Fálkinn


Fálkinn - 02.03.1956, Blaðsíða 9

Fálkinn - 02.03.1956, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 sem átti að verða svaramaSur. Janne fannst hún vera komin i gróSursæla vin úr þurri eyðimörk. Nú fékk 'liún ráðrúm til að liugsa. En efasemdir hennar uxu íneð hverj- um deginum. Hún mundi Norman og vaf sannfærð um að henni þætti nægi- lega vænt um hann, cn svo kom til- hugsunin um Davíð, sem kominn var heim, frjáls og óbundinn. Hvers vegna þurfti hann að koma núna, er liún hafði afráðið að giftast öðrum manni? Hvérs vegna kom hann og truflaði? Hann var frjáls, og ef hún scgði eitt orð gat hún orðið frjáls lika. Stundum var hún að þvi komin að sima til Normans, en þegar hún snerti símann rankaði liún við sér aftur. Það var ekki hægtl En Davíð ...! Endurminningin um óhreinlyndi hans gat ennþá valdið henni sviða, og koss- inn hans forðum gat enn hleypt ólgu i blóðið. Bara að hann hefði aldrei kysst hana! Giftur maður eins og hann hafði engan rétt til að kyssa ungar stúlkur. í lok fyrstu vikunnar tók lnin á- kvörðun og símaði til Normans. Hún sagðist ætla að fara i sumarhús sitt niðri við sjóinn og verða þar nokkra daga. Hann svaraði hásri röddu að það væri vel til fundið — lnin hefði gott af hreinu lofti og sólskini. Hann sagðist skilja svo vel, að ekki væri gaman að hitta fólk núna og láta það vorkenna sér út af því, að brúðkaup- inu hefði verið frcstað. Og svo fór hún. Það var að visu sólskin, en mikill vindur og húsið var óhugnanlegt þegar hún kom þang- að. En þegar 'hún hafði tekið hlerana frá glugganum og kveikt á arninum og tekið til varð vistlegt i stofunni. sem hún hafði dvalið svo oft i að sumarlagi þegar hún var barn. Þarna var ekki nokkur smuga, sem lnin átti ekki einhverjar endurminningar frá. Og liún staldraði fyrir framan stóra skápinn, þar sem lnin hafði falið sig þegar þau Norman og hún voru í felu- leik. Læsingin hafði farið í baklás og hún hafði hrópað i angist þangað til Norman kom og hleypti henni út. „Bjáninn þinn!“ hafði hann sagt. „Af hverju ertu að orga. IÞetta var ekkert liættulegt. Ég var enga stund að opna.“ Þetta var eiginlega of snemma árs til að fara i sjó, en sjórinn var lokk- andi og Janne stóðst ekki freistinguna og fór í baðfötin og gekk niður í fjöru. Hún varð forviða er hún sá að hún var ekki ein um að fara í sjó. Langt úti sá hún mann á sundi og hún dáðist að live liratt hann synti. En ... hún trúði varla sínum eigin augum: Þetta var Davíð! Hún fleygði sér út í og vatnið var svo ískalt, að lnin hugsaði ekki um onnað um stund. Þegar hún kom úr kafi aftur var maðurinn horfinn. Hún fór upp úr, fór í baðsloppinn og gekk heim að húsinu, sem stóð á háum kletti. Á leiðinni rak hún tærnar i eitthvað og mundi hafa dottið ef ekki liefði sterk hönd tekið i hana. „Þessi gata hefir alltaf verið hnökrótt," sagði Davíð. Hann leiddi hana upp á klettinn en svo sleppti hann henni. Janne sagði ckkert. Hún var mál- laus .Skalf öll, en það var ekki af kulda. „Þökk fyrir!“ tókst henni að slynja upp, og svo fór hún áfram. „Janne! Viltu gera svo vel að lofa mér að tala við þig?“ Hún hafði farið hingað til að fela sig, og hann hafði fundið liana. Hún gat ekki komist hjá að svara. „Hvað viltu?“ „Ég hefi iliaft næði til að hugsa margt þessi fjögur ár!“ „Manni verður alltaf ljóst livað maður ætti að hafa sagt, þegar það er orðið of seint.“ „Ég elska þig, Janne. Þú veist það! Ég hefi elskað þig siðan við sáumst fyrst.“ Orðin hittu hana eins og hnífstung- ur, og lnin hörfaði undan. „Ég liefi aldrei gefið upp vonina, Janne, en ég gat ekki komið fyrr en ég var orðinn frjáls." „Nú er það ég, sem ekki cr frjáls.“ „Jú, ennþá! Janne, viltu gefa mér tækifærið?“ „Hvað jjýðir að ýfa upp það gamla? Það er dautt.“ „Ertu viss um að það sé dautt?“ Nú fór hrollurinn um liana aftur og hún vafði kápuna að sér. „Þú ert falleg, Janne!