Fálkinn


Fálkinn - 20.05.1955, Blaðsíða 13

Fálkinn - 20.05.1955, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 ,,Jú,“ sagði June.“ Betty hló. ,,Ég var dauðskotin í honum þeg- ar ég var í heimavistarskólanum. Ég hafði stungið rnynd af honum í umgerðina á spegl- inum mínum. Ég sagði vinstúlkum mínum að hann væri unnustinn minn, og þér hefðuð átt að vita hve þær öfunduðu mig! Ég fékk þig til að trúa því líka, manstu það ekki, Lorna?“ „Ég trúði því nú ekki betur en svo, að ég reyndi til við hann sjálf um jólin, þegar ég var hjá þér,“ sagði Lorna hlæjandi. „En mér var ómögulegt að koma honum til. Hann var bæði viðfeldinn og skemmtilegur, en alveg ópersónulegur. Stundum hélt ég að ég hefði hann þar sem ég vildi hafa hann, en á næsta augnabliki var hann allur á bak og burt.“ June fékk sting fyrir hjartað. Henni datt í hug, að hún hefði reynt þetta sama. Var hún ekki nema einhver stelpa, sem hafði reynt að koma honum til — og mistekist. Jed kom út á svalirnar. „Hvað segið þér um hann, læknir?“ Frú McFaddon horfði á lækninn meðan hún var að hella í tebollann. „Ég held að gamli maðurinn sé furðu hress, en þegar maður er kominn á hans aldur, er aldrei að vita hvað getur komið fyrir.“ Frúin kinkaði kolli, eins og hún væri þessu samþykk. „Það er leitt að heyra að frú Kensey skuli vera veik. Að því er mér skilst hefir hún aldrei náð sér fyllilega síðan. Roy dó.“ „Það var þungt áfall fyrir hana,“ sagði Jed. Hann settist i legustól við hliðina á henni. „Já,“ sagði frú McFaddon efandi. „Og samt þótti henni alltaf vænna um Ken. Hún varð gömul á einni nóttu, þegar Ken fór að heim- an. En ég játa, að hún hefir aldrei verið við fulla heilsu síðan Roy dó. Seinast þegar ég kom til hennar var hún alltaf að tala um ein- hverja erfðaskrá." Jed drakk teið. Hann lagði' ekki til mál- anna. „Hefir hún minnst nokkuð á það við yður læknir, að Roy hafi gert erfðaskrá áður en hann dó?“ Frú McFaddon hallaði sér fram. Það varð bið á því að Jed svaraði. „Frú Kensey heldur því fram, að Roy hafi gert nýja erfðaskrá áður en hann dó, og að hún hafi skrifað undir, sem vitundarvottur. En það er engin sönnun fyrir þessu.“ „Ég veit ekki. Það er ósennilegt. Roy þótti sérlega vænt um konuna sína.“ „Þér eigið við, að Roy hafi kannske ekki arfleitt konuna sína að jörðinni?" spurði hún. „En vissi frú Kensey ekki hvað stóð í nýju erfðaskránni, ef hún er þá nokkur til?“ Það var forvitni í rödd frúarinnar. Jed var brosandi meðan hann var að drekka úr bollanum. „Nei, hún fann víst ekki gler- augun sin þegar hún var að skrifa undir. Hún týndi gleraugunum sínum þrjú hundruð sinn- um á ári, þegar hún hafði fótavist." „En það hefir verið annar vitundarvottur?“ „Ef svo er þá hefir hann ekki gefið sig fram,“ sagði Jed. June ætlaði að segja eitthvað en tók sig á. Frú Kensey hafði sagt í nótt, að Clive hefði verið hitt vitnið. En hverju skipti það núna? Clive var dáinn og frú Kensey biluð á geðs- mununum. Hún þurfti að koma á fleiri staði. 9. KAFLI. June var beðin um að koma aftur og hún þakkaði samstundis fyrir það. Henni hafði liðið vel meðan hún var að drekka teið með þessu fólki úti á stóru svölunum, loftið var hreint, hlýtt og þáegilegt. Jed átti nokkrar vitjanir eftir. Sólin var komin í hvarf af háu gúmmítrjánum og varp- aði gullnum roða yfir akrana, er þau voru á heimleiðinni. Þau höfðu ekki talast við langa stund, en nú bar June upp spurninguna, sem henni hafði verið í huga svo lengi. „Hvers vegna þarf allt þetta fólk að setja eitthvað út á Shelah Wyman? Er það eingöngu vegna þess að hún er aðkomandi?“ Hann horfði fast á hana. „Finnst þér það muni vera eina ástæðan?