Fálkinn


Fálkinn - 11.02.1955, Síða 6

Fálkinn - 11.02.1955, Síða 6
6 FÁLKINN BETHEA CREESE: 1. Hverju leyndi hnnn? Ný framhaldssaga. AUGLÝSINGIN. Celine Lorier setlist í hægindastól- inn i ársalnum á Hotel France og fór að blaða í liálfsmánaðar gömlu ensku timariti. Þar só hún auglýsingu! Ljós- myndin sem hún liafði rekið augun i blasti við henni. Það var mynd af húsi, lógu gamaldags liúsi, múruðu upp í binding, með miklu risi og kvisti og alþakið vafningsviði. Celine las lýsinguna sem stóð undir myndinni: „Tancred House — fallegt einbýlis- hús frá seytjándu öld. Afbragðs fag- urt og rólegt umhverfi. Tvær stórar stofur, borðstofa og fimm svefnher- bergi. 011 nýtísku þægindi, rafljós og vatnsveita. Fallegur garður. Húsið er til sölu strax.“ Celine reyndi að gera sér i hugar- lund hvernig garðurinn liti út. Líklega hellulögð þrep niður af stallinum við lnisið, græn flöt fyrir neðan og stór garnall garður með ávaxtatrjám. Og vafalaust mikið af blómum — rósir og liljur. Ensk blóm. Póskaliljur og sólbrúður. Hérna við Miðjarðarhafið voru rós- irnar í blóma allan órsins hring, og núna — i apríllok —■ var hægt að fá undurfagrar nellikur keyptar fyrir sama sem ekkert. Það lá við að það væri hlægilegt að þrá blómin heima. „Heima“ — þetta orð. átti svo vel við „Tancred House“. Þetta gamla hús hafði vafalaust verið heimili sömu ættar kynslóð eftir kynslóð. Celine reyndi að gera sér i hugarlund hvernig birtuna legði út um litlu rúðurnar á húsinu á dimmu vetrarkvöldi. Hún starði út á blátt Miðjarðarhafið án þess að festa augpn á grannvöxnum pálm- unum, sem svignuðu í golunni, með- fram gangbrautinni með fjörunni, í bjarmanum frá purpurarauðu sólar- laginu. En ekki mátti liún sitja svona og láta sig dreyma. Það var nafnið en ekki húsið, sem skipti máli fyrir hana. René mátti ekki sjá þessa auglýsingu. René, sonurinn á heimilinu, þar sem hún hafði fengið herbergi á leigu — var svo áfjáður í að bæta enskukunn- áttu sína, og var vanur að rýna í öll cnsk blöð sem hann sá, þegar hann kom þarna í gistihúsið. René var alltaf fljótur að leggja GEORGE CARPENTIER sem fyrir 40 árum var frægasti hnefaleikari heims- ins, hefir nýlega gefið út ævisögu sína, sem hann kallar „Barátta mín við lífið“. Hann rekur nú vínstofu í París, og sést hér á myndinni vera að árita bókina handa vinum sínum. Carpentier kann að nota hnefana ennþá. tvo og tvo saman. Ef hann rækist á þessa auglýsingu og sæi nafnið, mundi hann ekki þreytast á að erta liana. Hann var ákaflega hrifinn af henni, og til þess að spekja hann og draga úr ástleitni hans hafði liún sagt hon- um, að hún væri lieitin enskum manni, sem héti Tancred. Þetta nafn hafði alltaf verið að flökta í hug hennar síðan hún sá auglýsinguna. Ceiine stóð upp og fór til Henri, sem stóð fyrir innan afgreiðsluborðið. Henri féll vel við Celine og leit upp til hennar. Honum liafði fundist það vel til fallið af ferðaskrifstofunni að fá þessa ungu ensku stúlku til að sinna ferðafólkinu og vera eins lconar for- sjá þess og leiðbeinandi í senn. Henri gat ávallt treyst því að Celine rækti störf sin vel og vandlega. Ungfrú Lorier var lika