Fálkinn


Fálkinn - 15.10.1954, Blaðsíða 7

Fálkinn - 15.10.1954, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 úrræðagóður og laginn. Hann getur búið svo margt til. Hann hefir árcið- anlega eitthvert skýli. Ó, góði guð, miskunna þú þig yfir hann. Eg er um það bil hálfnuð að skafa fituna af sæotursskinninu. Eg hefi iært ýmislegt á því, meðal annars það, að fitan næst betur af köld og eins þegar skinnið er vel strekkt. Og loks liefi ég lært það, að skinn eru aðeins hálfskafin, þegar þau sýnast fullskaf- in fljótt á litið. Eg verð áreiðanlega að fara að minnsta kosti tvisvar yfir allt skinnið aftur. Ilúrra! Nú er skinnið fast upp á vegg. Eg er búin að negla það þar. það er miklu stærra en ég bjóst við og þekur næstum því alla hurðina. Ég þvoði skinnið margsinnis og þurrkaði það með handklæði, áður en ég festi það upp. ÉG BJÓ mér til hitunartæki til þess að hafa á borðinu. Til þess notaði ég þrjá karbítslampa og stóra kaffikönnu. Þegar barnið keniur, mun ég þurfa lieitt vatn, og heitt te verður áreiðan- lega vel þegið, en það er ekki vist að ég verði fær um að kveikja upp i arn- inum sjálfum. Hið stormasama veðurfar hefir kom- ið mjög við eldiviðarstabbann minn, og ég kvíði því mjög, að ég verði uppi- skroppa með eldivið. í dag hjó ég við- arkubbana, sem lágu undir rúminu mínu. Eg er ákveðin í að brjóta gólf- fjalirnar í eldinn, þegar annað þrýtur. Otursskinnið hefir valdið mér von- brigðum. 'Það er glerhart. Eg hefi heyrt, að eskimóarnir tyggi skinnið til að mýkja það, en ég treysti mér ekki til að tyggja heilt sæotursskinn til þess að mýkja það. Loðfeldurinn sjálfur er mjúkur, þótt skinnið sé hart, svo að ég sætti mig ekki við að gefast upp. Það var hvassara í morgun en verið hefir, og það er furðulegt, að ísinn HEPPINN f GETRAUNUM. — Eng- lendingurinn John Massey hefir unnið 75.000 sterlingspund í knattspyrnu- getraunum. Hann er piparsveinn, en síðan fréttist um hve gerðarlega hann hafði hlaupið á snærið fyrir Massey, hefir hann fengið fjölda bónorðsbréfa frá konum, sem segja að þær þrái ekkert meira en að verða sveitakonur — en Massey er bóndi. En hann hefir látið hafa eftir sér, að forðum daga hafi hann ekki átt neina ósk heitari cn að eignast konu, en þá hafi hann enga fengið. Nú vill hann hugsa málið ýtarlega áður en hann telcur ákvörðun um hvort hann giftist. Hann ætlar fyrst um sinn að bæta jörðina, byggja upp húsin og kaupa sér dráttarvél. á flóanum skuli ekki hafa brotnað upp. Eg vona með sjálfri mér, að Don hætti sér ekki út á ísinn tii að bjarga mér. •> HOLAN, sem ég sökkvi fötunni niður um til þess að ná í vatn, er orðin mjög djúp. íslagið i kring verður alltaf þykkara og þykkara, þvi að jafnan hellist eitthvað úr fötunni, þegar ég dreg hana upp. Það Hður varla á löngu, uns ég næ ekki með fötunni niður í vatnið. Þá verð ég að fara að bræða snjó, þótt mér sé það æði óljúft. Ég held að ég liafi fundið ráð til að mýkja otursskinnið. Eg fór að beygja eitt hornið á því fram og aft- ur, en það brotnaði ekki, mér til mik- illar undrunar. Eg hélt, að liað mundi ekki þola neina sveigju. En það var öðru