Fálkinn


Fálkinn - 03.02.1956, Blaðsíða 4

Fálkinn - 03.02.1956, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN ★ . ~ i ★ Uögurra Bing Irosby * stmka faðir ★ ÞÓ að Bing Crosby sé orSinn gamall í hettunni héldur hann enn sömu vin- sældum. Allir vilja sjá hann í kvik- mynd og grammófónskífurnar hans eru umsetnar. Og þó er hann kominn svo til ára sinna, að hann á uppkomna syni og sá elsti þeirra, Gary, er far- inn að feta í spor föður síns. Tvíbur- arnir Philip og Dennis eru báðir á búnaðarskóla og ætla að stund gripa- rækt á býli föður síns, en sá yngsti, Lindsay er enn óráðinn í hvað hann gerir. < Crosby-fjölskyldan er mjög vinsæl í Ameríku. Hjónin voru undantekning frá reglunni og skildu aldrei, en lögðu mikla rækt við uppeldi strákanna sinna. En fyrir tveimur árum dó frú Dixie Crosby, og síðan hefir Bing haft veg og vanda af strákunum. Hann segir frá því, hér á eftir. En fyrst skal sagt frá því er hann á unga aldri kynntist. DIXIE LEE. Þegar Bing var strákur gekk hann þegar í hljómsveit skólans, sem hann var í. Hann söng og spilaði með fé- lögum sínum á skemmtunum og sani- komum til þess að vinna sér inn pen- inga, eða þá til ágóða fyrir skólann. Þessu hélt liann áfram eftir að hann var kominn i háskólann og farinn að lesa lögfræði. En honum skildist von bnáðar að hann yrði aldrei lögmaður heldur leikari. Hann var meðlimur nokkurra jazzhljómsveita, og ein þeirra, Rhythm Boys varð mjög vin- Frú Dixie Lee Crosby. sæl um skeið. Hljómsveitin keypti sér gamlan bílskrjóð og fór til New York og hugðist að leggja undir sig heiminn. Þeir fengu vinnu um sinn á ýmsum stöðum, en svo fóru þ'eir i hljómleikaferð upp á eigin spýtur og biðu hrakfarir miklar, því að þeir höfðu enga ákveðna skemmtiskrá, eii spiluðu það sem þeim datt í hug, og stundum alveg óæft. Fæstir þeirra kunnu að lesa nótur, en þeir voru söngnæmir og spiluðu eftir eyranu og bjuggu til ýmiss konar tilbrigði yfir alkunn lög. Þessi útreið, sem þeir fengu í byrj-' un, var býsna slæm, en þeir lærðu af henni, ekki síst Bing Crosby. Hann var um þær mundir á biðilsbuxunum og var að draga sig eftir ungri söng- mær sem hét Dixie Lee, og talin var mjög efnileg. Meðan hún var í tón- hstarskólanuin hafði hún sigrað í við- vaningasamkeppni og nú var hún orð in 17 ára og talin örugg með að lenda i Hollywood. En það þótti litið vit i að hún færi að hinda trúss við Bing Crosbv. Bæði faðir hcnnar og ráðningafulltrúi sögðu henni að það væri óráð að gift- ast öðrum eins ónytjung og bentu henni á, að ef hún gerði það mundi hún verða að vinna fyrir honum til æviloka. En hún giftist honum samt. Tals- vert var talað um giftinguna i blöð- unum, en það var ekki af því að Bing væri frægur maður, heldur vegna Dixie. „Kunn söngmær giftist", sögðu blöðin, en enginn minntist á að Bing væri kunnur. „Ég skal sýna þeim að ég geti unnið fyrir konu og krökkum“, hugsaði Bing með sér, og nú hvarf Dixie af söng- pallinum og gerðist húsmóðir. Hún var fegin skiptunum, þvi að hún var ekkert ihrifin af listamennskunni. Að upplagi var hún feimin, og það var henni sálarraun að þurfa að koma fram opinberlega. En nú varð hún besti gagnrýnandi og ráðgjafi manns- ins síns. Nú tók hún við því hlutverki að verða móðir og húsfreyja. Og Bing Crosby segir nú frá viðfangsefnum þeim, sem „fjögurra stráka faðir“ verður að sinna: LAGVÍSIR STRÁKAR. Það er í sambandi við drengina, sem ég sakna Dixie mest. Það var luin, sem bar ihita og þunga dagsins, hvað uppeldið snerti, og hún kunni upp á hár lagið á þeim. Við Dixie vorum frá byrjun sam- huga i því, að drengirnir skyldu fá heilbrigt uppeldi, og að þeir skyldu ekki fá neinar grillur i sambandi.við kvikmyndir og leikhús. Ég held að okkur hafi tekist þetta. Þeir hafa allir áhuga á tónlist