Fálkinn


Fálkinn - 11.02.1955, Blaðsíða 9

Fálkinn - 11.02.1955, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 mánuð ætla ég til Frakklands og verða hjá honum í sumar. — Til Frakklands? át hann eftir eins og flón. — Já, til Frakklands. Maður- inn minn er franskur, vissirðu það ekki? — Ég vissi ekki að þú ættir mann. Ég hélt að þú værir frá- skilin — eða eitthvað í þá átt. — Það er öðru nær. Ég er sæl í hjónabandinu. En hamn starfar í Frakklandi og ég hér. Svona er nú það. Ég hefi sagt honum frá þér, og honum finnst engin ástæða til að vera afbrýðisamur. Þjónninn kom með súpuna og fór aftur. — Þú varst að tala um bréf, sagði Gloria. — Þú hefir vonandi ekki sett það á póstinn. Roger kinkaði kolli. — Borðaðu súpuna þína, góð- urinn, sagði Gloria. — Þér veitir ekki af einhverri hressingu. Roger reyndi að brosa og verða við áskoruninni. En þegar hann var hálfnaður með diskinn varð honum flökurt og hann varð að fara út. Klukkan var ekki orðin nema tíu þegar þau kvöddust, en Roger ráfaði um bæinn í marga klukku- tíma á eftir og hugsaði. Þegar hann kom á járnbrautarstöðina var síðasta járnbrautarlestin farin. En hann varð að komast heim. Bréfið ... Hann leigði sér bifreið og hon- um fannst ferðin aldrei ætla að enda. Loksins fór hann að nálg- ast, klukkan sjö um morguninn. Hann ók um þveran bæinn og þegar bifreiðin kom að götunni hans lét hann hana nema staðar og gekk síðasta spölinn heim. Hann var á báðum áttum er hann kom að dyrunum. Jane mundi vera komin á fætur og farin að hugsa um morgunverð- inn. Mikið hafði hann verið heimsk- ur! hugsaði hann angurvær. — Hvernig gat ég verið svona mikið flón? Og nú varð hoinum litið á bæj- arpóstinn niðri í götunni. Hann tók á rás. — Góðan daginn, herra Sted- man, sagði gamli pósturinn ró- lega. — Póstinn minn! sagði Sted- man másandi. Get ég fengið póst- inn minn! — Þér munuð hafa mikið að gera í dag? — Póstinn! sagði Stedman gramur. — Já, jú! Nú skuluð þér fá póstinn. Og svo fór bréfberinn að leita í töskunni sinni. — Gerið þér svo vel, Stedman. Svo bar hann höndina upp að húfunni og hélt áfram. Roger fletti bréfunum. Guði sé lof, þarna var bréfið til Jane! Hann flýtti sér að stinga því í vasann. Svo sneri hann heim á leið. Og nú opnaði hann og gekk rakleitt inn. Jane kom á móti honum, og hann horfði kjánalega og vand- ræðalega á hana. — Ertu kominn, góði? Það var Framhald á bls. 14. Agúst sterki. — Rétti upp skeifur og átti 300 börn En elskaði aðeins Auroru Königsmark. Zakarías Topelius segir margt frá Ágústi sterka Pólverjakonungi i Sög- um herlæknisins. Dómur hans um þennan kraftakonung er sá, að hann hafi verið verðugur fulltrúi hinnar sviksamlegu stjórnmálalistar sinna tíma og flestra lasta, sem þá voru í tísku. Eftir dauðann er liann fræg- astur fyrir krafta og kvennafar og drykkjusvall. Er talið að hann liafi látið eftir sig rúmlega 300 lausa- leiksbörn, en af þeim eru 264 nafn- greind, svo að tugir þúsunda geta rakið ætt sína til Ágústs sterka. Ágúst fæddist í Dresden árið 1670 og var yngri sonur saxneska kjör- furstans. Móðir hans var danska prinsessan Anna Soffia, og um hana var Ágúst frændi Karls tólfta Svía- konungs og Friðriks fjórða Danakon- ungs. Kjörfurstatignin féll fyrst í arf eldri bróður Ágústs, en hann dó