nær. Eg neri því milli liandanna góða stund, og það tók strax að mýkj- ast. í dag þvoði ég talsvert af fatnaði. Eg vil hafa allt hreint, þegar barnið fæð- ist. Eg tek ýmislegt til handargagns, svo að ég geti gripið það í snatri, þegar stundin kemur, og ég hefi saum- að mikið á barnið. Á morgun ætla ég að baða mig, svo að mér sé ekkert að vanbúnaði þannig. Ég bjó til fæðingardúk úr nærfatn- aði af Don. Hann er úr hreinni ull og ætti að vera tilvalinn til að vafja ungbarn í. Mér finnst það líka sóma vel, að hún fái fyrstu fötin sín úr fatnaði af föður sinum. Ég get notað spotta, sem ég liefi rakið úr hveitipoka, til þess að hnýta um naflastrenginn. Eg sauð hann og þvoði hann vel til þess að útiloka öll óhreinindi. Eg ætla að nota smjör í stað barnaolíu. Það býður á sínum stað, tilbúið til þeirra nota, og búið er að hreinsa saltið úr því. Ég sauð hálfpund af smjöri i potti af fersku vatni og setti það siðan út til að kólna. Siðan fleytti ég smjörinu upp úr og sauð það á ný. Árangurinn varð sá, að það er sætt á bragðið og olíukennt. Eg held að það verði betra til hinna fyrirhuguðu nota en nokkuð annað, sem ég hefi. ÉG HEFI þvælt skinnið milli hand- anna hverja stund, sem mér hefir gef- ist, og nú er ég ánægð með árangur- inn. Síðasta áfangann notaði ég rúm- stólpann til að núa skinnið á. Hvergi sést neinn lifsvottur i kringum mig. Jafnvel mýsnar eru farnar burt. Öll dýrin, sem liér reika um á sumrin, liafa nú leitað sér skjóls, þangað til mildara veður kemur á ný. Veðrið hefir lægt og vindáttin breytst. Skjórinn er kominn aftur og ég stóðst ekki mátið, er ég heyrði gargið. Ég fleygði nokkrum brauð- molum úl. Ég geymi mest af barnadótinu i tómum kassa undan mjólkurdósum. Eg hefi fóðrað hann að innan, svo að flisar rekist ekki í fötin. Á fóðrinu eru fjórir vasar, þar sem ýmislegt smávegis er. Eg saumaði þá á með svörtum þræði, því að hvíti tvinninn er á þrotum. Það, sem eftir er, ætla ég að geyma í fallegan kjól, sem ég ætla að sauma henni upp úr pilsi af mér. Ég týndi annarri nál. Mér er ekki vel rótt þess vegna. Eg á aðeins tvær nálar eftir, og nú ætla ég að geyma þær eins og sjáaldur augna minna. Allt sem dettur á gólfið hérna er glat- að að fullu og öllu. Eftirleiðis ætla ég aðeins að sauma uppi í rúmi, því að ég má hvorki týna stóru náinni eða þeirri litlu. Ég reif lak niður i bleyjur og fékk úr því tólf nógu stórar. Það kom sér vel, því að hinar sem ég liafði búið til úr nærfatnaði mínum, voru svo litlar, að þær mundu í hæsta lagi duga í einn eða tvo mánuði. Hlutunum er raðað niður i kassann í þeirri röð, sem ég ætla að nota þá. Fæðingardúk- urinn liggur efst. Kassinn stendur við hliðina á rúminu mínu, svo að ég geti auðveldlega náð til hans. Oturskinninn er alltaf að fara fram, enda Hður ekki sá dagur, að ég fáist ekki eitthvað við það. STORMINN hefir nú alveg lægt. Gol- an er miklu hlýrri en áður og himinn- inn er skýjaður. Eg fór út í eldiviðar- leit og gönguferðin hressti mig mjög vel. Ég taldj tuttugu og sex dádýr á leiðinni og hafði heim með mér hrisl- ur til þess að rétta þeim, ef þau vildu heimsækja