Fálkinn


Fálkinn - 02.03.1956, Blaðsíða 13

Fálkinn - 02.03.1956, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 Hann hafði getað lokkað fram bros hennar, svo að það ljómaði um allt andlitið, hann hafði lokkað fram lágan en glaðlegan hlátur, sem þó var feimnislegur ennþá. Michelle hafði verið í sjöunda himni. Þegar hún vaknaði á morgnana og sá hann liggja við hliðina á sér í rúminu, hafði hún legið lengi hreyfingarlaus og starað á hann, áður en hún læddist fram í eldhúsið til þess að matreiða fyrstu málítð dagsins handa honum. Hún hafði ímyndað sér að svona ætti það að verða áfram, með þeim eina mismun, að þau yrðu á heimili hans fyrir utan borgina, og þar mundi hún hafa allt til reiðu handa honum þegar hann kæmi akandi heim á kvöldin. Og svo gætu þau verið ein saman allt kvöldið. Nú sat hún þarna á heimilinu hans, og það var svo stórt. Það var stærra en nokkur bær ■ í sveit, sem hún hafði séð, og þegjandi þjónar gengu um beina hjá henni, alveg eins og í veitingasölunum, og gamla konan gráklædda hafði ekki augun af henni. Hún hafði fengið að sjá herbergið sitt — hún hafði herbergi fyrir sig, og áfti ekki að liggja hjá Lucien í stóru hjónarúmi, eins og hún vissi að annað fólk gerði og eins og þau höfðu gert hingað til. Henni hafði fundist herbergið vera líkt þessum svefnherbergjum, sem hún hafði séð í kvikmyndum. Ung stúlka með litla skrítna hettu á höfðinu hafði hneigt sig og spurt hvað frúnni þóknaðist, og hafði þegar verið búin að taka fötin hennar upp úr töskunum er hún kom upp. Allt var svo gerólíkt því, sem hún hafði hugsað sér, að hún skildi ekki al- mennilega ennþá, að þetta gæti verið satt. Af þessu stafaði að hún var alltaf að líta á Lucien, alveg ósjálfrátt, áður en hún snerti á öllum þessum mat, sem var kringum hana. Hann hafði sagt henni að hún skyldi gera það meðan hún væri að venjast því — þá losn- aði hún við að spyrja. Þegar þau höfðu matast gengu þau um húsið og hann sýndi henni hvert einasta her- bergi. Lucien hafði frá einhverju að segja, í sambandi við flest af því sem þau sáu, og hún reyndi að leggja það sem best á minnið. En það var svo margt, og Michelle hafði upplifað þvílík kynstur af nýjungum, að eiginlega rúmaðist ekki meira í hugskotinu. Hún hlakk- aði til þess að kvöldið kæmi — þá mundu þau fá að verða ein og í næði. Svo gengu þau um stund í garðinum, og það var fyrst þá, sem Lucien tók eftir að Mic- helle var þreytt. Hann varð gramur sjálfum sér fyrir að hafa ekki athugað þetta fyrr, lét hana fara upp í herbergið sitt og sagði henni að hvíla sig fyrir miðdegisverðinn. Hún hlýddi því. Unga stúlkan með skrítnu hettuna á höfðinu, kom strax og ætlaði að fara að hjálpa henni úr kjólnum. Michelle sagði fyrst nei, en Hvar er jarðeigandinn? þegar hún tók eftir svipnum á stúlkunni og sá að hún varð forviða, lét hún hana gera eins og hún vildi, og eftir á varð hún fegin að geta teygt úr sér í rúminu og lokað augunum og losnað við að hlusta og hugsa. Á meðan þessu fór fram var Lucien að tala við frú Grotier. Hann hafði ekki komist hjá að taka eftir, að frúin hafði horft með furðu- svip á Michelle, enda var það ekki meira en hann hafði búist við. Nú var réttast að taka í hornin á bola. I , i „Frú,“ sagði hann, „konan mín hefir verið í sveit alla sína ævi og er ekki vön borgar- lífinu, svo að ég vona að þér verðið henni hjálpleg og leiðbeinið henni.“ „Vitanlega, herra Lucien,“ svaraði hún. „Má ég biðja um greinilegri fyrirmæli?" Röddin var ísköld og svo drumbsleg, að Lucien starði á hana. En þó að hann hefði aldrei vantað orð, þegar hann þurfti að setja ofan í við fólk, sem hagaði sér ekki eins og sæmandi var, þá varð honum samt orðfátt núna, er hann þurfti að vanda um við konuna, sem hafði annast uppeldi hans sjálfs. „Vitanlega frú,“ sagði hann rólega og nú var rödd hans köld. „Ég hafði einmitt hugsað mér að láta yður fá þau.“ „Það er gott, herra Lucien.“ „Konan mín hefir alist upp við mjög ein- föld ytri skilyrði." „Ég vona að hún sé af góðu fólki,“ sagði frú Grotier án þess að hugsa sig um. Nú sá hún í fyrsta skipti á ævinni hve heift- arleg augu Luciens gátu orðið. Hann svaraði spurningu hennar ekki einu orði. „Auk þess átti hún leiðinlega ævi, svo að ég taldi réttast að taka hana að heiman. Þess vegna er hún að sjálfsögðu ekki fær um um að verða húsmóðir hér á heimilinu ennþá. — Hún verður að slípast — jafnvel dýrustu gim- steinar verða að slípast ef þeir eiga að glitra, sögðuð þér við mig einu sinni.“ Frúin kreisti saman varirnar. Hana lang- aði til að svara að það væri ekki hægt að slípa óvandaðan glerhnullung þannig að hann gæti líkst gimsteini, og að sumt fólk gerði sig ánægt með þess konar gervisteina nú á dögum, en hún mundi heiftarglampann, sem hún hafði séð í augum Luciens og þagði. „Eftir nokkra daga,“ hélt Lucien áfram, „verð ég að fara að vinna aftur og verð mjög lítið heima fyrst um sinn. Ég legg yður á minnið, frú Grotier, að sjá um að konunni minni líði vel, og að hún verði ekki of mikið ein. Þér eruð svo reynd, að þér getið kennt henni margt á stuttum tíma, og getið haft lag á að gera það þannig að þér særið hana ekki.“ „Ég skal gera mitt besta, herra Lucien." Hún kreisti varirnar enn fastar saman, er hún fór út úr stofunni. Bak við orð hans hafði hún lesið það sem hana grunaði — að þegar Michelle yrði „full-slípuð“, væri ferill hennar sjálfrar á enda. Hún efaðist ekki um, að Lucien mundi farast vel við sig, en það var henni ekki nóg. Hún hafði ráðið öllu á þessu heimili í tuttugu og fimm ár, og hún elskaði völdin og vildi ekki slepþa þeim í hendur sveitastelpu, sem ekki kunni neina mannasiði. En hún varð að játa, að þegar Michelle kom niður til miðdegisverðar í einföldum prjónakjól, að stúlkan var falleg. Þess vegna var henni enn verr við hana. Og það allra versta var að hún var falleg á þann hátt, að fegurð hennar minnti ekki á upprunann. Það var ekkert sveitastelpulegt í þessari fegurð. Að vísu báru hendurnar því vitni, að hún hafði unnið erfiðisvinnu, en þær menjar mundu hverfa von bráðar og þá mundu löngu, grönnu hendurnar njóta sín og fingurnir sóma sér með fallega hringi. Þegar frú Grotier horfði á hana og hugsaði Framhald í næsta blaði. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 1%—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv,- stjóri: Svavar Hjaltested. HERBERTSprent. Erfið skúffa.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.