Fálkinn


Fálkinn - 24.02.1956, Blaðsíða 7

Fálkinn - 24.02.1956, Blaðsíða 7
FÁLKINN Í7 stelpugæskni með músafléttur. Og í kvöld hafði hún setið þarna uppi i trénu eins og hver annar kjáni og gónt á hann og dreymt fásinnudrauma — og síðan hafði hún hlassast niður beint fyrir framan tærnar á honum. Nei, það var meira en hún gat afbor- ið, það var nieira en nokkur manneskja gat afborið! Stóru augun voru vot af tárum og varirnar titruðu. Sabrina vildi ekki lifa lengur! Hún vildi deyja! Deyja núna strax —• deyja í kvöld! Það var mátulegt á hann Davið, hver veit nema samviskan vaknaði þá hjá hon- um og hann gæti fundið til — kvalist eins og hún kvaldist núna. Já, hún v'ildi deyja — deyja i þrjósku! Sabrina stóð upp, kveikti á lamp- anum og settist við skrifborðið. Hún tók fram pappirsörk og skrifaði: Elsku pábbi! Eg vil ekki fara til Parísar. Ég vil ekki læra m.at- reiöslu. Ég vil deyja! Fyrirgeföu mér þaö, sem ég œtla aö gera. Vertu sæll. Hún braut saman blaðið og var i þann veginn að setja það i umslagið þegar henni datt nokkuð í hug. Hún braut sundur blaðið og bætti við eftir- skrift: P. S. DavíÖ má EKKI fá aö koma í jaröarförina. Svo slökkti hún á lampanum og læddist út. Þegar hún gekk fram hjá svefnherbergisdyrum föður síns heyrði hún á lirotunum að hann svaf fast. Hún beygði sig og stakk bréfinu í rifuna undir hurðinni. Hún hikaði dálitla stund er liún stóð undir veggnum á skýlinu og lok- aði lmrðinni eftir sér. Hún þurfti ekki að kveikja Ijós. Hún þekkti hvern krók og kinia i bílaskýlinu. Þarna stóðu allir gljáandi bílarnir í röð, frá hátignartega skrifstofubílnum með skjannalegu litunum. Það var eins og dularmætti stafaði frá þessum bíl þarna í myrkrinu. Sabrina gekk á milli bílanna og setti hreyflana í gang. Hún strauk þeim og gældi við þá, eins og hún væri að kveðja gamla vini. Og svo hnipraði hún sig í kuð- ung i einu horninu. Nú skyldi Davíð fá að sjá tvo heimana. Hann sem SKUÍTINN TRÚBOÐI. — Homer Tomlinson biskup frá New York er í trúboðsferð um Evrópu, sem full- trúi trúmálaflokks, sem nefnist „Guðs kirkja“. Biskupinn kallar sig „konung allra heimsbúa" og géngur með kór- ónu úr gylltum pappa og í kínversk- um silkislopp. Eftir að hafa prédikað í Speakers Corner í Hyde Park í Lon- don fór hann til Parísar, og lét kynna sig sem konung Frakka. hafði ldegið að henni, eins og maður hlær að smákrakka. Nú skyldi hann verða að taka hann alvarlega. Sterkir hreyflarnir Jiönmðust — nokkur þúsund hestöfl titruðu. En Sabrina tók ekki eftir neinu •— heyrði ekki neitt. Eitrað gasið streymdi út — hvæsandi eins og naðra, læddist eftir gólfinu og skreið upp eftir veggj- unum, faðmaði Sabrinu að sér og fyllti lungu hennar af eitri. En allt i einu var liurðinni hrundið upp með braki og' brestum og einhver kom æðandi inn, einhver sem i flýti liafði bundið vasaklút fyrir munninn á sér. Hann fann Sabrinu, lyfti henni upp og bar hana út i hreint loft. Og þegar luin loksins opnaði augun, sá hún að þarna stóð Línus bograndi yfir hcnni. Hann var byrstur og rödd- in hás og hranaleg er