mjög heill- andi. Henri þreyttist aldrei á að dást að þessari grannvöxnu stúlku í mólsaumaða einkennisbúningnum sínum dökkbláa, sem samræmdist svo vel jörpu hárinu og djúpbláum aug- unum. — Monsieur Henri, sagði Geline hæversklega. — Er mér leyfilegt að klippa . auglýsingu úr þessu hefti? — Alveg sjálfsagt, ungfrú Lorier, sagði Henri brosandi. — Þér getið átt blaðið ef þér viljið. Ég býst ekki við að neinn sakni þess. Celine brosti til hans. — Það var ekki annað en þessi mynd, sem mig langaði til að eiga. Henri léði henni skæri, og þegar hún var að enda við að klippa mynd- ina úr, var kallað á hana í simann. Celine stakk blaðinu í töskuna sína og svaraði í símann. Þar heyrði hún René, með bænarrómi eins og hann var vanur: — Celine, góða mín, við ætlum að hafa ofurlítinn glaðning í kvöld og þú verður að koma. Allt er til reiðu. Toinette og mamma eru sammála um að þú gætir haft gaman af ofurlítilli tilbreytingu. Flýttu þér heim, Celine, við skulum bíða eflir þér meðan þú hefir fataskipti. — Nei, René, mér er það ómögu- legt. Mig langar lieldur ekkert til þess, og ég er viss um að Toinette þykir betra ef ég Verð ekki með ykkur. Það kom áhyggjusvipur á Celine. René var ekki við hjálpandi. Hann hvorki vildi né gat skilið, að maður varð að binda endi á óstarævintýri áð- ur en hann byrjaði á öðru nýju. Það var ekkert gaman að vera „gamla ástin“, en að vísu hafði alls engin ástarsaga gerst milli hennar og René. Hann fór ekkert dult með að hann væri í þann veginn að giftast til fjár. En hins vegar var Toinette bálskotin í honum. Celine hlustaði þegjandi á fortölur Renés, er hann var að fullvissa hana um, að hún yrði alls ekki neinum til ama í samkvæminu. Hann hafði boðið tveimur kunningjum sínum í bank- anum, og hún mundi fá að dansa eins og hana lysti allt kvöldið. — Nei, mér er þetta ómögulegt. Celine sagði honum nú að bifreiðin með ferðamannahópinn frá Lyon liefði tafist á fjallinu vegna óveðurs. Hún átti að taka á móti sextán manns, sem voru væntanlegir frá Englandi, og varð að sjá um að koma þeim fyrir ó Hotel France. — Þú átt kannske von á prinsin- um, sagði René og hló. — Elsku Tancred þínum. Þessum fallega Eng- lendingi, sem þig er alltaf að dreyma um? — Bull! sagði Celine, en ofurlítill roði kom í kinnar henni. — Það er ekkert rómantískt við þetta fólk, sem ég á að taka á móti. Foreldrar með tvær dætur, sem ætla áfram til Beaulieu, og hjón sem ætla til Juan- les-Pins. Hitt fólkið á að verða hérna á gistihúsinu í nótt. Ein frúin er lafði Fairlace, sem þarf sérstaklega aðstoð- ar við, því að hún er hrurn. Og svo er líka farlama karlmaður i liópnum, svo að ég hefi meira en nóg að hugsa um. — Við sjáumumst síðar, René. Skemmtu þér vel í kvöld og þakka þér fyrir að þú vildir hafa mig með þér. — Fæ ég aldrei tætkifæri til að dansa við þig framar, Celine? spurði René dapur. — Líklega ekki. Rödd Celine var einbeitt. — Skemmtu þér vel með Toinette og farðu nú gætilega. — Mig langar ekki til að fara gæti- lega, andvarpaði René, en hún heyrði að hann hló um leið og hún sleit sambandinu. ÓVÆNTUR FARÞEGI. Á bifreiðafgreiðslunni var ljós í hverjum glugga