Fálkinn


Fálkinn - 06.01.1956, Blaðsíða 11

Fálkinn - 06.01.1956, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN. Gildron ANDERSON prófessor vissi að mað- ur var inni í skrifstofurini og að hann sióð við peningaskápinn. Hann var opinn. Hann fann það á lyktinni, lykt af stáli, meðulum og bókum með leð- urkili. . Anderson vissi, þótt blindur væri, að þarna var þjófur á ferð. „Hver eruð þér? Hvaða erindi eigið þér hingað?“ Hljóðlaust læddist maðurinn yfir gólf- ið og skaust út úr dyrunum. Prófess- orinn lieyrði að hurðin lokaðist eft- ir honum og vissi að nú var hann einn. Hann fór í símann og hringdi. „Craig? Komið þér á skrifstofuna strax! Einhver var að snuðra hérna kringum peningaskápinn. Hann beið þolinmóður og var að hugsa um slys- ið, sem 'hafði svipt hann sjóninni fyr- ir 5 árum. Craig blisfraði lágt þegar hann sá peningaskápinn galopinn. Hann lagð- ist á hné fyrir framan hann og gægð- ist inn. „Ég sé ekki betur en allt sé horfið héðan sem verðmæti er í,“ sagði liann, „piatínubrettið og annað. Nú verður lögreglan að láta hendur standa fram úr ermum.“ Taggart fulltrúi, mikill raumur og viðfelldinn maður, kom undir eins. „Voruð þér vanur að hafa svona mik- ið af platínu i skápnum?" — „Já,“ svaraði prófessorinn, „við þurfum alltaf að nota platínu við tilraunir, sem gerðar eru við háan hita.“ „Ég skil. Hefir fleiru verið stolið stolið?" Craig svaraði: „Ekki nema peningunum, sem við erum vanir að liafa fyrirliggjandi." „Getið þér ekki sagt mér neitt fleira um þjófinn?" „Ég er hræddur um ekki. Hann var kominn út úr stofunni áður cn ég vissi að hann 'hafði hreyft sig,“ svaraði prófessorinn. „Það var leitt,“ muldraði fulltrúinn. „Pípulagningarmaðurinn hérna bak við húsið segir, að enginn hafi geng- ið um þær, og dyravörðurinn segir að enginn hafi gengið um aðaldyrnar. Allir gluggar eru hespaðir að innan vifrðu og við höfum rannsakað húsið og ekki orðið neins vísari. Einhver af starfsfólkinu hlýtur að hafa gert þetta, eða vera meðsekur þjófnum. Maðurinn sem yfirheyrði dyravörðinn var ekki ánægður með svörin hans. Ég 'hefi ekki talað við hann ennþá, en ég kannaðist við andlitið undir eins og ég sá það. Ég vildi óska að ég gæti komið honum fyrir mig.“ Kinnfiskasoginn maður kom inn með nokkrar pappírsarkir sem hann rétti Craig. Anderson prófessor sagði: „Eruð það þér, Shane? Yiljið þér gera svo vel að fá dr. Brown þessa bók, ef þér eigið leið hjá stofunni hans?“ „Sjálfsagt,“ sagði Shane og tók við bókinni og fór. Undir eins og dyrnar iokuðust sneri prófessorinn sér að Taggart fulltrúa. „Þekktuð þér þetta?“ — „Hvað?“ — „þessa lykt af efnum og leðri. Hún loðir við hann vegna þess að hann vinnur i kjallaranum. Ég tók aðeins eftir þegar hann kom inn, og þóttist þekkja Iiana aftur, en ég vildi vera alveg viss um það og þess vegna fékk ég honum bókina, svo að hann skyldi koma til mín. Það var sama lyktin og af þjófnum. „Ég fann enga iykt,“ sagði fulltrúirin. „Þér reykið of mikið. En ég verð að treysta á hin skilningarvit- in af því að ég hefi ekki sjónina. „Þetta var livort tveggja sama lyktin," liann tók stutta málhvíld, ,,en þar fyrir þarf Shane ekki að liafa stolið platínunni. Hann gat liafa komið hér áð.ur, eða þjófurinn skilið eftir sams konar lykt.