“ Hreimurinn í röddinni var sá sami og fyrir fjór- um árum, og hún hljóp frá honum inn í húsið og læsti að sér, eins og hún ætlaði að loka hugsanir sínar úli. Meðan liún var að klæða sig og hita sér eitthvað að drekka, þvi að hún hriðskalf — var hún að hugsa um livernig hann hefði fengið vitneskju um að hún var hérna. Nei, náttúr- lega hafði hann ekki vitað það — það var tilviljun ein sem réð að þau hitt- ust. Nei, það gat ekki verið. Eitthvað sagði henni, að hann hefði ferið hing- að til að hitta hana. Hingað kom enginn á þessum tíma árs, nema til að fá að vcra í næði, og svo vel þekkti hún Davíð að hún vissi, að hann kunni hest við sig í fjölmenni. Það var ofsarok um kvöldið. Það varð dimmt, og hún sat ein og beið. Stundum þóttist hún heyra grunsam- leg hljóð í húsinu, cn þegar liún fór og athugaði, var ekkert að sjá. Henni fannst gengið um gólf uppi á lofti, og hurðum lokið upp, en þar var engin manneskja, þó að hún hefði svarið fyrir það gagnstæða. Loks var drepið á dyrnar. Hún fór í kápu og gekk til dyra, og hlið við hlið fóru þau út í rokið og myrkrið til að tala saman. En stormurinn var sterkari en þau. Þau urðu að keng- beygja sig til að þumlunga á móti og loks urðu þau að snúa við og fara heim. Þegar þau sneru við fannst Janne skuggi vera á undan þeim, manneskja, kengbogin upp i veðrið. En svo hvarf þctta. „Maður verður svo fallega rjóður í roki,“ sagið Davíð. „Manst þú eftir veðrinu mikla um borð í „Utopia“? „Ha, var stormur í þeirri ferð? Ég man það ekki, það er svo langt síðan.“ „Það er sumt sem maður gleymir aldrei, liversu langt sem líður frá. Ég man hvernig stormurinn feykti hár- inu á þér, hvernig augun í þér leiftr- uðu i tunglsljósinu, hvernig þú hlóst. hvernig varir þinar snertu mínar. Ég man — allar yndisstundirnar, sem við höfum átt saman ...“ „Og sú yndislegasta var sú síðasta ... i garðinum," sagði .Tanne beisk. „Ég hefi ekki gleymt henni heldur!“ „En vegna þeirra stundar þýðir ekekrt að minnast hinna.“ „En -r- Janne, ég er frjáls núna ...“ Hún sneri sér , að honum. Augu hennar voru mjúk og torræð í mjúkum bjarmanum frá lampanum, kinnarnar rjóðar og varirnar. Hún var fegursta veran, sem Davíð hafði nokkurn tíma séð, hann b’rann af þrá . Það var cngin furða að hann hafði ekki .getað gleymt henni þessi fjögur löngu ár. Og Jannc liorfði á hann og langaði ti! að hrópa: „Ég man alll líka.“ En í staðinn sagði hún: „Breytir það nokkru þó að þú sért frjáls? Ég man aðeins að þú sveikst mig! Þú lést mig halda að þú værir ógiftur, þú ....“ „Já, það er satt. En ég sagði aldrei að ég væri ógiftur, ég sleppti bara að minnast á það, til þess að hræða þig ekki frá mér. Og ég reyndi að losna við hana, ég reyndi það þá strax. Ég hafði hugsað mér að koma tii j)in og biðja ]ún undir eins og ég væri laus allra mála við konuna. Ég vissi að þú hafðir fengið þannig upp- eldi, að þú mundir snúa við mér bak- inu undir eins og þú vissir að ég væri kvæntur. Þú hefðir ekki getað skilið ...“ „Það veist þú ekki. Þú hefðir getað reynt að segja mér það.“ „'Þú sagðir einu sinni, að ekkert væri til, sem gæti réttlætt hjónaskiln- að. Það sem guð hefir sameinað .. .“ „Ég var ung og óreynd þá .. . Nú er ég eldri og fróðari. En minningin um óhreinlyndi þitt er alltaf jafn ný.“ „Ég skal bæta fyrir það, Janne! Eg sver þér það! Allri ævi minni skal ég verja til að bæta fyrir það, sem ég hefi gert þér rangt til!“ Hann færði sig nær henni, en hún -hörfaði undan, hrædd um að missa stjórnina á sér, ef hann snerti við henni. „Janne, þú mátt ekki gera þetta! Þú veist eins vel ég ég, að við erum sköpuð hvort handa öðru. Ég vissi það frá fyrstu stundu er ég sá þig. Og ég kom til þín undir eins og ég var orðinn frjáls. Þetta tók tíma, því að hún var erfið viðureignar, en nú er ég hérna. .Tanne, þú verður að lilusta á mig!“ Hann dró hana að sér og lnin spyrnti ekki á móti. Hjartað sló hratt, en um lcið var hún hrædd, það var likast og einhver rödd væri aðvara 'hana um, að ekki væri alll eins og það ætti að vera. En hún gat ekki gert sér grein fyrir hvað það var. „Gefðu mér tækifærið, Janne!" grátbændi hann. „Ég sver að ég skal gcra þig hamingjusama! Þetta bundna líf hæfir þér ckki. Þú ert sköpuð fyrir annað meira — stórt og glæsilegt. Þú mnndir kafna hérna.