Fálkinn


Fálkinn - 20.05.1955, Blaðsíða 11

Fálkinn - 20.05.1955, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 ÞRJÚ HEIMSFRÆG FLÖGÐ: J. MESSALINA - glæpakvendi í drottningarsæti Þrjár kon«r áttn drjúgan þátt í glæpwm þeim og spillingu, sem varð hinu forna Rómaveldi að falli. Ein þeirra var VALERIA MESSALINA, þriðja kona Claudíusar keisara, önnur var AGRIPPINA, systir Caligula. ÞEGAR Tiberíus keisari dó, 1R. mars árið 37 e. Kr. var fátt um karlmenn í Íceisaraættinni, sem fallnir væru til að taka við völdum. Næstir stóðu Clau- dius bróðursonur bins látna keisara. Caligula hafði betur, en hann varð bráðlega brjálaður og gerði sjálfan sig að yfirguði allra guða, og hestinn sinn að ræðismanni. Og árið 41 rudd- ust foringjar úr lífverðinum ásamt flokki hermanna inn í höll hans og drápu liann. Og ekki hlífðu þeir drottningu hans og ungu barni þeirra. Eftir morð Caligula fundu tilræðis- meriitirnir Claudius, sem hafði falið sig bak við giuggatjöld í höllinni. Og af þvi að þeir höfðu engan annan betri við höndina, lýstu þeir yfir því, að hann væri réttur keisari Rómverja. Claudius var gæfur maður og velvilj- aður, en enginn vitsmunamaður og því síður þreklundaður. Hann hafði frá bernsku verið talinn eins konar um- skiptingur, og móðir hans kallaði liann lifandi fóstur, sem guð hefði aldrei lokið Við að skapa. Var þvi engin furða þó að hann yrði atkvæðalítill. Það var fyrst og fremst Valeria Messalina, þriija kona Claudíusar, sem notaði sér roluhátt hans og vafði hon- um um fingur sér. iÞetta kvendi hefir orðið alræmt í sögunni, nafn hennar er notað sem tákn kvenna þeirra, sem athafnamestar hafa orðið i losta og löstunt. Einkum var það vergirni hennar sem gerði hana fræga, og svo léttuð hennar og ófyrirleitni. Hún var fríð sýnum og girnileg, og varð'þvi vel til karla. Ennið var lágt, hárið mikið og svart, augun tindr- andi af losta, varirnar þykkar, og oft lét hún skina í hvítar tennur, því að henni var brosgjarnt. Hjá konum sem lienni er skammt milli ástar og haturs og ástríðuofsi í hvoru tveggja, og svo er að sjá,’ sem lienni hafi ekki síður verið nautn i grimmdarlegum hryðju- verkum en í ástum. Svo ramt kveður að þessu hjá Messalínu, að fullyrða má að hún hafi ekki verið með Ölí- um mjalia stundum. Messalina var kringum fimmtán ára er húri giftist Claudiusi, og var hann þá 38 ára. Henni veittist auðvelt að draga keisarann-á tálar og hann grun- aði lengi vel ekki að hún hafði friðla á hverjum fingri. Til þess að koma sínu fram kom hún sér i mjúkinn hjá hinum tveimur valdamestu, grisku ráðgjöfum keisarans, en þeir voru Polybius og Narcissus og urðu báðir friðlar liennar. Drottningin og þessir tveir hirð- gæðingar skiptu á milli sin ránsfeng þeim, sem þau tóku af aðalsmönnun- um, og allir æðristéttarmenn voru sí- hræddir um lif sitt og eignir f.vrir þessum þremenningum. Uin einn róm- verska senatorinn, Lucius Vitellus, er sagt, að til þess að koma sér i mjúk- inn hjá Messalínu liafi liann beðið hana um að gefa sér ilskö, sem hún átti, og hafi hann jafnan borið hann á brjóstinu síðan. Allir þeir, sem Messalina þótti vera í vegi fyrir sér á einhvern hátt, voru annað hvort