Fálkinn - 27.05.1955, Page 4
4
FÁLKINN
Eldingar,
loftsteinar
og jarðskjálftar
I’rumuveður yfir skýjakljúfunum í New York. Þeir mundu fara illa, ef eld-
ingavararnir væru ekki í lagi.
ÞRUMUR OG ELDINGAR.
ÞangaS til um miðja 18. öld vissu
menn ekki af hverju eldingar stöfuðu.
Sumir héldu að þœr stöfuðu af því að
ský rækjust á. Aðrir sögðu að þær
væru sprengingar i „vatnsgufum með
köfnunarefni“. En Benjamín Franklín
og fleiri sönnuðu að ])ær væru raf-
magn, sem leystist úr læðingi.
Nú segja menn: Eldingin er raf-
magnsneisti milli tveggja póla. Pól-
arnir eru ský og jörðin, eða þú tvö
ský. En veðurfræðingar og aðrir vís-
indamenn eru ekki cnnþá sammála um
hvernig rafmagnið myndist. Margir
halda því fram að regndroparnir, sem
myndast á undan ])rmnuveðri, hlaðist
rafmagni, sem myndi eldingarnar.
Rannsóknir nútimans hafa sannað,
að eldingin er miklu margþættara
fyrirbrigði en maður skyldi halda.
Mannsaugað sér ekki nema lítið af
eldingunni, því að hún hreyfist of
fljótt til að það geti skynjað hana.
En með sérstökum Ijósmyndavélum
er hægt að ná hreyfingum eldingar-
innar og athuga myndina á eftir í ró
og næði. Og eðlisfræðingarnir geta
framleitt eldingar á rannsóknastof-
unni og rannsakað þær þar.
Hver glampi eldingar fyrir sig er
líka margbrotnari en maður Iieldur.
Aður en aðalglampinn kemur, leitar
„forustuelding" að stytstu leið til
jarðar. Hún fer tiltölulega hægt (um
8000 km. á sekúndu). Svo koma aðrir
eklingarblossar á eftir. Þeir fara
braut fyrstu eldingarinnar; en kvisl-
ast um leið. Þegar forustueldingin hitt-
ir jörðina hrekkur aðaleldingin upp
á við aftur, með 45.000 km. hraða á
sc-kúndu. En af því að kvíslarnar eða
greinarnar benda niður, virðist manni
oft á myndum að eldingin sé á niður-
leið en ekki uppleið. Hreyfing for-
ustu- og aðaleldingarinnar varir ekki
nema fáeina þúsundustu parta úr
sekúndu.
Þetta endurtekur sig i hverjum ein-
asta glampa, og þeir geta verið þéttir.
í einu þrumuveðri geta komið mörg
þúsund eldingar. í þrumuveðri sem
gekk yfir England í júli 1923 voru
taldir 6294 glampar yfir London, og
47 á sörnu mínútunni. En þeir geta
orðið þéttari. í Pretoria voru taldir
360 glampar á þrem mínútum.
Það er sjaldgæft að eldingu slái
tvisvar niður á sama stað, en það
hefir komið fyrir. Á þrem árum hefir
elding lent 63 sinnum á Empire State
Buikling í New York og í einu þrumu-
veðrinu 15 sinnum á einu kortéri.
Lengd eldinganna er mismunandi.
Þegar lágskýjað er verða þær sjaldan
lengri en 1500 metrar, en menn vita
um 6 km. langar eldingar. í fjalllendi
eru þær oftast ckki nema kringum 100
metrar. En menn vita til eldinga, sem
voru 35 km.
Venjulega eru eldingarnar hvítar,
cn það er litur súrefnis og köfnunar-
efnisloga. Rauðar og gular eldingar
eru algengar í Suður-Afríku, því að
þar er mikið ryk í loftinu. Og ljós-
rauðar geta eldingarnar orðið, ef mik-
il vatnsgufa er í loftinu.
Spennan í eldingu getur orðið allt
að 10 milljón volt og orkan 165.000
watt-sekúndur, eða sem svarar straum
handa 100 kerta peru i hálftíma. En
þessi orka losnar í átta milljónustu
pörtum úr sekúndu. Orkan á þessu
stutta augnabliki er álíka mikil og í
öllum rafstöðvum Bandaríkjanna.
Eldingum slær niður einhvers stað-
ar á hnettinum á að gislca 44.000 sinn-
um á sólarhring og orkan í þessum
eldingum er að minnsta kosti einn
milljard hestöfl.
— Er það furða þó að þessi óhemju
orka geti valdið tjóni? Einu sinni sló
lítilli eldingu niður í kirkju og fylgdi
hún veggjunum niður í gólf. Hún
sprengdi upp dyrnar og samkomusal
við kirkjuna og mölvaði þar borð,
stóla og píanó i smátt. Einn stóllinn
])eyttist upp i loftið og inn í viðinn
og hékk þar. En kirkjubygginguna
sjálfa sakaði ekki.
