Fálkinn


Fálkinn - 02.03.1956, Blaðsíða 12

Fálkinn - 02.03.1956, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN MICHELLE FRAMH ALDSSAG A keypt hverja spjör á hana í Chez Marianne, þar sem engin rík og mikilsmetin manneskja verslaði? Það var eitthvað mygglað við þetta. Frú Grotier sá að allt var í lagi. Eftir fimm eða tíu minútur mundu þau koma. Herra Lucien hafði sagt að hann ætlaði að aka sjálfur frá París. Hún gekk út á breið þrepin og stóð þar og beið í sólskininu. Hún vissi hvers var kraf- ist af henni, þó að hann hefði gleymt hvað hann átti henni að þakka. Ekki eitt hár var á skökkum stað á höfðinu á henni, og grái kjóllinn var fullkominn. Nú heyrði hún í bílnum. Nú var hann á leiðinni gegnum garðinn. Nú sá hún sólina speglast í gljáandi lakkmálningunni ... nú sveigði hann upp að þrepunum og nam staðar. Lucien hoppaði út, opnaði hinar dyrnar og hjálpaði einhverjum út. Hún vissi ekki hverju hún hafði átt von á — éinhverju subbulegu og máluðu og frekjulegu. Hún hafði að minnsta kosti búist við einhverju gerólíku, svo að hún féll í stafi þegar hún sá Michelle. Grönn stúika í gráum, algengum ferðafötum og með lítinn nýtísku- hatt á svörtu hárinu. Hreyfingar hennar voru eðlilegar og mjúkar, og hún deplaði ekki djúp- um augunum, er þær litu hvor á aðra. En hún virtist feimin. Frú Grotier sýndist hún vera líkust hræddri stelpu, sem langaði til að taka til fótanna og flýja. Það var enginn virðúleiki yfir þessari persónu. Það sá frú Grotier undir eins. Það var eina huggun hennar fyrst um sinn. Michelle rétti fram höndina en sagði ekki neitt. Ekki eitt orð um að hún vonaði að ráðs- konunni mundi líða vel framvegis, ekki eitt þakkarorð fyrir allt amstrið. I staðinn renndi hún augunum um framhliðina á húsinu, um forsalinn, þar sem sólin féll inn í gegnum glugga úr marglitu gleri, og lék sér við rúss- neskar helgimyndir, sem gamli Colbert hafði safnað. Það var ekki fyrr en við miðdegisverðinn sem frú Grotier fann sjálfa sig aftur. Hún hafði látið búa til reglulegan veislumat til heiðurs herra Lucien — það var sjálfsögð skylda hennar — og notað besta postulínið og þyngsta borðsilfrið og elstu glösin óbætan- legu. Og þarna sat nýja frúin eins og álfur úr hól. Frú Grotier tók vitanlega eftir að frúin gerði ekkert nema líta á manninn sinn fyrst, þótt ekki væri nema að snerta hníf, gaffal eða skeið, og að hún var klaufsk þegar henni var boðið eitthvað, og líkast því sem hún vissi ekki hvað hún ætti að gera við hendurnar á sér. Lucien var dálítið órótt líka. Hann hafði haft beyg af frú Grotier síðan hann var barn. Hún hafði orðtak, sem hann hafði fengið við- bjóð á: „Maður má aldrei haga sér ruddalega, monsieur Lucien". Og honum var ljóst, að allt var ruddalegt, sem eitthvað gaman var að. En hann gat ekki án hennar verið núna. Þegar sá tími kæmi, að Michelle gæti stjórnað heimilinu, ætlaði hann að sjá um að frú Grotier drægi sig í hlé með hæfilegum eftir- launum, en fyrst um sinn varð hann að hafa hana. Michelle var sú eina, sem ekki fannst neitt að. Hún var svo undrandi og aðdáandi að hún gleymdi alveg sjálfri sér. Þessir fjórir dagar, sem liðnir voru síðan hún kom til Par- ísar, voru svo óvirkilegir, hverja mínútu hafði hún dáðst að einhverju. Hún gat varla torgað meiru. Klukkutíma eftir klukkutíma hafði hún verið að máta kjóla í Chez Marianne, og aldrei hafði hún hugsað sér að hún mundi eignast á allri ævinni eins mikið af fötum og hún átti núna. Og þegar allt þetta var keypt hafði Lucien sagt: „Jæja, þetta verður nú að duga, þangað til þú hefir myndað þér skoðun á fötum og getur valið sjálf.