Fálkinn


Fálkinn - 15.10.1954, Blaðsíða 6

Fálkinn - 15.10.1954, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN HUGRÖKK FLUGFREYJA. — Þetta er enska flugfreyjan Beryl Rothwell, 29 ára gömul, sem með snarræði og æðruleysi bjargaði þrjátíu og sjö mannslífum. Án þess að hugsa um lífshættuna sem hún var í, hafði hún svo góða stjórn á farþegum sínum að þeir komust allir lífs út úr brennandi flugvél, sem hafði orðið að nauðlenda í Blackbush-flughöfninni í Hampshire. LÍFSGLEÐI. — Þegar sólin skín og vermir eftir langvarandi rigningar lifnar yfir unga fólkinu og það fleygir af sér fötunum og tekst bókstaflega á loft, eins og unga stúlkan hérna á myndinni. LAUGARDAGSÞVOTTUR. — Það er laugardagur og Sambo litli svarti á að fá þrifabað. Það er systir hans sem á að framkvæma athöfnina og sést hún með vatnskálina á höfðinu og snáðann á bakinu. FRAMHALDSGREIN. KVENHETJAN FRÁ ALASKA STUNDIN ýrði að taka þessa áhættu á mig, ef ég vildi bjarga lifi minu. ÞAÐ LEIÐ ekki á löngu, uns ég var komin yfir íslausa spölinn og krapið og hrönglið tók við. ísinn, sem ég hafði liræðst svo mikið, var ekki þykkur í fyrstu, og mér miðaði vel áfram. Sið- ari hluti leiðarinnar var erfiðari. Kænan var farin að leka á ný og kraft- ar minir þurru smátt og smátt. En ég nálgaðist ströndina. Hún fjarlægðist ekki, eins og mennirnir í bátnum. Hljóðlátur fögnuður fyllti huga minn, þegar ég steig á þurrt á land og sá heim til skálans. Ég batt kænuna, borðaði síðustu rúsinurnar úr vasa mínum og hélt hægt heim á leið. Barninu virðist ekki hafa orðið meint af þessu volki. Hún hefir stækk- að talsvert þessa síðustu daga og virð- ist hreyfa sig eðlilega. Samt hefir orð- ið nokkur breyting. Eg ber hana ekki eins hátt og áður, og kviðurinn er nú orðinn mjög framstæður. Verkurinn er horfinn úr siðunni. Eg hefi ekki fundið til hans, síðan ég kom aftur hingað í skálann. Mér er heldur ekki eins erfitt um andardrátt og áður. Flóinn er allur ísi lagður núna, frá strönd til strandar. Eg er sennilega orðin alein hérna norður frá núna. Enginn getur komist hingað til min og ég kemst ekki til neinna. Það er kalt í veðri — áreiðanlega langt fyrir neðan frostmark. Ég liefi ekki séð nein dádýr niðri við strönd- ina, en skjórinn kemur á hverjum degi. Þeir staldra aldrei lengi við, heldur flýta sér burt, þegar þeir hafa snikt sér mat. Eg heyrði nýlega i rjúpum, en sá þær ekki. Ég sit við sauma lengst af, og smátt og smátt fjölgar þeim flikum, sem til- búnar eru handa barninu. Eg er húin að gera ýmsar flíkur af mér upp í föt lianda litla anganum. MÉR LÍÐUR betur með hverjum deg- inum sem líður. Það er mikill léttir að hafa losnað við verkinn í síðunni. Ég fann talsvert af brotnum greni- greinum, sem voru ágætur eldiviður. Arnarfjöður sat föst í hrúgunni. Hún hlýtur að hafa verið þar lengi, því, að fuglarnir fella ekki fjaðrir á þess- um tíma ársins. Eg fór með hana heim og festi hana upp á vegg. Ég hafði hka sedrusviðargreinar heim með mér og lét þær koma í stað- inn fyrir pottablóm i gluggunum. Eg skildi þær eftir fyrir utan dyrnar fyrst i stað, því að ég hafði öðru að sinna en ganga frá þeim. Þegar ég cpnaði dyrnar næst, var dádýr að borða þær. Það var sama' dýrið og hafði heimsótt mig í efri skálanum. Eg sá það á örinu á hálsinum. Hann virtist ekki vera neitt hrædd- ur við mig, þvi að hann stóð graf- kyrr og horfði á mig. Eg sótti ýmis- NÁLGAST. legt matarkyns inn í skálann og liann borðaði jjað allt með bestu lyst. Eg liefi kallað liann Sannny — i höfuðið á Sam, sem líklega yrði hreykinn af þessu uppátæki. Ég sakna litla