Fálkinn


Fálkinn - 15.10.1954, Blaðsíða 11

Fálkinn - 15.10.1954, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN: „Með nett, rantt yfirskegg" Ég hafði náð í ágætt borð framar- lega í húsinu og var að liorfa á lista- fólk Bláu stjörnunnar. Það er að segja, ég horfði nú meira á ungu stúlkur.a, sem sat ein við horð skammt fyrir framan mig. Hún var alltaf að líta til mín. Aldrei hafa fallegri augu Htið á mig. Við borðið mitt sat 65 ára hnelli- kerling með stangargleraugu og skegg undir nefinu. Það hlaut að vera hægt að fá þær til að liafa sætaskipti eða makaskipti á kerlingunni og englirium. En best væri að tala við engilinn áður en ég talaði utan í kerlinguna. Á leiksviðinu stóð einhver og var að syngja um ást og kossa — og sú engilfagra horfði alltaf á mig á meðan. Hún brosli. Hvílíkar tennur, hvíiikar varir, livilíkt andlit! Ég fór að rifja upp fyrir mér hvernig iiti út lieima hjá mér — jú, það var víst sæmilegt, Ég bjó víst um rúmið mitt nýlega og tæmdi úr öskubakkanum. Við gætum farið einhvers staðar inn og svo til bílstjóra og fengið nesti. Finnst nokkrum furða að ég skyldi vaxa í mínum eigin augum á meðan ég sat þarna? Hver mundi ekki hafa gert það? Fallegasta stúlka i lieimi sneri sig nærri úr háisliðnum til að horfa á mig. Svo að eitthvað hafði ég til að bera, sem kvenfólkið girntist. Ég vissi að það var yfirskeggið. Loks var fyrsta þætti lokið — ég stóð upp og fór út á ganginn. Jú, bún stóð lika upp, Já, liún veifaði meira að segja til mín og ég veifaði á móti. Hélt liún að það væri einhver annar? Kannske sjóarinn sem ég sá hana lieilsa á Grófarbryggjunni í sumar? Nei, nei. En hún var bara svona hrifin af netta rauða yfirskegginu. Ég ætlaði að fara að opna munninn, en hún varð fyrri til: — Afsakið þér að ég geri mig svona beimakomna við yður, sagði hún, — en þér eruð svo góðmannlegur að ég leyfi mér það. 1 I ' I GEITUNGAR RYKSOGNIli. — Geit- ungarnir eru öllum til ama, ekki síst bakaranum og ávaxtasalanum. I’essi unga stúlka, sem selur vínber í dýra- garðinum í Berlín, hefir fcngið sér ryksugu til að veiða ófétin. — Ég er bæði góðmannlegur og góð- ur — ég er meira en ég sýnist. — Ég efast ekki um það, — en lilust- ið þér nú á mig: konan sem þér sitjið hjá er frænka mín. — Jæja, það er einstaklega gæðaleg kona ......hm ........ — Já. Fyrir misgáning fengum við miða sin við hvort borð. Ekki vilduð þér nú gera svo vel að hafa sætaskipti við mig? * Pósturinn og strípaða dansmærin. Óli bæjarpóstur var vitlaus af ást til Siabilu Majokovu, listakonunnar sem dansaði strípuð á Restaurant du Lac. Hún átti heima á Freyjugötu 72 og hann bar daglega til liennar bréf frá aðdáendum liennar. Óla hafði tekist að safna nægilega miklum peningum til að geta gert sér glaðan dag á besta veitingahúsi i bæn- um, „Vetrarbrautinni". Það var nefni- iega þar, sem Majokova dansaði hinn fræga tádans sinn, í Evuklæðum. Óli sat á ágætum stað rétt við dans- pallinn og nú tilkynnti hljómsveitar- stjórinn: „Hin undurfagra og heims- fræga Sibila Majokóva ætlar nú að dansa „Fæðingu svansins“!