Fálkinn


Fálkinn - 30.03.1956, Blaðsíða 9

Fálkinn - 30.03.1956, Blaðsíða 9
FÁLKINN 7 Marks sá enn í huganum myndina af frú Sonju Slavko er hún spurði: „Hafið þið ekki fundið hann ennþá? Hvers vegna komið þið ekki með hann?“ Það hafði ekki verið ihægðarleikur að útskýra fyrir hénni, að jafnvel þó að drengurinn fyndist, væri ekki hægt að koma með hann umsvifalaust. Fyrst varð rét'turinn að kveða upp sinn urskurð. Hendurnar á.lienni höfðu kreppst, eins og hún væri með krampa, og nú fyrst hafði hann séð einkennilega kviknun í dökkum augum hennar. — Hvers vegna? Hvers vegna skyldi ég þurfa að fara tii dómstólanna til þess að fá barn sem ég á sjálf? Þeir ættu að dirfast að halda ihonum fyrir mér! Honum Ivan litia! Þeir hafa stolið. lionum frá mér! ANGIST OG KVÍÐI. Inga Hartl var eirðarlaus og vílandi. Andlitið varð tærðara og fölara með hverjum deginum og augun voru flóttaleg. Franz kvaldist er Iiann sá hverju fram fór, en hann fann að hann gat ekki hjálpað henni. Hann gat ekki kómið því sem hann lnigsaði, fram á varirnar. — Ég missi vitið, Franz, sagði hún og neri ihendurnar. — Ég veit ekki mitt rjúkandi ráð. Hér gengur maður i sífelldum ótta, hrekkur við í ihvert skipti sem dyrabjöllunni er hringt og er síhræddur við, að nú komi hréf sem ... Ég strýk með Toni! Franz. Ég fer á einhvern nýjan stað, þar sem ekki er hægt að finna okkur! Hfin tók höndunum fyrir andlitið. Þegar hann sá að tárin runnu niður kinnar liennar, þrýsti hann henni aðv sér. — Þú verður að reyna að taka þessu róléga, Inga, sagði hann blíð- lega. En hún ýtti honum frá sér. ■— Taka því rólega! Ilvernig ælti ég að geta tekið því rólega? Tekur þú þvi ró- lega, kannske? Hann er okkar barn, Franz! Ég strýk á burt með liann — það verður ekki fyrsta skiptið sem ég strýk. Ég varð að flýja á stríðsárun- um, þegar Rússarnir komu, flýja i miðri atlögunni. Ó, Franz, getum við ekki forðað okkur eitthvað burt? — Þú ert ekki með sjálfri þér, væna mín. — En ég afber þetta ekki lengur! Þú getur líklega ekki skilið hvernig mér líður ... ég get ekki misst Toni! Það má ekki taka'hann frá mér. Ég get ekki án hans verið, alveg eins og ég get ekki án þín verið. Ég þarfnast hans og hann þarfnast mín. Franz reyndi með hægð að gera henni skiljanlegt, að það væri ckki hlaupið að því að yfirgefa allt í skyndi — atvinnuna, heimilið ... Og hvert gátu þau flúið? Á hverju áttu þau að lifa? — Þegar maður lifir i þjóðfélagi verður maður að sætta sig við lög þess þjóðfélags ... enginn kemst hjá því. Og kannske getur ræst úr þessu á besta liátt, Inga. Við höfum ættleitt hann á löglegan hátt, og það er ekki hægt að taka hann of okkur formála- laust. Og við skulum berjast fyrir að missa liann ekki. Dagarnir liðu. í hvert skipti sem Imga sá póstinn kom hjólandi fékk hún kvalir fyrir hjartað af angist. Ef hann fór fram hjá húsinu létti henni og henni fannst auðveldara að draga andann. Húsverkin urðu auð- veldari og vonarneisti kom fram í henni. Kannske ... ? En þessi ihugarhvíld var aldrei löng. Angistin og kvíðinn lét hana ekki lengi í friði. Hún kveið fyrir nótt- inni, þá lá hún andvaka með þurr, táralaus augu og hlustaði á rólegan andardrátt Franz, sem svaf við hliðina á lienni. Þegar hún sá sitt eigið andlit í spegl- inum, fannst henni hún vera orðin gömul og visin. En þegar Toni var r.