ung- ur. Atvikin að dauða hans lýsa vel heilbrigðisástandi og tíðarandanum undir lok 17. aldar: ÁST OG GALDRAR. Faðir Ágústs hét Johan Georg III. Hann hafði verið mikill vinur ofurstafrúarinnar von Neitschiitz, um það leyti, sem hún eignaðist dóttur er Sibylla liét. (Ofurstinn, maður hennar hafði þá verið lang- dvölum á vígvellinum). Sibylla óx upp og varð forkunnarfrið, en þótti laus á kostunum. Svo dó Jóhann Georg III. og sonur hans, Jóhann Georg IV. tók við. Þegar hann var tvítugur kynntist liann Sibyllu, sem var aðeins 14 ára, og giftist henni. En eftir tæp sex ár fékk Sibylla ból- una og dó, tæplega tvítug. Jóhann Georg IV. var óhuggandi. Og nokkr- um vikum síðar dó iiann úr bólunni. Ágúst bróðir hans var að skemmta sér erlendis, en var nú kvaddur heim. Flestir voru á því, að fráfall Jóhanns Georgs væri göldrum að kenna og féllst Ágúst á það. Frú Neitschutz var talinn höfuðpaurinn, hún var handtekin, pyntuð og sett í gapa- stokk ásamt ýmsum fleiri galdra- nornum, sem sakaðar voru um að hafa blindað Jóhann og valdið ofur- ást hans á Sibyllu hinni fögru, sem sjálf var talin flagð. SAXNESKI HERKÚLES. Þegar hér kemur sögunni var Ágúst 24 ára, en hafði þegar hlotið viðurnefnið „hinn sterki“. Einnig var hann kallaður „saxneski Her- kúles“, og fáir efuðu söguna, sem sögð var um hann, að hann hefði sogið kvenljón þegar hann var barn. Margar sögur eru sagðar af kröftum hans. Eitt sinn var hann staddur á nautaati á Spáni og datt þá einn lensumaðurinn af baki og nautið réðst á hann. Ágúst vatt sér inn á sviðið, óvopnaður, greip um liornin á nautinu og sneri það niður. í sam- kvæmum lék hann sér að því að taka silfurdiska, vefja þeim utan um vísi- fingurinn og hnoða þá svo í kúlu, milli handanna. Og þegar vel lá á honum lét hann færa sér nokkrar skeifur, lét þær fyrst ganga á milli manna, svo að það sæist að þær væru ósviknar og síðan rétti liann úr þeim eða sneri þær í sundur með berum höndunum. Honum var mikið i mun að láta sjá, að hann héldi fullum kröftum, þrátt fyrir allt drabbið. Hann sveigði bæði járn og kven- hjörtu. Og auk þe'ss var hann stjórn- málarefur og allduglegur í hernaði. !'l 1 i !■! •■! ; 1 I ' STYRJÖLD OG KREPPA Honum þótti of lítið að vera að- eins kjörfursti í Saxlandi. Þegar há- sæti Pólverja losnaði bauð hann sig fram til konungs þar, og með Stoð saxneska hersins og miklum mútu- gjöfum tókst honum að sigra keppi- nautana. Eitt loforðið sem hann gaf Pólverjum var það, að hann skyldi taka Biflanö af Svíum og leggja til Póltands, og þvi gerði hann samning við Pétur mikla og Friðrik IV. Dana- konung, frænda sinn, gegn hinum frændanum, Karli XII. sem þá var 17 ára. En þar hitti skrattinn ömmu sína. Norðurlandastríðið mikla (1700—1721) byrjaði með mörgum ósigrum hjá Ágúst og árið 1704 var hann sviptur konungstign í Póllandi. Hann komst í hásætið aftur eftir ósigur Karls XII. við Poltava, en ekki varð það Pólverjum til góðs. Sífelldar styrjaldir og innanlands- óeirðir veiktu landið inn á við og út á við, og rússnesk áhrif fóru vax- andi þar. Saxlandi fór líka hnign- andi og sligaðist undir herkostnaði Ágústs og öðru fjárbruðli — i hallir, listaverk og Veislur. Aðeins eitt ligg- ur eftir hann, sem að gagni varð síðar: hann kom fótum undir postu- línsgerðina i Þýskalandi