Fálkinn


Fálkinn - 24.02.1956, Blaðsíða 13

Fálkinn - 24.02.1956, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 „Nei, þú kallar það líklega ekki sveit, en það er þó eitthvað í áttina." „Áttu bú þar?“ „Nei, það er ekki hægt að kalla það bú- garð,“ svaraði hann með semingi. Hann gat ekki sagt henni, að það væri öllu fremur höll. Og hann vildi ekki tala um það einmitt núna. „Við verðum hérna fyrst um sinn,“ sagði hann. „Mér fannst skemmtilegra að við gæt- um fengið að vera út af fyrir okkur fyrstu dagana, fremur en að dvelja á gistihúsi." Michelle botnaði lítið í hvað orðið gisti- hús þýddi. I staðinn kom hún með spurningu, sem Lucien hafði óttast: „En úr því að þú átt heima nálægt borginni — hvers vegna förum við ekki þangað?“ „Mér fannst við vera búin að ferðast nóg. Og svo er fólkið þar ekki tilbúið að taka á móti þér. Mér datt líka í hug, að þig langaði til að skoða borgina." „En ég gæti tekið til, ef ekki er allt í standi þar,“ sagði Michelle. „Það er ekki ætlunin, að þú eigir að vinna innanhússverkin,” sagði hann blítt og kyssti hann á kinnina. „Þú átt aðeins að skipa fyrir og líta eftir öllu, þegar þú ert orðin vön á heimilinu.“ 1 1 1 „Skipa fyrk’?“ endurtók Michelle og ang- istarsvipur kom á hana. En 'hann gaf henni ekki næði til að hugsa um það og dró hana með sér að lokuðum dyr- unum í svefnherbergi Michaels. Það vissi út að húsagarðinum og þar var kalt og svalandi. Hann kveikti og Michelle sá herbergið — með aðeins einu stóru rúmi, klæðaskáp við annan vegginn og kommóðu með spegli yfir við hinn. Lucien tók eftir að hana setti hljóða, þar sem hún stóð við hlið hans. „Við eigum að verða hérna nokkra daga, sagði hann. Varir hans snertu augnabrún hennar og síðan munninn, og hún varð þegj- andi að vilja hans og bauð fram varirnar. „Þú mátt ekki vera hrædd við mig, Mic- helle,“ hvíslaði hann með varirnar rétt við hennar. „Michelle ... Michelle ...“ Hann kyssti háls hennar og munn aftur, strauk hendur hennar og hún var auðsveip og mild. Svo leit hann á hana. Augu hennar voru opin og mættu augum hans. Og nú ljómaði brosið fyllilega úr þeim. Drættirnir um munn- inn voru mjúkir — viðkvæmir. „Lucien," hvíslaði hún, og það var í fyrsta sinn sem hún nefndi nafn hans ótilkvödd. „Lucién, ég er svo sæl ...“ Heiðursbogi hafði verið reistur og blóm í öllum glösum, allt húsið fágað, og Chateau Colbert bjóst til að taka á móti húsmóður sinni. Sóiin skein á hvítum þiljunum og yfir Hvar er litli bróðir? gömlu trjánum í garðinum og grænmetisbeð- unum í kálgarðinum. Frú Grotier stóð í forsalnum og leit yfir allt. Vinnufólkið hafði verið skjálfandi af hræðslu við hana allan morguninn. „Hún er í slæmu skapi!“ hafði það sagt undir eins og hún kom úr Parisarferð sinni kvöldið áð- ur. Og skapið hafði ekki batnað. I nærskorna gráa kjólnum var frú Grotier sneglulegasta manneskjan sem hægt var að hugsa sér. Kjóllinn var með sama lit og hárið og augun. Hörundið var öskugrátt. Frúin hafði aldrei falleg verið, og garðyrkjumað- urinn sagði oft, að mikið gæti hann vorkennt Grotier sáluga, sem hefði orðið að horfa á þetta andlit meðan hann var að borða. Lík- lega hafði Grotier ekki haft mikla ánægju af því, enda hafði hann sálast eftir þriggja ára hjónaband, og hafði