“ Hún átti bágt með að svara þessu. Svo stam- aði hún: „Ég þekki hana varla. Hvað gerði hún áður en hún giftist?" „Hún var aðstoðarstúlka hjá lækni í Sidney. Þeir voru tveir saman, annar lyfjalæknir og hinn geðveikralæknir. Lyfjalæknirinn var síð- ar sviptur réttindum, fyrir ólöglegt athæfi. Geðveikra- eða taugalæknirinn, sem er austur- rískur, starfar áfram. Ég held að hann hafi einhvers konar prófstig frá háskóla í Austur- ríki. Roy var mjög bilaður á taugunum eftir stríðið og einhver ráðlagði honum að leita þessa læknis. Hann talaði aldrei við mig. Og taugasjúkdómar eru heldur ekki mín grein. Ég geri það sem i minu valdi stendur til að hjálpa fólki, sem er bilað á taugunum, en ég er hræddur um, að það sé lítið gagn í því. Þegar maður hefir við svo margs konar likam- legar þjáningar að berjast, kemst maður ekki yfir að gefa sig við sálgrennslan. En þú skalt ekki halda að ég líti niður á þá fræðigrein,“ bætti hann við, „ég hefi bara aldrei haft tíma til að sinna henni ... Jæja, þegar Roy leitaði til þessa læknis kynntist hann Shelah. Hann giftist henni tíu dögum síðar.“ „Ég skil.“ Þau komu að lokuðu hliði. Hún var í þann veginn að hoppa út til að ljúka upp hliðinu, en hann greip í handlegginn á henni. „Þú mátt ekki halda að ég sé orðinn svo farlama, að ég komist ekki út til að opna grind — eða telur þú mig ekki mann með mönnum?“ Hún stamaði: „Afsakaðu, læknir — ég ætl- aði bara að hjálpa ...“ Hann svaraði ekki en fór út og opnaði grindina, ók svo bílnum inn úr hliðinu og lok- aði aftur. Þegar þau voru komin niður á þjóð- brautina aftur, sagið hann: „Þarftu endilega að kalla mig lækni. Ég veit að það er rétt- ast þegar við erum að vinna. Þá segi ég systir, en annars ... ert þú June.“ „Já, vitanlega." „Finnst þér ég vera orðinn of gamall til að kalla mig skírnarnafninu? Og samt kalla allir mig Jed hér um slóðir.“ „Mér hefir aldrei fundist það. Þú ert ekki gamall.“ Henni lá við að gráta. „Ég átti alls ekki við það. Enginn er gamall ...“ „Þökk fyrir,“ sagði hann þurrlega. „Meðan hann hefir ungt hjarta? Þakka þér aftur.“ Röddin var ennþá þyrkingslegri. „Hvaða bull er þetta! Hvað ertu eiginlega gamall?“ „Þrjátíu og þriggja," sagði hann. „Ég hélt að það væri algengt að stúlkur yrðu ástfangn- ar af mönnum, sem væru tiu árum eldri en þær. En það er sjálfsagt búið með það núna. Annað hvort stafar það af þvi, að ungu menn- irnir nú á dögum sækjast eftir félagsskap við jafnaldra sína. Ég vonaði ... Mér skildist á bréfunum þínum að þú værir undantekning." Hún svaraði ekki strax. Svo sagði hún, og varirnar titruðu lítið eitt: „Mér finnst ég ekki vera yngri en þér finnst þú vera — öllu frem- ur eldri! Ég er varla miklu eldri en þessar stúlkur, sem við hittum í dag, en ... þó finnst mér að þær séu af annarri kynslóð." „Það er ef til vill af því að þú kemur úr eldri menningu. En þú ert að minnsta kosti engu eldri en þær í sjón.“ Hann sagði þetta í hreinskilni. Svo hélt hann áfram: „Ég hefi hugsað svo mikið um þig, June. Þú ert ennþá fallegri en ég hafði imyndað mér ... það er af því að þú ert svo ensk í útliti. Hörundið er svo bjart, kinnarnar svo eðlilega rjóðar, og hárið mjúkt eins og silki. Mig hefir dreymt um stúlku eins og þig, með fjöri, fríðleik og litum ... Ég hefi alltaf þráð liti.“ Hann hélt áfram, og horfði beint fram á veginn: „Það virðist kannske flónslegt að heyra mig segja, að ég þrái liti. Þú getur kallað það ævintýraþrá. Þrá eftir einhverju, sem ekki líkist kvenfólkinu, sem ég Framhald í næsta blaði. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — AI- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 1%—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv,- stjóri: Svavar Hjaltested. HERBERTSprent.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.