“ Nú fór titringur um Óla. Þarna kom hún — og ekki nokkur pjatla á kroppnum á henni! Svona leit hún þá út undir fötunum. Þetta varð Óla ó- gleymanlegt. Daginn eftir stóð liann við dyrnar hjá Majokovu með greipina fulla af bréfum handa henni, hjúskapartilboð frá Pétri og Páli. Honum datt ekki i liug að stinga bréfunum i póstkassann. Hann hringdi bjöllunni. Eftir dálitla stund heyrði hann fótatak fyrir innan og hún kallaði: — Hver er þar? — Það er pósturinn. Ég er með mörg bréf til yðar. Og ég má til að fá að tala við yður. — Stingið þér bréfunum i kassann. Og hvað var yður á höndum? — Ég elska yður, ungfrú Majokova — viljið þér gera svo vel að opna. Eg má til að sjá yður! — Heyrið þér póstur — hafið þér verið i „Vetrarbrautinni“? — Já, ég var þar i gær, — ég gleymi því aldrei. — Þá get ég opnað fyrir yður. Eg skal nefnilega segja yður — ég er allsber núna líka. * SÍÐSUMAR. — Á Norðurlöndum hafa rigningarnar gert þeim gramt í geði, sem sóttu baðstaðina til að nota „sjó- inn og sólskinið“. Því að sólskinið brást. Hér er fólk sem reynir að fá uppbót á þessu með að nota blíðu- daga í september, þó að þeir séu í kaldara lagi. Ritstjóri: RAGNHEIÐUR ÁRNADÓTTIR. KONUNGLEGUR TISKUMEISTARI hefir saumaö þennan fallega samkvæm- iskjól, sem sé Norman Hartnell, sem teiknar klæönaöi Englandsdrottningar. Þessi kjóll er úr himinbláu þykku silki meö yndislegum útsaum um bolinn og niöur um pilsiö sem er í mörgum dúk- um og alveg skósítt. Hálsmáliö er fál- lega hjartalagaö og axlirnar mjóar. SVARTUR KVÖLDKJÓLL. Þó að tónlist Forn-Egypta væri ekki fögur, eftir okkar tima smekk, höfðu þeir mikla kunnáttu og settu saman hljómsveitir, skipaðar ýmiss konar hljóðfærum og sömdu tónverk fyrir HAUSTTÍSKA. Þegar haustar grípa margir til handa- vinnunnar. Þaö væri ekki amalegt aö prjóna efri jakkann á þessari mynd, hann má nota jafnt yfir sumarkjóla og viö síöbuxur eöa pils aö vetrinum. Jakkinn er prjónaöur úr Ijósryöbrúnu garni meö svörtum og Ijósgrœnum röndum. Heröasláiö er svart og prýti tveim hnöppum. — NeÖri jakkinn er heklaöur á sérstakan hátt. Hann er al- veg sléttur meö rifur upp í hliöunum og ullargarnsflétta í andstæöum lit vekur athygli á einföldu en stílhreinu sniöinu. Sniöiö er amerískt. þær. Einn 'Bandarikjaforseti hefir átt Indiánabarn. Það var Andrew Jack- \ son, sem tók Indiánastrák sem kjör- barn og ól hann upp sem sitt eigið barn. Eter er það deyfingarlyfið, sem mest er notað á sjúkrahúsunum. Stafar það af því að hann er hraðverkandi og ör- uggur, og auk þess ekki dýr. Ef eitt- hvað verður að við eter-svæfingu stöðvast andardrátturinn áður en hjartað lamast, svo að hægt er að hætta svæfingunni i tæka tíð og bjarga sjúklingnum. Allar stúlkur þurfa aö eiga einn svart- an kjól, og ef taka á mark á oröum tískuspekinganna, á hann liann aö vera mjög látlaus. Þessi kjóll uppfyllir ó- mótmœlanlega þaö skilyröi, þó er hann sérkennilegur vegna fellinganna viö hálsmáliö, sem gefa kjólnum nýstár- legan blæ. Hitt er svo annaö mál hvort viö kunnum aö meta afbrigöi tískunnar. Svartir hanskar eru notaöir viö kjól- inn og lítil svört flauelskolla. Þangað til á síðari hluta átjándu aldar voru skór á hægri og vinstri fót alveg eins í laginu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.