Fálkinn


Fálkinn - 15.10.1954, Blaðsíða 5

Fálkinn - 15.10.1954, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 garðurinn okkar Blómlaukar og hnúðjurtir kannske hefði fólkið orðið fyrir von- brigðum, svo að ég sagði reklornum, að ég skyldi iáta liann vita undir eins og ég hefði eitthvað að segja. Og ég efndi það. Missiri síðar sendi ég honum formúlur, sem liann beið eftir. En skálarœður — nei, nei! Eg hefi aldrei getað tekið þær alvarlega. Heita sumardaga er það algengt að sjá hinn fræga visindamann með hárlubbann flýta sér niður Mercer Street. En Aibert Einstein er ekki á ieið til „Institute of Advanced Scien- ces“ — vöggu atómsprengjunnar, sem svo margir vísindamenn starfa við, og þar sem hann á heiðurssæti sjálfur. Nei, hann er á leið niður að bátnum sínum „Elsu“, sem liggur á einu af stóru vötnunum í New Jersey. Hann er í handprjónaðri hvitri peysu, opinni í hálsinn. Hann hefir andstyggð á skyrtum með stífum fiibba og vill helst alltaf ganga með linan flibba og efsta skyrtuhnappinn óhnepptan. Hann er í víðum, hvítum hörléreftsbrókum og með slitna segl- dúksskó með gúmmísólum. Hann er berfættur í skónum. Hvað hefi ég við sokka að gera þegar ég sigli? Frú Einstein skildi ekkert. Báturinn heitir „Elsa“ eftir síðari konu hans, sem hann lifði með í far- sælu hjónabandi. Hún var ágæt kona, og hjálpaði manni sínum eftir megni. Sérstaklega með því að láta ekki trufla liann. Fyrra hjónaband Einsteins fór illa, líklega af þvi að hann átti bágt með að skilja hugsanalíf kvenna. Rétt eflir að hann liafði lokið námi í Ziirich kvæntist liann samstúdent sínum, serbneskri stúlku og geðríkri, sem hét Mileva Maritsj. Tólf árum síðar skildu þau í bróðerni. Þau voru of ólík. En þau áttu tvo syni. — Hann var ágætur faðir en lélegur eiginmaður, sagði Mileva og brosti raunalega. Og Ein- stein hefir oft viðurkennt að sá dóm- ur sé réttir. Hann hefir ennþá mjög gaman af ungu fólki. Börn trufla liann aldrei, þó að þau liafi átt. Hans-Albert, eldri sonur hans, sem nú er mikils- metinn verkfræðingur í Ameriku, sagði nýlega: — Pabbi lét aldrei trufla sig. Því verr sem við létum því ánægðari var hann. Við fengum að niða utan í honum meðan hann sat við skrifborðið. En Einstein hirti ' aldrei um að kynnast sálarlífi konunnar. Þegar hann kvæntist siðari konunni, Elsu frænku sinni, árið 1916, mun það hafa verið i þeim tilgangi að fá við- felldna ráðskonu. Og það var Elsa Einstein. Hún hafði með sér allar góðar og gamlar dyggðir, bjó til ágæt- an mat, var hreinleg og liafði reglu á öllu og var glaðlynd. Aldrei spurði hún manninn sinn hvað afstæðis- kenningin gengi út á, því að lnin vissi fyrirfram að hún mundi ekki skilja ögn í neinu, fremur en 99% af mann- kyninu. En Elsa var meira en ágæt hús- móðir. Hún var góður félagi í blíðu og stríðu. Með liægð bægði hún frá öllu því, sem gat truflað snillinginn. Og ef hennar hefði ekki notið við mundi Gestapo liafa sett Einstein i fangelsi 1933. Hún kom honum á síð- ustu stundu út um bakdyrnar á húsinu við Havel i Berlín, sem þau bjuggu í. Þau unnust aldrei heitt, en bjuggu saman i einlægni þangað til hún dó, i Princeton árið 1936. Nobelsverðlaunin sem hann gaf. — Ég hefi aldrei verið fátækur drengur, sagði Einstein einhvern tíma við ævisöguhöfund sinn, Philipp Franck prófessor. Það er rétt. Ilann hafði aldrei af verulegri fátækt að segja. Faðir lians var verksmiðjueig- andi og þess umkominn að láta dreng- inn menntast. Albert Einstein gekk fyrst á skóla í Múnchen. En af þvi að hann var litill námsmaður — nema í stærðfræði, en þar skaraði liann allt- af fram úr — var engin furða að hann yndi sér illa í skólanum. Og