tekist að koma eigu sinni, sem var talsvert mikil, í lóg, síðustu átján mánuðina sem hann lifði. Það var hvíslað um einhverja ævintýradrós í París, sem hefði orðið honum dýr í rekstri. Enginn vissi hvað eiginkona hans hafði hugsað um það mál. Hún hafði alla tíð verið orðfá mann- eskja, og eftir að hann dó hafði hún aldrei átt neinn trúnaðarmann. Með aðstoð einhverra ættingja sinna hafði hún fengið ráðskonustöðu á aðalsmanns- heimili, og það sem eftir var af eignum mannsins hennar hafði hjálpað henni eins og Pétri eða Páli. Svo hafði hún farið til Col- berts, 'þegar móðir Luciens dó, og hafði bráð- lega náð öruggu taumhaldi á öllu. Enginn hafði hirt um að halda aftur af henni, og smám saman hafði hún vanist því að telja hölina sína eign og hallarfólkið allt sem þegna sina. Þegar gamli Colbert dó, rétt fyrir stríð- ið, hafði Lucien Colbert, sem var að byrja að venjast stöðu sinni sem aðalforstjóri fyrir- tækisins, verið feginn því að hún fór aldrei fram á að hann skæri úr eða tæki ákvarðanir viðvikjandi heimilinu. Þegar hann var heima var allt eins og honum líkaði, og annað spurði hann ekki um. Þau löngu ár, sem hann hafði verið í Afríku, eftir að hann hafði lagt sig í lífshættu og látið lauma sér úr landi til að byggja flugvélasmiðju frjálsra Frakka þar syðra, hafði hann oft hugsað til þess að gott væri að hafa frú Grotier heima til að sjá um heimili hans. •1 Hann vissi ekki hvernig hún hafði fárið að því, en einhvern veginn hafði henni tekist að afstýra því, að Þjóðverjar tækju höllina til sinna þarfa. Með einhverju mót-i hafði hún haldið öllu í horfinu, og þegar hann kom heim aftur, til að koma Parísarskrifstofunni á laggirnar aftur, hafði hann komið að heimili sínu í líku horfi og það var þegar hann skildi við það. Og nú kom hann of snemma heim úr leyf- inu — og með konuna sina með sér! Frú Grotier hafði alltaf gert sér í hugar- lund hvernig fara mundi þegar hann giftist ungri stúlku, sem verðskuldaði að bera nafn- ið Colbert. 'Stórt brúðkaup, mikil hátíðahöld ... og svo yndisleg ung stúlka, sem mundi láta hana ráða öllu þangað til hún yrði að sleppa taumunum, vegna elli. Hún hafði orðið forviða þegar hann sím- aði og sagðist vera í París, og að hann hefði kvænst og ætlaði að koma heim með konuna sína eftir nokkra daga. En hún hafði vanist þvi á stríðsárunum að fólk gerði ýmislegt í bráðræði, og hafði sætt sig við það. Þangað til í gær. Þá hafði hún farið til borgarinnar til að versla, og hafði hitt tvær kunningja- konur og 'þá heyrði hún slúðursögurnar. Lucien hefði kvænst ungri stelpu, sem ekki aðeins var eignalaus, heldur átti ekki garm- ana utan á sig. Þetta mundi vera fjórða flokks fjölleikastelpa, serh hann hefði hirt við Rivierann hálfdauða úr sulti, og hún hefði krækt í hann. Enginn vissi neitt ákveðið, en allir vissu að eitthvað var bogið við þetta. Og hvers vegna hafði hann farið í íbúð Michaels Sylvestre í staðinn fyrir að fara beint heim til sín? Hvers vegna hafði hann Framhald í næsta blaði. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 1%—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv,- stjóri: Svavar Hjaltested. HERBERTSprent. ADAMSON Flugnaeitur, sem gerir gagn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.