Fálkinn


Fálkinn - 03.02.1956, Blaðsíða 6

Fálkinn - 03.02.1956, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN HELLE * NÝ FRAMH ALDSSAGA * jj í % 8 $ m-% ég hefi séÖ, — sem gátu er ég gat ekki ráðið. Hann spratt upp. „Hvers vegna þarf ég að fara heim?“ spurði hann fugl- inn, sem kom og settist á lireyfilhlíf- ina. Hann tísti og flaug svo burt aftur. Hann hló. Hann átti mikið eftir af leyfinu sinu ennþá. Hann mundi ef- laust geta fengið að vera þarna á bæn- um í nokkra daga, ef hann færi fram á það. Hm, hvaða skýringu átti hann aðs gefa á því? Hann hló aftur og fór að athuga bifreiðina. Þegar hann kom blístrandi heim á bæinn aftur, hálftíma seinna, var liann sannfærður um að það mundi kosta fyrsta flokks bílvirkja talsvert langan tíma, að gera við bílinn hans. Allir voru komnir á kreik þegar hann kom aftur. Pierre var farinn að mjólka, Gaston stóð og var að þvo sér undir vatnspóstinum á hlaðinu, og gamli maðurinn stakk hausnum út um glugga og var að kalla eitthvað til Pierre. Eldhúsglugginn var opinn og hann heyrði umgang þar inni. Dagsverkið var byrjað hjá Miohelle. Morgunverðurinn var óbreyttur og góður, og þegar þau höfðu matast sendi Gaston Pierre til nágrannans, sem hafði síma, til að hringja til bíl- virkja. Hann kom til baka með þau svör, að maður yrði sendur siðdegis — það var ekki hægt fyrr. „Ég vona að þið lofið mér að verða hérna þangað til,“ sagði Lucien. „Ég er í bílferðalagi, og vil nauðugur hætta því hérna og fara heim með járnbrautarlest. Ég skal borga vel fyrir mig.“ Hann sá þegar að hann hafði hitt í mark. Það varð lesið úr augum -Gastons og gamla mannsins, að þeir elskuðu peninga. Gamli maðurinn muldraði eitthvað um, að það væri ekki nema sjálfsagt að lofa lionum að vera, ef hann vildi gera sér það að góðu, en engar kringumstæður væri til að gera neitt aukreitis, hans vegna. Lucien svaraði að hann væri harðánægður nieð það, og að hann skyldi ekki tefja þá frá vinnunni. Hann mundi labba um nágrennið og líta kringum sig. Þegar hann kom upp i herbergið sitt með fleiri töskur, er liann hafði tekið úr bílnuin, var Michelle að búa um rúmið lians. Hún leit á 'hann þegjandi, og hann sagði ekki neitt lieldur. Annars var hann alltaf vanur að hafa gamanorð á vörum í hvert skipti sem hann hitti kvenmann, hvort heldur var ungur eða gamall, ljótur eða laglegur, en hér þurfti eng- in orð. Hann vissi að henni þótti vænt um að fá að sjá hann, og þegar hann fór að taka fötin sín upp úr tösk- un hjálpaði hún honum til að hengja þau upp í klæðaskápinn úti í gang- inum. Hún tók á fötunum eins og liún væri að snerta dýrgripi, og er honum varð litið við, sá liann að hún stóð með silkiskyrtu af honum í hend- inni og starði á hana eins og þetta væri eitthvað dásamlegt. Þegar silkikuflinn lians kom fram tók hún öndina á lofti og hann hélt flíkinni upp, svo að hún gæti séð hana 'betur. „Þessi vínrauði litur mundi fara yður vel,“ sagði hann. Þá rétti hún fram höndina og snerli við kuflinum, en kippti strax að sér hendinni aftur og leit á fingurna, sem voru þvalir eftir þvottinn. „Þér ættuð að eiga vinrauðan kjól,“ ságði liann. „Eða — hvitur væri enn betri ...