Fálkinn


Fálkinn - 06.01.1956, Blaðsíða 12

Fálkinn - 06.01.1956, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN QUNNE —jSAMSÆRTÐ Lögreglusaga eftir; RALPH INCHBALD n lagði hana á öskubakkann. Svo tók ég í hönd- ina á Angelu og dró hana með mér út að glugganum. Hún beygði sig að mér og kyssti mig. I sömu svifum komu Brocklesdowne og iögreglustjórinn aftur. Þegar þeir sáu Kit sof- andi í stólnum, sagði Brockiesdowne: — Gerið svo vel að vekja hann ekki. Hann hefir átt hundaævi síðustu sólarhringana. — En hefir heppnin verið með honum? spurði ég. — Já, ekki get ég neitað því. — En hafið þér verið heppinn? — Ég má ekki kvarta. Skipherrann á tund- urspíllinum er gamall kunningi minn. Hann heitir Jermy Struthers. Og hann tekur eng- um vettlingatökum, svo að snekkjan sleppur ekki undan honum! En svo voru það þessar leynidyr, Stroode? Ég útskýrði fyrir honum hvernig hann ætti að finna þær. —En þér hafið ekki séð þær nema í ann- an endann? — Já, að vísu .... — Ég hefi séð hinn endann á gögnunum, gall Angela allt í einu við. — Hefir þú? spurði ég forviða. — Já, einmitt. — Það er afbragð, sagði Brocklesdowne. — Þá getum við sparað okkur mikinn tíma, því að við högum þannig til, að Stroode og Angela komist inn um ganginn ásamt tveim- ur leynilögreglumönnum. Kit verður að hjálpa mér fyrir utan. Hvernig líst ykkur á það? — Þá það. Ég beygi mig. Ég skil að þetta eru úrslitakostir. — Það er bara heilbrigð skynsemi, sagði Brocklesdowne. — Það er hyggilegasta verka- skiptingin. En við skulum ekki hugsa meira um'þetta núna. Við skulum heldur njóta lífs- ins áður en orrustan hefst. Við fórum inn í matsalinn og átum kvöld- verð, og á eftir starði Brocklesdowne á mig um stund. Við byrjum ekki fyrr en dimt er orðið, sagði hann. — Svo að ég held að við ættum að fá okkur hvíld áður. Enginn veit hvenær við getum unnað okkur hvíldar næst. Setjist þér hérna í sólskinið, Stroode major, og reynið hvort þér getið ekki sofnað. Haldið þér í hönd- ina á honum, Angela. Þá hugsa ég að það gangi betur. Það var farið að dimma þegar við Angela nálguðumst lystihúsið norðan frá, ásamt tveimur lögreglumönnum. Það óx kjarrþykkni milli lystihússins og steingarðsins, fyrir utan síkið, sem var kringum húsið. Dyrnar að lysti- húsinu vissu til suðvesturs og sáust ekki úr íbúðarhúsinu, sem stóð kringum hundrað metra frá því. Lystihúsið var áttstrent, með þaki úr brenndum leirflögum og í toppinn var eitt- hvað, sem minnti á Ijósker. Voru gluggar á öllum hliðunum nema þeirri, sem dyrnar voru á. Ég varð hissa er ég sá að húsið var hring- myndað að innan. Þá hlaut að vera holt milli veggja í öllum hornunum. Angela fór þegar að þukla á vegglistunum og allt í einu færð- ist fjöl og það marraði í, svo að líklegt er að langt hafi verið síðan þessi leynihurð var opnuð síðast. — Ég vissi að það var op hérna, sagði Ang- ela. — En mér datt ekki í hug að ég yrði svona fljót að finna það. Ég býst ekki við að Gunne hafi hugmynd um að það sé til, ann- ars hefði hann vafalaust borið olíu á hjarirn- ar. En það er um seinan að hugsa um það núna. — Og hann grunar varla að við þekkjum leynigöngin inn í húsið, sagði ég. Við fórum inn um opið, og Angela sem kom á eftir mér, lokaði á eftir sér. Nú gátum við kveikt á vasaljósunum og gengum svo niður mörg þrep, og nú var langur gangur fram- undan okkur. Veggir og þak úr múrsteini, en moldargólf, en allt var þurrt. Gangurinn var beinn fyrst í stað, en beygði svo til vinstri. Við námum snöggvast staðar og hlustuðum, þeg- ar við komum að bugðunni. — Slökktu Ijósið, hvíslaði Angela. Ég hlustaði og fannst ég heyra hljóð, en gat ekki greint hvers konar hljóð það var. — Það er einhver hérna fyrir framan okk- ur, hvíslaði Angela. — Þá skal ég fara og athuga það. Bíddu hérna á meðan. — En, Bill .... — Þú ert undir minni stjórn núna, sagði ég. — Bíddu hérna, og haltu svo áfram þeg- ar þú heyrir mig blístra eða ef þið heyrið að ér er í áflogum eða bardaga. — Það skal gert, Bill. En vertu ekki lengi. Ég þorði ekki að kveikja á vasaljósinu, svo að ég varð að þreifa mig áfram meðfram veggnum. Ég fór svo langt