Fálkinn


Fálkinn - 06.04.1956, Blaðsíða 13

Fálkinn - 06.04.1956, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 sjálfsagt reiður við mig, af því að ég hefi eytt svo miklum peningum, en frú Marteau segir, að ég verði að eiga mikið af kjólum." Hún gleymdi alveg að Lucien vissi ekki, að hún hafði hitt frú Celeste Marteau. „Frú Marteau segir að ég verði að læra að dansa, og hún ætlar að fara með mig í góðan dansskóla á morgun. Við Michael dönsuðum í kvöld — það var voða gaman ..." Hún sat með pennann í hendinni. Hún heyrði enn danslögin í eyrum sér, eggjandi, ögrandi, lokkandi ... „Það verður yndislegt að fá að dansa við þig, Lucien," skrifaði hún sakleysislega. „Ég vildi óska að þú værir kominn hingað núna, þá gætum við dansað hérna inni. Frú Grotier er háttuð." Loks var bréfið fullskrifað og nafnið kom- ið undir. Þá f ann hún allt í einu tii svo mikillar einveru. Það var líkast og Lucien hefði verið hjá henni en væri farinn, og hún ein eftir. Hún var þreytt eftir allt vafstrið um daginn, þreytt eftir sínar eigin geðshræringar. Hún lokaði bréfinu og ætlaði að fara að hátta. En í þeim svifum mundi hún eftir hinu bréfinu, sem hún hafði fengið og gekk að borðinu til að ná í það. Það var franskt frímerki á því, en það var ekki stimplað í París. Hún kannaðist ekkert við skriftina. Það var Ijót skrift og umslagið af ódýrasta tagi. Frú Grotier hafði varla vilj- að snerta á því. Michelle opnaði bréfið f orvitin og leit á það og undirskriftina. Það var frá Jean frænda. Hún hrökk við og allt í einu var allt henn- ar sjálfstraust, sem frú Michelle Colbert hafði gefið henni, fokið út i veður og vind, og hún var aftur orðin unga varnarlausa telpan, sem var hrædd við frænda sinn og háð honum, og mátti þakka honum fyrir, að hann haf ði ann- ast um hana. Bréfið var ekki langt, en það hafði verið margra tíma verk fyrir Chatou gamla að skrifa það, og hann hafði verið ánægður með afrekið. Fyrir tíu dögum hafði Jules, yngri bróðir Michelle, komið til hans og sagt, að hann hef ði lesið í blaði, að þessi Colbert hef ði gifst Michelle. Hann lagði úrklippuna með bréfinu — Lucien Colbert og Michelle Chatou. Maðurinn hlýtur að vera brjálaður, hafði hann sagt. 'Eða þá að Michelle er skár í ætt skotið en ég hélt. Hún hlýtur að haf a hausinn á réttum stað, þótt engan grunaði það fyr. Giftast henni! Og hann var margra milljóna virði, sagði sagan. Daginn eftir hafði Jean farið inn í þorpið og spurt ráða hjá fólki, sem þekkti heiminn, og það hafði náð í heimilisfang Luciens og spurst fyrir um hann. Og svörin komu nær samstundis. Þetta var alveg rétt. Lucien Col- ^J-elumuncl y Getur þú fundið hérann? bert, eigandi flugvélasmiðjanna miklu, hafði gifst stúiku úr þessari sveit, og hún hét Mic- helle Chatou. Þarna gat ekki verið um neinn misskilning að ræða. Og svo haf ði Jean f rændi hugsað málið nokkra daga, og svo hafði hann skrifað. Hann minnti hana á að hann væri f átækur maður, en af eintómri manngæsku hefði hann tekið Michelle að sér, fætt hana og klætt í fjögur ár, án þess að fá eyris virði fyrir. Úr því að hún væri gift svona ríkum manni ætti hún að muna fátækan ættingja sinn og fósturföður og borga honum allan kostnaðinn, sem hann hefði haft af henni. Hann taldi þetta tvö hundruð þús. f ranka virði, og kvaðst vona að hún sendi sér peningana um hæl. Hann lauk bréfinu með bestu kveðjum frá sjálfum sér og Gaston. „Tvö hundruð þúsund franka!" sagði Mic- helle i hálfum hljóðum. Henni fannst þetta hræðileg upphæð. 1 rauninni var það mikið, en þó engin stórupphæð í Frakklandi eftir stríðið. Hvar átti hún að taka þessa peninga? Hún átti tuttugu og fimm þúsund franka, sem Lucien hafði gefið henni. Hefði hann verið heima, mundi hún kannske hafa sýnt honum bréfið strax, áður en hún hefði gefið sér tíma til að hugsa sig um, en núna, er hún hugsaði málið í næði, fann hún að hún gæti aldrei beðið hann um svo mikið fé. Hann hafði nógan kostnað af henni samt. En Ihún þekkti Jean frænda og var hrædd við hann. Hún vissi að hann hafði stefnt manni, sem skuldaði honum fimm þúsund franka og maðurinn hafði orðið að selja eina kúna sína upp í skuldina og málskostnaðinn. Hann mundi reyna að gera Lucien einhverja bölvun — Jean frændi var vís til þess ... Hvað átti hún að gera. Hver gat hjálpað henni. Michael? Hún 'hélt dauðahaldi í tilhugsunina um Michael. Hann haf ði sagt henni, að hún skyldi koma til sín með allar sínar áhyggjur, meðan Lucien væri f jarverandi, og jafnvel þótt Lucien væri heima mundi Michael geta gefið henni ráð viðvíkjandi málum, sem hún vildi nauð- ug tala við Lucien um. En nei ... Michael mundi kannske bjóðast til að lána henni peningana, og það vildi hún ekki. Gæti hún sparað þá? Skrifað Jean f rænda og lofað að senda þetta smátt og smátt ... nei, hann mundi ekki gera sig ánægðan með það. Allt í einu datt henni nokkuð í hug, sem Michael hafði sagt. Eitthvað um að lánar- drottnar Celeste hefðu núið saman lófunum, er þeir fréttu að hún mundi líklega giftast Lucien. Celeste vissi hvað það var að vera í fjárþröng. Kannske gæti hún gefið henni gott ráð? Henni létti við þessa tilhugsun og svo læsti hún bréf Jeans frænda niðri í kistlinum sín- um, háttaði og sofnaði strax, því að hún var þreytt. Garðyrkjumennirnir höfðu gefist upp við þjófaleitina og voru farnir að hátta, og nú skreið einhver mannvera fram úr runna og góndi upp á lokaðan gluggann. Hann virtist ánægður. „Blessað barnið!" sagði Celeste. „Þetta var leiðinleg klípa." Hún kveikti í vindlingi og horfði niður á hann til þess að Michelle sæi ekki sigur- glampann í augunum á henni. Keppinautur hennar hafði gefið henni besta trompspilið án þess að hafa hugmynd um það. „Já," sagði Michelle, „ég veit ekki hvað ég á að taka til bragðs. Lucien gefur mér oft peninga, svo að ég gæti borgað þetta smátt og smátt aftur, ef einhver vildi lána mér upp- hæðina." Framhald í næsta blaði. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 1%—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.- stjóri: Svavar Hjaltested. HERBERTSprent. ADAMSON Tryggi förunauturinn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.