“ Honum duttu í hug kjólar, sem Celeste hafði verið í, og fór að velta fyrir sér hvernig Michelle mundi sórna sér í þeim. Honum létti er hann minrrtist þess að liann liafði ekki liugsað til Celeste síðan í gær. Fyrripart dagsins var hann á gangi um nágreniiið og hafði bestu matarlyst þegar liann kom aftur. Honum var skennnt er hann sá mann- inn, sem var kominn til að gera við bílinn, toga í liárið á sér og segja, að þetta gæti liann ekki ráðið við. Eina ráðið væri að síma i næsta kaup- stað og biðja um að senda viðgerða- bil. Hann kom, fór með bil Luciens í eftirdragi og lofaði að síma til ná- grannans daginn eftir, og láta vita livernig gengi. Lucien minntist ekki að hafa lifað jafn yndislega daga og þá þrjá, sem nú liðu. Þegar liann var ekki úti að ganga, sat liann í garðinum, þar sem allt var í blóma. Hann sat þannig að hann gæti séð Michelle þegar hún var á hlaupum milli fjóss og bæjar eða út í jarðhýsið, og stöku sinnum nam hún staðar og leit til lians, og þau brostu livort til annars. Það var allt, sem fór þeirra á milli, þessi bros við og við, og svo að þau buðu góðan dag og góða nótt og þökkuðu. En það var nóg. Nóg til þess að fjórða kvöldið, þegar Lucien liafði fengið boð frá viðgerðarstöðinni um að bill- in væri til taks, gat liann ekki liugsað til þess að eiga aldrei að fá að sjá Michelle framar. Honum veittist erfitt að sofna um kvöldið. Honum fannst sér liafa verið skipt í tvennt. Annar lielmingurinn var Lucien Colbert, liinn ríki og vold- ugi forstjóri Colbert-smiðjanna, há- menntaður maður af gömluin og góð- um ættum og með ákveðin áhugamál og í vinfengi við fólk, sem var sömu stéttar og hann sjálftir. Hinn helm- ingurinn var alveg ný vera, sem hlaut að liafa leynst í felum í undirvitund hans, og sem liirti ekki hót um það, sem Lucien Colbert mat mest. Mað- ur, sem á allt í veröldinni aðeins sem umgerð um unga granna stúlku, kringum andlit með fælin, fallcg augu og augnabliksbros. „Þetta er fásinna," hugsaði hann með sér. „Hún getur aldrei notið sín í minni veröld." Klukkutíma eftir klukkutíma var liugur lians að hringsóla kringum þetta, þangað til loksins að hann sofn- aði. En það fyrsta sem hann minnt- ist um morguninn var Michelle og hvernig hann ætti að haga sér í þessu nýja vandamáli. Og loks skildist hon- um, að hér var aðeins um eitt að ræða — að fara sína leið. Flýja aftur. eins og liann hafði flúið frá Celestc. En í þetta sinn mundi hann flýja með sáru lijarta og þungum trega, sannfærður um að hann hefði skilið það eftir, sem ómögulegt var að bæta honum upp. Hann var mjög orðfár yfir morgun- matnum og að honum loknum fór hann strax upp á loft til að taka dótið sitt saman. Bíllinn átti að koma fyrir hádegið, og svo — jú, liann ætlaði að efna loforð sitt og bjóða Michelle að aka dálítinn spöl með sér. Og svo ætlaði Iiann að borga, þakka fyrir sig og fara sína leið. Allt i einu lieyrði liann undarlegt hljóð utan úr ganginum, — eins og einhver væri að reyna að kæfa niðri í sér óp. Hann flýtti sér fram að dyr- unum en rak sig í stól, sem liann varð að ýta til liliðar, og þegar hann opnaði dyrnar var Gaston kominn of- an í stigann, en Michelle stóð á önd- inni úti í ganginum. Hann lieyrði Gaston þranmia út og sneri sér að Michelle. Hann var svo reiður að liaiin þorði varla að trcysta röddinni. „Hvað er að?