Fálkinn


Fálkinn - 06.04.1956, Blaðsíða 14

Fálkinn - 06.04.1956, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN to / í 3 k s í 7 8 ¦ I &$&$&&]£'¦ // 1% H /3 114 ;/ K I /7 /J 11 16 Jmzi w 73 ^r ií- 1 B^ VI . W9 2? ¦ B3o 31 \ l-3 >á ¦1 ¦ - - íf~i m*t *¦ ^r hi « 4* H^ w hn Sl u Wfi So s%\ 63 5<t py $(¦ « 51 M<Í6 w' E* 4 Ct fe ¦ Lárétt skýring: 1. lækningakák, 5. rakt, 10. kenni- mann, 11. óhræsi, 13. upphafsst., 14. auðugs, 16. dóni, 17. fangamark, 19. þrír eins, 21. smáseyði, 22. drykkur, 23. hávaði, 26. heiðra, 27. kaupfélag, 28. söguburður, 30. afkomanda, 31. hjal, 32. skógardýr, 33. tvihljóði, 34. skammst., 36. örends, 38. lélegur, 41. iláti, 43. réttara, 45. smábarn, 47. ginna, 48. þvaðra, 49. hæð, 50. ending, 53. sambandsheiti, 54. fangamark, 55. ríkulega, 57. áhald, 60. skammst., 61. guðir, 63. óliðugt, 65. hirða um, 66. kælda. Lóðrétt skýring: 1. skammst., 2. haf, 3. karlmanns- nafn, 4. þrir eins, 6. dýr, 7. gróðurland, 8. menningarfél., 9. samhljóðar, 10. kveif, 12. fjötur, 13. fugl, 15. fótmál, 16. rándýr, 18. skalf, 20. pár, 21. slæg- ur, 23. thuglausar, 24. hljóðst., 25. lodd- ara, 28. kól, 29. trufla, 35. örend, 36. tuska, 37. sníkja, 38. finna að, 39. tó- bak, 40. nöðrur, 42. starir, 44. upp- hafsst., 46. ósamstætt, 51. húsdýrið, 52. kvenheiti, 55. guð (þf.,) 56. 'þrír eins,. 58. upphrópun, 59. stafurinn, 62. tónn, 64. fangamark. LAUSN Á SÍÐUSTU KROSSGÁTU. Lárétt ráðning: 1. frauð, 2. gemsa, 10. stíur, 11. leirs, 13. AK, 14. girt, 16. slig, 17. es, 19. gul, 21. kyn, 22. gras, 23. hrauk, 26. þora, 27. inu, 28. Kristin, 30. sat, 31. tærar, 32. sport, 33. ÍP, 34. RN, 36. klapp, 38. varisi, 41. fló, 43. nartaði, 45. lön, 47. lent, 48. Rússi, 49. Ella, 50. III, 53. AVR, 54. DD, 55. dæsa, 57. álka, 60. UA, 61. iðurs, 63. alinn, 65. fliss, 66. spaug. Lóðrétt ráðning: 1. FT, 2. rig, 3. auin, 4. urr, 6. ell, 7. meis, 8. sig, 9. AR, 10. skurn, 2. seyra, 13. aggið, 15. tórir, 16. skuts, 18. snati, 20. laut, 21. kost, 23. hrappar, 24. as, 25. kipraði, 28. krían, 29. Nonni, 35. eflið, 36. kóni, 37. prúða, 38. vaska, 39. illa, 40. snara, 42. leiði, 44. TS, 46. ölvun, 51. særi, 52. ekla, 55. dul, 56. SSS, 58. lap, 59. AIU, 62. DF, 64. fangamark. Danska konungsfjölskyldan Framhald af bls. 3. Skole", einn hinna þekktu kvenna- skóla Kaupmannahafnar, sem nýlega átti aldarafmæli og þar sitja þær dag- lega á skólabekknum með kunningjum sínum af alls konar heimilum. I skól- anum er enginn munur gerður á þeim og féJögum þeirra, og samkvæmt ein- dregnum fyrirmælum konungs og drottningar er ekkert tillit tekið til, að þær séu konungsbörn. Daglegt líf við hirðina er ekki veru- lega frábrugðið lifinu á venjulegu dönsku heimilí. Konungurinn hefir einhvern tíma sagt það með þessum orðum: „Við erum alveg venjuleg fjölskylda, við lifum eins og annað fólk". Hvort sem danska sumarið býð- ur sól eða regn fær öll Danmörk, frá því í maí og þangað til i október, tækifæri til að sjá foreldra og þrjár telpur á ferli innan um verkamenn, embættismenn, bændur, fiskimenn og aðal. Þau eru alls staðar heimavön og alls staðar jafn velkomin. Þegar Alexandrine drottning, móð- ir konungsins, var 70 ára, sagði hún er hún leit yfir ævina: „Nú hafa nýju konungshjónin tekið við öllu, og ég ýti meiru og meiru af mér yfir á Ing- rid." En mörgum árum áður hafði Ingrid drottning tekið mörg hlutverk á sig — og framkvæmt þau. Þegar hún