Fálkinn


Fálkinn - 09.03.1956, Page 8

Fálkinn - 09.03.1956, Page 8
8 FÁLKINN „HOLLUR er só sem hlífir,“ var orö- tak Maríu í Fífuhvammi. Maria taldi sig gæfukonu því að hún hafði hlotiö manninn sem hún unni. Það var ekk- ert handahófsverk, þegar luin játað- ist Magnúsi, bað mál hafði lnin hugsað vel og rækilega og sannprófað liæði sjálfa sig og hann. Því lengur sem leið, því- sannfærðari var lnin um, að val hennar hafði verið hlessað og gott. Allt hafði leikið í lyndi fyrir þeim fram á þetta seinasta ár, en þá tók þreyta og vanlíðan að ásækja Mariu. Læknirinn þeirra athugaði hana og kvað upn þann dóm, að hún yrði að losna við erfiðið. Magnús, þessi ágæti eiginmaður, fékk það beint framan í sig frá þeirra glöggskyggna lækni, að konan hans væri engin óslitandi vél. María hafði tekið þykkjuna upp fyr- ir bónda sinn. „Við höfum hjálpast að þessu öllu,“ sagði hún. „Það er engan um að saka þó að ég sé svona slöpp.“ En læknirinn hreytti engu af þvi. sem hann hafði sagt, frá hans hendi var þetta útrætt mál. Þrisvar höfðu þau svo auglýst eftir húshjálp og nokkrar stúlkur höfðu komið að athuga vistina, en þegar þær heyrðu um fimm börn og heilsu- litla húsmóður, ventu þær sínu kvæði i kross og fóru sína leið. Það urðu Magnúsi hin mestu von- brigði, að svo erfitt reyndist að fá hjálp. Til ýmissra ráða hafði hann þó ætlað að grípa, til að létta af Maríu, en hún vildi ekki þýðast slíkt, netna að takmörkuðu leyti, og hafði fengið hann til að láta allt vera óbreytt á heimilinu þeirra, að minnsta kosti fram yfir jólin. Sjálf sagðist María a tla að reyna að breyta háttum sínuin eitthvað, heilsu sinnar vegna, reyna að fara fyrr i rúmið á kvöldin og kaupa að einhverju leyti út þvotta. Þannig leið haustið og veturinn fram undir jól. Maria í Fifuhvammi var að mestu búin að undirbúa bless- aða hátíðina. Þrjú elstu börnin voru henni hjálpleg, eftir þvi sem liægt var að ætlast til. Þau urðu að sinna skólanum og eiga sitt fri og áhyggju- leysi frá amstri dagsins. En litlu börnin, Anna María og Tonnni, þurftu manninn með sér. Anna María var sér- staklega erfitt barn, amasöm og ergi- leg. Fyrst eftir að luin kom af barna- heimilinu kallaði hún oft „Día, I)ía,“ og baksaði um allt húsið leitandi í hverju skoti. Alltaf endaði þessi leit liennar með langvarandi gráti. Anna María var ekki svona meðan hún var yngri og María kenndi sér um þessa breytingu á barninu. Hún þekkti hana ekki fyrir sama barn eftir að lnin kom af barnaheimilinu, en þangað var Anna María drifin, þegar Tonnui fæddist, og þar hafði hún verið í nokkra mánuði. Magnús hafði ráð- stafað þessu með telpuna, án þess að María vissi, til þess að vera viss um, að hún tæki ekki fram fyrir hendur hans og afsegði að barnið fíéri. Það var i eina skiptið, sem þeim hjónum hafði orðið verulega sundurorða, þeg- ar hún frétti úm þessa ráðsmennsku hans. — Og livað skeður? — Þegai- Anna María kom heim aftur var skap hennar gerbreytt. Hún var ekki þekkj- anleg fyrir sama barn. Nú var hún erfiðasta viðfangsefnið á heimilinu. Ef Önnu Maríu var bannað grét lnin ævinlega og enginn mátti skipta sér af lienni, nema þá helst mamma hennar. Allt þetta háttalag barnsins hafði sin lamandi áhrif á Maríu, sem engu auka-erfiði gat á sig bætt, og í hug- anum ásakaði hún stöðugt sig og Magnús, fyrir að barnið, svona ungt og viðkvæmt, skyldi hafa verið látið i burtu. Þetta olli henni svo mikils sársauka að það hvarf varla úr með- vitundinni nótt né nýtan dag. „En nú er komið sem komið er,“ sagði Magnús, „og strax eftir jólin læt ég Önnu Maríu aftur á barnaheim- ili. Hún grætur víst ekki meira þar en heima, hvernig sem að er farið, — og hún er alltof erfið fyrir þig, kona.