Fálkinn


Fálkinn - 09.03.1956, Side 5

Fálkinn - 09.03.1956, Side 5
FÁLKINN 5 unni skaut hann hana í hnakkann meðan hún var að skoða einhver efni, sem átti að nota í gervineglurnar. Svo stakk hann í hálsinn á henni með vasahníf og drakk úr henni blóð. Færði hana svo úr kápunni og tók af henni skartgripina og lagði likið í 100 lítra ker. Svo fór hann og fékk sér kaffi á veitingalnisi í Crawley. Þegar hann kom aftur dældi hann brennisteinssýsru úr flöskunum i ker- ið. Hann borðaði miðdegisverð á gisti- húsi og ók svo heim til South Kensington. Daginn eftir fór hann aftur til Crawley og á leiðinni kom hann við hjá úrsmið í Putney og seldi úr frú Durand-Deacon fyrir tíu pund. Hann athugaði hvernig leið í sýru- kerinu og fór svo með skartgripina til veðlánarans. Og persiankápuná fór hann nieð í ihreinsun. Mánudag 21. febrúar, fór hann aftur til Crawley, en iikið var ekki alveg uppleyst enn. Hann liellti botnfallinu út og dældi nýrri sýru í kerið. Svo fór hann til veðlánarans og fékk 60 pund. Þau 40 sem eftir voru fékk hann daginn eftir. Þann 22. var líkið alveg horfið. Ifann hellti dreggjunum út. Rauða plast-taskan var það eina, sem sýran hafði ekki unnið á. Hann lét hana fara með dreggjunum. Skammbyssan í hattaöskjunni var sú, sem hann hafði skotið frúna með. Og svo liafði hann tekið sjálfblekung og 10 shillinga úr töskunni áður en hann fleygði henni í sýrukerið. Kross- inarkið og nokkra lykla hafði iiann falið undir limgirðingu. Loks með- gekk hann að hann hefði myrt þrennt úr McSwanfjölskyldunni og dr. Hend- erson og frú hans. Fram að þessu hafði lögreglan i Vestur-Sussex haft rannsóknina í Crawley á ihendi. Ilún bað Scotland Yard um aðstoð, og 1. mars var yfir- fulltrúi sendur þangað til að rann- saka verksmiðjuna og geymsluhúsið. Þar fannst blýantayddari, tvær rauðar sellófanpjötlur, regnkápa, gasgríma, gúmmísvunta, gúmmíhanskar, blóð- blandað kalk á vegg og lögg af sýru á tveimur flöskunum. Úr portinu hafði fulltrúinn með sér kirnu, staf og leðju- blandaða mold. Sama daginn var herbergi Haighs í Onslow Court Hotel rannsakað og fannst þar blá skyrta með blóðblett- um á ermunum. Þegar Haigh var sýnd 'hún kannaðist hann við að eiga ’hana, og að blóðið mundi vera úr frú Dur- an Deacon. Nú var farið með Haigh á lögreglustöðina og hann úrskurð- aður í varðhald. Þeir sem rannsökuðu leðjuna frá Crawley fundu handfang af rauðri ptast-tösku, nolckrar gervitennur, þrjá gallsteina, leifar af hnútum og gula leðju, sem virtist vera feiti. Miði sem fannst í herbergi Haighs sýndi, að hann hafði búið allt vel undir. Þar liafði hann skrifað sér lil minnis allt setn hann þurfti á að halda: „sýruker, glerjungur, H2 SO'4, dæla, hanskar, svunta ... o. s. frv.“ og nöfn verslananna, sent þetta fékkst í. — Félagi Haighs í fyrirtækinu sagði, að hann hefði beðið sig að taka pípu af einni dælunni. Þetta varð að gera til þess að koma gúmmíslöngu milli pumpunnar og sýruflöskunnar. Hann sagði líka að Haigh hefði borgað sér 16 pund 22. febrúar sem afborgun á 50 punda láni. Það var daginn sem Haigh fékk peningana lijá veðlánar- anum. Vitni höfðu séð liann aka unt göt- urnar í Crawley kvöldið 18. febrúar og skrifstofumaður hótelsins, sem Haigh borðaði i um kvöldið, mundi