drepnir eða vísað úr landi. Meðferðin á Appíusi Silanusi, aðalsmanni sem var mjög nákominn keisaranum, en sem keisarinn lét drepa, er einkennandi fyrir Messalinu og hina grisku fylgifiska hennar. Hann var giftur móður Messalinu, og hún stjúpdóttir hans. En Messalina lagði fæð á hann, þvi að hún liafði gert tilraun til að ginna hann til samfara við sig, en Appius neitað að fara inn í svefnherbergi hennar. Fyrir þetta varð hann að deyja, og nú var hagað þannig til: Narcissus kom æðandi inn til keisarans einn morguninn, upp- vægur og með angistarsvip, og sagði honum að sig hefði dreymt, að Appíus Silanus hefði mýrt keisarann úti á Appíavegi. Messalina vaknaði við hávaðann eða lést valcna — og þeg- ar hún heyrði frásögnina sagði hún að sig hefði dreymt nákvæmlega sama drauminn. Meira þurfti ekki til að gera keisaragarminn skithræddan. Skömmu síðar kom Appius í höllina. Var hann þegar tekinn höndum og líflátinn. Á eftir gaf keisarinn þinginu skýrslu um þetta og hróspði konu sinni og Narcissusi ráðgjafa stórum, og sögðu að þau vektu yfir lifi sínu jafn- vel þegar þau svæfu. Þetta gerðist árið 43, en sama árið hefjast valdadeilurnar milli Messalínu og hinnar fögru frænku hennar, Agrippínu, systur Caligula keisara. Hún hafði verið gift Domitiusi sem frægur hefir orðið í veraldarsög- unni undir nafninu Nero. Þessar tvær konur hötuðust út af lífinu og börðust um yfirráðin í rómverska ríkinu, þvi að báðar áttu syni, sem þær vildu láta erfa rikið. Þær voru báðar samviskulaus fúlmenni, en hjá Messalínu var fúlmenskan meðfædd, en Agrippina þóttist verða að nota liana sem vopn til að koma sínu fram. Ástriður Messalínu voru sterkari en vitið, eða kappið meira en forsjáin. Það má vera ljóst, að það voru hinir grisku ráðunautar keisarans, sem riðu baggannininn, er hún vildi koma sínu fram, en einmitt í skiptunum við þá yfirsást henni. Hún komst i fjandskap við Políbíus, en lians hendur fóru um allar bænarskrár til keisarans. Þennan fyrrverandi friðil sinn rægði hún svo að hann féll í ónáð og var tekin af lífi. Og að svo búnu sleit Narcissus einnig öllu malcki við hana. Það sem varð hinni lauslátu drottn- ingu að falli var, að hún varð ást- fangin af ungum aðalsmanni, sem hét Gajus Silius. Hann var kvongaðtir og talinn hinn vandaðasti maður. Messa- lina neyddi hann til oð reka frá sér konu sína, því að hún vildi vera ein um Gajus Silius. Jós hún á hann gjöf- um og alls konar mannvirðingum. Og vegur lians var orðinn meiri en keis- arans sjálfs. En Silius þóttist sjá fram á, að hon- um var hætta búin, svo lengi sem Claudius keisari lifði. Þess vegna krafðist hann þess nú af Messalinu, að hún léti stúta keisaranum. Síðan skyldu þau giftast og svo yrði liann tekinn til keisara. Þetta var i mikið ráðist og hafi það verið rétt að Silius hafi verið drengur góður að upplagi, þá hefir Messalínu tekist furðu vel að spilla honum. Messalina vildi þó ekki fallist á þessa uppástungu, en hins vegar sárlangaði hana til að giftast hinum unga, glæsilega manni, og nú datt henni ráð í hug: Hún ákvað að „látast“ giftast Siliusi. Og eitt sinn er Claudius fór til blóta í Ostia hélt Messalina brúðkaup sitt og