“ Quðlaug 'Bemdiklsdótlir: Þetta fannst Maríu hrein fjarstæða. Nóg var þegar að gert þótt ekki væri gerður leikur að slíku oftar, það gæti kostað, að barnið yrði alveg gert að fávíta, virtist henni. En Magnús hélt fast fram sinu máli. — Anna litla Maria hefði bara verið óheppin i fyrra skiptið, sagði pabbi hennar. — Lent hjá fóstru, sem hafði lélegan skilning og litla hæfileika til að hugsa um börn. Hann var búinn að kynna sér, að nú var búið að breyta um til bóta, hann þyrði vel að trúa nýju forstöðukonunni, sem bæði var ung pg góðleg, fyrir hvaða barni sem væri. Maríu varð svarafátt. Með sjálfri sér var hún sannfærð um það, að gengið hefði verið á rétt hennar siálfrar og barnsins, er Magnús dreif Önnu Maríu burtu í fyrra skiptið. Og það sem verra var, hún hafði ekki ennþá fyrirgefið Magnúsi þá aðferð, sem hann notaði þar. Það hafði valdið henni vonbrigðum, sem ekki voru með öllu hættulaus fyrir sambúð þeirra. Við þetta glimdi hún og það setti skugga jafnvel á sjólfa jólagleð- ina, sem framundan var. Um nætur kom það fyrir, að María hrökk upp af værum blundi og fór að hugsa um þetta. Hún starði út í kol- svart myrkrið og stundum gat hún ekki sofnað aftur. Hún, sem alltaf hafði verið örugg og hamingjusöm, fann nú áhyggjur og leiða ásækja sig. Hún hafði brugðist skyldu sinni gagnvart litlu stúlkunni. Anna María var þó hennar barn engu síður en hin börnin. í sál Mariu var einhver óvenjuleg uppgjöf og á daginn þegar hún var ein, læddust tár ofan á saum- ana liennar. Nú gat lnin sjaldnar en áður sagt af hjartans einlægni: „Holl- ur er sá sem hlífir“. Þessi fáu orð höfðu alltaf fært hana nær almættinu, en nú var allt svo óákveðið, nærri ömurlegt. Hvernig átti hún að sleppa huganum frá barninu, sem var svo smá og fíngerð og ekki síður stillt og róleg en Tommi, meðan luin var á hans aldri. — Nei, luin gat það ekki, gat ekki sætt sig við, að þetta skyldi hafa komið fyrir og ennþá síður við liá tilhugsun, ef það ætti að endurtaka sig. Ef ómögulegt reyndist að fá hjálp inn á heimilið, þá myndi Magnús sennilega ráða þessu nú eins og í fyrra skiptið. Vonlaust var það þó ekki, að henni bærist hjálp í tima, annars var ekki gott að segja hvernig færi fyrir henni. Sennilega myndi Magnúsi ganga betur að fá húshjálp, ef hvorki hún eða Anna María yrði á heimilinu. — María varð hrædd við þessa hugsun og henni fannst einhver geigvænleg hætta vofa yfir sér. Á Þorláksmessu fór Magnús og eldri fcörnin að athuga jólatrésskrautið. Hann fór úr jakkanum og hengdi hann á stólbak í borðstofunni og fór siðan með þrem elstu börnunum fram í forstofu að sækja kassa með skraut- inu, sem geymdur var þar i innbyggð- um skáp á bak við hurðina. Anna María og Tommi sátu á stofu- gólfinu. Þegar telpan sá að þau pabbi hennar og eldri systkini hurfu öll fram, vildi hún gjarnan fylgjast með hvað ætti að ske. Hún brölti á fætur og ætlaði að elta, en athyglin stansaði við jakka föðursins ó stólbakinu. Það greip hana freisting að stinga litlu höndunum í vasana og vita hvað hún fyndi. Fyrr en varði var Anna María búin að tina ýmislegt merkilegt upp úr vösunum. Hún dró fram blýanta og blöð og svörtu vasabókina með gylltu stöfunum ,sem lnin hafði alltaf liaft sérstakan augastað á, er hún sá pabba sínn handleika hana. Næst tos- aði hún upp brúna