum og búist við svo miklu af honum — nema hún. Af því að hún var afbrýðisöm, af því að hann var sterkari en hún! Hún hafði ekki verið hrædd við líkamskrafta hans eða auð hans og metorð, hún hafði verið hrædd um sjálfa sig. Hrædd um að sigrast af honum, að falla fyrir honum og missa þá valdastöðu, sem hún hafði innan fjölskyldu sinnar — gefast upp fyrir honum. Elska hann .... Já, svona var samhengið í þessu. Hún hafði verið hrædd við tilfinningarnar, sem hann vakti hjá henni, og sem voru svo sterkar að þær urðu henni ljósar í hvert skipti sem hún sá hann. Þess vegna hafði hún barist svona ákaft fyrir því að gefa ekki sjálfa sig..... Nei, hún hafði ekki orðið hrædd þegar hann faðmaði hana að sér í gærkvöldi. Hún hafði verið sæl, hún hafði svo lengi þráð að hann gerði það, þó að hún vildi ekki viðurkenna það. Hún elskaði hann, elskaði hann á allt annan hátt en hún hafði elskað og annast um föður sinn og systkini sín. Það var eins og brennandi þrá logaði um hana alla hvenær sem hún hugsaði til Johns! ,,Ég elska hann — elska hann — elska hann!“ hugsaði hún með sér og brosti. Augu hennar sögðu engum hvað í þeim bjó, þegar hún gægðist út um gluggann. En hún sá John fyrir sér, hávaxinn og rólegan, alvarlegan með strokið hár og gáfuleg grá augun .... nei, hún vildi heldur sjá hann eins og hann hafði verið í nótt, þegar hann var inni hjá henni, hún heyrði ástríðuna i rödd hans, fann munn hans þrýsta að sínum munni. Þetta var ást, þessi dásamlega tilfinning sem fór eins og hlýja um allan líkamann, þessi undursamlega þrá — og nú varð hún að flýta sér heim til hans. Þar var hennar rétta heimili. Hvar svo sem hann var þá varð hún að fá að vera hjá honum, með honum, við hliðina á honum — alltaf! Hún settist í sófann og strauk fingrunum gegnum hárið. Hvernig átti hún að rata heim til Gulwer House? Hún hafði verið fjóra eða fimm tíma að aka hingað, en að vísu hafði hún ekki farið skemmstu leið heldur ekið út í bláinn. Ef hún gæti náð sér í landsuppdrátt gæti hún kanske komist heim í tæka tíð. Nú marraði í hurð einhvers staðar í húsinu. önnu varð hverft við og hún spratt upp. Hún heyrði fótatak í forstofunni, það færðist nær og hún varð hræddari og hræddari. Líklega var þetta nýi eigandinn að athuga húsið .... hvaða skýringu gat hún gefið á því að hún var þarna? Dyrnar opnuðust og John kom inn. Hann var með kynstur af pokum og bögglum í hönd- unum og hann brosti til hennar. „Ég fór út til að versla þegar ég sá að þú svafst,“ sagði hann. „Mér datt í hug að þú mundir vakna á venjulegum te-tima og að þú mundir vera orðin svöng .... er það ekki?“ „Hvaðan kemur þú?“ spurði Anna og hún þekkti varla sína eigin rödd. „Frá Gulwer House,“ sagði hann rólega. „Mér datt í hug að þú mundir hafa farið hing- að, og ég átti líka kollgátuna." „Komstu hingað inn og sást mig .... með- an ég svaf?“ „Já. En vertu nú ekki svona skelkuð. Það getur ekki verið ósæmilegt, úr því að við erum gift .... Enginn þarf að hneykslast á því,“ Hann hló framan í hana. Það var glampi i augunum og drættir kringum munninn, sem komu upp um hann .... og Anna roðnaði eins og rós. Hún fann þetta og fór enn meira hjá sér, því að hún gat aldrei vanið sig af að roðna, hvernig sem hún reyndi. En hann var miskunnsamur. „Ertu ekki svöng?“ sagði hann og færði sig nær eldhús- dyrunum. „Hvað segir þú um að við hitum okkur te-sopa. Ég skal hjálpa þér til að ieggja á borðið, ég er sársvangur líka.“ Hún hljóp til hans og horfði á hann spyrj- andi augum. „Sinclair skilaði kveðjunni frá þér. Og svo hefi ég heyrt að Charles oog Moira séu trúlofuð, þó að það eigi að vera lejmdar- mál. Þess vegna er réttast að við tölum ekk- ert um það. Hvað segirðu um teið?“ „Hvernig vissirðu að ég var hérna .... ég hafði ekki hugmynd um það sjálf, hvert ég var að fara, fyrr en ég sá á vegvisaranum að ég var komin til Melchester." „Ég gat mér til að þú hefðir farið heim.“ „En ég á ekki heima hérna framar. Húsið er selt . .. . “ „Þú átt það ennþá.“ „Ætlarðu að segja mér að . .. . “ „Ég keypti það handa þér. Eg vissi hve vænt þér þótti um bernskuheimilið þitt. Og mér datt í hug að það væri gott að þú ættir það. Ef okkur langaði til að vera út af fyrir okkur .... eyða hveitibrauðsdögunum í næði og ró. Eða eitthvað annað.“ Nú varð Anna að líta undan. Hún gat ekki horft í þessi leiftrandi augu, gat ekki hlustað á röddina sem var svo kát og gamansöm, og verst þótti henni að hún var með þurran mold- arkökk einhvers staðar í hálsinum. En aftur var hann nærgætinn við hana. Hann tók í handlegginn á henni og dró hana með sér fram í eldhúsið. „Gefðu mér eitthvað að borða, kelli mín, annars lem ég þig,“ sagði hann. Hún náði í einn böggulinn. Þar var smér og brauð og egg og sódakaka. „Hvernig viltu hafa eggin þín?“ spurði hún án þess að líta upp. Hún varð feimnari með hverju augnablikinu, það var eins og feimni- bylgja skolaðist yfir hana í hvert skipti sem hún leit á hann. „Ég vil fá þau fljótt, en hinu ræður þú og ég treysti þér vel til þess,“ svaraði John. Hann setti bollann á tevagninn. Hann vissi hvar allt var að finna — hann hafði verið þarna á heimilinu í þrjár vikur, og hafði oft hjálpað henni og Moiru til að leggja á borðið og talað við þær á meðan. Og hann hafði ekki gleymt neinu síðan þá .... Þau átu og drukku án þess að tala mikið saman. Alveg eins og ráðsett hjón, sem hafa verið gift í mörg ár .... en hún gat ekki sagt mikið þvi að hún var svo feimin og lágkúru- leg, og hann gat ekki sagt mikið vegna þess að hann var sítyggjandi. Þegar hann var orð-

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.