“ sagði Lucien. Hún leit ekki á liann. „Ekkert, herra,“ svaraði lnin lágt. Hún gekk nokkur skref og ætlaði að komast fram hjá honum, og þá tók liann eftir að önnur ermin var nærri rifin af kjólnúm liennar, og að rauðir þrotablettir voru á hörundinu. Svo hvarf hún niður stigann. Hún reyndi að komast sem fljótast burt frá Lucien. Nú var það komið fram, sem hún hafði lengi óttast, að Gaston reyndi að gerast neergöngull við liana. Hann hafði hrifsað í hana franimi í dimmum ganginum, eftir að liann sá að faðir lians var farinn út i fjósið. Hvorugt þeirra hafði vitað, að Lucien var inni i herberginu. Mic- helle liafði ekki hugmynd um það, — þá hefði hún ekki hljóðað. Hún hafði búist við þessu lengi, og samt var það miklu hræðilegra nú. eftir að það var skeð, en hún hafði gert sér i liugarlund. Hún vissi að það mundi ekki stoða neitt þó að hún segði Gaston, að hún væri trúlofuð Pierre. Gaston var húsbóndinn og gat rekið Pierre úr vistinni, ef liann færi að amast við því að luisbóndinn gerði sér dælt við stúlkuna, sem liann hafði ætlað sér að eiga. Pierre mundi ekki þora að ybba sig við liann, né segja frá neinu sem gerðist í bænum. Hún vissi að þetta var ekki fátítt, Gaston liafði verið áleitinn við aðrar stúlkur, sem höfðu verið í vist þar, en þær voru betur settar en hún, að því leyti að þær gátu farið burt ... en hún átti hvergi athvarf. Hún fór inn í herbergi sitt, og liirti ekki um að ýmislegt var ógert af þvi, sem hún átti að gera. En það var ekki aðeins út af hrottaskap Gastons og framtið sinni sem hún grét, heldur líka af því, að Lucien vissi um það sem skeð liafði. Gegnuni opnar dyrnar liafði hún séð að liann var farinn að taka saman dót sitt, og það sýndi, að hann var að búast til burférðar. Hann mundi liverfa aftur, og hún mundi aldrei sjá hann framar ... það var þess vegna sem hún grét. Loks stóð hún upp, þrútin af gráti, þreytt og lémagna af örvæntingu. Hún hafði orðið þess vör, að einhver var að kalla á liana. Það var Jean föður- bróðir hennar. „Miclielle! Michelle! Letiblóðið þitt! Hvar ertu?“ Hún leit út um gluggann og sá á sólinni að hún hafði verið frá verki nokkra klukkutíma. Hrollur skelf- ingar fór um hana. En samt gat hún ekki svarað kallinu, ekki sýnt sig eins og liún leit út. Loks liætti hann að kalla. Hann labbaði yfir lilaðið og heim að hús- inu, urrandi af vonsku. Gaston kom úr hesthúsinu og sá liann. „Hvar er Michelle?" sagði gamli maðurinn. Gaston yppti öxlum. „Hvernig ætti ég að vita það? Kannske hún sé farin með gestinum í bílferð — hann var að tala um, að liann ætlaði að bjóða henni með sér, og ég sé livorki hann né bílinn.“ Gamli maðurinn bölvaði. Hann kall- aði Michelle nöfnum, sem heiðarleg- ar stúlkur eru ekki kallaðar, og hann sagði það svo hátt að hún heyrði það, þar sem hún stóð l'yrir innan glugga- tjaldið, við opinn gluggann. „Já,“ sagði Gaston, „það er satt. Hún hefir mangað til við mig lika, skal ég segja þér, pápi. Hún heldur sjálfsagt að hún eigi eftir að verða húsfreyja hérna.“ Nú gaus reiðin upp úr gamla mann- inum á nýjan leik, og Michelle skalf þar sem hún stóð. Feðgarnir fóru báðir inn í lnisið, og að vörmu spori kom Pierre út úr hlöðunni og flýtti sér að liúsinu, sem herbergi hennar var í. En áður en liann komst þangað, GLORIA í RÓM. — Hin fornfræga kvikmyndadís Gloria Swanson, sem var elskuð og dáð í tíð þöglu kvik- myndanna, var nýlega á ferð í Róm. Hún heldur sér furðu vel.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.