að kona sem líktist myndinni af Dur- and-Deacon hafði komið sem snöggv- ast inn i gistihúsið santa dag og ekið burt með Haigh i bílnum hans. Haigh kom aftur kl. 21 og fékk léð hand- klæði og sápu. BLÖÐIN SLETTA SÉR FRAM í. Málið var upplagt, sá seki hafði gert játningu, sem reyndist vera rétt i öll- um atriðum. En þá komu blöðin lil sögunnar og trufluðu. Nokkrum dögum áður en Haigh var handtekinn héldu blöðin því fram að Haigh hefði fleiri morð en eitt á sam- viskunni, og sams konar fullyrðingar voru birtar daginn eftir að hann var handtekinn, og rétturinn vissi ekki annað en nafn, aldur og stöðu Haighs og nafn frú Durand-Deacon. Blöðun- um var bent á að réttinum væri sýnd óvirðing með þvi að birta þessar fregnir, en eigi að síður héldu þær áfram. Hinn 4. mars birti eitt blaðið fregn um að Scotland Yard hefði með höndum mál morðingja, sem drykki blóð fórnariamba sinna. Fjöldi mótmæla gegn þessum skrif- um kom til Scotland Yard. Önnur blöð heimtuðu að sögurnar yrðu stað- festar eða lýstar ósannar. Ég afréð að láta Fearnley blaðafulltrúa minn skrifa öllum ritstjórum trúnaðarbréf og benda á að eina játningin, sem fyr- ir lægi, hefði verið gerð í lögreglu- rétti, og að málið væri sub judice (þ. ‘ ARD MEDICINES ... . !'.>■>. > t.t'i IN TKP Sýnishornasafn Scotland Yard af algengustu deyfilyfjum, sem notuð eru í sambandi við glæpi. jg."' var Bnffnlo EGAR talið berst að skyttum, sérstaklega visundaskyttum, fer ekki hjá því að Buffalo Bill sé nefndur. Hann er talinn mesti vísundabaninn sem nokkurn tírna hafi verið uppi, og voru þeir þó margir sem gengu vel fram, að minnstu munaði að jretta fræga sléttudýr yrði aldauða i Banda- rikjunum og Kanada. Bill Cody -— en það var hið rétta nafn Buffalo BiIIs — fór ekki dult með afrek sín sjálfur. Hann ferðaðist um með fjölleika- hús hin síðari ár sín, og þá var um að gera að spara ekki auglýs- ingaskrumið. Og eftir hans daga gerðust margir til þess að ljúga upp frægðarsögum um hann, sem krakkarnir hafa lært. En sjálfur kallaði hann sig „heimsmeistara í skotfimi". Til þess að verða heimsmeist- ari i einhverri í einhverri iþrótt j^arf maður að vinna titilinn í al- þjóðlegri samkepþni. En þvi fór fjarri að Buffalo Bill keppti þannig. Eina skotkeppnin sem hann tók þátt í, var við Comsock liðsforingja í Fort Wallace. Þeir lögðu 400 dollara undir og byrj- uðu keppnina kl. 8 að morgni. Þetta var rækilega auglýst fyrir- fram og nokkur hundruð manns komu til að horfa á. Keppendurn- ir skutu báðir af hestbaki og þeg- ar keppninni lauk seinnipart dagsins liafði Buffalo Bill skotið 96 og Comstock 46 visunda. Dóm- ararnir úrskurðuðu Bill sigurveg- ara og „preríu- og heimsmeistara í vísundadrápi". Þetta var met i vísundadráPi af hestbaki, met sem aldrei hefir verið yfirstigið enda hefir cnginn reynt það. Engum datt í hug að leggja það á sig því að það var algerlega tilgangslaust. Vísunda- banarnir voru jafnan gangandi, þvi að dýrin voru ekki hrædd við gangandi menn, en lögðu jafnan á flótta ef þau sáu til riðandi manns. Veiðimennirnir læddust að dýrunum þangað til þeir komu BtU SKRUMARI ? i færi, og byrjuðu þá að skjóta, en dýrin lögðu ekki á flótta þó eitt þeirra félli, heldur héldu áfram að bíta. Þau urðu ekki