að mér taldist til að ég væri kominn hálfa leið, og svo nam ég staðar til að hlusta. Þá heyrði ég hljóðið aft- ur ,en það var jafn erfitt og áður að gera sér grein fyrir hvaðan það stafaði. Loks komst ég að þeirri niðurstöðu, að það mundi koma frá rennandi vatni. En hvaðan kom það? Ég var í þann veginn að halda áfram en heyrði þá nýtt hljóð — það var frá hurð, sem var opnuð og lokað aftur. Einhver hlaut að hafa verið í göngunum og farið inn í húsið. Ég gekk áfram, hljóðlaust og varlega og loks komst ég göngin á enda og fann tréhurð fyrir framan mig. ÉG NAM staðar sem snöggvast og hlustaði. Það var ekki um að villast að einhver mann- eskja hafði verið þarna í ganginum fyrir nokkrum mínútum. En hver gat það verið? Mig hefði ekki furðað þó að Gunne hefði reynt að komast út úr húsinu, en hitt þótti mér skrítnara, að nokkur skyldi fara inn. Það hlaut að vera einhver sem þekkti leynidyrnar í lystihúsinu, en við höfðum álitið að Gunne þekkti þær ekki. En hver var það þá? Ég hætti að hlusta og blístraði, og innan skamms voru þau þrjú kömin til mín. Ég sagði þeim hvað ég hefði heyrt, og Angela kveikti á vasaljósinu og skoðaði dyrnar. — Þær ískra ekki hjarirnar á þessari hurð, sagði hún. — Og hún er ólæst. Við fórum inn og lokuðum á eftir okkur. Þarna var ferhyrnt lítið herbergi. Við sáum ekki loftið því að svo hátt var undir það, að það hvarf í myrkri. Það var líkast og við stæð- um niðri í brunni, í einum veggnum voru múraðar inn hellur, eins og þrep og meðfram þeim handrið úr ryðguðu járni. Þetta var eini stiginn og aðra útgönguleið sáum við ekki. Við dokuðum við og athuguðum málið. Við höfðum gert ráð fyrir að ekki væru aðrir í húsinu en Gunne og þjónar hans tveir, en nú urðum við að reikna með dularfulla mann- inum í göngunum, sem hafði farið þarna um rétt á undan okkur. Og við gerðum okkur ljóst að við ættum við menn að eiga, sem svífðust einskis og víluðu ekki fyrir sér að drepa okkur. Við vissum að leynigöngin lágu inn í klef- ann, sem ég hafði komist inn í þegar ég rann- sakaði húsið forðum, og nú afréðum við að Angela og lögreglumennirnir skyldu bíða, meðan ég kannaði næsta áfangann. Ef þau heyrðu ekkert frá mér innan fimmtán mín- útna áttu þau að koma og leita að mér. Ang- ela var kunnug í húsinu því að Frank Durr- ance ofursti hafði átt það á sínum tíma, frændi hennar, svo að henni var auðgert að rata. Við fórum upp mjóann hellustigann og inn í leyniklefann. Ég tók af mér skóna og lædd- ist varlega inn í forstofuna, með skammbyss- una í annarri hendinni og vasaljósið í hinni. Það varð ekki betur séð en húsið væri mann- laust ,hvergi var kvikt ljós og ég kveikti held- ur ekki á vasaljósinu. Ég var svo kunnugur þarna, að ég átti ekkert erfitt með að átta mig og gat ratað. Hvergi heyrði ég nokkurt hljóð. Dagstofudyrnar stóðu opnar og stofan virtist mannlaus. Sama var að segja um borð- stofuna og bókastofuna, en þar inni logaði á litlum lampa, og tyrkneskir vindiingar höfðu nýlega verið reyktir þar inni. Ég fór hljóðlega út aftur og fann dyrnar að vopnabúrinu, en þær voru læstar. Ég athugaði ekki eldhúsið, — það fannst mér geta biðið þangað til síðar. Það var meira um vert að athuga hvernig umhorfs væri í efri hæðinni. En það var léttar sagt en gert að fara upp stigann, því að enginn dregill var á honum og ég mundi að mikið brakaði í þrepunum. Ég varð nú samt að hætta á þetta, en í sömu svifum heyrði ég fótatak. Einhver var að koma niður stigann. I efri hæðinni logaði lampi dauft, og dálitla skímu frá honum lagði niður stigann, nóga til þess að ég sá gluggann og gat falið mig bak við gluggatjtldið, sem var þykkt. Það var Gunne sem kom niður og gekk hratt. Hann var í silkislopp, svörtum með silfruðum röndum, og með vasaljós í hend- inni, en fór varlega með það og lýsti aðeins beint niður til að sjá stigaþrepin. Ég heyrði að hann tautaði eitthvað og fór að velta fyrir mér hvort ég ætti að elta hann, en komst að þeirri niðurstöðu að réttara væri að bíða átekta. Ef hann væri að gera eitthvað uppi á loftinu, mundi hann koma aftur von

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.