Fálkinn


Fálkinn - 30.03.1956, Blaðsíða 13

Fálkinn - 30.03.1956, Blaðsíða 13
LITLA SAGAN. Sílfurshdlin MorgunverðarborðiS var girnilegt á að líta, með stóra kínverska blóma- glasið fullt af rósum. Jafnvel kanarí- fuglinn í búrinu við gluggann liéll upp á daginn, með því að tista í sí- fellu. Þau sátu andspænis hvort öðru, yfirlætislausi granni maðurinn með gráa bárið, sem var farið að þynnast, og konan hans með milda, vinalega augnaráðið. Kannske þeir gefi honum silfurskál, hugsaði frú Bennet með sér, þegar hún var að hella í tebollana. Kín- verska klukkan var auðvitað faileg, þau höfðu átt hana lengi og þólti vænt um hana. En frúin hafði iiugsað sér að seta hana á annan, síður áber- andi stað, ef allt gengi að óskum. Hún hafði einstöku sinnum minnst á þetla við Henry, og hann hafði alls ekki talið ])að óhugsandi. Silfurskál. Sú mundi nú sóma sér, full af blóm- um, sérstaklega rósum úr garðinum þeirra. Frú Bennet hjó kollinn af egginu, það var hvítt. Bennet hjó aftan af sinu, brúna. Hún gaf honum alttaf brúnt egg, því að það þótti honum best. Það þótti henni líka, en svona cr það nú alltaf. Hún leit rannsakandi augum á manninn sinn, svo að lítið bar á. Hann leit verulega vel út, fannst lienni, í r.ýja svarta jakanum og með gráa silkislifsið. Enginn mundi halda hann 07 ára, — hann virtist í rauninni tiu árum yngri. Þeim var báðum órótt innanbrjósts, i tilefni dagsins. — Að hugsa sér, að það skuli vera 50 ár siðan, sagði liún og leit út um gluggann á grátt loftið fyrir utan. Henry kinkaði kolli. — Já, maður getur varla trúað þvi, en í rauninni er þetta ekkert einsdæmi. En augun i honum ljómuðu, þau sögðu allt ann- að. Gat hann ekki verið upp með sér af að hafa verið svona lengi starfs- maður hjá sömu húsbændum? Fimmtíu ár á sama stað — frá sendli til skrifstofustjóra. Henry Bennet mundi ennþá þegar Thomas Davenbort — eldri forstjór- inn — var gerður meðeigandi í fyrir- tækinu. Síðar varð hann forstjóri. En fyrir tveimur árum dó iiann. Og nú var Thomas Davenport yngri forstjóri. En Henry Bennet mundi svo langt aftur í tímann, að unga fólkið í fyrirtækinu leit nánast á hann sem gamlan mann. Davenport & Co. voru vinnuveit- endur Henrys. En firmað var honum miklu meira virði en það. Það var honum eins konar trúarjátning og hagur þess var honum það mikils- verðasta í lífinu. Þegar Henry nefndi orðið „firma“ varð röddin hátíðleg. Lestin brunaði ískrandi út úr jarð- göngunum og tók kippi er hún nam síaðar á stöðinni. Henry fór af. í bug- anum hafði hann hvað eftir annað útmálað, hvað mundi ske þegar liann kaémi á skrifstofuna í dag. Hann hafði meira að segja búið sig undir að halda FÁLKINN 11 * Tísftuit)ifi)dir '★ -------------------------1 svolitla ræðu — ekki fyrir sjálfum sér fyrir langa og trúa þjónustu — lieldur auðvitað fyrir firmanu. Meðan hann var í lyftunni gat hann ekki annað en furðað sig á hve það færi leynt, sem átti að gerast í dag. Hann liafði ekki heyrt nokkurn mann minnast á það einu orði. Það var auð- séð, að allt átti að koma flatt upp á hann. Jú, hann skyldi leika sitt hlut- verk og láta sem allt kæmi flatt upp á sig. Alveg eins og mörg þúsund sinnum áður settist Henry Bennet við skrif- borðið sitt í horninu stundvíslega kl. 0.30 og fór að vinna. Thomas Davenport var vanur að koma klukkan tíu. En í dag var klukk- an nærri því ellefu þegar hann gekk gegnum ytri skrifstofudyrnar, mutdr- aði „góðan daginn“ og hvarf