Fálkinn


Fálkinn - 24.02.1956, Blaðsíða 5

Fálkinn - 24.02.1956, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Lík Settys fannst 21. október og blöð- in sögðu fréttina daginn eftir. 24. okt. sagði vélvirki á Elstree-flugvellinum frá því, að 5. október bafi komið þang- að maður, sem kallaði sig Hume, og leigt Austin-vél. Hann borgaði með fjórum 5-punda seðlum og ætlaði á flugvöllinn í Southend. Hann hafði haft með sér tvo böggla. Nú rakti lögreglan þetta spor og náði í ýms vitni, sem höfðu séð Hume á báðum þessum flugvöllum. ()g bíl- stjórar sem höfðu ekið honum voru yfirheyrðir líka. Og alls staðar liafði Hume horgað með nýjum 5-punda seðlum. Eftir tvo daga böfðu fengist svo miklar upplýsingar að mál var kornið til að tala við Hume sjálfan. Og 20. okt. hringdu tveir njósnarar dyra- bjöllunni hans í I.ondon og báðu hann um að koma á lögreglustöðina. Á leið- inni þangað spurði Hume: — Hvað viljið þið mér eiginlcga? — Við erum að rannsaka morð Stanley Settys, svaraði annar. — Ekki get ég hjálpað ykkur með það. Ég þekki ekkert til þess. Hann var spurður hvað hann hefði liaft fyrir stafni 4. og 5. október, og hvers vegna hann hefði farið í bíl til Elstree. Hann svaraði að hann hefði ekki ekið bil í 3—4 mánuði. Lögregl- an sagði að hann hefði sést með bíl á Elstree-flugvellinum. Hann játaði að hann befði komið þangað — og að liann befði leigt sér flugvél til Soutihend, en böggla hefði hann enga liaft meðferðis. HUME SPRINGUR. Hann neitaði enn daginn eftir. Þó var honum sagt að mörg vitni hefðu séð hann bera böggla inn i flugvél- ina ... Og allt í einu skeði það, sem að lokum gerist í öllum niálum — og sem hefir á'hrif á jafnvel taugasterk- ustu lögreglumcnn: Hume tók báðum höndum fyrir andlitið og æpti: — Nei, ég þoli þetta ekki Iéngur! Ég liefi hagað mér eins og þrælmenni! Hvað gerist í hug þess grunaða þeg- ar hann glúpnar? Ef til vill er jjað örvænting vegna þess að lögreglan viti svo mikið að ekki þýði að jjræla. En hann hugsar líka: Hve mikið vita ])eir? Hve miklu af sannleikanum get ég ennþá leynt fyrir þeim? Hume gerði langa, ítarlegu játningu. Kann sagði frá þremur mönnum, Mae, Green og Hoy, sem Jiann liefði liitl i bílaverslun í London 30. september. Þeir spurðu hvort Jiann vildi fljúga smyglferð suður yfir Ermarsund fyrir þá. Hann lofaði því. 5. okt. komu þeir Jieim til hans með tvo böggla, og sögðu að það væru plötur eða pressur til að prenta með falska bensín- skömmtunarseðla. Hvort liann vildi fljúga með þetta og fleygja því fyrir borð er liann væri kominn út á rúm- sjó? Fyrir þetta fékk hann 50 pund i 5-punda seðlum. Hann ók með böggl- ana til Elstree, setti þá í flugvélina og kastaði þeim út við Southend, 0—8 km. undan Jandi. Þegar hann kom heim aftur sat Mac þar og beið. Mac fór með hann út að Humber-bifreið og i henni sátu Green og Boy. í aftursætinu lá stór, grár böggull. Hvort hann vildi koma honuin í sjóinn Jíka? Boy ]>orgaði honum 100 pund og svo báru þeir böggulinn inn og settu hann í eld- hússkápinn. Daginn eftir leigði Hume sér bíl. Þegar bann bar böggulinn út í hann lieyrði hann einhvcrs konar gutl eða korr, og datt í hug hvort maður gæti verið innan í umbúðun- um. Honum datt líka í liug livort það væri Setty, sem Jiann þekkti. Ef það liefði verið ég, sein hefði verið að yfirheyra Hume þegar hann sagði þetta, mundi ég varla hafa stillt mig um að spyrja: — Hverslags ver- öld lifið þér í, Hume, að yður detti i hug lik, þegar þér heyrið gutla í böggli? Og bvers vegna átti þetta að vera Setty? En æfður grennslari telur þcss konar spurningar ekki gagnlegar. Hume sagði frá því að hann hefði fleygt þessum böggli í sjóinn lika. Og að hann hefði villst og orðið að lenda, fyrst í Faversham og svo við Gravesend. Þar skildi hann flugvélina eftir og fékk sér leigubíl til London. l>egar hann sá blaðafregnirnar um að Setty væri horfinn og um númerin á sðlunum, var bonum ljóst að það voru peningar frá Setty, sem hann hafði fcngið. 