Fálkinn


Fálkinn - 15.10.1954, Blaðsíða 8

Fálkinn - 15.10.1954, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN MICHAEL HASTINGS: ÞEIR ÆTLUÐU AÐ DREPA MIG F McFall liefði verið öðru vísi gerður, mundi liann hafa bölvað heppninni, sem hafði verið með hon- um. Hann vissi að liann gat þakkað sínum eigin þráa klipuna, sem hann var í núna. Það voru sex mánuðir siðan van Eeden og Heijermans frá hinum plant- ekrunum höfðu komið til lians og beð- ið hann um að flýja með sér. En MoFall hafði bara hrist höfuðið. Heijermans hafði nefnt þessa ein- liæfu og síleiðinlegu vinnu við gúmmí- trén, löngu raðirnar með gráu stofn- unum og gljáandi blöðunum. — Það er búið með þetta allt. Sú var tíðin að við brutum heilann um hvernig við ættum að bjarga því sem við ættum, en nú er um það að ræða hvernig við eigum að bjarga iiftórunni. En McFall hafði verið þrár. Hann sagðist vera hlutlaus. Það var deila milli Holiendinganna og hinna inn- fæddu. Hver svo sem hefði betur þeg- ar deilunni lyki — það skipti minnstu, en þá mundi allt ganga vel á ný. Hvað sjálfan hann snerti þá þóttist hann ekki þurfa að óttast verkamennina sína. Hann liafði ekki átt konu úr þeirra liópi, eins og Eeden. Og hann hafði ekki lamið og kaghýtt verka- mennina, eins og Heijermans hafði gert. Það liðu tveir mánuðir þangað til McFall skildi að hann hafði verið of bjartsýnn. Innfæddu verkamennirnir hurfu smátt og smátt, og loks fór verkstjórinn líka. Eftir það hélt McFall sig jafnan nærri skálanum sínum. Hann stóð á dálitlum hól. Húsið stóð á hólnum og opnar svalir voru meðfram framlilið- inn á húsinu. Að húsabaki var yfir- byggður gangur frá stiganum og að úthúsunum, þar sem innfæddir þjónar bjuggu venjulega. En nú var mann- laust þar. Hann gat ekkert gert til gagns á plantekrunni mannlaus, svo að hann hélt sig heima í þeirri von að þeir innfæddu kæmu aftur. Sem betur fór var hann ekki i vand- ræðum með mat. Hann átti miklar birgðir af niðursuðu og talsvert mörg hænsni. Og hann þurfti ekki að fara langt til að skjóta fugla. McFall sat stundum tímunum sam- an með pípuna í munninum og starði inn í frumskóginn. Hann fann hve frumskógurinn var áleitinn að ná þvi aftur, sem frá honum hafði verið tek- ið, hann vissi líka að það sama gerðist meðal fólksins á plantekrunum. Ilann vissi það alitof vel, og þess vegna var veðurbarið andlitið orðið harðneskju- legt undir gráu skegginu. McFALL liafði sterkar taugar, nógu sterkar til að þoia einveruna og hið- ina. Það var flugvélin sem breytti öllum aðstæðunum og gerði horfurn- ar illar. Hann sá hana koma með annan hreyfilinn óvirkan. Nýlega hafði verið ruddur blettur sem átti að auka við plantekruna, og þar gat flugmaðurinn nauðlent. Fyrst datt McFall í hug að flýta sér á staðinn til að hjálpa, en mennirnir tveir voru komnir út úr flugvélinni löngu áður en liann komst að vélinni. Hann sá að þeir voru snar- ir i snúningunum. — Jæja, tautaði hann, — þeir virðast vera yngri en ég. Hann sneri við og heim í skálann og tók tvo tágastóla sem hann setti á svalirnar í forsæluna, skannnt frá sínum eigin stól. Hann hikaði scm snöggvast. Maður sem hafði verið milli heims og heljar i neyðarlendingu hafði sjálfsagt gott af hressingu. Hann sótti flösku, þrjú glös og könnu með vatni. Honum varð litið á þvæld og óhrein fötin sín og liann fór inn og hafði fataskipti. f j l j ! • j • j • I ! ' HANN var að troða í pípuna sína þeg- ar hann kom út á svalirnar aftur. Allt í einu hættu fingurnir að hreyfast. Tveir menn stóðu fyrir neðan stigann upp á svalirnar. Þeir voru ungir, sól- bakaðir og djarflegir. Annar þeirra var að benda með skammbyssunni sinni. — Þetta er ekkert óvinaíand, sagði McFall. Röddin var jafn sterkleg og herðarnar á honum. Gestirnir lirukku við er þeir heyrðu liana. En skamm- byssukjafturinn vissi enn að honum. — Afsakið þér, sagði maðurinn með skamnibyssuna. — Við erum ókunn- ugir á þessum slóðum og vissum ekki á hverju við ættuin von. Bros mannsins var bjart, undir svörtu yfirskegginu. En McFall fannst að þessu brosi væri vart treystandi. Ekkert heyrðist þó á rödd lians er hann sagði: — Ég sá að vélin ykkar lenti og þið komuð heilir út, og svo datt mér í hug hvórt þið hefðuð ekki gott af að fá hressingu..... — Ágætt, það er einmitt það sem við þurfum