Fálkinn


Fálkinn - 14.05.1954, Blaðsíða 10

Fálkinn - 14.05.1954, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN Vitið þér...? að „sjokk-aldan“ sem myndast þegar flugvél fer gegnum hljóð- múrinn, getur orðið vélinni hættuleg? Aldan fellur áfram í þá átlina sem flogið er, en vegna þess að vélarnar stinga sér tit þess að komast fram úr liljóðfaraðanum, stefnir aldan til jarð- ar og getur gert stórtjón á húsum, að sínu leyti eins og feltibylur. — Þegar flugmaðurinn hægir á sér aftur kann svo að fara að hann tendi í þessari öldu á ný, ef hann breytir ekki stefnu, frá þeirri sem hann ftaug i er hann fór fram úr hljóðhraðanum. Þetta er að vísu ekki sannað ennþá, en þó talið liklegt að það reynist rétt. að meðatævi mannsins cr tvöfalt lengri nú en var fyrir 100 árum? Aðalástæðan til þess að meðalævin iicfir lengst er sú, að ungbarnadauð- inn er svo margfalt minni en áður var. En vegna framfara tæknavísindanna og bættra heilbrigðishátta verður fólk i dag líka 10—20 árum eldra en afar þeirra og ömmur urðu. að Tyrki sem kemur í svissneska bæinn Stein-am Rhein, fær sér- staklega hátíðlegar móttökur? Fyrir 300 árum gaf óðalseigandi á ])essum stað, sem verið liafði sendi- lierra í Tyrklandi, bænurn stóran gull- bikar, með því skilyrði að borgar- stjórinn skyldi drekka fagnaðarskál úr bikarnum, með hverjum Tyrkja, sem i bæinn kæmi. Þessi regla e.r haldin enn þann dag idag. í Texas notar lögreglan kopta-flug- vélar með kastljósum þegar hún er á bófaveiðum á nóttinni. <> I Ruhrhéraði fer öllum jurtagróðri hnignandi. Ástæðan er sú að reykjar- svælan frá verksmiðjunum lokar úti meira en þriðjung af sólarljósinu. <> Það mundi taka 170 ár að ferðast frá jörðinni, ef farartækið kæmist ekki hraðar en 100 kílómetra á klukku- stund. f <> I Bandarikjunum er verið að smíða flugvél, sem knúð verður með kjarn- orku. I þvi sambandi er maður frædd- ur á þvi, að eitt pund af úran gefi jafn mikla orku og 240.000 hektólítrar af flugbensíni. Það á að nægja til að fljúga áttatíu sinnum kringum tinött- inn. <> Skegg sem rakað er að staðatdri vex um það bil 30 sinnum liraðar en skegg sem fær að standa von úr viti. <> I Hollywood er nú farið að gera kvikmyndir með tvenns konar leiks- lokum. í annarri útgáfunni fer allt vel en í hinni endar allt með skelf- ingu. Svo getur fólk valið um hvort það vill heldur. <> Afskorin blóm lifa lengur í glösum úr kopar en úr leir eða gleri. Ástæðan er sú að úr koparnum fellist i vatnið efni, sem er skaðlegt bakteríum er flýta fyrir hrörnun blómanna. <> ] Oranje í Suður-Afríku hefir fund- ist demantur, sem vegur milli 200 og 300 karat. Iíann er metinn á meira en 2 milijón krónur. » <> Á Nýja Sjálandi verður jarðhiti not- aður til reksturs fyrstu stóru pappirs- verksmiðjunni, sem stofnuð hefir verið þar. <> í IJ.S.A. notar kvenfólk að jafnaði 14 sokkapör á ári. <> Spánskur blaðamaður komst nýlega að því, að hann hefir verið skráður dauður árið 1933. <> Á hverjum degi falla um 0000 tonn af loflsteinum niður á jörðina. <> Framvegis verða stúlkur er skemmta á náttklúbbum í Brasiliu að vcra klæddar frá öxlum og niður að hnjám. PÍNfl,* PUSI OG SIGGI SVARTI 1. mynd: „Nú skal ég ná í Lora,“ segir Pusi. „En hann er svö hátt uppi,“ segir Maren, „og ég liefi engan stiga. — 2. mynd: „Það gerir ekkert til,“ segir Pusi. „Við setjum stól upp á garðborðið. — En hve hann er þungur,“ segir Pína. — 3. mynd: Maren gamla setur kollinn ofna á stólinn, svo að nú cr hann orðinn mjög hár. — 4. mynd: Og síðan klifrar Pusi upp, fyrst upp á borðið, svo upp á stólinn og loks upp á kollinn. — 5. mynd: Pusi getur teygt sig upp til Lora. Ha! Ha! segir Lora og flytur sig upp á næstu grein fyrir ofan. — 6. mynd: „Þá vcrðum við að láta Sigga svarta reyna,“ segir Pusi. „Hann getur klifrað upp i greinarnar.“ — 7. mynd: „Nú erum við búin að ná þér, Lora,“ segir Siggi svarli. „Komdu nú niður til Marenar.“ — 8. mynd: En allt í einu kemur Lora auga á eitthvað og myndar sig til flugs. Siggi svarti verður svo hræddur, að liann sleppir takinu á stélinu. — Háttvirtir áhorfendur! Þetta eru blekklessur. Nú skal ég sýna ykkur hve fljótur ér er að ná þeim úr með nýja meðalinu. — Skelfing var leiðinlegt að þér skylduð þurfa að fara svona fljótt, frú Petersen! — Hann óskaði sér svona fisk í af- mælisgjöf. o o — Afsakið þér að ég spyr. Þér mun- uð ekki hafa misst býflugur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.