með stofn- un smiðjunnar í Meissen. I j i i i I" i ÁGÚST STERKI OG KVENFÓLKIÐ. Ágúst hafði gifst prinsessu af Brandenburg þegar hann var 23 ára og eignaðist með henni son (mestu mannleysu) og dóttur. En hjóna- bandið var ekki orðið margra daga gamalt þegar hjákonurnar tóku að gerast fjölmennar. Frægust þeirra var Maria Aurora von Königsmark, að aðalsætt frá Brandenburg, sem hafði komist i mikið álit í Svíþjóð. í æsku var hún talin ein gáfaðasta stúlkan við sænsku hirðina. Með henni eignaðist Ágúst soninn Moritz, marskálk af Kúrlandi og Frakklandi, en barnabarn lians var hin fræga skáldkona barónessa Dudevant, sem kunnari er undir nafninu George Sand — ástmær Mussets og Chopins. Samvistir þeirra Auroru stóðu ekki nema nokkur ár, síðan varð hún nefnilega abbadís við stofnun ein- lífiskvenna. Árið 1702 gerði hún sér ferð til herbúða Karls XII. til að fá liann til að semja frið við Ágúst, en liann neitaði að tala við hana — „hún var sú eina dauðlega, sem Karl hafði nokkurn tíma verið hræddur við“. 1 sögum herlæknisins lýsir Topelius henni þannig: „Hugsið yð- ur, háa, glæsilega kvenpersónu, fagra eins og vorsól í dimmum skýj- um, leiftrandi augu, fagran vöxt, töfrandi þokka, klædda sem drottn- ingu, reisn eins og á keisarafrú — í stuttu máli sagt: andskotann í pilsi — Auroru Köningsmark." Meðal annarra kvenna Ágústs sterka má nefna greifafrú Cosel, fyrst og fremst, sem naut hans í níu ár. En losti hennar og drottnunar- girnd varð til þess að hún féll í ó- náð, og síðustu fimmtíu ár ævi sinnar sat hún í kastalafangelsi. Með lienni átti Ágúst son og tvær dætur, sem hann leiddi til arfs eftir sig. Með Úrsúlu Ladmirocsku átti liann tvö börn, með Fatímu hinni tyrknesku eitt og svo framvegis. Og eftir höfð- inu dansa limirnir. Liðsforingjar Ágústs stældu höfðingjann. Þegar Karl tólfti óð inn í herbúðir Ágústs, sem þá var á undanhaldi, fann hann þar 500 kvensur, og meðal þeirra voru margar undurfagrar hirðmeyj- ar. En Karl tólfti, sem ekki var neitt upp á kvenhöndina, stóðst freisting- una og sendi allan kvennahópinn til Kraká. „SIC TRANSIT GLORIA MUNDI ...!“ Árið 1927 komu sjö af áhrifamestu fjármálamönnum heimsins saman á Edgewater Beach Hotel í Chicago. Þeir voru: 1. Charles Schab, „stálkonungur“, forstjóri stærstu óháðu stálfram- leiðslunnar i heimi. 2. Artliur Cutton, mesti hveiti-spá- kaupmaður heimsins. 3. Richard Whitney, skráningar- stjóri kaupliallarinnar í New York. 4. Albert Fall ráðherra. 5. Jessie Livermore mesti verð- bréfabraskari í Wall Street. 6. Leon Frazer, forstjóri alþjóða- viðskiptabanka. 7. Ivar Kreuger, forstjóri allra eld- spýtnahringa heimsins. Þessir sjö menn höfðu yfirráð yfir meiri auðæfum, en ríkissjóður Bandaríkjanna átti. Þeir voru nefnd- ir sem dæmi um menn, sem höfðu unnið sig upp úr engu. Nú eru bráðum 28 ár síðan. Og hvar eru þeir nú? 1. Schwab varð að lifa á lánsfé síð- ustu árin og dó öreigi. 2. Cutton dó i útlegð, gjaldþrota. 3. Whitney slapp úr Sing Sing-fang- elsinu fyrir nokkrum árum. 4. Var náðaður eftir fangavist til þess að hann fengi að deyja heima hjá sér. 5. Livermore framdi sjálfsmorð. 6. Frazer framdi sjálfsmorð, Kreug- er framdi sjálfsmorð — eða var drepinn. Svo fer um heimsins glys.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.