í annað skipti lenti elding í tré-
smíðavinnustofu. Trésmiðirnir höfðu
lagt öll tæki sin frá sér á bekk, sem
var klæddur með zinki. Eldingin hitti
bekkinn, og tréliandföngin á verkfær-
unum brunnu, en bekkurinn var ó-
skaddaður. Eldingin boraði gat á
vegginn og fór þar út.
Eldingar geta mölvað harða steina i
mél. Ef mölva þarf gat á þykka stein-
veggi eða kljúfa hamrabrúnir. Reyk-
háfar tætast í smátt, myndir detta af
veggjum því að naglarnir, sem þær
hanga á, bráðna, og stundum bráðna
rúður i gluggum. Ef eldingu slær nið-
ur í kartöflugarð visnar grasið, en
kartöflurnar eru soðnar í jörðinni.
Þrir drengir voru að veiða í þrumu-
vcðri. Tveir voru með stengur úr
málmi, þegar eldingunni sló niður, og
dóu báðir. Sá þriðji var með bambus-
stöng og komst lifs af. Menn hafa beð-
ið bana i golfi í þrumuveðri, vegna
málmkylfanna, sem þeir höfðu í hönd-
u n um.
Skepnur verða oft illa úti í þrumu-
veðri, vegna þess að þær þyrpast sam-
an í hnapp. Eitt sinn drap elding 75
sauði og annað skipti 126 úr hóp, sem
152 kindur voru í. í Utali drap elding
504 kindur árið 1918. — „5 lcýr dráp-
ust af sömu eldingunni. Þær höfðu
hópað sig undir eik. Eldingar drepa
-fugla á flugi og fisk í sjónum, enda
þarf liann ekki nema litinn straum til
að drepast.
LOFTSTEINAR.
„Ég á hægara með að trúa að tveir
lærðir prófessorar ljúgi en að stein-
um rigni af himnum," sagði Jefferson
Bandarikjaforseti er hónum var sagt
að loftsteinar eða „meteorítar“ hefðu
faliið í Connecticut árið I807.-Svona
var skoðun manna þá. En þó er talað
um „svart himinjárn úr skýjunum" í
riti, sem kom út kringum 1600, og 700
f. Kr. er sagt frá því i kinversku riti,
að „stjarna sáldraðist niður eins og
rigning".
Fyrrum var farið með loftsteina eins
og helga gripi, þeir hafa fundist í
musterum í Mexico og i Indíánagröf-
um. Árið 1768 fannst loftsteinn í Lucé
í Frakkiandi. Franska vísindafélagið
gerði út leiðangur til að rannsaka
hann. Var tekin skýrsla af sjónarvott-
um og steininn fengu vísindamenn-
irnir að sjá, en samt neituðu þeir að
steinninn hefði komið úr loftinu.
Árið 1790 féll aftur loftsteinn í
Frakklandi, en þrátt fyrir skriflegt
vottorð 300 áreiðanlegra manna neit-
uðu vísindamennirnir því að steinninn
liefði komið úr loftinu.
Stjörnufræðingar rannsökuðu málið
af kappi, og 27. nóv. 1872 þokaði loft-
steinafræðinni talsvert áfram. Þá nótt
átti Bielalialastjarnan að sjást. Þýski
stjörnufræðingurinn Biela sá hana
fyrstur. árið 1826. En hún kom ekki.
í staðinn kom fjöldi af loftsteinum.
Einn athugandinn gat talið 100 glampa
á einni mínútu.
Nú skildu vísindamennirnir hvað
gerst hafði: lialastjarnan hafði sprung-
ið í milljónir mola.
Flestir stjörnufræðingar eru þeirrar
skoðunar að loftsteinarnir komi aðal-
lega frá halastjörnunum. En þó þykir
víst, að loftsteinar berist til jarðar-
innar frá öðrum sólkerfum en þvi,
sem jörðin telst til. Loftsteinn er með
öðrum orðum hnöttur, sem kemur
utan úr Ijósvakanum inn i andrúms-
loft jarðarinnar, verður glóandi af
núningsmótstöðunni og kemst á jörð-
ina, ef hann er svo stór að hann
brenni ekki upp á leiðinni.
Stjörnufræðingarnir áætia, að um
24 milljón loftsteinar komi inn í and-
rúmsloft jarðarinnar á hverjum sólar-
Iiring. Flestir þeirra eru örsmáir, eins
og rísgrjón, eða minni. Þeir sjást ekki
fyrr en þeir eiga um 10 km. ófarna
til jarðarinnar, og því aðeins að þeir
séu svo stórir að Ijósrák myndist
eftir þá. Meðalhraði þeirra er 70
kilómetrar á sekúndu. Fljótustu byssu-
kúlur fara IV2 km. á sekúndu.
Besta myndin af loftsteini, sem tekin hefir verið. Vígahnötturinn var 30 km.
yfir jörðu.