hann spurði: — Hvern þremilinn varst þú að gera inni í bílaskýlinu? En nú var Sabrinu horfið hugrekkið og þráinn, og hún snökkti og svaraði vælandi: — Ég var að leita að vindla- kveiki, sem hann pabbi hafði misst. Línus liristi höfuðið. Þurftirðu að setja alla hreyflana í gang og loka hurðinni til þess? Sabrina kinkaði kolli. Hindaraugun voru stór og andtitið fölt. — Ég ætlaði ekki að trufla neinn, sagði hún. Svo missti hún meðvitundina aftur og vaknaði ekki fyrr en Línus hafði l)orið hana upp í herbergið hennar og lagt tiana í rúmið. Hann lcit á hana og hristi svo Jiöfuðið: — Setja alta hreyflana í gang án þess að opna dyrnar! Þú ættir sannast að segja að vita betur, Sabrina, sem ert dóttir bílstjóra. Svipurinn á Línusi liafði mildasl og mýkst. Hann beygði sig niður að henni, eins og hann ætlaði að klappa henni á kinnina, en hætti við það og iæddist á tánum út úr lierberginu. Dóttir bílstjóra! Orðin héldu áfram að htjóma fyrir eyrunum á henni. Það var ekki nema það sem hún var. Dóttir Ijílstjóra — og ekkert annað! Kjánalega krakkaleg nítján ára bil- stjóradóttir — heimskur stelpukrakki, sem hafði orðið ástfangin af ríkum, ungum manni ,sem leit ekki við henni! Og nú konm tárin aftur, og það dugði ekki hót þó að hún bældi andlitið ofan í koddann. Þetta var í sannleika táranótt hjá Sabrinu . .. Daginn eftir ók faðir hennar með hana inn i New York i einum llolls Royce-bílnum og skildi ekki við hana fyrr en lnin var komin nm borð í skipið til Frakklands. Honum þótti vænt um að Iiafa komið Sabrinu af stað. Ilann hafði skilið eftirskriftina hennar betur en hana grunaði. Ríkis- mannasynir eru ekki menn handa bil- stjóradætrum — það færi aldrei vel. Nei, það var gott að Sabrina byrjaði á matreiðsluskólanum i París, þá mundu þessar grillur gufa upp úr hausnum á henni. TIL PARÍSAR! Fyrsta daginn um borð í skipinu hélt Sabrina sig niðri i klefanum sín- um og Iét ekki liina farþegana sjá sig, þvi að hún var hrædd og feimin. Hún sár.skanmiaðist sín fyrir að sjálfsmorðstilraunin skytdi hafa mis- tekist. Hún skammaðist sin alls ekki fyrir að hafa ætlað að drepa sig — það var ekki nema mátulegt á fíflið hann Davíð, með allar glansmynda- stelpurnar sínar! En það hafði verið liræðilega auðmýkjandi að láta Línus hjálpa sér, þvi að hann var alltaf svo gætinn og ráðsettur. Hann hafði ekki sagt neitt, en vitanlega hafði hann skilið hvernig í öllu lá, og Sabrina gat ekki hugsað tit þess að horfast i augu við hann nokkurn tíma framar. Annars hafði hún ekki ætlað sér að koma á Nyrðri-Strönd aftur — nei, aldrei framar. Sabrina Fairchild var ekki svo vitlaus og hún gerði sig að athlægi oftar en einu sinni! Hcnni fannst hún verða að gráta til þess að staðfesta það, og svo grúfði hún sig í koddann og felldi nokkur tár. En daginn eftir kom hún upp á þil- * far, og snörp golan af hafinu lék sér að jarpa, óstýriláta ennistoppnum og rak allar dauðlegar hugsanir á burt. ()11 veröldin stóð henni opin. Öll vcr- öldin — París! Það var svo margt annað en Davið, sem hún gat hugsað um, ef hún vildi. Hún