“ Það lá við að hún yrði hrædd við hann þegar hann sagði þetta. Hvernig gat fólk tal- að svona andvaralaust um hluti, sem höfðu kostað svo mikla peninga? Hún hafði lært að bera virðingu fyrir peningunum, aldrei að eyða einni centímu að óþörfu. Þegar hún fór í búð fyrir Jean frænda sinn, en Lucien skeytti ekkert um hvort kjóll kostaði þúsund frönkunum meira eða minna. Hún hafði stundum lent í sennu við eiganda Chez Mari- anne, þegar henni fannst kjóll of dýr, en þá hafði Lucien skorist í leikinn og valið það dýrasta. Og*svo var það París. Þau höfðu ekið um alla borgina í bíl. Hún hafði séð alla fræg- ustu staðina, að minnsta kosti gegnum bíl- rúðuna, og það litla sem hún mundi af Frakk- landssögu úr skólanum, var nú orðið að holdi og blóði í meðvitund hennar. Hún hafði séð skrautlegu húsin, og Lucien hafði sagt henni, að ef hún vildi, gætu þau keypt sér hús í Paris síðar, eða leigt sér íbúð þar. „Núna, eftir að ég er giftur, verð ég að bjóða fólki oftar heim en áður, og það er ekki hægt að ætlast til að það komi til Versailles." Hann hafði farið með hana á ýmsa veit- ingastaði, og þeir höfðu verið svo skrautlegir, að hún hafði ekki ætlað að þora að fara inn. Þjónarnir höfðu gert hana illilega hrædda fyrsta daginn. Og hún hafði tekið andköf þegar hún sá reikningana og starað lafhrædd á Lucien, en hann lét sér hvergi bregða. Hún tók eftir að hver nýr staður sem þau komu á, var enn glæsilegri en þeir fyrri, en hún hafði ekki skilið ennþá, að það stafaði af því að klæðaburður hennar varð betur viðeigandi með hverjum deginum. Hann hafði farið með hana í aðra útborg Parísar en Versailles og sýnt henni risavaxn- ar byggingar og sagt: „Þetta eru smiðjurnar mínar. Sérðu, þarna uppi stendur letrað: Colbertsmiðjurnar. Afi minn stofnaði fyrstu stóru reiðhjólasmiðjuna í Frakklandi, faðir minn breytti henni í bilasmiðju, og eftir fyrri heimsstyrjöldina urðu flugvélasmiðjur úr þessu.“ „Og þær heita eftir þér?“ spurði hún undr- andi. „Þær bera nafn mitt af því að ég á þær,“ svaraði hann og það var metnaður í röddinni. Loks hafði hún skilið það. Hann átti þetta allt, alveg eins og Jean frændi átti jörðina sem hann bjó á. En henni fannst þetta nærri því óskiljanlegt. Síðasti veitingastaðurinn sem þau höfðu komið í — í gærkvöldi hafði verið svo stór og glæsilegur, að hún hefði aldrei getað ímyndað sér neitt þvílikt. Henni fannst allt fólkið, horfa með aðdáun á Lucien, og allir höfðu horft á hann og margir heilsað honum. Hún hafði alls ekki gert sér Ijóst, að flestir horfðu meira á hana en Lucien, og hana hafði ekki grunað, að það var vegna þess að flestir héldu að hann væri með vinstúlku, að eng- inn kom að borðinu þeirra. Eina manneskjan sem hún hafði hitt og verið með, auk Lucien, var Michael Sylvestre. Henni féll vel við hann. Hann var svo vin- gjarnlegur og nærgætinn. Hann hafði sagt: „Ef þér hafið áhyggjur af einhverju, Mic- helle, skuluð þér koma og tala við mig. Það getur verið, að það sé ekki alltaf þægilegt að spyrja Lucien.“ „Ég get spurt Lucien um allt,“ hafði hún svarað án þess að vita, að sá dagur mundi koma, að hún yrði þakklát fyrir að fá að spyrja Michael Sylvestre. En allt þetta ytra prjál hafði þó ekki verið annað en umgerð um hennar eiginlega líf, samlíf hennar og Luciens. Þegar kvöldið kom og áður en tími var kominn til að fara út í borgina, var það aðeins hún og hann. Þegar dyrnar höfðu lokast eftir þeim og hann faðm- aði hana að sér, eins og hann þyrsti í fyrsta kossinn eftir nokkra klukkutíma, þá gleymdi hún öllu þessu ytra borði, alveg eins og hún færi úr fötunum sínum. Þá var hún aðeins kona, sem elskaði manninn sinn af öllu hjarta. Á daginn talaði hún venjulega fátt, nema þegar henni ofbauð verðið á einhverju sem hún var að kaupa, eða hún hafði drukkið nokkur glös af víni með miðdegisverðinum, og liðkast um málbeinið á henni. En á kvöldin hjalaði hún og hvíslaði, hló og brosti. Lucien horfði á hana þar sem hún sat við borðið og var að hugleiða hvort nokkur mað- ur gæti verið eins hamingjusamur og hann. Hann hafði áður orðið var þeirrar tilfinning- ar, sem kölluð er ást, en það hafði ekki verið nema leikur hjá þessu. Þetta var alvara. Þetta var tilgangur lífsins með því að skapa mann og konu. Hann komst að þeirri niðurstöðu að forði af ástríki hefði safnast fyrir í henni árum saman, og nú átti hann allan þennan fjársjóð. Og hún var hlý og heit, bljúg og þó fjörmikii, það var leikur í henni og það gat verið gáski í henni, þrátt fyrir hlýðni og und- irgefni. Hann hafði tekið eftir hvernig hún var byrjuð að þora að trúa á sína eigin hamingju.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.