inn i skrifstofuna sína. Thomas var af þeirri manntegund, sem liefir gaman ;.f að gera sér glatt kvöld á veitingahúsum, og í nótt hafði hann ekki komist i rúmið fyrr en seint. Hann hafði líka drukkið all- fast, svo að hann var slæmur í höfð- inu. Klukkan 12.30 heyrðist ólundarieg rödd hans aftur, er hann fór út og sagði: „Ég kem aftur klukkan 14. Það var vandalaust að sjá að Davenport var í slæmu skapi. Þegar Henry fór í hádegisverðinn var hann í einkennilegu skapi. Frannni í fatageymslunni var unga fólkið að tala um getraunir. Enginn tók eftir að Henry var daufur i dálk- inn. Þessi hátíðisdagur hans var ekki eins og hann átti að vera. Hann fann það núna, og þess vegna iiafði hann enga matarlyst. En það var ekki fyrr en klukkan var orðin 17 að Henry varð að horf- ast í augu við sannleikann: Þetta varð enginn hátíðisdagur! Enginn hafði munað daginn — allir gleymt honum. Engum hafði dottið i hug, að svona dagur gæti verið til í ævi Henrys. Þessi dagur, fimmtíu ára afmæli hans hjá sama firmanu, hafði iiðið ná- kvæmlega eins og allir aðrir dagar. Gat þetta verið liugsanlegt? Bóklialdarinn lokaði stóru bókun- um sínum og lét smella i. Einhver læsti peningaskápnum blístrandi. Og svo — var skrifstofan tóm. Allir voru farnir. Henry sat um stund við skrifborð- ið sitt. Og nú komu tárin fram í aug- un og hrundu niður kinnarnar. Væri mögulegt að fá grafið á þessa silfurskál strax? spurði Henry gull- smiðinn. — Það á að vera tækifæris- gjöf. Og Henry liorfði á silfurskálina, sem stóð á glerborðinu. Hún var fal- teg og gljáandi. Nei, það var ekki liægt að fá grafið á hana strax. Jæja, liugsaði hann með sér, — þá tek ég hana eins og hún er. Henry Bennet mundi ekki til að hann hefði nokkurn tima logið að konunni sinni. Og nú ætlaði liann að gera það í fyrsta skipti. Hann ætl- aði að segja henni, að firmað ihefði óskað þess að hann samþykkti fyrir- fram hvað ætti að standa í skálinni, áður en það væri grafið. Því mundi luin trúa. Og svo gæti hann farið með silfurskálina og látið grafa á hana síðar. Klukkan var nærri því 19 þegar hann kom heim og sá Mary i dyrun- um. Hún stóð þar og beið með stóran Framhald á bls. 14. Lanivill Cartille hefir af litlum efn- um búið til reglulega laglegan kjól. Efnið er grásprengt tweed og sniðið svo einfalt sem mögulegt er. Það sér- kennilega við kjólinn er leðurbeltið sem kemur fram hingað og þangað bæði fyrir ofan og neðan við mittið sem nú er á sínum rétta stað. Örlítill klútur og tambúrinhattur fer vel við kjólinn. DIOR SÝNIIÍ HÉR mjög einfaldan kjól úr kastaníubrúnu ullarefni, æski- legan undir úlsterinn eða pelsinn. Hann er alveg skrautlaus og hann grennir. Sjáið hálsmálið. Það eru til margar skinneftirlíkingar. Það ætti því ekki að vera erfitt að ná sér í eina samstæðu sem þessa. Skinnhúfan situr vel á höfðinu þótt hvasst sé og handskjólið skýlir vel. Þetta sett er úr vselot, en það má nota ódýrara efni með góðum árangri. Vito Cavello frá Mílano hefir búið þetta pils til fyrir einhverja mjög ó- feimna stúlku, því það munu ekki margar sem vildu sýna sig í því. Pilsið er úr tafti með myndum úr svörtu flaueli og rauðum rokokoslaufum og notað við svarta flauelsblússu. Nonni hafði komist í púðursykiu’- skálina og étið upp úr henni og fékk kvalir í magann. Þegar manirna hans kom heim stendur liann úti í horni ráfölur. — Mamma, ég er búinn að fá syk- ursýki!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.