ærri gerði hún sitt itrasta til ])css að sýnast glöð, því að hún var lirædd um að annars mundi thann taka eftir raunasvipnum, og fara að spyrja hana um eitthvað, sem hún vildi ekki svara. Að öðru leyti gekk lífið sinn vana- gang. Daglega venjan varð að haldast. Hún varð að hirða um Toni, koma honum í skólann á morgnana, líta eftir fötunum lians, bugsa um matinn, og ÁRIÐ 1936 fór ég til Spánar. Ég ferð- aðist um landið þvert og endilangt, því að mig langaði til að kynnast því að 'gagni. Og mér gafst tækifæri til þess, því að þegar ég var nýkominn byrjaði borgarastyrjöldin þar ... En hún er alveg óviðkomandi því, sem ég ætla nú að segja frá. Eitt kvöldið sat ég með nokkrum kunningjum mínum á vinstofu í Bil- bao. Við höfðum verið að tala um borgarastyrjöldina og um kvikmyndir og loks hafði talið borist að mjög spánsku efni: nauta-atinu. Vinir mín- ir öskruðu sig hása af hrifningu yfir nautabönunum og töldu þá goðum- borna. Loks gekk þetta alveg fram af mér. — Fari það í hclvíti! öskraði ég. — Ég skal.taka að mér að kljást við eitt af þessum nautum sjálfur! sagði ég dólgslega en hinir ráku upp skelli- hlátur. — Gott og vel! Hverju eiguiri við að veðja? Okkur kom fljótlega saman um það. — Hundrað dollurum, ef þú þorir. — Ágætt. Ég geng að þvi. Svo var ákveðinn dagurinn, er ég skyldi heyja einvígi við bolann. Þénnan dag var steikjandi hiti. Það var líkast og liringsviðið væri glóandi og svitinn bogaði af mér. Nokkrir áhorfendur höfðu heiðrað mig með nærveru sinni, en það kom á daginn að þeir voru allir vinir eða vina-vinir. stundum hjálpaði hún honum með lexíurnar. Þegar hann liljóp út til að leika sér við félaga sína, setti stundum að henni þá tilhugsun, að nú mundi hann ekki koma aftur. Að henni — hinni kon- unni, sem ógnaði henni eins og nakið sverð — mundi skjóta upp og hún mundi finna Toni og hafa hann á burt með sér með vaidi. Kaldur sviti spratt út á henni þegar hún var að hugsa um þetta. Hún varð að taka á öllu sínu sálarþreki til að stilla sig um að hlaupa út og ná i Toni og fara með hann heim. Framhald í næsta blaði. Vegna hitanna sem gengið höfðu hafði ekki verið eitt einasta nauta-at alla vikuna. Ég hafði oft komið á nauta-öt í Mexico áður. Svo að mér var þetta ekkert nýnæmi. En til frekari full- vissu hafði ég fengið kunnáttumann til að kenna mér að nota korðann og rauðu duluna. Og nú var komið að því að ég átti að ganga undir blakt- andi fánum og með sigurvegarabrosi yfir sviðið ... Ég þóttist viss um sigur og kveið ekkert fyrir því sem koma skyldi. Og allt í einu var ég kominn á leik- sviðið. Þegar ólmur bolinn kom æð- andi inn fór ég að skjálfa i hnjálið- unum. En eftir nokkrar sekúndur hafði ég náð valdi á mér aftur og nú hófst leikurinn ... Ég notaði rauðu duluna eins og mér hafði verið kennt, og bolinn var æf- ur. Hann kom vaðandi að mér og setti undir sig hausinn og — ég hopp- aði út á hlið. Þetta endurtókst nokkr- um sinnum. Ég fór að verða öruggari og djarfari. 1 rauninni þótti mér skrambi gaman að þessum leik, og ég var ekki i neinum vafa um að ég mundi liafa betur. En dag skyldi að kveldi lofa ... Enn einu sinni gckk ég fram og lækk- aði korðann. En þá tók bolinn kast út á hlið og setti undir sig hausinn og æddi beint á mig. Ég sá skrokkinn Framhald á bls. 14. Orson Welles leikarinn og leikstjórinn, rithöfundurinn og ævintýramaðurinn, segir hér frá því er hann freistaði gæfunnar sem nautabani á Spáni. Vitið þér...? að gorillahúsbóndinn sefur ekki hjá fjölskyldunni? Hann byggir flet lianda kerlingunni og ungunum uppi í tré, en sjálfur ligg- ur hann fyrir neðan tréð og heldur vörð. að verkamenn í nitroglycerin- gerðunum sátu á einfættum stól um áður fyrr? Vegna þess að sprengihættan var mikil af nitroglycerini varð ávallt að vera á verði og þeir sem sátu við ofnana máttu ekki sofna. Þess vegna voru þeir látnir sitja á einfættum stól- um, svo að þeir skyldu detta og vakna ef þeir sofnuðu. V0 4.O I að vasaklúturinn er ítölsk upp- götvun? Fyrir rúmum 400 árum tók ung itölsk stúlka upp á því að nota vasa- klút. Þetta vakti athygli og vasaklút- arnir komust brált i tisku meðal heldra fólksins og ástundað að hafa þá sem fínasta. Svo fór alþýðan að nota vasaklúta líka, en það vakti gremju hjá aðlinum, og í sumum lönd- um var lagt bann við þvi að óbreyttir borgara notuðu vasaklúta!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.