Fálkinn


Fálkinn - 15.10.1954, Blaðsíða 3

Fálkinn - 15.10.1954, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 ÞJÓÐLEIIÍHÚSIÐ: „Silfurtúnglið" Sjötta starfsár Þjóðleikhússins hófst með frumsýningu á nýju leikriti eftir Halldór Kiljan Laxness — Silfur- túnglinu. Höfðu leiklistar- og bók- menntaunnendur beðið þess með mik- illi óþreyju, ekki síst þegar vitað var, að sýningar á leikritinu voru einnig í undirbúningi erlendis. SUfurtúnglið er leikrit i 4 þáttum. Sá. fyrsti gerist á smáborgaraheimili í fjarðarkaupstað, annar að tjalda- baki í Silfurtúnglinu, sem er fjölleika- hús í höfuðstaðnum, þriðji í innra fordyri Silfurtúnglsins, en sá síðasti er í tveimur atriðum. Fyrra atriðið gerist um nótt í fjarðarkaupstaðnum, en það síðara i forsal flugvallar- lióteis. ísu (ísafold Thorlacius), sem cr fræg dæguriagasöngkona, og Lóa öfundar mikið. ísa er æskuvinkona Lóu. Eitt sinn, þegar ísa kemur í heimsókn til hennar eftir að hafa dvalist langdvöl- um erlendis, kemst hún að því, að Lóa fer mjög vel með iag, sem hún raular yfir barninu sínu. Það skiptir engum togum, að hún kemur lienni á fram- færi við forstjóra Siifurtúnglsins, sem cr fjölfeikahús í höfuðstaðnum, með sambönd úti um allan heim. Lóa yfir- gefur eiginmann, barn og heimili til að syngja á skemmtunum. Hún er auglýst með öllum ráðum nútíma aug- iýsingatækni og sogast óviljandi út í hringiðu hins spilla skennntanalifs. Bregður höfundur upp mörgum mynd- Herdís Þorvaldsdóttir sem Lóa og Inga Þórðardóttir sem ísa. Aðalhlutverkin leika þau Herdis Þorvaldsdóttir og Rúrik Haraldsson. Herdís fer með lilutverk Lóu (Ólafar Guðlaugsdóttur), sem er ung stúlka i kaupstað úti á landi. Lóa er gift og á lítið barn. Hún lifir hversdagslegu lifi, en þráir frægð og frama undir niðri. Róbert Arnfinnsson fer með lilutverk Óla, mannsins hennar, sem vinnur í bankaútibúinu á staðnum, og Valur Gíslason leikur I.auga, föður Lóu, sem býr hjá dóttur sinni og tengdasyni. í fyrsta þætti er brugðið upp skemmtilegri mynd af lífinu á lieimili þeirra. Einkum er gaman að Lauga gamla, sem Valur leikur mjög hressiiega. Inga Þórðardóttir leikur 'um af þessu lifi, sem hlýtur að fá hörmulegan endi fyrir Lóu. Efni leikritsins skal annars ekki rakið hér frekar. Rúrik Haraldsson leikur forstjóra Silfurtúnglsins mjög vel og sama er að segja um meðferð Herdisar á hlutverki Lóu. Aðrir leik- endur eru Gestur Pálsson (Róri, af- brotamaður og drykkjusjúklingur), Ævar R. Kvaran (Mr. Peacock, for- stjóri í Universal Concert, Inc.), Valdimar Helgason (aflraunamaður), F.milia Jónasdóttir (sviðgæsla), Jón Aðils (náttvörður). Þá koma einnig fram dansmeyjar, blaðamenn, útvarps- maður, dyravörður og nokkrar raddir. Tónlistin er eftir Jón Nordal, og Valdimar Helgason sem „aflraunamaðurinn“ og ein dansmeyjanna. Mjög fullkomin langferðabifreið Steindórs tekin í notkun Þann 7. ]). m. sýndi bifreiðastöð Steindórs blaðamönnum og gestum hina nýju og fullkomnu langferðabif- reið stöðvarinnar sem nýlega er