Fálkinn - 20.05.1955, Blaðsíða 6
6
FÁLKINN
f
ÞESSI ÞRENNING er víðfræg, þótt
ekki sé það fyrir skíðaíþrótt. Það er
franski hjólreiðagarpurinn Robert og
tveir svissneskir keppinautar hans,
Koblet og Kubler. Þeir iðka vetrar-
íþróttir í Davis til tilbreytingar.
HJÓLAÐI í HEILT ÁR. — Skosk-
franskur hjólreiðamaður, 63 ára, Rene
Menzies að nafni hefir reynt að setja
nýtt heimsmet í hjólreiðum í heilt ár.
Hann lauk nýlega þessari tilraun í
London og hér sést konan hans faðma
hann við heimkomuna. En tilraunin
mistókst. Gamla ársmetið var 120.000
kílómetrar, en Menzies hjólaði ekki
nema 100.800. Hann tafðist nefnilega
24 daga vegna þess að hann viðbeins-
brotnaði, og auk þess var hann oft
óheppinn með veður.
Þessi mynd gefur til kynna, með hví-
líkum feiknahraða járnbrautarlest-
irnar hafa ekið á, er þær óku saman,
því að einn járnbrautarvagninn lenti
upp á öðrum, sem er mjög óvenjulegt.
4* 4 4» 4 4* 4» 4 4 4» 4 4 4 4 4 4* 4* 4* 4* 4 4» 4* 4 4 4* 4 4 4 4
CETIIEA CREESE: J
Hverju leyodi hunn?
Framhaldssaga.
4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 414 4* 4* 4* 4* 414* 4* 4 4 4 444444444
sitja lengi í festum ef hún fengi tæki-
færi úr annarri átt.
Þau óku meSfram ströndinni til St.
Raphael, þar sem hárauð fjöll ganga
þverhnípt fram í blátt hafið. Svo
beygði vegurinn til norðurs. Bilstjór-
inn hét Gaspard, hann var þrekinn
eins og graðungur og það var ástríða
lijá honum að reyna að aka fram úr
hverri bifreið, sem varð á vegi hans.
Gaspard elskaði hraðann — hann ók
fulla ferð og notaði blistruna í sífellu,
en hann var bráðduglegur bilstjóri.
í ákefðinni í að halda áætlun jós
hann skömmunum yfir tvo farþega.
sem fyrir óstundvísi seinkuðu bílnum
um tíu minútur. Nú varð hann að
vinna upp þessa töf. Þegar þau komu
inn á grænu grundirnar í Rhonedaln-
um og óku fram hjá gömlu rústunum
í Avignon, liægði Gaspard ekki einu
sinni á sér.
Celine var hugsandi. Hún var að
hugsa um hve yndislegt hefði verið
að fá að koma hingað með Tancred,
frjáls ferða sinna og hafa tima til að
stansa þarna og líta kringum sig. Nú
mundi hann vera lagður á stað til
Englands, með Sybellu við hliðina á
sér. Hún var að hugsa um hvort þau
hefðu valið leiðina yfir fjallið — eða
hvort þau færu sömu leið og hún.
Celine sá þau í huganum á einhverju
smá veitingahúsi, kát og glöð, vera
að fá sér hádegisverð — eins og hún
gerði sjálf núna, er vagninn hafði við-
stöðu í smábænum Mentélimar. Hún
hafði sting fyrir hjartanu og gat varla
komið nokkrum bita niður.
Þegar þau óku út af torginu eftir
matarhléð, kom Celine auga á stóran
gráan bíl, sem kom inn á torgið. Hann
var svo líkur bíl Tancreds að hún
fékk hjartslátt. Hún gat ekki séð hver
sat við stýrið cða hvort farþegi var
í bílnum — hún sat í miðjum vagnin-
um — og grái bíllinn hvarf henni
sjónum von bráðar. Hún reyndi að
telja sér trú um, að það væru mörg
þúsund gráir bílar, líkir Tancreds,
sem væru á ferð núna þegar skemmti-
ferðirnar voru sem mestar, en samt
hafði þessi sjón fengið mikið á hana.
Hún reyndi að gleyma henni.
GRIPIN!
Gaspard ók inn i Lyon kringum
klukkan sjö um kvöldið. Celine náði
i herbergi í ódýrasta gistihúsinu, sem
hún vissi um. Það var ekki víst að
hún fengi nýja starfið sitt strax, svo
að hún varð að halda spart á. Þegar
hún hafði þvegið af sér ferðarykið,
afréð hún að ganga út í bæinn og
svipast um eftir stað, sem hún gæti
fengið eitthvað að borða á. Það leit
út fyrir rok, vindský kringum sólar-
lagið, og svört þökin og turnarnir við
eldrauðan liiminin.
Það var fallegt og rótt niðri við
lygna ána, Rhoné. Celine stóð lengi
og horfði á vatníð, sem endurspeglaði
Ijósin í borginni. Hún var svo annars
hugar að hún tók ekki eftir hröðu
fótataki, sem nálgaðist hana, og henni
brá svo mikið við að liún hoppaði
hátt, þegar þrifið var í handlegginn
á henni og hún heyrði röddina, sem
ávarpaði hana.
— Ég hefi gripið þig, sagði Tan-
cred og þrýsti stálhörðum fingrun-
um að handleggnum á henni og herti
takið er hún reyndi að slíta sig af
honum.
Hann var fokreiður. Andlifið var
livilt og alskræmt af reiði og fordann-
ingin skein úr augunum. Hún ]>oldi
ekki að horfa framan í hana og sneri
ser undan.