“ ITún vék sér undan kossi lians og ti! að vinna tima spurði hún: „Fcrðu aftur til Singapore?" „Nei, ég er hættur. Ég varð þreytt- ur á að lifa það sama upp aftur og aft- ur á hverjum degi, og sjá alltaf sömu andlitin. Það eru til aðrar stöður i veröldinni! En annars liafði ég alltaf ætlað mér heim til þín, þegar ég yrði frjáls.“ „Ég frétti að þú liefðir góða stöðu þar.“ „Já, gott kaup og þess háttar. En peningarnir eru ekki allt. Frelsið er lika mikils virði ..Hann þrýsti kinninni að henni og sem snöggvast var hún viljalaus. En óafvitandi heyrði hún und&rlcg liljóð, sem ekki komu storminum við. Hljóð sem komu innan úr húsinu ... „Griptu tækifærið, Janne, gifstu mér og farðu burt með mér, svo ati við getum notið lífsins saman.“ Hún var að láta undan. En innri rödd hennar lét hana ekki i friði. Og allt í einu vissi hún af hverju þetta stafaði. Hún vatt sér til og hann sleppti. „Komst þú lil mín undir eins og þú varst orðinn frjáls?" „Já.“ „En það eru tvö ár síðan þú fékkst skilnað við konuna þína.“ Hann deplaði ekki einu sinni aug- unum. „Hver segir það?“ „Norman Dahle. Er það satt?“ Hann tók upp vindling og kveikti i. „Hefir þú nokkurn tíma heyrt Norman Dahlc bera fram ástæðulausar cða ó- sannar staðhæfingar?" „Já,“ svaraði Janne, og röddin var köld og róleg. „Hann sagði ósatt þegar hann sagði mér að konan þín hefði ekki verið góð manneskja, og að þú hefðir fengið skilnað við hana. Það var ekki satt. Þú komst upp um þig áðan, þegar þú sagðir að hún hefði verið erfið. Ef þú hefðir haft nokkra ástæðu til skilnaðar hefði henni ekki þýtt að malda í móinn. En það var lnin, sem krafðist skilnaðar við þig! Henni var það nauðugt, en það kom að því að hún mátti til. Hún gat ckki verið með þér. Þetta er það sanna i málinu. Ég skildi það á orðum þínum áðan. Þú talaðir af þér — annars hefði ég kannskc trúað þér. Og nú getur þú farið!" „Janne, hvað ertu að segja? Við elskum hvort annað, og það er það eina, sem máli skiptir. Ég hefi pen- inga, við getum farið eitthvað út i lieim, þangað til ég fæ aðra stöðu ...“ Hann dró hana að sér en hún streitt- ist á móti. En þá var eins og öll hljóðin, sem Janne hafði þótst heyra i húsinu um kvöldið, margfölduðust. Hurð var skellt, fótatak lieyrðist. Hönd greip í jakkakraga Davíðs og hristi liann þangað til hann sleppti henni. „Heyrirðu ekki að hún sagði þér að fara? Farðu! Þarna eru dyrnar!“ Það var Norman. Og Janne starði á hann, svo að hún tók ekkert eftir að Davið tók hljóðlega hattinn og kápuna og Taumaðist út. Hún hafði aldrei séð Norman svona áður. Æð- arnar í enni hans voru þrútnar, aug- un svört af hatri og andlitið eins og þanin gríma, sem virtist geta sprungið á hverri stundu. Svona voru menn, sem voru hamslausir af afbrýði. Hann læsti dyrunum eftir Davið og sneri sér að 'henni. Hún stóð graf- kyrr, og þegar hann kom og dró hana að sér sýndi hún cnga mótstöðu. Hann tók svo fast í hana að liana verkjaði. Og munnur hans snerti liennar ... og hálsinn ... og augun ... Og þessir kossar brenndu burt cnd- urminninguna um leossa Davíðs. Brenndu hurt fortíðina, svo að jafn- vel ekki var askan eftir. Fortíðin hafði verið draumur, ástríðudraumur, sem vaknað 'hafði hjá ungri stúlku fyrir áhrif manns sem kunni að heilla, og sem var vanur að koma sinu fram hjá kvenfólkinu. „Norman,“ hvislaði hún loksins, „hefirðu verið hérna allan tímann?“ „Já, heldurðu að mér dytti í luig að láta þig vera hérna eina með hon- um?“ „Sagðir iþú honum að ég væri hérna?“ „Já, vitanlega! Ég vildi láta þig binda endi á gömlu söguna áður en þú giftist mér.“ Hann andaði hratt. Sterkar og verndandi armar hans héldu utan um hana. Hvers vegna hafði hann aldrei haldið svona utan um hana áður? Hvers vegna hafði hann alltaf verið svona varfærinn og gætinn, og aðeins liugsað um'hana? Það voru tvær hliðar á Norman — hún hafði ekki séð þessa fyrr, þess vegna hafði hún verið blind^ uð af endimjulfhvín§imiý, (um Davíiý' Norman ... það var þess vegna að luin hafði alltaf hikað og hikað ... „Kysstu mig aftur, Norman!“ livisl- aði hún. *

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.