Fálkinn


Fálkinn - 03.02.1956, Blaðsíða 12

Fálkinn - 03.02.1956, Blaðsíða 12
12 FALKINN SÖNN FRAM,HALDSSAGA: ÍJ5T MfN OCJ HATUR * Eftir RUTH ELLIS. hann sagði: — Halló, elskan! Einkennisbún- ingurinn var eins og steyptur á hann, hann dansaði eins og engill, og nú vorum við í West End, sem mig hafði alltaf dreymt um. Áður en kvöldinu lauk var ég gagntekin af ást, í fyrsta skipti. Ástfangin af fallega mann- inum, sem ég hafði kynnst. Hann hvíslaði þegar við vorum að fara: — Nú fáum við okkur kvöldverð! Ég hélt að við ættum að fara á venjulegan veitingastað. En ég vissi ekki þá, hve stað- ráðnir kanadamennirnir voru í að koma pen- ingunum sínum í lóg áður en þeir færu til vígstöðvanna. Nú kom ég í náttklúbb í fyrsta skipti á ævinni. Við borðuðum, dönsuðum og drukkum kampavín. Ég hafði aldrei bragðað áfengi fyrr. Mig sveið í nefið undan loftbólunum. Og ég sagði: — Nú veit ég hvers vegna rómantík og kampavín er óaðskiljanlegt ... Þegar Mac ók mér heim var ég svo sæl að ég hefði getað grátið. Og næstu vikur voru einn sæludraumur. Mac elskaði mig heitt, og þegar hann var í þjónustunni skrifaði hann mér oft á dag. Þegar hann var ekki hjá mér dreymdi mig um heimilið sem við mundum eignast ... og börnin sem við áttum að eignast. Stríðið virtist bráðum vera á enda. Og ég bað þess heitt að því lyki áður en Mac færi suður yfir Ermarsund. Hann var sendur til Belgíu. Ég las bréfin hans aftur og aftur. Mér fannst að ekkert mundi koma fyrir hann svo lengi sem ég læsi bréfin hans. En svo kom símskeytið einn hrollkaldan nóvember- morgun: Hann var dáinn. Við höfðum ætlað að giftast. En allt sem var eftir af ást okkar var ófæddur sonur minn. — Ég grét og grét. Fyrir hvað gat ég nú lifað? En eftir að drengurinn fæddist breyttist allt. Það var svo mikill friður og traust, sem kom með honum. STRlPA-M ÓDELL. Faðir minn hafði slasast í sprengjuárás og Granville bróðir minn misst augað í Frakk- landi. Ég varð að fá vinnu til að geta alið önn fyrir barninu og hjálpað fjölskyldunni. Mamma hugsaði um barnið þegar ég var í vinnunni. Ég sóttist ekkert eftir karlmönn- um. Út á við var ég glöð og kát, inn á við köld og vænti mér engrar gleði af lifinu. Ég svaraði auglýsingu frá ljósmyndaklúbb, sem bauð mér eitt sterlingspund um klukku- tímann. Það var vel borgað, en þýddi að ég varð stundum að leyfa minnst tuttugu karl- mönnum að Ijósmynda mig allsnakta. Fyrst í stað blygðaðist ég min mikið, en þessir ljósmyndarar hugsuðu eingöngu um að fá góðar myndir og voru eins nærgætnir við mig og þeir gátu. -------------------------- 2 ___________ Eitt kvöldið spurði einn þeirra mig hvort ég vildi koma og drekka glas með sér í Court Club í Duke Street. Eigandi klúbbsins var að stjana við mig allt kvöldið, og að lokum spurði hann mig hvort ég vildi vinna fyrir hann í klúbbnum. Ég skyldi fá 5 pund í fastakaup á viku og tíu af hundraði af öilu sem ég afgreiddi. Ég var lagin á að selja staupamatinn og hafði von bráðar 15—20 punda tekjur á viku. Ég keypti mér falleg föt og gestirnir gáfu mér fallegar gjafir. Ein af þeim sem ég vann með var Vicki Martin. Hún var vinkona maharajahsins af Cooch Behar og fórst í bílslysi fyrir nokkru. Við höfðum drukkið glas sarnan skömmu áð- ur en það skeði. NÆTUR-GÖLTUR. Við lentum í fjörugasta næturlífinu, sem til er í Mayfair. Vicki bar aldrei áhyggjur fyrir morgundeginum. Þegar eitthvað gekk á móti sagði hún alltaf: — Þarna yar ég slegin út! Einu sinni leigðum við dýrindis íbúð saman. Hún var dásamleg en verðið var hátt. Að við Vicky urðu svona samrýndar held ég að hafi komið af því, að við vorum báðar frá sparsemdarheimilum og báðum hafði vegnað vel í þeirri London sem skemmtir sér. Hvorugri okkar héist á peningunum sem við öfluðum. En loks varð ég þreytt á öllu glysinu. Því að bak við alla ljósadýrðina og kampavínið sátu miskunnarlausir svíðingar, sem lifðu hátt á næturlifinu í London. 