félagar han liæddu hann af því að liann hafði engan áhuga á íþróttum og líkams- æfingum. Þessvegna var það líkast og Paradís opnaðist fyrir tíu ára drengnum er hann fluttist með fjölskyldu sinni til Italíu og hann losnaði við að ganga á skóla. Hann lærði siglingar af fiski- manni frá Napoli, og þá iþrótt stundar hann af kappi enn í dag. Kannske hefði veröldin farið á mis við uppgötvanir Einsteins ef Luigi fiskimaður — eftirnafn hans er löngu gleymt — hefði ekki dregið hann á hárinu upp úr sjónum einu sinni er hann var að kafa eftir krossfiskum í Napolíflóa — og kom ekki upp aftur! Hann hafði fest fótinn milli kóralla og liefði vafalaust drukknað ef Luigi hefði ekki náð til lians. Þessi sæluvist stóð í eitt ár. Þá var Albert sendur í menntaskólann í Zúrich. Hann féll við inntökuprófið. „Aldrei verður neitt úr þér ......“, sagði yfirkennarinn. Þessi orð skip- uðu Einstein í þann hóp frægra manna, sem útskúfað var á skóla- bekknum en síðar kollvörpuðu skóla- visindunum. — Hverju hafið þér minnstan áhuga á af því sem gerist i heiminum? Þessi spurning var einu sinni lögð fyrir Einstein i London. Hann var fljótur að svara: — Peningum! Albert Einstein hefði getað verið margfaldur milljónamæringur i dag, ef hann hefði nokkurn tíma hirt nm að eignast peninga. Hann lifir sæmi- legu lífi en heldur ekki meira. Þegar hann fékk Nóbelsverðlaunin í eðlis- fræði 1921 lék hann á als oddi. Þá sagði konan hans við hann: — Þessa peninga ættum við að nota til að lagfæra ibúðina okkar. Þau áttu þá heima á fimmtu hæð i leiguibúð í Kaisersallée í Berlín-Wilmersdorf. — Hvaða peninga? spurði liann ný- bakaði Nóbelsverðlaunamaður. — Eg liefi lieyrt að Nóbelsverðlaun- in séu 221 þúsund sænskar krónur í ár, Albert, svo að þá getum við vel ..... — Alls ekki, sagði Einstein fokvond- ur. — Eg vil ekki neina borgun, ekk- ert nema gullmedalíuna! Hvernig veist þú að það eru peningaverðlaun með þessu? Elsa varð að játa að hún hefði lesið það í blöðunum og að alls konar fólk sem luin hitti væri að spyrja hvað þau ætluðu að gera við allar þessar sænsku krónur. Albert Einstein gaf alla pen- ingana góðgerðarstofnunum, en íbúðin i Kaisersallée var ekki dubbuð upp. Ávísun sem bókmerki. Einstein kann ekki að fara með ávís- anir, eða réttara sagt: hann álítur þær verðlausa pappírssnepla. Þegar Rockefellerstofnunin sendi honum einu sinni ávísun fyrir rúmum 15 þúsund dollurum, notaði hann liana lengi vel sem bókmerki í vísindalegu riti, sem hann var að lesa í ígripum. Missiri siðar gaf liann ungum stúdent þessa bók, og sér til mikillar furðu Ilaustið er rétti tíminn til að setja niður flesta blómlauka og blómjurta- hnúða. Aðeins fáeinar tegundir, t. d. maríusóleyjar (Anemóna) og Asíu- sóleyjar (Ranunculus asiaticns) eru settar niður á vorinu. Nú fást blóm- laukar hvarvetna i hlómabúðum. Hægt er að rækta margar tegundir um land allt. Hávaxnar tegundir þrifast best og standa lengst í góðu skjóli. Á næð- ingssama staði ætti heldur að velja lágvaxnar tegundir. Alls staðar er rúm fyrir laukjurtirnar, milli trjáa, upp við húshliðar o. s. frv. Dvergliljur, vetr- argosa o. fl. smáar tegundir er einnig auðvellt að rækta í kössum, t. d. uppi á veggsvölum og líka inni i jurtapott- um. Goðaliljur (Hýasinthur) er jafn- vel hægt að rækta í glösum, án moldar. Vatn er látið í glösin og sett í það ögn af viðarkolum svo það fúlni siður. Laukurinn er settur í glasið og á ekki að snerta vatnið, en ræturnar vaxa ofan i það. Glasið með lauknum er látið standa í svala og lítilli birtu uns verulegur vöxtur er kominn í goðaliljurnm-. Sáðdýpt laukanna fer eftir tegundum og jarðvegi. Stórir laukar settir dýpra