þrastarins míns, sem skjórinn flæmdi burt. Hann var svo fallegur og yndislegur. Þess vegna er mér ekkert um það, að skjórinn heim- sæki mig eins oft og hann gerir. ÉG FLÝTI mér að gera húsverkin og settist niður við sauma. Eg er að sauma dýnur i rúmið fyrir barnið. Eg nota tvo sykurpoka, sem eru troðnir út með mosa og gegnumstungnir. Mér leið vel, þegar ég gekk út í skóg i dag. Það kom söngur fram á varir mínar, áður en ég vissi. Rödd sjálfrar mín hljómaði þægilega í eyr- um minum. í dag drap ég sæotur. Eg vann á honum með öxi, dró hann síðan heim og fláði hann. Lifrina hirti ég og borð- aði dálítið af henni strax. Hitt ætla ég að geyma mér — og hjartað líka. Eg varði mestum hluta dagsins í að fást við oturinn og nýta liann sem best. Sérstaklega sóttist mér seint að flá af honum skinnið. Það er yndislegt skinn — mjúkt eins og silki og þykk- ara en nokkurt loðskinn, sem ég hefi séð. Eg ætla að gera barninu mínu failega kápu úr því. Þó að hún muni fæðast í lágreistum kofa, skal hún þó fá verðmætari loðkápu en nokkur jafnaldri hennar i öllum heiminum. ÞAÐ BRÝTUR i bág við lög og rétt að drepa sæotur. En eins og er stendur mér hjartanlega á sama um öll laga- ákvæði. Hver ætti svo sem að geta haft hendur í liári mínu? Eg efast meira að segja um, að nokkur dómari gæti dæmt mig fyrir gjörðir mínar. Ef allar aðstæður hefðu verið eðli- legar, hefði ég aldrei drepið sæotur af ásettu ráði, því að hann er svo til útdauður liérna við strendurnar, þar sem urmull var af honum áður fyrr. Þegar ég hafði dregið bráðina, sem var áreiðanlega hundrað pund að þyngd, heim í kofann, var ég staðupp- gefin. Ég liitaði mér te og dáðist að hinni fallegu skepnu góða stund. Eg kveið fyrir því að ná skinninu af. Eg ákvað að nota sömu aðferðina og karlmennirnir notuðu, þegar þeir fláðu hjartardýr. Satt að segja hafði ég aldrei veitt einstökúm handbrogð- um sérstaka athygli, en þó hélt ég mig vita það helsta, sem þurfti. JÆJA, ÉG lagði hann á bakið og skorðaði hann eins vel og ég gat. Eg hrýndi blaðstytsta hnífinn, sem ég liafði, og lagði í verkið. Halinn olli mér mestum erfiðleikum. Eg ætlaði að ná skinninu i heilu lagi utan af hon- um og nota það i stað trefils, en mér tókst ekki að ná því nógu lieillegu. í dag ætlaði ég að verka oturskinnið, en þegar ég leit út í morgun, leist mér ekki á blikuna, sem hafði dregið á loft. Eg veit, að það þarf mikinn eldivið til að halda skálanum heitum í löngu og stormasömu kuldakasti, svo að ég ákvað að nota daginn eingöngu til að viða að brenni. Á heimleiðinni reyndi ég að veita því fyrir mér, hvort ekki mætti halda góðri hlýju i skálanum án þess að nota svona mikinn eldivið. Eg ákvað að reyna að laga hurðina, þar sem mest gustaði inn. Strax og ég var komin inn fór ég að dytta að dyraumbúnaðinum, og ég held, að viðgerðin spari mér al- veg eins dags söfnun af sprekum á næðingssömum vetrardegi. Mér óar við öllu því, sem mér finnst ég éiga ógert, áður en barnið fæðist. Eg þarf að fullverka skinnið og margt annað. En ég er þreytt og ætla að fá mér að borða og fara síðan að hátta. VESLINGS DON. Ég er- full af kvíða út af honum. Hvernig skyldi honum líða í þessu hræðilega veðri. Vafalaust hefir hann gert sér kofa. Hann er svo GRÍMUSTÚLKUR. — í Margate hefir verið kosin „best vaxna stúlkan“. Til þess að dómararnir verði ekki fyrir áhrifum af andlitsfegurðinni eru kepp- endurnir með grímu fyrir andlitinu. Brenda Westwood frá Margate varð hlutskörpust. Ýmsum mun þykja kroppurinn á henni stórum fegurri en andlitið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.