“ „Þér haldið að Shane sé þjófurinn, er ckki svo?“ Taggart stóð upp. „En þótt það sé rétt — hvernig eigum við að sanna það? Kviðdómurinn mundi ekki taka þetta gilt. Við verðum að fá sannanir.“ Hann þagnaði því að nú kom Shane inn aftur. „Dr. Brown segist liafa lesið bók- ina í vikunni sem leið,“ sagði hann við prófessorinn og rétti honum bókina. Þegar Shane var kominn út gekk Craig að skrifpúlti prófessorsins og hailaði sér fram á það. „Mér fannst eitthvað annarlegt við Shane i fyrra skiptið sem hann kom inn. Nú veit ég hvað það var. Hann varaðist að lita á pen- ingaskápinn. „Ekki verður hann dæmdur þjófur fyrir það,“ sagði Taggart. „Setjið yður í hans spor,“ sagði Craig. „Skápurinn liefir verið rændur. Lögreglan kvödd til og þér hafið ver- ið tvisvar á staðnum stuttu á eftir. Munduð þér ekki líta á skápinn." Prófessorinn kinkaði kolli. „Ég er viss um að Shane er maðurinn.“ „Sannið ])ér það!“ sagði fulltrúinn. Ég ætla að tala við dyravörðinn yðar. „Taggart fulltrúi. Ég skai veðja um að þér hafið tekið Shane fastan fyrir ])jófnað áður en þér farið heim i kvöld.“ TUTTUGU mínútum síðar korn Taggart vaðandi inn í skrifstofuna. „Þér munuð ekki vera búinn að fá sönnunina?" sagði hann. „Nei,“ svaraði prófessorinn. „Ég veit ekkert meira en áðan. En gerið þcr svo vel að fá yður sæti.“ Nú var opnað og Sliane kom inn. „Þér verðið að afsaka að ég ónáða yður aftur, Sliane, en okkur lögreglu- fulltrúanum dettur í hug að strika út nöfn þeirra á þessum lista, sem grun- ur gæti hvilt á. Viljið þér verða sá fyrsti til að láta þvo gruninn af yður með þessu tæki, sem stendur hér á borðinu mínu?“ Shane leit á rafmagnstæki, sem stóð á borðinu: „Já, það er sjálfsagt,“ sagði hann. „Meðal annarra orða — getið þér skipt fyrir mig seðli áður en við byrjum?“ Shane tók upp hrúgu af smápeningum. „Já, ])að held ég,“ sagði hann. Prófessorinn teygði sig fram. „Hafið þér ekki fleiri smápeninga en þetta?“ Shane hikaði. „Nei.“ „Leggið þér þá þarna á borðið og svo skal ég útskýra fyrir yður til- raunina. Eruð þér búinn, Craig. Það var ágætt.“ Anderson hallaði sér aftur i stóln- um og studdi saman fingurgómnum. Blind augu störðu út í bláinn. „Þegar ég keypti ])ennan peningaskáp vdssi ég að hann var ekki öruggur, og þess vegna setti ég á hann öryggistæki i þeim tilgangi að geta fundið þjófa fremur en til að hindra þjófnað. Fremst í skápnum hafði ég peninga, þvi að ég taldi víst að þjófar mundu hirða þá. Og ég setti þá innan um pen- inga, sem ég hafði gert radiumgeisl- andi. Nú eru þessir peningar farnir.