23. okt. las hann um lik- fundinn í blöðunum og rétt á eftir símaði Boy til hans og hótaði öllu illu ef hann þegði ekki. Hann hafði ekki séð neinn þeirra þriggja síðan. Lögreglan gat ekki fundið þá. Og Hume gat ekki gefið nánari upplýs- ingar um þá. STERIÍAR LÍKUR. Sama dag var Hume úrskurðaður í varðhald, grunaður um að liafa myrt Stanley Setl.v. Hann svaraði aðeins: — Nei, ég myrti liann ekki. Ég er saklaus af því! Lögreglan hélt rannsókninni áfrant og komst að þvi að Hume 'hafði verið í fjárþröng. En 5. okt. hafði hann borgað háa upphæð inn í banka. Hann hafði átt skipti við Setty áður, og þeir höfðu sést saman bæði 1948 og 1949. Ekki vissi kona Huntes neitt til að þrir menn befðu verið inni hjá honum 5. okt. Og ekki hafði hún séð höggiil borinn inn í cldhússkápinn eða út úr honum aftur. Lögreglurannsóknarstofan fann blóð bak við flugstjórasætið í Austin- flugvélinni og á grænum gólfdúk í stofu Humes. í stiganum, baðklefan- um og víðar i ibúðinni fannst manna- blóð, sama flokks og í likinu. En 42% af þjóðinni er í blóðflokki O, svo að þetta var engin sönnun. En undir þessum kringumstæðum var ástæða til að halda að blóðið væri úr Setty. Ahnnustúlkan hjá Hume gat upplýst að græni gólfdúkurinn hefði verið sendur í hreinsun 5. okt. og að Hume sagðist ætla að þvo eldluisskápinn sjálfur og vildi ekki láta aðra koma þar nærri. Síðar sá hún hann 1 and- dyrinu með þunga böggla í pappírs- umbúðum, sinn undir hvor’ri hendi. Fyrr um daginn Iiafði hann fengið henni tvo shillinga og sagt: — Ég eyðilagði gúlfklútinn þinn, kauptu nýjan! Lögreglan hitti líka mann, sem bafði brýnt eldbúshníf fyrir Hume þennan sama dag. Þegar Humc var spurður um þétta játaði liann þvi. — Ég ætlaði að nota hann á steikina, sagði hann. Afgrciðslustúlka scm hafði seít Humc bæjarskrá og fengið borgað með seðli frá Setty, þekkti Hume. aft- ur. Bókin fannst heima hjá honum. Og i efnalauginni sem hafði hreinsað gólfdúkinn, var sagt að Hume hefði rekið mikið á eftir að fá hann fljótt aftur. Ekki fundust fingraför Settys heima hjá Hiime, né lieldur i bilnum hans, sem hafði verið skilinn eftir skanimt frá skýlinu. Hume hafði verið refsað 1942 fyrir að hafa gengið i einkennisbúningi Royal Air Foree i leyfisleysi, og kom- ist inn á hersvæði með fölsku leyfis- bréfi. DÆMDUR FYRIR HLUTDEILD. Þegar málið kom fyrir rétt þótti ýmislegt í skýrslunni vera Hume til málsbóta: Lögreglulæknirinn taldi áð fleiri en einn hefðu verið um mörðið, þvi að Setly var Iivergi hróflaður A höndum, en það hefði hann eflaust verið ef hann hcfði liaft frjálsræði til að verjast morðingjanum. Frú Hurne vitnaði að Humé hefði verið heima allan þann dag, sem Setty hvarf. — Blaðamaður einn vott- aði að hann hefði hitt Mac og Boy i Paris 1949, nokkru fyrir morðið. En það var eina sönnunin sem verjandinn gat borið fram fyrir því að þessir menn væru í raun og veru til. Framburður Humes var að kalla sá sami og í fyrstu yfirheyrslu lögregl- unnar. 'Þá hafði hún ekki vitað um blóðblettina i íbúð hans. Nú bætti hann því við að hann hefði séð blóð leka úr bögglinum niður á gólfið. Flestir vitnaframburðir gcngu mjög á móti Hume, og það spillti fyrir lion- um, að hann hafði ekki minnst á blóð- ið í lögregluyfirheyrslunni. En framkoma hans í réttinum hefir haft áhrif á kviðdóminn. Dómurinn bar saman ráð sín i 2% tima án þess að komast að niðurstöðu eða sam- komulagi. Varð því að höfða mál á ný og nú taldi opinberi ákærandinn ekki rétt að saka Hume fyrir rnorð heldur hlutdeild í morði. Hume játaði sig sekan og var dæmdur í lólf ára fang- elsi. Spurningunni um hver hafi myrt Setty er enn ósvarað, og hvar eða hvenær hann hafi verið myrtur. En cftirgrennslun lögreglunnar á því hvað Hume hafðist að þessa umræddu daga, sýnir að þar voru færir menn að verki. I næsta blaði: Málið gegn Neville Heath. ★ ★ ★ ★ ★ ★ „Kunnið þér að sitja á hesti?“ spurði Herbert Morrison sir Har- old áður en hann réð hann í stöð- una. Hér er sir Harold að sýna að hann kunni það.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.