en smáir. í sand má setja lieldur dýpra en í venjulega garðmold. Varasamt er að setja mjög grunnt snemma hausts, því að þá geta laukarnir farið að spíra i ótíma. Sumt, sem kallað er laukar er í raun og veru hnýði, t. d. Krókus. En ræktunarað- ferðir eru mjög hinar sömu og mun ég tala um lauk- og linúðjurtir i einu fann liann þar dýrasta bókmerkið sem hann liafði nokkurn tíma séð, og skil- aði því vitanlega hið bráðasta. En þeg- ar Einstein fékk ávisunina aftur varð liann miklu fegnari að fá minnisgrein- arnar, sem hann hafði skrifað aftan á blaðið, heldur en blaðið sjálft. Albert Einstein var og er enn „heimsborgari" í bestu merkingu þess orðs. Enda hefir hann skipt um ríkis- borgararétt oftar en einu sinni: Hann fæddist í Ulm 14. mars 1879 og er þvi Þjóðverji að fæðingu. Siðar varð liann svissneskur ríkisborgari — er iiann starfaði lijá einkaleyfaskrif- stofunni í Sviss og siðar sem prófessor við háskólann í Zúrich. Þegar hann iagi. Ýmsar iauk- og hnúðjurtir bera stór og litfögur blóm á vorin eða fram- an af sumri. Þær safna næringarforða í lauka eða hnýði eftir hlómfallið á sumrin og geyma til næsta vors. Þess vegna geta þær farið að vaxa og hlómgast flestum jurtum fyrr á vorin. Laukarnir eru settir niður á haustin, misdjúpt eftir stærð. Eftir setningu er gott að leggja gamlan áburð ofan á moldina til vetrarskýlis. Gáið vel að þvi, að laukarnir snúi rétt, spíruend- inn upp. Laukar, sem settir eru grunnt hlómgast að öðru jöfnu fyrr en þeir sem djúpt eru settir. Geta menn þann- ig látið sömu tegund blómgast mis- snennna, eftir sáðdýptinni og þannig lengt blómgunartímann. En mjög grunnsettum laukum er liættara við skemmdum en hinum og geta farið að vaxa og koma upp of snemma. Verður reynslan besti kennarinn. Laukar, sem settir eru niður við hús- hlið móti sól, blómgast mun fyrr held- ur en laukar úti í garðinum, sem ekki njóta yls og skjóls af húsinu. Hægt er að lengja blómgunartímann sam- kvæmt þessu með því að setja suma laukana niður upp við húshlið, en aðra úti í garðinn. Laukblóm fara vel á milli trjáa og lífga mjög garð- ana áður en trén laufgast. Laukjurt- irnar eru fyrstu vorboðarnir í görð- unum. Sumar blómgast jafnskjótt og snjóa ieysir t. d. dvergliljurnar (eða krákus- arnir) bláu, gulu eða hvitu og vetrar- gosinn hvíti. Svo taka við bláar stjörnuliljur, perluliljur og gular páskaliljur — og loks skrautlegir túlípanar rauðir, gulir, hvítir eða tví- litir. Skal ég nú víkja dálítið að teg- undavali: Þær tegundir, sem biómgast fyrst og liér er helst völ á, eru dverg- liljur (crocus) og vetrargosar — hvort tveggja lágvaxnar, 10—15 cm. en mjög fallegar. Hnúðar þeirra eru sett- ir niður á haustin. Dvergliljuhnúðarn- ir 5—10 cm. djúpt, en vetrargosinn lieldur grynnra eða 4—6 cm. í Reykjavik blómgast þeir oft upp við liús um mánaðamótin mars—april en nokkru siðar úti í görðunum. í Danmörku og víðar er siður að senda „gosabréf“ á vorin. Það eru nafnlaus bréf með vetrargosablómi og Framhald á bls. 10. tók tiiboðinu um að gerast forstöðu- maður Kaiser-Wilhelm-Institut í Berlín fékk hann þýskan rikisborg- ararétt aftur og liélt honum ])angað til Hitier svipti hann honum árið 1933. í dag er hann amerískur rikisborgari. Honum hefir verið legið á hálsi fyrir hve oft hann skipti um rikisborgara- rétt, eigi aðeins af hálfu Þjóðverja lieldur innig forðum daga af hálfu Bandaríkjanna. En þetta er í fullu samræmi við sannfæringu Einsteins sjálfs. Þegar hann var í skóla var liann oft iaminn fyrir livað óþjóðrækinn hann væri — en skipti ekki um skoðun samt. Þvert á móti. Framhald í ncesta blaöi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.