“ jOg til að sanna sakleysi yðar, Shane, ætla ég nú að prófa þessa pen- inga með Geiger-áhaldi. Ef einhver peningur er radiumvirkur heyrast Stjörnulestur eftir Jón Árnason, prentara. Yetrarsólhvörf 1955. Alþjóðayfirlit. Jarðarmerkin og framkvæmda þrótt- mest í áhrifum. Dugnaður og hyggni verulega áberandi og þó mun dugn- aðurinn birtast i margvíslegri við- fangsefnum. Örðugleikar nokkrir sýnilegir i alþjóðamálunum og tafir gætu átt sér stað. — Jarðskjálfta eða gosi mætti búast við nálægt Bangkok í Síam eða á þeirri lengdar- linu. — Tölur dagsins eru 2 + 2 + 1+ 2 + 5 + 5 = 17 = 8. Bendir á örðugleika og veikindafaraldur nokkurn. — Heildar- afstaðan þróttmest i Japan. — Sól við miðnætursmark í stundsjá íslenska lýðveldisins og bendir á bættar að- stæður bænda og styrkir andstöðu stjórnarinnar. Tungl við sólseturs- markið og bendir á óábyggilegar sveiflur í utanríkismálunum. Lundúnir. — Sól í 7. húsi. Utanrík- ismálin mjög á dagskrá og veitt at- hygli. Eru afstöðurnar írekar vafasam- smásmellir í tækinu.“ Hann tók einn peninginn og hélt honum að áhald- inu en ekkert gerðist. Og svo annan. Taggart sá að svitadropar komu fram á enni Shanes. „Við skulum prófa einn enn,“ sagði prófessorinn. Shane tók andköf og hafði ekki aug- un áf tækinu. Taggart færði sig nær Shane og Craig horfði á. „Og einn enn ....“ tautaði prófes- sorinn. Og nú heyrðist smellur í tæk- inu, og fleiri og fleiri eftir því sem peningurinn færðist nær þvi. Shane var sem steini lostinn og loks tók hann á rás út að dyrunum. En Tagg- art var viðbúinn. Og svo meðgekk Shane. iÞEGAR hann hafði verið fluttur á burt kom fulltrúinn inn aftur. — „Þessi dyravörður yðar er faðir eins af mínum bestu mönnum. Mér fannst líka ég kannast við liann. — En — veðmálið er ógilt.“ Anderson prófessor hleypti brúnum. „Hvers vegna?“ „Þér sögðuð mér ekki að radium- virkir peningar hefðu verið í skápn- um.“ Prófessorin glotti. „Craig, seljið þér tækið í gang. Hérna eru pening- arnir allir á borðinu. Finnið þér þá radiumvirku, fulltrúi.’1 Taggart reyndi þá alla, en ekkert gerðist. Ekkert liljóð kom úr gjallar- horninu. En svo tók prófessorinn einn peninginn og þá byrjuðu smellirnir undireins. „Hvernig stendur á þessu? Það lieyrðist ekkert þegar ég reyndi," sagði fulltrúinn. „Einginn þessara peninga er radi- umvirkur," sagði prófessorinn. „Geislaverkunin er í þessu, sem ég licfi smurt á þumalfingurinn. Þess vegna heyrist i tækinu.“ „En hvers vegna heyrðist þá ekkert i fyrstu peningunum, sem þér prófuð- uð?“ spurði fulltrúinn hissa. Anderson prófessor studdi fingur- gómunum saman. „Er nokkuð að at- huga við það,“ sagði hann. „Craig vissi hvernig liann átti að haga sér. Hann hafði ekki sett gjailarhornið í samband.“ ♦♦♦ ar og veltur á ýmsu. — Úran í 3. húsi. Tafir og tap í rekstri samgangna og vcrkföll gætu komið til greina. — Júpiter og Plútó í 4. húsi. Afstaða bænda og landeigenda ætti að vera sæmileg, einkum frá hagfræðilegu sjónarmiði, en andstaða stjórnarinnar frekar athugaverð og gæti það komið i ljós i blaðagreinum og umræðum. — Mars, Satúrn og Neptún í 6. húsi. Hernaðarandinn mun færast i auk- ana, en þó gæti undangröftur átt sér stað og jafnvel verkföll. — Merkúr í 8. húsi. Kunnur rithöfundur eða biaðamaður gæti látist. — Venus i 9. 