óróleg fyrr en þau fundu falóðlyktina — þá flýðu þau og veiðimaðúrinn varð að leita uppi annan hóp. En með þeirri aðferð sem Bill og Comstock notuðu lágu dýrin á við og dreif með miklu milli- bili, þvi að hjarðirnár voru á einlægum hlaupúm. Var því mik- ið vérk að safna saman skrokk- unum. En þessi samkeppni Bills og Comstocks hefir orðið til þess, að erlendis halda flestir að veiði- mennirnir séu ríðandi á vísunda- veiðunum. Wyatt Earp, lögreglumaður. sem varð frægur fyrir að lækka drambið í uppvöðsluseggjum bæj- anna í „the wild west“, stundaði vísundaveiðar um það leyti, sem Bill og Comstock kepptu. — Vafasamur meistaratitill, unninn um ennþá vafasamari meistaratign, sagði Earp ein- hvern tíma er hann var spuröur um þessa keppni. Hann bætti því við að um fimm hundruð vís- undabanar væru á sléttunum, sem væru betri veiðimenn en Bill og Comstock gætu nokkurn tima gert sér von um að verða. Tom Nixon, nafnkunn vísunda- skytta frá Dodge City, skaut einu sinn 120 vísqnda án þess að hreyfa sig úr staðnum, sem hann stóð á, og j)að er talið met út af fyrir sig. Bestu ársveiðina fékk Billy Tilghman, sem skaut 3300 dýr á átta mánuðum. Til saman- burðar má geta þess að Buffalo Bill skaut 4400 vísunda — á átján mánuðum. Þegar Buffalo Bill stofnaði fjöl- leikafaús sitt sýndi liann skol- fimi og gerði áhorfendurna undrandi. En ýmsir héldu því fram að hann væri meiri skrum- ari en skytta, og að hann beitti ýmsum tálbrögðum og sjónhverf- ingum. En aldrei varð það sannað. e. til meðferðar) og að öll skrif um málið gætu torveldað rannsóknina. Og jjau gátu faaft álirif á afstöðu dómstól- anna til málsins. Loks hættu þessi blaðaskrif. En einn ritstjórinn fékk þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa sýnt réttinum óvirðingu. HAIGH DÆMDUR TIL DAUÐA. VAR HANN GEÐVEIKUR? Mál Haigs kom fyrir rétt í Sussex og eftir tveggja daga meðferð vai faann dæmdur til dauða. Verjandinn viðurkenndi að Haigh hefði myrt frú Durand-Deacon, en hélt því fram að hann hefði gert það í brjálæði. En rétturinn gat ekki fallist á það. Haigh játaði einnig að hann licfði myrt Donald McSwan 1944 og for- eldra hans, Donald og Amy, árið eftir. Ennfremur að faafa myrt dr. Archibald Henderson og frú hans, Rosalie Mary árið 1948 og leyst líkin upp í brenni- steinssýru. Lögreglurannsóknin stað- fasti allt þetta, og að morðin faefðu verið framin í ábata skyni. Með föls- uðum umboðum og kvittunum sölsaði faann undir sig eignir fainna myrtu, verðbréf og faankainnistæður. Skart- gripi og þess háttar hafði hann selt. Hann valdi ávallt úr það fólk, sem átti fáa vini og ættingja. Með föls- uðum bréfum gaf hann skýringu á hvers vegna fólkið kæmi ekki til baka, og að hann hefði umboð til að sjá um eignir þess. Ef sjálfstraust Haighs hefði ekki valdði því hve óvarlega liann fór að við framkvæmd síðasta morðsins, nnmdi morðið á fainum fimm aldrei hafa komist upp. Haigh gortaði af að faann hefði drepið þrjár manneskjur að auk, en það reyndist ekki rétt. Mjög skiptar skoðanir eru á þvi hvort hann væri geðveikur. Það jaótti sýna vitskerðingu að hann skyldi ekki gera neitt til að afmá sönnunargögnin fyrir sekt sinni. Framhald á bls. 14.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.