kom til Danmerkur annaðist hún sjálf um innanhúss-fyrirkomulag allra herbergja og salakynna í öllum þeim, sem hin ungu hjón áttu að búa í. Hún er gædd frábærum hæfileikum sem innanhúss-arkitekt. Smekkur hennar fyrir einföldum línum og fegurð er öruggur. Hjá henni hefir listhneigð Bernadotte-ættarinnar komið fram í öllu því, sem miðar að því að gera heimili vistlegt og fagurt. Undir öll samkvæmi og erlendar þjóðhöfðingja- heimsóknir velur hún sjálf liti og blóm, sem notað skuli, og við skreyt- inguna vakir hún yfir því að allt sé i fögru samræmi. En utan heimilisins hafa mannúðar- mál og félagsmál verið henni hjart- fólgin alla tíð síðan hún varð krón- prinsessa. Og þá eigi síður eftir að hún varð drottning. Hún hefir tekið að sér að verða verndari ýmissa fé- laga og stofnana, og þegar Ingrid drottning skiptir sér af einhverju máli, lætur hún ekki sitja við það að leggja til nafnið sitt. Hún er verndari meira en að nafninu til. Hún fylgist með lífi og starfi viðkomandi stofn- ana og lætur sér annt um rekstur þeirra og afkomu. En framar öllu er þó hin mannúðlega samúð hennar með öllum þeim, sem þurfa á hjálp að Iialda. Sjálf hefir hún einhvern tíma sagt: Mesta gleðin í lífinu er fólgin í því að gleðja aðra. Ýms barnaheimili og sumarleyfishæli njóta góðs af persónulegum stuðningi og hjálp hennar og hún gleymir ekki börnunum, hvorki vetur né sumar. Öflugust og innilegust hefir hjálpsemi hennar verið í Norðurslesvík, þeim hluta hins forna Suður-Jótlands, sem Danir endurheimtu 1920, eftir fyrri heimsstyrjöklina. Þar komst 1924 á fót stofnun, „Sönderjydsk Hjælpa- fond", sem miðlaði börnum hjálp beggja megin landamæranna. Árið 1938, þrem árum eftir að drottningin var orðin krónprinsessa Danmerkur, var „Ingrid-Indsamlingen" stofnuð, fyrir hennar forgöngu. Þessi stofnun hefir yfir 2000 meðlimi. Hver þeirra á að senda að minnsta kosti tvö fata- plögg á Amalienborg á hverju hausti. Þar eru fötin flokkuð, undir sérstöku eftirliti drottningarinnar sjálfrar, gengið frá þeim í böggla og allt sent til Norður-Slesvikur. Nokkru fyrir jólin gerir drottningin sér ferð þang- að sjálf, og útbýtir gjöfunum í öllum stærri og smærri bæjum. Dagana sem þetta fer fram er gleði og hátið á Imndriiðiim smáheimila. Drottningin færir sjálf mörg börnin i fötin. Undir jólin 1953 var Margrethe prinsessa með í ferðinni í fyrsta skipti. Hún leit eftir að kjólarnir og kápurnar væru mátulega stór á börnin sem áttu að fá þau. Jólaheimsókn drottningar- innar í Norður-Slesvík eru hátíð i þessum landshluta. Hvergi í Danmörku er nafn hennar nefnt með meiri gleði og þakkarhug en þar. Venjulega fær Frederik konungur tækifæri til að víkja frá stjórnarstörfum um þetta leyti og slæst þá með í ferðina. En annars hefir hann mörgu að sinna. Þegar konungshjónin tóku við rikisstjórninni eftir andlát Christians konungs i april 1947, var það full- þroska maður sem settist i hásætið með kjörorðið: „Með guði fyrir Dan- mörku". Meðan á þýska liernáminu stóð og faðir hans fyrir slys hlaut þau mein, sem ekki urðu læknuð, tók krónprinsinn við ríkisstjórninni um skeið. Hann varð líka fyrir þvingun af hálfu Þjóðverja, en honum varð ekki þokað. Þegar útför gamla kon- ungsins hafði farið fram, fór Freder- ik konungur i fyrsta skipti í Ríkis- þingið. Hann minnti þingmennina á hið mikla traust, sem faðir hans hafði borið til þeirra, og kvaðst vona að hin góða sambúð