þegar vagninn, sem tafðist hafði, renndi upp að gang- stéttinni þar sem Celine stóð og beið ásamt lióp af fólki, sem var komið þarna til að taka á móti kunningjum fró París. Celine gekk fram, grönn og spengi- leg i netta einkennisbúningnum með vængjamerki ferðastofunnar Pegasus á erminni og framan á litlu húfunni. Hún var með nafnalista farþeganna í hendinni og brosti alúðlega og irini- lega. Hún hafði gaman af að taka á móti ferðafólki. Og það hlaut að vera dauðlúið eftir aksturinn frá Lyon, síðan snemma um morguninn. Gustave, bílstjórinn, brosti til henn- ar úr sæti sínu. Hann var bróðdugleg- ur bílstjóri, öruggur og rólegur. Celine vonaði að farþegarnir mundu eklci gleyma að þakka honum fyrir öruggan akstur yfir fjallaskörðin. Gustave opnaði dyrnar. — Við erum komin á leiðarenda, gott fólk, og þið getið komið út og beðið eftir farangr- inum ykkar. Nú varð allt á iði kringum vagninn. Burðarmaður brölti upp á þakið og fór að handlanga pjönkurnar, en Gustave stóð fyrir neðan og tók á móti og kallaði nöfn eigendanna jafnóð- um. Celine var fljót að sjá hvaða ferðafólk það var sem stóð á hennar lista. Lafði Fairlace reyndist vera mögur og visin gömul kona, sem var dauðuppgefin eftir ferðina. Varir hennar skulfu, þegar Celine var að gera henni skiljanlegt, að hún gæti ekki farið á gistihúsið fyrr en hún hefði fengið farangurinn sinn. Hár ljóshærður ungur maður kom út úr vagninum og leit spyrjandi til Celine. — Ferðaskrifstofan Pegasus, sagði Celine og brosti. Hann brosti á móti en sagði ekki neitt. Það kom vand- ræðasvipur á hann, og hann hélt sig spölkorn frá liinu fólkinu. Það var deginum ljósara að hann ferðaðist einn síns liðs og vildi ekki hafa neitt saman við ferðastofur að sælda. Hann var alls ekkert líkur þessum venju- legu ferðamönnum, sem verða að láta aðra gera allt fyrir sig. Og svo var heldur enginn ungur maður þarna á listanum hjá Celine. Hún hjálpaði hjónunum sem ætluðu til Juan-les-Pins og sendi þau áfram i bifreið, sem hún hafði pantað fyrir- fram. Og svo fór hún að leita að gamla manninum. Líklega gat hann ekki gengið einn, en sat inni i vagn- inum og beið eftir að sér yrði hjálp- að út? En vagninn var tómur. Celine ^flýtti sér til bilstjórans. — Gustavé, er nokkur Englendingur með þér, sem heitir Howlat? Gamall maður. Hef- irðu séð nafnið lians á farangri? Gustave leit við og brosti gleitt. Hann benti á unga, ljóshærða mann- inn, sem nú var að tala við fjölskyldu- manninn, sem ætlaði til Beaulieu. Sá siðarnefndi hét Brown. Celine fór þegar til hans. — Afsakið þér ónæðið, lierra Brown, en ég get hvergi fundið gamla manninn, sem átti að vera í þessum hóp. Hann heitir Howlat. Þekkið þér liann í sjón? Ungi maðurinn lert á hana. — Eg heiti Howlat, sagði liann og vandræða- HUGO KOBLER heitir frægur sviss- neskur hjólreiðakappi, sem nýlega kvæntist sýningastúlkunni Sonju Biihl. Fimm þúsund manns sóttu brúðkaup- ið. Brúðhjónin fóru til Spánar í brúð- kaupsferð, en áður voru þau ljós- mynduð ásamt sótara, því að sam- kvæmt svissneskri þjóðtrú er mikill heill að slíkum mönnum.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.