Fálkinn - 20.05.1955, Blaðsíða 8
8
FÁLKINN
ROWAN AYRES:
rrumsýning
Carol þráði að verða primadonna og dreymdi um að ungur maður biði hennar
fyrir utan leikhúsið ...
OÍÐUSTU tónarnir heyrðust neðan
^ að fró hljómsveitinni um leið og
dansmeyjarnar sveigðu til hliðar til
að rýma fyrir aðaipersónunum, sem
konni niður breiðu þrepin á miðju leik-
sviðinu.
í glitrandi búningunum, rauðum og
gylltum, stóðu ungu stúlkurnar í
tveimur röðum og stöppuðu i gólfið í
takt við lófakiappið neðan úr sain-
um, er aðalleikkonurnar voru kallaðar
fram, liver cftir aðra. Loks féll tjaldið
aiveg en fóikið kiappaði og klappaði.
Kliðurinn frá áhorfendasalnum
heyrðist vei gegnum þykkt tjaldið, og
leikendurnir hiðu á sviðinu, og bjugg-
ust við að tjaldið yrði dregið upp
aftur.
Þetta var fyrsta frumsýningin, sem
Carol bafði haft sœmiiegt lilutverk i,
og í hug hennar voru þessar góðu
undirtektir hámark liamingjunnar.
Siðan hún var lítii telpa hafði hún
dansað fyrir undrandi og hrifna fjöl-
skyldu sina, og hana hafði dreymt
um að dansa á leiksviði og finna fagn-
aðaröldur áhorfendanna streyma á
móti sér. Og í kvöld stóð hún þar —
nitján ára gömul — og brosti framan
í haf af ókunnum andlitum. Draum-
urin hafði rætst. Þetta var ennþá ynd-
islegra en lnin hafði hugsað sér það
— ennþá meira spennandi en hún
hafði þorað að imynda sér.
Lófaklappið lijaðnaði eftir tíu fram-
kallanir og raddirnar i salnum lækk-
uðu, fólkið talaði lágt meðan það var
að komast út úr salnum.
Carol flýtti sér inn í troðfullt bún-
ingsherbergið, þar sem dansmeyjarn-
ar voru að masa og hafa fataskipti.
Flestar þeirra höfðu upplifað svona
kvöld áður, þetta var ekkert nýtt fyrir
þær. en stemningin yfir þcssum glæsi-
lega leik hafði gert þeim glatt í geði
og örfað þær.
— Sáuð þið hana Pinky þegar hún
steig á kjólfaldinn sinn, sagði ein
þeirra.
— Og hvað finnst ykkur um írska
söngyarann? sagði önnur og mændi
augunum til himins.
— En dansparið þá. Hræðilegt! sagði
Blondie Blake, sem sat hjá Carol við
farðaborðið. Hún var falleg, ung
stúlka, en með lifsleiða í augunum.
Carol var himinlifandi yfir því öllu.
Hún var ekki orðin heimavön ennþá
i þessu létta andrúmslofti hjá dans-
meyjunum, cn i kvökl fannst henni
þær miklu mannlegri og auðskildari
en venjulega.
— Jæja, góða mín? sagði Blondie,
sem hafði tekið eftir að Carol brosti
meðan hún var að nudda smyrslum
inn í hörundið. — Hvernig fannst þér
þetta?
— Það var dásamlegt, sagði Carol.
— Töfrandi.
— Æ, þú venst þessu bráðum, sagði
Blondie. — Ljóminn er ekki lengi að
fara af því, finnst manni.
Carol hafði stungið heillaskeytunum
fimm, sem hún hafði fengið, undir um-
gerðina á speglinum. Þau voru öll
frá ættingjum hennar, en hún var
liróðug yfir þeim samt. Þau juku henni
traust á sjálfri sér, og henni fannst
liún vera einhvers virði. í speglinum
hjá Blondie voru að minnsta kosti
ein tuttugu — þrjátíu skeyti.