'húsi. Utanlandssiglingar og við- skipti greið. — Tungl í 11. liúsi. Gang- ur mála í þinginu ekki ábyggilegur. Berlín. — Sól og Merkúr i 7. húsi. Utanríkisviðskipti undir áberandi áhrifum og ætti að ganga sæmilega og beim veitt frekar athygli. Úran i 2. húsi. Bankastarfsemin undir vara- sömum áhrifum og peningaverslun undir sveiflum nokkrum. — Júpíter í 4. húsi. Aðstaða bænda ef til vill nokk- uð góð og afstaða til stjórnarinnar sæmileg. Þó gætu tafir og truflanir átt sér stað. — Neptún i 5. húsi. Skemmtanastarfsemi og leikhús und- ir athugaverðum áhrifum. Og sak- næmir verknaðir gætu komið i ljós í rekstri skemmtistaða. Mars og Satúrn í C. húsi. Örðugar aðstæður verkamanna, barátta og tafir í fram- kvæmdum. — Venus í 8. húsi. Kunn listakona sem er af liáum stigum gæti látist. Tungl í 11. húsi. Breytileg áhrif með tilliti til þingstarfanna. Moskóva. — Sól, Merkúr og Venus í 0. húsi. Verkamenn og afstaða þeirra mjög áberandi i áhrifum og veitt at- hygli. Umræður gætu átt sér stað og eru afstöðurnar bréytilegar og vafasamar og undiralda nokkur gæti komið til 'greina. — Úran í 1. húsi. Hætt við að óánægja nokkur láti á sér bæra. Tafir í franrkvæmdum og undiralda gæti komið i ljós. Tauga- sjúkdómur gæti átt sér stað. — Júpíter í 3. húsi. Samgöngur ættu að vera i sæmilegu lagi, þó mundi bera á töf- um nokkrum. — Plútó í 4. húsi. Und- ar.graftarstarfsemi rekin meðal bænda. — Mars og Satúrn í 5. húsi. Skemmtanaiíf og leikhús undir örð- ugum áhrifum og taprekstur gæti átt sér stað. — Tungl í 10. húsi. Mjög brcytileg áhrif koma hér til greina og þvi örðugt að segja hver ráði mestu. Er iíklegt að ráðendurnir eigi i verulegum örðúgleikum og mörgu að ráða fram úr. Tokyó. — Sól í 3. húsi. Samgöngur, flutningar, blöð og bækur, fréttir, út- varp undir áberandi áhrifum og eru afstöðurnar blandaðar, örðugleikar nokkrir og tafir, en fjárhagsaðstaðan frekar góð. — Neptún i 1. húsi. Bak- makk og undangröftur getur komið í ijós. — Mars og Satúrn í 2. húsi. Slæm afstaða til fjárhagsmálanna og bankaörðugleikar og jafnvel hrun gæti komið til greina. — Merkúr og Venus í 4. húsi. Sæmileg afkoma bænda og búaliðs og andstaða stjórn- arinnar frekar væg. — Tungl í 7. húsi. Ulanríkismálin undir brigðulum á- hrifum og várasömum. — Úran og Plútó i 10. húsi. Slæm aðstaða stjórn- arinnar. Hún mun völt i sessi. Washington. — Sól og Merkúr i 11. liúsi. Þetta ætti að hafa góð áhrif á gang mál.a í þinginu og styrkja að- stöðu stjórnarinnar þar. — Tungl i 2. luisi. Breytileg afstaða í fjárhags- málunum og fjárhreyfingum. — Júpíter og Plútó í 7. húsi. Ætti að Framhald á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.