- - Það er eins gott að þú gefir skýr-
ingu á þessu undir eins, Celine, •agM
hann hryssingslega. — Þvi að þessu
verð ég að fá skýringu á, Hvernig í
dauðanum stendur á, að þú sagðir
mér ekki frá þessum fyrirætlunum?
Hefi ég farið svo illa með þig, að þér
finnist óþarfi að taka nokkuð tillit
til mín?
— Ég — ég hélt að þú yrðir liam-
ingjusamari án mín, stamaði Ccline.
— Tancred, þú meiðir mig á hand-
leggnum. Gerðu svo vel að sleppa
mér.
— Afsakaðu, sagði hann stutt, og
sleppti takinu.
— Eigum við að ganga dálítinn spöl,
sagði Celine.
— IÞú mátt ganga hvar sem þú vilt,
en þú skalt ekki sleppa í annað sinn,
sagði Tancred og svo gengu þau áfram
saman. — Kannske þú viljir gera svo
vel að segja mér, hvert þú hefir á-
formað að fara og hvað þú hefir hugs-
að þér að taka fyrir. Hann sneri sér að
henni og horfði á hana. — Fyrst og
fremst langar mig til að vita hvai
þú varst í nótt, eftir að þér hafði
verið svo umhugað um að ég fseri að
hátta, en þú beiðst eftir tækifærinu til
að laurrtast burt, án þess að ég vissi af.
Það var merkilegt að þú skyldir ekki
setja svefnlyf í 'kaffið mitt, til þess
að verða öruggari. Svaraðu nú, Celine.
Hvar varstu?
— Ég fékk herbergi á Hotel Franc.e
— þar sem þú gistir kvöldið sem við
hittumst fyrst.
— Hrífandi hugsanasamhengi, sagði
Tancred spottandi. — Svo að þú fórsl
þá með Lyon-vagninum í þeim til-
gangi að komast til Parisar á morgun.
Hafðirðu peninga fyrir fargjaldinu?
Og leyfist mér að spyrja hvernig þú
ætlar að komast áfram i París?
— Ég fékk ókéypis far hjá bifreiða-
félaginu. Ég hefi fengið tilboð um að
verða bílfreyja i lúxusbilnum milli
Parísar og Rivierans. Og því ætla ég
að taka.
—- Svo það heldurðu, sagði hann
beiskur. — Ætlunin mun hafa verið
sú, að úr því að þú fékkst ekki vinnu
i Monaco, vildir þú n,á i þannig starf,
að þú hefðir samband við staðinn —
að minnsta kosti tvisvar i viku — og
fengir tækifæri til að hitta þann, sem
þú helst vilt hilta. Það er deginum
Ijósara — og hitt líka, að þú gast
ekki hugsað til þess að vera hjá mér
einum degi lengur. En nú verð ég að
baka þér vonbrigði. Þeir geta fundið
sér aðra lúxusfreyju. Þú ferð til Eng-
lands aftur méð mér, og við leggjum
upp í fyrramálið. Hvernig heldurðu að
það liti út — eftir að ég hefi skrifað
öllum kunningjunum, að ég komi heim
með konuna rnína, — ef ég kæmi svo
einn heim og yrði að segja þeim, að
ég hefði týnt henni á lciðinni?
Celine reyndi að horfast í augu við
hann. — Komst þú hingað einn, Tan-
cred? spurði hún. — Ég hélt að þú
hefðir kannske boðið Sybellu að verða
með þér í bilnum heim?
— Reyndu nú að taka sönsum, Cel-
ine. Heldur þú að ég hefði getnð boðið
Sybellu að verða með mér í svona
ferð — með gistingum á leiðinni —
ef þú værir ekki með okkur? Sybella
flýgur heim, en það verður ekki fyrr
en eftir nokkra daga.
TANCRED TEKUR FORUSTUNA.
Þau koniu að fremstu brúnni og
sneru ósjálfrátt til baka. Það var ó-
þægilegt að ganga á götusteinunum og
Celine leið illa. Hann hafði þá haft
í hyggju að bjóða Sybeilu með sér,
en varð að hætta við það til þess að
koma ekki óorði á hana, og áformið
farið út um þúfur vegna Celine. Þetta
var líklega aðal ástæðan til að hann
var svona reiður.
— Ég hefi aldrei á ævi minni verið
auðmýktur jafn eftirminniiega og í
morgun, sagði hann. — Fyrst varð
ég að búa til lygasögu handa fólkinu
í „Violette" um hvers vegna þú værir
horfin. Og svo varð ég að reyna að
komast í snoðir um livað hefði orðið
af þér. Ég gleymdi öllum metnaði,
Celine. Ég fór til Saisins, því að ég
hélt sannast að segja að þú hefðir
farið þangað. Ég lagðist svo lágt að
tala við þennan dóna, þó að ég hefði
einsett mér að eiga aldrei orðastað
við hann. Hann leyfði sér að segja,
að þetta væri spaugilegt, og það var
rétt svo, að ég gat stillt mig um að
lúberja hann.
Tancred þrýsti saman vörunum. —
Til allrar hamingju var veslings stúlk-
an, sem er trúlofuð honum, komin i
Claude Neilz frá Frakklandi hefir sett
nýtt heimsmet kvenna í þeirri sér-
stæðu íþrótt að kafa í iður jarðar.
Komst hún niður í 400 m. dýpt ásamt
nokkrum félögum sínum, þ. á. m.
unnustanum, sem var foringi niður-
stigingarmanna.