1 þessu skapi var ég þegar ég kynntist George Ellis, tannlækni, sem velti sér í pen- ingum. Eitt kvöldið fór ég út með Vicki og gleymdi að ég hafði lofað að hitta hann. Morguninn eftir frétti ég að George hefði slasast í slags- málum í öðrum klúbb. Þetta hefði ekki kom- ið fyrir ef ég hefði haldið loforð mitt. Þess vegna langaði mig til að hitta hann og vera alúðleg við hann. George hafði flugmannsskírteini og mér fannst gaman að vera með honum í litlu fiug- vélinni hans. En einu sinni fór hann að leika listir í loftinu með mig. Ég hefi aldrei á ævi minni verið jafn hrædd og þá, og ég þakkaði mínum sæla þegar við vorum lent. ÉG GIFTIST GEORGE. Ég get ekki sagt að ég væri ástfangin af George. Hann var nýskilinn við konuna þeg- ar ég kynntist honum, og nú lifði hann í svalli til þess að gleyma. Einn daginn stakk hann upp á að við gift- umst. Ég féllst á það, því að mig langaði til að eiga heimili fyrir mig og drenginn minn, og hélt að George þyrfti á mér að halda. En hjónabandið fór ilia. Tvívegis varð að senda George á taugaveiklunarhæli. í fyrra skiptið rétt eftir brúðkaupið. Ég yfirgaf hann eftir að ég var orðin ólétt og fór heim til foreldra minna. Ég var mjög veik eftir að dóttir mín fæddist og lengi var ég alveg sinnulaus. Loks réð ég mig á vinstofu aftur og nú byrjaði gamli hringdans- inn. Mayfair veiddi mig. Ég kynntist mörgum karlmönnum, ríkum og viðfelldnum karl- mönnum, sem sóuðu fé í mig. Einn þeirra gaf mér veðreiðahest. En hann vann aldrei nokkurt hlaup. Svo var það sumarið 3952 að ónefndur maður gaf mér 1000 pund! Það var mikið fé og ég fékk það skilmálalaust. Hann vildi aðeins að ég gæti verið frjáls, sagði hann. Því að ég væri besti félaginn sem hann hefði nokkurn tíma eignast. Það árið sá ég um að foreldrar mínir fengju skemmtilegri jól en þau hafði nokkurn tíma dreymt um. Ég hætti að vinna í klúbbnum. DAVID BLAKELY. Það var þá, sem ég hitti David Blakely í klúbbnum í Mayfair. Um líkt leyti var mér boðið að stjórna Little Club í Knightsbridge. Það var farið að saxast á þúsund pundin. Ég lánaði Vicki talsvert, og eitthvað mun ég hafa fengið til baka. Ég fékk 15 pund á viku og 10 pund fyrir að ýta undir gestina að drekka sem mest. Ibúð með húsgögnum, í sama húsinu, fylgdi líka. Daginn sem ég tók við stjórninni opnaði ég krána og tók á móti fyrsta gestinum. Það var David Blakely, ég þekkti hann undir eins. Jackie, ein af afgreiðslustúlkunum, kynnti okkur en ég sagði: — Höfum við ekki sést áður? Þér munið eflaust hve ónotaleg ég var við yður þá. Hann hló. — Við gætum reynt að láta okkur koma betur saman núna. Má ég bjóða yður glas? Þannig byrjaði það — með glasi af gin og sykurvatni. David sat þarna og talaði við mig þangað til ég lokaði kl. 23. Hann var svo ákafur að hann gleymdi alveg að borða. Ég' var ekki beinlínis hrifin af honum, en mér stóð ekki á sama um hann heldur. Ég hafði tekið eftir að hann lést ekki sjá hinar stúik- urnar í kránni, og var að hugsa um hvernig færi með mig. Hann gat verið ákaflega heillandi þegar hann viidi. Þegar hann fór óskaði ég með sjálfri mér að hann kæmi aftur. En í mínum augum var hann ekki annað en ,,spennandi“ ungur maður. Árið sem hann hafði gengið á Shrewbury School hafði hann eignast þetta stærilæti, sem maður oft finn- ur hjá fólki, sem hefir lesið meira en það skilur. Mér féll vel hvernig hann var klæddur. Daginn eftir stóð hann við dyrnar þegar við opnuðum. Og hann var fyrsti og síðasti gesturinn minn dag eftir dag. Ein vinstúlka mín sagði við mig: — Þeir segja að þú sért farin að draga þig eftir David Blakely? — Nei, svaraði ég. — Hann kemur hingað aðeins til að þjóra. Hún hló. — Ætlarðu að reyna að telja mér trú um að þú vitir ekki að flestar klúbb- stelpurnar í London eru vitlausar í honum? Ég svaraði ekki. En ég afréð að ef David yrði jafn þurr á manninn áfram þá skyldi ég svei mér vera eins. Svo mikla reynslu hafði ég af karlmönnum að ég átti að geta gert það.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.