núna. Það var hirin maðurinn sem svar- aði. Hann var lægri en félagi lians, kringluleitur með úfið jarpt hár og talaði með amerískum hreim. — Gerið þið svo vel að koma inn. Ég heiti McFall. — Ég heiti Brock, sagði sá dökk- hærði. Hann stakk skammbyssunni í liylkið. — Þetta, liann benti á félag- ann, — er Warren. — Segið mér, sagði Warren er þeir voru komnir upp á svalirnar, — er það sem mér sýnist? Ekta skotskt viski! Hann teygði hendina eftir flöskunni. — Og full flaska. Þetta getur maður nú kaflað móttökur! Hann sneri sér að McFalI. — Það er nokkuð einmanalegt hérna, er það ekki? — Maður venst því, sagði McFalI. Honum leið ekki vel, en það varð ekkert við því gert. Það lagðist í hann að Brock væri gjarnt að gripa til skammbyssunnar, það var eitthvað i augunum, sem benti á það. — Er það rétt, sagði Brock, — sem mér sýnist, að hér séu ekki aðrir en þér? Það er þó plantekra hérna! — Það var, sagði McFall. — En allir innfæddu verkamennirnir liafa yfir- gefið okluir. Vegna óeirðanna og deil- unnar, sjáið þér. Brock pirði augunum. — Já, ég skil það. En er ekki allt að verða friðsam- legt aftur? — Ég liefi útvarp, sagði McFall, — og ég heyrði sagt i fréttunum, að það væri ýmsir sem ekki vissu ennþá, að málamiðlun væri komin á. Til dæmis flokkurinn, sem liann stýrði, þessi þrjótur, sem var tekinn fastur í Singapore. Óeirðirnar halda áfram svo lengi sem þeir innfæddu geta feng- ið vopn. Rödd Mc Falkes var eins og liún átti að sér, en augu hans voru á verði. Hann hafði myndað sér slcoðun á gest- unum. Og nú var eftir að fá staðfest- ingu á þeirri skoðun. Það var meira en nóg að sjá ískyggi- legt og laumulegt augnaráð þeirra er þeir litn hvor til annars. Warren ætl- aði að fara að segja eitthvað en Brock varð fyrri til. — Þetta er óslitinn hringur sagði liann. — í stríði þurfa menn vopn og vopnin kriýja fram nýtt stríð. McFall kinkaði kolli. — Jú, það er víst eitthvað í þá áttina. Hann kveikti á eldspýtu og kveikti í pípunni sinni. Honuin hafði ekki skjátlast. Það var ekki venja að menn gengi með skamm- byssu. Það var bannað með lögum. Warren og Brock höfðu sennilega komist undan með einlivern dýrmætan farm. En þeir liöfðu verið óheppnir og nú svífðust þeir einskis. ÞEIR fóru sér hægt allan fyrripart dagsins. Warren lét eins og hann væri heima hjá sér, og gramsaði í öllu þang- að til hann fann einhver gömul tíma- rit. Brock sat með gamla vasabók milli handanna og var að reikna á blað. Báðir virtust þeir hafa gleyml að McFall væri til, — hann sat i stólnum sínum og starði þangað sem flugvélin liafði lent. Um sólarlagið fengu þeir nokkur glös í viðbót, er Warren hafði beðið um það. McFall tók öllu rólega. Hann vissi að hann liafði tapað. Og liitt fannst lionum verra, að Brock virtist geta lesið liugsanir lians. Um kvöldið bar McFall fram ýmis- legt matarkyns. Brock elti hann á röndum og bauðst til að lijálpa honum, en McFall gætti að sér og hafði ekki augun af honum. Brock lét ekkert uppi um áform sín fyrr en þeir liöfðu borðað. Þá sagði hann upp úr þurru: — Eru nokkrar aðrar plantekrur liér nærri? — Tvær, svaraði McFall, — en þær hafa verið yfirgefnar. — Hve langt er til næstu byggða? — Ég geri ráð fyrir að járnbrautar- stöðin sé næst, þar eru nokkrir báru- járnsskúrar, einn skáli og nokkrir kof- ar. Það eru 2—3 milur þangað. Það kom venjulega brautarlest tvisvar til þrisvar í viku. Ég lield að Eeden og Heijermans liafi farið með siðustu lestinni og það eru sex mánuðir síðan. — Skyldi nokkur eimreið vera eftir á stöðinni? ^ — Það stendur kannske sadó þar. — Hvað er það? sagði Warren. Brock tautaði. — Það eru þessir léttu tvíhjólavagnar. Warren bandaði hendinni. — Og live langt er þaðan til næstu stöðvar? spurði hann. — Brautin liggur til sjávar, sagði McFalI. — Það mun vera um átta nrilna leið. Þar er höfn. En það er ekki vistlegur staður. Nokkrir ljótir skúrar og smábátar, og fimrn eða sex slcálar — bungalo-ws, — sem kannske eru mannlausir núna. Brock spurði rólega: — Haldið þér að hægt sé að fá leigða burðarmenn hérna? Við höfum ýmislegt með okkur í flugvélinni. McFall svaraði ekki strax. Hann fór að troða i pipuna sína. — Það er undir því komið hve ró- legt er orðið núna, sagði liann lágt.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.