veskinu, sem hún vissi að pabbi hennar tók ævinlega upp, ef liann þurfti að borga. Hún opnaði veskið og fann þar marga peninga. Anna María var hugsandi á svipinn. Hún þreifaði á kjólnum sínum þó að lnin vissi það fyrifram, að þar var enginn vasi. „Kaupa, kaupa,“ tautaði ihún og tróð peningunum ofan í sokkana sína. Nú var hún örugg að eiga eitthvað að kaupa fyrir. Tommi lienti frá sér gömlu mynda- bókinni, sem Sigga systir hans hafði lánað hónum. Hann fékk hugmynd um, að Anna María hefði náð miklum völdum og skreið að stólnum hennar. Hann bablaði við hana á sínu máli og rétti fram litlar, feitar hcndurnar. „Hérna,“ sagði telpan með rausnai- skap og umhyggju og rétti honum fínu, svörtu bókina með gylltu stöfunum. Tommi litli fór fljótlega yfir bókina og missti nokkra slefuhnappa úr litla múnninum ofan á skrifuð blöðin, siðan fór hann að rífa úr henni eitt og eilt blað og kasta þeim á gólfið. Þegar Magnús og börnin komu aftur inn í stofuna var valdatími Önnu Maríu útrunninn. „Aldrei má augunum renna af þess- um krakka,“ tautaði Magnús gramur. María, sem hafði verið inni í svefn- herberginu hrökk upp úr hugleiðing- um slnum, er hún heyrði grát telp- unnar. [ „Nei, nei, nei,“ hrópaði Anna María stöðugt og tók háskælandi á rás inn til mömmu sinnar og leitaði þar skjóls, áður en pabbi hennar hafði fundið peningana. Anna María orgaði og barðist um. — Þetta er eitt af verri köstunum hjá barninu, hugsaði móðir hennar. Hún reyndi að taka barnið í fangið og róa það en það tók töluverðan tima, umtölur og eftirgangsmuni, að fá hana til að hætta að gráta og ham- asl. Móðir hennar strauk henni um hár- ið, hneppti frá henni kjólnum og lag- aði hana til. — Og að sjá sokkana á barninu, þá fóru þeir ekki illa eða liitt þá heldur. En þegar María snerti sokkana lirein Anna María upp úr enn á ný, hún grét og barðist um næstum af enn meiri ákafa en áður. „Anna María skal kaupa,“ orgaði luin. „Ég vil kaupa,“ sagði hún há- skælandi. Magnús kom þjótandi inn til þeirrn og ætlaði að taka telpuna, en það af- tók aMría. Ekki þýddi að fara þannig að barninu, að liún ærðist alveg. „Það liefir enginn gert henni neitt“, sagði Magnús stuttur í spuna. „Það sýnir sig alltaf betur og betur, að þessi krakki fer alveg með heilsu þina, Maria, og eyðileggur allan frið á heimilinu.“ Magnús hafði varla sleppt orðunum, er liann iðraði eftir að hafa sagt þau. Hann hafði sært Maríu og það náði engri átt að láta börnin lieyra á svona tal og það rétt fyrir blessaða jóla- hátíðina. En töluð orð urðu ekki aftur tekin, því miður, og Magnús var þögull og óánægður með sjálfan sig það scm eftir var kvöldsins. Morguninn .eftir var nóg að gera. Magnús fór ekki til vinnu sinnar, en verslanir voru opnar til tvö og hann ætlaði út fyrir hádegi með eldri börn- unum, að gera smá innkaup. Anna María var þögul og hlustaði á þessa ráðagerð. í gærkvöldi hafðí mamma hennar ekki hætt við hana, fyrr en lnin var búin að skila föður sínum öllunt peningunum, cn mamma hafði gefið henni litla buddu með fá- einum aurum í. Telpuna langaði að fara út í búðir með krökkunum og pabba. Hún gat hlaupið sjálf, enginn þurfti að bera hana eins og Toinma. Maria ihugsaði eitthvað svipað og barnið, en af því að Magnús nefndi ekkert þennan möguleika, kunni hún ekki við að segja neitt. Magnús vakti aftur á móti athygli Maríu á því, að Matta litla, jafnaldra Önnu Mariu, væri komin út í garðinn, livort lnin Þegar Annn MaHa tgndist

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.