og leiklist, en ég hugsa að það verði aðeins Garv einn, sem fetar í fótspor mín. En ég hefi sagt honum að hann verði að ljúka háskólanámi fyrst. Hann er slór og sterkur og líkist fremur Iinefa- kappa en söngvara. Hann hefir iðkað knattspyrnu og base-batl. Allir drengirnir syngja, og ég held að ljóshærðu tvíburarnir liafi söng- hæfileika, en mér er það ekkert á móti skapi þó að þeir vilji heldur vinna að landbúnaði. Þeir eru nú báð- ir vaxnir mér yfir höfuð, en eru samt ekkert á móti Gary stórabróður. Nú eru þeir á búnaðarskóla og stunda námið vel og hlakka til að taka við stjórninni á nautabúi mínu í Nevada.' Þar hafa þeir verið á hverju sumri, síðan þeir stóðu ekki úr hnefa. Lin litli er sönghneigðastur af allri fjölskyldunni. Hann er mesti æringi og hefir alltaf verið þroskaður eftir aldri. Hann talar stundum um að verða prestur, en hann er svo ungur að hann getur lireytt skoðun marg- sinnis enn. EINN „OSCAR“ AÐ AUKI. DiXie var alltaf að tala um framtið drengjanna eftir að hún varð veik. Það sem mér þykir vænst um, að þvi er þá snertir, er að þeir liafa alltaf sýnt foretdrum sínum fulla Jirein- skitni og ástriki. Hróðugri móðir en Dixie gat ekki verið til, þegar einhver þeirra vann verðlaun í skólasam- keppni og bauð henni að vera við- slödd verðlauna-afhendinguna. Og ég gleymi ekki þegar einn þeirra skrifaði langt kvæði til hennar, skömmu áður en hún dó. Það væri freistandi að nefna dæmi um hugulsemi drengjanna. Ég man t. d. að 1044 vonaðist ég til að fá „Oscar“ fyrir teik i kvikmynd. Eg var fullur eftirvæntingar dagana fyrir at- kvæðagreiðstuna, og þá datt Phil í hug að vernda mig gegn hugsanlegum vonbrigðum. Tveimur dögum fyrir úrslitin aflienti liann mér niynd af Frelsisstyttunni, gerðri i teir. Þetta var hans eigin handaverk, og á stöpl- inum stóð: „Til Bing Crosby fyrir kvikmyndina N-N“. Mér þótti nærri því eins vænt um þessa mynd og um „Oscar“, og þær hafa staðið hlið við hlið síðan. Ég fann að ég hafði unnið sigur, ekki aðeins sem leikari heldiir sem faðir. VAR ÉG OF STRANGUR? Samt er ég oft að luigleiða hvort ég hafi reynst föðurstarfinu vaxinn. Stundum er ég ánægður. Stundum ef- ast ég. Sumir segja að mér hafi hætt til að vera of strangur. En Dixie sagði oft, að ég væri ekki nógu strangur. — Það dugir ekkert að refsa þeini, sagði hún, — ef þú ferð með þá í bió eða golfbrautina rétt á eftir. Þú verður að lofa refsingu að setjast í þeim, annars er Qiún gagnstaus. En ég held að þeir liafi nú ekki gleymt fljótt, þegar þeir voru flengdir þegar þeir voru titlir. Ekki svo að skilja að það hafi oft komið fyrir, en við Dixie vorum bæði á þvi, að sóflinn væri það eina sem dygði, þegar þeir urðu batdnir. Til dæmis þegar þeir tóku kanarífugtana úr búrinu og ætl- uðu að fara að „færa þá úr fiðrinu“. Þá voru þeir færðir úr buxunum sjálf- ir, og ég held að þeir hafi ekki haft neitt illt af því. Það er orðið langt síðan, en ég hefi oft fengið að heyra að ég væri of strangur, líka eftir að þeir komust af flengingaraldrinum. Fólk gleymir að samsetningin kvikmyndahetja- barnauppeldi, á við sérstaka örðug- leika að stríða. Krökkunum hættir svo við að fá ýmiss konar grillur. Það getur verið dekrað meira við þá af jafnöldrunum en þeir hafa gott af, eða þeir falla sjálfir fyrir þeirri freist- iiigu að gerast miklir á lofti. Og svo eru það peningarnir. Strák- arnir mínir hafa oft verið ertir fyrir það, að þeir ausa ekki út peningum, þó að pabbi þeirra hafi góðar tekjur, en við Dixie vorurn sammála um að kenna þeim að peningar væru mikils virði. Enginn hefir gott af að eignast peninga án þess að inna eitthvað af hendi fyrir þá. Annars liefi ég einkum fengið orð á mig fyrir að vera strangur vegna

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.