Siliusar eftir öllum kúnstarinnar reglum, hjú- skaparsamningur var undirskrifaður og síðan haldin mikil veisla. En þetta brúðkaup varð Messalinu að falli. Nú var Narcissus genginn á hönd Agrippínu, og hann fékk tvær frillur keisarans, eina hirðfrúna og ambátt, sem hafði fengið frelsi, til að kæra Messalinu og Silius fyrir keisar- anurn, sem var enn i Ostia og hafði ekki frétt af brúðkaupinu. Narcissus var sóttur og staðfesti hann að það, sem frillurnar höfðu sagt, væri satt. Og nú bjóst Claudius þegar til ferðar og hélt til Róm. Þá var Messalína að halda eina af veislum sinum og hafði hagað öllu eins og Bakkusarhátíðum er lýst . goðafræðinni: vinpressurnar voru í fullum gangi, víninu var ausið úr ke/- itnum, naktar, drukknar konur, döns- uðu með tyrrusarstafi i höndunum, þar á meðal drottningin sjálf, með flags- andi hár, og friðlar hennar kringum hana. En Silius var sjálfur í hlutverki bakkusar, skreyttur vafningsviði og með krans um höfuðið. Þegar þessi leikur stóð sem hæst heyrðist lirópað iun í salinn að keis- arinn væri að koma frá Ostia. Messa- lina lagði á flótta og leitaði athvarfs í sumarhöll sinni í görðunum á Pincio-hæð, Silius fór til Forum, en hitt fólkið týndist í allar áttir. Messalína lét samt ekki hugfallast. Ásamt þremur meyjum sinum nær hún sér í kerru og ekur áleiðis til Ostia til að mæta keisaranum. Þegar hún mæth’ fylkingunni hrópar hún og biður keis- arann um vægð, en Narcissus yfir- gnæfir liana og les upp skrá um allar stórsyndir hennar. Messalína bað um vægð og keisarinn varð við beiðni hennar um að fó sér skipaðan verj- arida. En Narcissus varð fyrri til og gerði Messalínu aðför, og þóttist hafa heimild lil að taka liana af lífi, sem hann og gerði. Varð hún illa við dauða sínum. Agrippina hafði sigrað. Og órið 49 giftist hún Claudiusi og nú var gatan greidd til valda fyrir Nero, alræmd- asta keisara Rómverja. Framhald í næsta blaði. NICKY HILTON sonur hótelkóngs- ins heimsfræga og fyrrum kvænt- ur Liz Taylor, liefir nú sagt skilið við hana og trúlofast lyftiistúlk- unni Arlen Soloff og segist ætla að kvænast henni. Þetta er ein af hinum stærri skilnaðar- og trúlofunarfrétt- um í Hollywood um þessar mundir. Hvers vegna verður maturinn í eimsuðupotti aldrei sangur? Vegna þess að í þessum pottum er alltaf vatn undir matnum. Hann verður þvi aldrei heitari en suðumark — 100 sfig. En maturinn brennur ekki við eða verður sangur nema hilinn komist yfir 100 stig. T Lskumynd'Lr Hattameistararnir eru farnir að koma með sínar tillögur og eru hér nokkur sýnishorn. — Efst: Svört kolla hand- saumuð úr picot strái og bundið yfir hana með stóru brúnu slöri sem hylur hnakkann. — í miðið: Ljósblár strá- hatiur með geysimiklu barði á litlum kolli. — Neðst: Svensk kollhúfa með fallegum hnút að framan. Fallegur lítill vorhattur sem fer vel við mjög snöggt klippt hár. Ilann er frá hattameistara Claude St. Cyr. Efn- ið er grátt filt og hatturinn gerður úr einu stykki bæði kollur og barð en stíft band lagt um kollinn og dregið út anars vegar. Það er haft svo þröngt að barðið gúlpar á hliðunum. i DrekkiO Egils-öl J

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.