kom- in til landsins frá Volvoverksmiðjun- um í Svíþjóð. Sigurður Steindórsson framkvæmdastjóri bauð gestina vet- komna og gat þess, að þetta væri þriðja langferðabifreiðin sem Steindór eign- aðist á skömmum tíma, en sú fjórða er nú í smiðum. Bifreiðastöð Steindórs hefir vakið sérslaka athygii fyrir það, hve mikia áherslu eigendur hennar hafa iagt á það að afla sér nýrra og fullkomnustu iangferðabifreiða til afnota á sérleyf- isleiðunum og öðrum akstri. Er það lofsverð framsýni hjá Steindóri Ein- arssyni, eiganda stöðvarinnar, sem Gestur Pálsson sem Róri. setur liún mikinn svip á sýningarnar. Leikstjórn annast Lárus Pálsson. Sviðsetning Silfurtúngisins er mjög góð ádeila leikritsins augljós, þótt gaman- og alvörublær setji i senn svip á það. Enginn vafi er á þvi, að leikritið mun ganga lengi, því að ólíklegt er, að áhorfendur láti sig vanta. * Reykvikingum er að góðu kunnur fyr- ir áratuga starf í leigubifreiðaakstri. Hinn nýi langferðabíll, er hinn full- komnasti sinnar tegundar m. a. er í honum ísskápur, 7 hátalarar og vélin er svo vel einangruð, að hún er nær hljóðiaus. Mun vagninn aka áætlunina til að byrja með Reykjavík—Sand- gerði—Keflavík. Vagninn er nýkominn úr þriggja vikna ferðalagi um Danmörku og Þýskalandi, en þangað fór hann með farþega í Rínarferð Orlofs h.f. Á þeirri ferð reyndist hann prýðilega í alla staði og luku allir farþeganna upp ein- um munni um, að vagninn væri sér- staklega þægilegur og hentugur lil ferðalaga. . Bifi'eiðin er framleidd af Volvo verksmiðjunum i Gautaborg og er knúin með 150 ha. Volvo diesel lireyfli af svonefndri „direct injection" gerð, en slíkir hreyflar ryðja sér nú æ meira lil rúms vegna kosta þeirra, sem eru m. a., að gangsetning er auðveld í mestu kuldum án þess að rafmagn sé notað nema á ganghreyfli (startara) og þarf þvi ekki rafmagn til að hita olíuna né ether við gangsetningu, en þetta er mjög mikið öryggi sérstaklega úti á vegum. Ennfremur er oliueyðsla hreyfia af þessari gerð um 20% minni en annarra, sem enn nota eldri að- ferðina. Undirvagninn er byggður sérstak- lega með tiilili til fólksflutninga ]). e. a. s. niðurbyggt með lörigum og mjúk- um fjöðrum auk þess sem lireyfillinn er inni í farþegahúsinu lil að nota lengd vagnsins betur. Hemiar eru mekaniskir þrýstilofts- liemlar með einni loftdælu fyrir hvert lijól og eru beir mjög öflugir, en þurfa þó iétt ástig til að vinna. Yfirbygging, 42 manna, er byggð hjá Svenska Karosseri Verkstáderna i Katrineholm og er hún úr tré að undantekinni klæðningu að utan sem er úr aluminíum, en veggir, gólf og þak er einangrað fyrir kulda og hljóði með „Isoflex“ einangrunarefni. Klæðning að innan fyrir neðan glugga er úr „Islolit“ sem hvorki brennur, rispast né tekur við óhrein- indum. Stólar eru með hreyfanlegum höfuðpúðum, sem má hækka eða lækka eftir vild, ennfremur má taka ])á í burtu ef vill. Umboðsmenn Volvo á íslandi eru Sveinn Björnsson og Ásgeirsson. *

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.