— Þú átt sjálfsagt marga aðdáend-
ur, sagði Carol.
— Ég? Blondie sneri sér að henni.
— Æ, skeytin þarna? Það má ekki
taka mark á þeim. Þau eru frá göml-
um, hundleiðinlegum karlfauskum og
nokkrum hálfvitlausum strákum.
Skeytin sem mér finnst einhvers virði
set ég aldrei í spegilinn.
Blómvendirnir voru bornir inn með-
an stúlkurnar voru að hafa fataskipti,
og þær grömsuðu í þeim eins og soltn-
ir úlfar, til að sjá hver, ætti hvað.
Carol sat kyrr við borðið. Hún sá
að 'Blondie tók upp grein með orkide-
um og stóran rósavönd.
— Ljómandi eru þetta falleg blóm,
sagði Carol og nú fannst lienni sem
snöggvast að hún væri cinstæðingur
og höfð útundan.
Hana hafði lika dreymt um blóm —
og um laglegan, ungan mann, sem biði
eftir henni fyrir utan dyrnar frá leik-
sviðinu og byði henni með sér á ein-
hvern glæsilega náttklúbbinn, sem
hún hafði heyrt talað svo mikið um.
Og í drauminum hafði hún líka séð
hinar ungu stúlkurnar, þar sem þær
stóðu og horfðu öfundaraugum eftir
henni, er hún leið út úr fatageymsl-
unni í glitrandi samkvæmiskjól, með
loðfeld á herðunum. En Carol vissi,
að það yrði bið á að þessi draumur
rættist. Hún var ung og metnaðar-
gjörn, og hún mátti ekki láta neitt
tefja sig í sókninni til fulls sigurs.
Hún leit á hinar ungu stúlkurnar, þar
sem þær stóðu í ódýru liversdagskjól-
unum sínum, og hugsaði með sér:
Meðan þið haldið áfram að dansa á
baksviðinu ætla ég að standa á miðju
sviðinu og verða primadonna.
Þegar hún var komin í nettu, dökk-
grænu göngufötin sín og var í þann
veginn að fara út, tók hún eftir nokkr-
um litlum fjólum, sem lágu eftir á
borðinu, bundnar saman.
Blondie leit á þær lika og rak upp
hlátur. — Hver skyldi nú eiga að fá
þetta? spurði hún.
Hinar stúlkurnar ypptu öxlum og
brostu.
Við blómin var fest lítið, hvitt
spjald, og á því stóð:
Til Carol Peters með bestu óskum.
Skriftin var viðvaningsleg og Ijót
Það var helst að sjá að viðkomandi
hefði reynt að breyta rithönd sinni.
Og nafn sendandans stóð hvergi.
Carol sótroðnaði. Hún tók blómin
og hvessti augun á Blondie.
— En hvað þetta er fallegt! sagði
Blondie hæðnislega.
Carol sneri sér frá henni án þess
að svara, og fór út, gegnum kaldan.
skuggsýnan ganginn og áfram út i
kvöldkæluna.
MABGIB ungir piltar biðu fyrir utan,
og hún gekk fram hjá þeim og lét
sem hún heyrði ekki orðin sem þeir
létu falla um hana.
Þegar hún kom niður á aðalgötuna
náði hún í strætisvagn. Og þegar hún
var sest fann hún fyrst hve þreytt
hún var.
Æfingarnar höfðu staðið í tvo mán-
uði og eftir því sem nær leið frum-
sýningunni varð hún rórri og hrædd-
ari. Mundi þetta takast? Oft háfði
hún gleymt einföldustu hreyfingunum
og þá hafði leiðbeipandinn öskrað til
hennar neðan úr salnum, og látið end-
urtaka dansinn frá byrjun.
Um eitt skeið fannst lienni að hún
mundi aldrei geta nuinað þetta sem
hún hafði æft heima i herberginu hjá
sér, stundum langt fram á nótt.
