Fálkinn


Fálkinn - 15.10.1954, Blaðsíða 10

Fálkinn - 15.10.1954, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN Nútíma hjálpartæki. — Þarftu að sitja allt kvöldið án þess að segja eitt einasta orð þó að þér líki ekki pípan mín. .—Maðurinn minn elskar blóm. — Hamarinn er í kjallaranum, nagl- ar í verkfærakassanum og joð og bindi er í meðalaskápnum! GARÐURINN OKKAR. Prh. af bls. 5. liálfri vísu. Viðtakandi á að geta sér til uni sendandann og botna vísuna. Getur hann þá krafið sendanda um gosakaffi, en ella segir sendandi til sín og fær kaffi hjá viðtakanda. Vetr- argosinn ber livít, drúpandi blóm, en dvergliljurnar blá, gul eða hvít, stór upprétt. Stjörnuliljulaukarnir eru settir um 8 cm. djúpt og perlulauk- arnir um 10 cm. Stjörnuliljurnar bera flestar blá, drúpandi blóm, en perlu- liljur í blómi líkjast lielst bláum jóla- kertum. Goðaliljulaukarnir eru settir 10—15 cm„ Þær eru mjög skrautlegar með gildu, rauðu, bláu eða hvítu blómaxi, en fremur viðkvæmar og þurfa góðan stað i skjóli, móti sól. Páskaliljuhnúð- ana má setja 8—12 cm. djúpt. Páska- liljurnar blómgast oft um páskaleytið hér sunnanlands. Skreyta hin fagur- gulu blóm þeirra mjög garðana. Dverg- liljur blómgast árum saman á sæmileg- um vaxtarstöðum og sumar goðaliljur einnig. Túlípanlaukar eru settir um 8— 12 cm. djúpt. Þeir blómgast mikið í júní og fram i júlí. Einstaka tegund t. d. Kaufmanniana, sem hér eru nefndir „kaupmannatúlípanar“ blómg- ast samt miklu fyrr. Til eru bæði lág- vaxnir og liáir túlípanar. Hinir lágu henta betur þar sem næðingasamt er. Túlipanar eru mjög skrautlegir og lit- auðugir, rauðir, gulir, hvítir, tvílitir með ýmsum litbrigðum. S'umir eru of- krýndir, aðrir með venjulegu blómi. Túlípanar eru oft ræktaðir í röðum. Er mikilsvert að velja litina vel sam- an. En ekki verða gefnar reglur um litavalið, þar verður smeklcur manna að ráða. Venjulega þarf að setja nýja túlípanalauka á hverju hausti. Sum- arið er varla nógu heitt hér á landi til þess að nýir laukar nái fullum þroska. Er þess vegna öruggast að endurnýja laukana. — Litlu laukblóm- in, sem áður voru nefnd dvergliljur o. fl., fara vel í þyrpingum. Skal atlniga það þegar laukarnir eru settir niður. Laukar smáu tegundanna þroskast hér í flestum sumrum og blómgast árum saman. Ef laukarnir eru orðnir mjög þéttir, þarf að grisja þá á haust- in. Hnúðar fáeinna tegunda eru settir á vorin eins og áður er sagt. Hcfir Fegrunarfélagið nýlega birt reglur um meðferð þeirra. Visast til þess og til Garðagróðurs um tegundaval o. fl. Verður sjálfsagt mikið laukblóma- skrúð i görðunum að vori. * Ingólfur Davíðsson. Gnú heitir ólánlegasta skepnan af antilópuættinni. Skrokkurinn er lík- astur vansköpuðum hesti. hausinn eins og á nauti og liornin eins og á sauðnauti. Gamlir fjallafylgdarmenn fullyrða, að kvenfólk sé þolnara i fjallgöngum en karlmenn og þoli miklu betur þunna loftið þegar hátt er komið. í hópum þar sem karlar og konur eru saman, mæðast karlmennirnir alltaf fyrr. Þefnæmin er 10.000 sinnum glöggari en bragðnæmin. Vitið þér...? að flestir stúdentar við ameríska háskóla eiga bíl? Þetta þarf alls ekki að vera af þvi að þeir séu frá efnaheimilum. Á ár- unura eftir 1930 var mikil fjárkreppa i Bandaríkjunum og hafði luin það meðal annars í för með sér að miklu færri börn fæddust en í meðalári. Þess vegna eru árgangarnir kringum tvítugt fámennir núna, og af því leiðir að þeir sem eru á þeim aldri eiga tii- tölulega auðvellt með að verða sér út um aukavinnu, samhliða náminu. Og undir eins og Ameríkumaður hefir auraráð verður hann vitanlega að eign- ast bil. PÍNA, PUSI OG SIGGI SVARTI |f#m| . fp $!§!&> ‘ að skordýr og nagdýr eyða að minnsta kosti 10% af uppskeru jarðarinnar? Auðvitað veit enginn hve mörg skordýr eru til á jörðinni, en giskað er á að kringum einn milljard se á hverjum liektara. Að iiauðsynlegt sé að berjast gegn skoi-dýraplágúnni og nag'dýrunum má marka af því að þau éta og eyðileggja að minnsta kosti 10% af uppskeru allrar jarðarinnar eða álika mikið og íbúar Afríku, Bandaríkjanna og Kanada þurfa til viðurværis. 1. mynd: Hvað heitir þú? spyr Trilla. Ég heiti Froskur og get hoppað! — 2. mynd: — Viltu koma i sirkus, spyr Pína. — Froskur er til i það. — 3. mynd: Nú sækjum við allt það sem við þurfum í sirkusinn okkar. — 4. mynd: — Hérna er gamalt tau, sem ég fékk iijá mömmu, og liérna er pappir, málning og margt annað. — 5. mynd: Þetta er fallegur kjóll, sem ég fer í, og þarna eru góðar buxur. — 6. mynd: Erum við ekki fín. Við getum vel leikið sirkus. — 7. mynd: Þessi lok notum við sem trumbu, og svo syngjum við með. — 8. mynd: Ég segi ykkur ekki til livers ég ætla að nota þetta skinn. Það á að koma öllum á óvart. Á fimmtándu öld voru Englendingar taldir þrifnasta þjóð i heimi, því að flestir þeirra fóru 1 laug einu sinni eða tvisvar á mánuði. Á næstu fimm árum ætla Hoilend- ingar að taka allar eimreiðar sinar úr umferð, og taka upp rafmagnsvagna i staðinn. Súpur, sern „hita sig sjálfar“ eru nú á boðstólum í Ameríku. Þær eru seldar i niðursuðudósum, senj eru með pípu með eldfimu efni, og til þess að hita súpuna þarf ekki annað en bera eld að i pípunni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.