átti að vera tvö ár í París — og tvö ár eru hræði- lega langur timi, þegar maður er að- eins nítján ára. Það reyndist líka svo að hún upp- lifði margt ógleymanlegt fyrstu vik- urnar í París. Þessi stóra fjörmikla borg með aragrúa af fólki, sem baðaði út öllum öngum og talaði meira með höndum og fótum en með munninum — breið strætin með endalausum straum af bifreiðum — torgin með fossandi gosbrunnum — grænir vellir með tjörnum, börnum í leik, og hjóna- leysum sem voru að kyssast —Champs Elyées, Boulogneskógurinn — eld- gamlar götur með skrítnum nöfnum, þar sem loftið var alltaf hrannað af klukknahljóm — Sabrina sogaði allt þetta í sig og lét það gagntaka liug og hjarta. Paris kenndi henni smátt og smátt að lifa — að njóta sjálf hlut- deildar sinnar i tilverunni í stað þess að vera óvirkur áhorfandi. Paris kenndi henni smátt og smátt að það stoðar ekki að reyna að stelast frá sjálfum sér og fela sig inni í ein- hverjum rósrauðum draumaheimi eða þrýsta nefinu ofan í kodda og gráta sig í svefn. Sabrinu var komið fyrir i laglegri fjölskyldumatsölu í Rue Lamarck á Montmartre, og í sama hverfi var matreiðsluskólinn, sem faðir hennar hafði kosið handa hcnni. Þctta var mjög frægur skóli, og forstöðumaður- inn liét monsieur Pierre og notaði ilmándi klístur í yfirskeggið og var eins og leikhúsfransmaður að sjá, en i raun réttri var þetta mjög vandaður og strangur maður, sem stjörnaði nemendum sínum eins og liðþjálfi? stjórnar nýliðunum. Og nýliðar voru þær — þær voru grænjaxlar sem kunnu ekki neitt. sagði monsieur Pierre. Og þessir grænjaxlar máttu þakka guði sinum fyrir að hafa lilotnast sú náð, að komast undir handleiðslu lians, monsieur Pierre, og fá að læra göf- ugustu list allra lista — matreiðsluna. Þetta sagði hann fyrst og fremst við nemendurna frá Englandi og Ameríku, þvi að hjá þeim þjóðum var matreiðsl- an á frumrænu villimannastigi, þar át fólk ofsoðið grænmeti, bragðlausan fjsk, hráa steik og búðinga, sem ó- mögulegt var að nielta. VINGJARNLEGI GREIFINN. En það voru ekki aðeins útlend- ingar sem konm til að læra matreiðslu hjá monsieur Pierre. Ýmsir hiridar hans vildu njóta þess heiðurs að vera nemendur hans. Og meðal þeirra var einn, sem varð góðkunningi Sabrinu. Framhald í næsta blaöi. , GÓÐ MATARLYST. — Pelikaninn er gráðugur fugl og bíður ekki eftir að honum sé skammtað. Undir eins og fóðurmeistarinn í dýragarðinum í London sýnir sig með matinn, kernur pelikaninn æðandi og skammtar sér sjálfur. DUGLEG STÚLKA. — Þessi fallega stúlka í hjólastólnum heitir Delia Dudgeon, er 27 ára og á heima í Lon- don. Hún fékk lömunarveiki og lá 15 mánuði á spítala. Jafnframt lærði hún ljósmyndagerð og rekur nú ljós- myndastofu í hjólastólnum sínum. Ný- lega gerði Elísabet drottning sér ferð til hennar. KYKELIKY! — í tilefni af alifugla- sýningu í Miinchen tók ein tískuversl- unin upp á því að skreyta hatta sína í samræmi við sýninguna. Hér sést sýningarstúlka verslunarinnar með eitt listaverkið, sem heitir „Hani í körfunni“.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.