Og loks kom húsmóðirin og kvart-
aði. — Þér verðið að hætta þessu
hoppi, ungfrú Peters, sagði hún einn
morguninn. — Kalkið hrynur úr loft-
inu i stofunni fyrir neðan yðpr, og
hinir leigjendurnir hafa kvartað.
En Carol hafði ekki gefist upp, og
á búningaæfingunni hafði lnin verið
glöð og vongóð og miklu öruggari um
sjálfa sig. Lciðbeinandinn, sem hafði
verið smeykur við að hún gæti ekki
einbeitt sér nógu vel, hafði meira að
segja hrósað henni og sagt að nú væri
hún komin af „mollustiginu". Hann
hafði ekki hugmynd um að það voru
taugarnar, sem höfðu bilað, og þó
að henni þætti vænt um að hann hrós-
aði henni, var henni ekki um að hann
talaði um „mollu“ í henni. i
En nú var þetta afslaðið og nú gat
liún verið ánægð.
Hún hafði ekki stigið eitt einasta
skakkt spor og hafði verið vel upp-
lögð allt kvöldið. Ýmsar af hinum
stúlkunum höfðu rekið tærnar í og
stigið á tærnar hver á annarri. Franski
danskcnnarinn hafði komið til þeirra
á eftir og sagt: — Hræðilegt. Beinlínis
hræðilegt! En Carol vissi, að i rauninni
var hann ánægður með allar stúlk-
urnar — og sérstaklega með Carol.
Mesta hrósið sem kom yfir varir hans
var: — Ekki sem bölvaðast. Ekki sem
allra verst í dag.
Carol andvarpaði þarna sem hún
sat i strætisvagninum, sem skoppaði
fram mannlausa götuna. Hún gat ekki
giskað á hve lengi leikurinn mundi
ganga, fyrr en eftir að hún hafði lesið
morgunblöðin. í kvöld ætlaði hún að
reyna að gleyma öllu og hvíla sig.
Hún var rétt komin heim þegar hún
tók eftir að hún hélt ennþá á litlu
fjólunum í hendinni. Hún bar blómin
upp að vitum sér og andaði að sér
mjúkum, hressandi ilminum. Hún
hafði engan grun um hver hefði sent
þessi blóm, en datt lielst í hug að þau
væru frá foreldrum sinum, sem ekki
höfðu getað komist í bæinn til að vera
viðstödd frumsýninguna. Líklega
fannst þeiin leitt að bregðast henni
á þessum merkisdegi.
En hver svo sem sendandinn var
þá var þetta gert af góðum liug. Og
hún vildi heldur eiga þessar fjólur
cn allar heimsins rósir og orkídeur ...
Nú nam strætisvagninn staðar og
hún tók eftir að hún var komin lieim.
t>að var með naumindum að hún komst
út úr vagninum áður en hann ók af
stað aftur. Þegar hún kom inn í her-
bergið sitt fann hún að hún var dauð-
þreytt.
Hún setti fjólurnar í vatn, háttaði
og steinsofnaði von bráðar.
NÆSTU dagana gafst Carol ekki tími
til að hugsa um neitt annað en starfið.
Ýmsum leikatriðunum var breytt og
nýjum atriðum bætt við. Æfingar á
bverjum morgni og tvær sýningar á
hverju kvöldi, og Carol var orðin
dauðlúin. En gagnrýnendurnir höfðu
hafið leikinn upp til skýjanna og spáð
að hann mundi ganga lengi.
Það var mikil huggun að vua, að
nú hafði hún atvinnu vissa í margn
mánuði. Og þcssi öryggismeðvitund
gaf henni þrek til að standast þreyl-
una og tómleikann, þegar hún var «
leiðinni heim i strætisvagninum á
kvöldin.
Blondie var alltaf jafn glöð og vel
upplögð og Carol öfundaði hana al'