mig. í skóginum heyrði ég fuglakvak, en þröstinn minn sá ég hvergi. Og þessi bölvaði skjór. Hann á ekki skilið að fá brauðmola. Ég er búin að baka brauð — miklu meira en ég þarf sjálf á að halda. Dádýrunum þykja brauðin svo góð, að ég verð að baka eitthvað handa þeim. Fimm þeirra koniu í lióp í dag, og þau urðu ekki vonsvikin. Mér er ómögulegt að þekkja dýrin í sundur — að Sammy fráskildum. Hann er auðþekktur á örinu á hálsinum. Hann er spakastur og þekk'ir mig orðið all- vel. Hann borðar úr lófa minum. í kvöld ætla ég að borða rjúpur. Núna — meðan ég skrifa þetta — er ég að borða heita kjötsúpu. Rjúpna- hópurinn var við lindina i morgun. Þegar ég heyrði kurrið i þeim, mundi ég allt í einu eftir byssunum. Eg þyrfti ekki að vera svöng, þegar rjúpurnar liéldu sig á næstu grösum. Eg skaut tvær rjúpur í tveimur skotum. Hind og hjartarkálfur kornu að kof- anum síðari hluta dagsins i dag. Eg flýtti mér að bjóða þeim brauð, en þau báru sig ekki eftir þvi. Þau höfðu greinilega ekki kynnst þeim rétti, því að öll hjartardýr, sem komast í kynni við brauð, verða ofsalega sólgin í þau. Ég þyrfti að liafa grænar hríslur til þess að lokka þau með, en ég er biiin með þær allar. Andlit kálfsins er svo miklu dekkra en móðurinnar, og ég vildi gjarnan láta hann borða úr lófa mínum. Ég er orðin gild um ökklana, og fingraförin sitja eftir i holdinu, þegar ég tek utan um þá. Eg hafði ekki veitt þvi athygli fyrr, að það væri korninn bjúgur i fæturna. NÚ HELD ég, að barnið eigi að fara að láta bóla á sér, og mér er ekkert að vanbúnaði með að taka á móti því. Loðkápan, sem ég ætla að sauma á hana, er hið eina, sem ég á ógert. Ef til vill er liún þrá og vill ekki koma, fyrr en hún getur farið í dýran loð- feld. Eg reyni lika að mýkja skinnið með öllum ráðum, svo að það verði til- búið hið fyrsta. Framhald í næsta blaði. Að minnsta kosti ein stjórnardeildin i Wasliington tekur skrifin um ferða- lög til annarra stjarna alvarlega, og það er deildin, sem annast um rithöf- undarétt. Hún hefir sem sé i undir- búningi að senda þinginu breytingar- tillögur við höfundarréttarlögin. Það er viðauki við orðin „Eftirprentun bönnuð“. Framvegis á setningin að verða: „Eftirprentun bönnuð. Gildir líka á tunglinu, Mars og Venus.“ WESTMINSTER ABBEY HRÖRNAR. Við aðgerðir sem gerðar hafa verið á kirkjunni Westminster Abbey, hefir komið í ljós að allt tréverk í kirkjunni er sundurétið af skorkvikindi einu, sem heitir „vofuklukka". — Sérfræð- ingar segja að ef ekki verði að gert muni hlutar af kirkjunni hrynja eftir tvö ár, en að það sé tíu ára verk að gera við mestu skemmdirnar. Lagtækur Berlínarbúi hefir gert þetta ökutæki úr tveimur gömlum reiðhjól- um, og sett í það 18 rúmsentimeters hreyfil. Og nú geta tveir farþegar runnið áfram með 30 km. hraða og talast við á leiðinni eins og þeir sætu í bíl. GERÐU SVO VEL! — Dúfurnar vita hvað þær syngja. Þegar þær sjá ein- hvern með pappírspoka í hendinni eru þær fljótar að setjast að honum. Þær þykjast vita að þarna sé matur handa sér, og oft eiga þær kollgátuna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.