mætti haldast áfram, svo að í sameiningu væri hægt að ráða fram úr hinum mikiu verkefnum, sem framundan væri, með hinu eina mark- miði: heill Danmerkur. Hann hafði með þessari athöfn komið á persónu- legu sambandi við löggjafarþingið, og það samband hefir á síðan verið jafn lifandi og öruggt. Allir vissu, að Frederik konungur og Ingrid drottning voru demókratar í þess orðs raunverulegu merkingu. Þau þekktu bæði samtið sína. í með- vitund þeirra var hugtakið demókrati ekki orð, sem nota skyldi við hátiðleg tækifæri. Með hægð og án þess að það vekti athygli urðu fljótt ýmiss konar breytingar við hirðina, í sam- ræmi við viðhorf konungs og drottn- ingar til samtíðarinnar. Áður hafði jafnan verið lögregluvörður um Ama- lienborg. Ekki stafaði það þó af því, að Christian konungur óttaðist til- ræði, því að slíkt var óhugsanlegt í Danmörku. Hlutverk lögreglunnar var að sjá um, að aðdáendur gerðust ekki um of nærgöngulir við Hans Há- tign. En Frederik konungur óskaði ekki neinnar lögregluverndar. Hann kemur — og eins drottningin — og fer, þegar hann vill og þegar honum þóknast. Ef hann ekur út i bifreið, er það eins oft konungurinn sem situr við stýrið, og bílstjórinn við hliðina á honum. 'f einu atriði hafa konungur og drottning algerlega brotið í bág við gamla venju, að þvi er samkvæmis- hætti snertir. Samkvæmt gamalli venju hafa konungshjónin jafnan haldið ríkisþingmönnum kvöldveislu i Christiansborgarhöll. Síðan kom annað samkvæmi fyrir alla, sem eru í þremur efstu metorðaflokkunum. Nú var tekin upp ný tilhögun á þessum samkvæmum. Nú eru karlmennirnir boðnir með konum sínum og það eru ekki aðeins þrír efstu metorðaflokk- arnir, sem boðnir eru, heldur forustu- menn úr ýmsum greinum atvinnulifs- ins —• siglingum, iðnaði, skógrækt, handiðn, verslun, landbúnaði o. s. frv. Viðhorf konungsins til samtiðarinnar sést máske brýnast af þeirri stað- reynd, að í hvert samkvæmi eru boðn- ir jafn margir fulltrúar hverrar stétt- ar og metorðaflokks. I hverju sam- kvæmi eru 4—500 manns. Veislurnar hefjast með hljóðfæraleik eða söng (sem er nýmæli) og siðan fer fram borðhald, standandi. Danir eru sammála um, að sjald- gæft sé að sjá konungshjón, sem hæfa hvort öðru jafn vel og Frederik kon- ungur og Ingrid drottning géra. Danska gamansemin og hin sænska „stilighet" virðast hafa gengið í bandalag ihjá Frederik konungi og Ingrid drottningu, á þann hátt að full- komið má kallast. Sé það karlmennsk- an, sem einkum einkennir framkomu konungsins, þá er það fyrst og fremst drottningunni til ágætis hve kvenleg hún er. Þegar konungurinn varð fimmtugur, var hann hylltur alls stað- ar þar sem áönsk tunga er töluð. Þá var „opið hús" hjá konungshjónun- um. Allir máttu koma og óska til hamingju ,og þetta varð mesti merkis- dagurinn á ævi konungsins. Og drottn- ingunni var ekki gleymt. Hún stóð við hliS hans og tók á móti gjöfum og hamingjuóskum, alveg eins og maður og kona mundu hafa gert a hverju öðru dönsku heimili. Þau hafa komið upp hreindönsku konungsheimili, því að Ingrid drottning er fyrir löngu orðin hverjum manni danskari, lika hvað tunguna snertir, því að hún talar rmílið án alls útlends hreims. Það er þetta heimili með yndislegu dæturnar þrjár, sem er vettvangur lífs og starfs konungshjónanna. Það er sem tákn hins hreinskilna og geðþekkasta i danskri þjóðarlund. *

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.