Fálkinn


Fálkinn - 06.04.1956, Blaðsíða 12

Fálkinn - 06.04.1956, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN MICHELLE FRAMH ALDSSAGA %fá sá fram á, að eitt af því, sem sjálfsagt var að gera til að afmá endurminningu Michelle um óvild frú Grotier, var að reyna að auka henni sjálfstraust. Þess vegna byrjaði hann með því að segja henni, að það hefði verið í almæli við Rivierann, að Lucien hefði verið að draga sig eftir Celeste, og að lánardrottn- ar Celeste hefðu verið farnir að núa lófana við tilhugsunina um, að hún næði í ríkan mann. „Ég var sjálfur hræddur um Lucien fyrir henni," sagði hann. „Heldurðu ekki að hann hefði orðið ham- ingjusamur ef hann hefði fengið hana?" spurði Celeste, sem enn var í vafa og eintóm aðdáun á Celeste Marteau. „Nei," svaraði Michael. „Michelle, það er svo margt, sem þú skilur ekki ennþá. Ef mað- ur vildi fá sér hjákonu, væri Celeste ágæt til þeirra hluta. Hún er óviðkomandi hvers- dagslífinu, hún er glæsileg og skemmtileg ..." „Já, hún er góður leikari," sagði Michelle. „En, líttu á, hún getur aldrei orðið góð eigin- kona. 1 fyrsta lagi er hún of sjálfselsk, hún hugsar aðeins um sjálfa sig. 1 öðru lagi er hún svo bruðlunarsöm, að hún mundi verða of dýr flestum, jafnvel Lucien. 1 þriðja lagi — ja, þegar maður giftist, vill hann ekki koma heim til kvikmyndadísar á hverjum degi, heldur elskandi konu, sem getur lifað með honum í því hversdagslega en ekki aðeins í glaumnum. Manstu hve góðan mat þú bjóst til handa okkur Lucien, í fyrsta skipti sem við hittumst? Geturðu hugsað þér Celeste í eldhúsi?" „Nei," sagði Michelle dræmt. „En hún kann ekkert til matreiðslu." „En það kannt þú. Þér finnst meira að segja gaman að fást við matartilbúning, hugsa ég." „J a-a. „Það er aðalatriðið." Hann hélt áfram að segja frá: að Lucien hefði séð fram á hvílíka ógæfu það mundi baka honum að verða ástfanginn í Celeste og þess vegna hefði hann farið fyrirvaralaust frá Rivieranum. „Ef maður hefir nokkurn tíma elskað konu, þá elskar Lucien þig," sagði Michael. Michelle þagði. Hann var að gefa henni hornauga og sá að hún deplaði tárvotum augunum. „Ef þetta er í raun og veru svona," sagði hún, „þá ætla ég að reyna að verða eins og hann vill hafa mig, hversu erfitt sem það verður. Þú hefir ekki hugmynd um, Michael, hve gerólík fyrri ævi mín er þeirri tilveru, sem Lucien hefir flutt mig í. 1 dag spurði Cel- este mig hvort ég 'kynni nokkra nýtísku dansa. Ég sem alls ekki kann að dansa. Eg verð mér til skammar og Lucien líka." „Við skulum bæta úr því, fljótlega!" svar- aði Michael vingjarnlega. „Við skulum borða einhvers staðar þar sem hljóðfærasláttur er, og ég skal kenna þér að dansa." Og þar af leiðandi fóru þau í allt annan stað, en Michael hafði ætlað sér í fyrstu. Það fór kannske ekki sem best orð af þeim stað, en þar var góður matur og góð hljómsveit, og leyfilegt að dansa þar án þess að vera sam- kvæmisklæddur. Yfir matnum var honum ánægja að sjá hve vel Michelle kunni sig. Það mundi alls ekki verða eins erfitt að venja hana, eins og hann háf ði haldið. Það erfiðasta var að kenna henni að halda uppi viðræðum. Hún kunni ekki f ágað mál, og haf ði enga nasa- sjón af því, sem var að gerast í heiminum. Svo fóru þau að dansa. Fyrst var Michelle hrædd, en hún komst brátt að raun um, að þetta var ekki eins erfitt og hún hafði haldið. Hún hafði eyra fyrir tónlist og hrynjandi, og innan skamms var hún farin að dansa svo vel, að Michael var hrifinn. Einhverjir sátu við borð úti í horni og horf ðu á Michael og Michelle. „Sylvestre hefir náð sér í eina nýja," sagði einn þeirra. „Lagleg stelpa!" „Ég hefi séð þau áður," sagði annar. „Eg hefi heyrt að þetta sé kona Colberts. Hvað heldurðu að hann segi um þetta?" „Ég veit ekki," sagði annar. „En er hann ekki í Afríku. Ég hefi heyrt eitthvað um það." „Þegar kötturinn er úti .,." Það var orðið dimmt þegar þau fóru heim. Michelle var þreytt en afar ánægð. „Ég hefi aldrei skemmt mér svona vel áður, held ég," sagði hún. „Ö, Michael, mikið er gaman að dansa!" Michael kinkaði kolli en svaraði ekki. Hann hafði gert uppgötvun í kvöld. Það mundi verða miklu erfiðara en honum hafði dottið í hug, að verða bróðurlegur vinur Michelle. 1 fyrstu hafði hann verið hlédrægur gagnvart henni, óafvitandi. Hann hafði vanist mennt- uðum veraldarvönum konum, sem gátu hrifið mann með andríkum samtölum og alls konar brellum og dyntum, en með allri sinni fegurð var Michelle ekki annað en ómenntuð sveita- stúlka. Þótt hann hefði skilið að Lucien gæti hrifist af henni og hefði fundist hún vera ynd- isleg andstæða við Celeste, hafði hann þó vor- kennt honum í hjarta sinu, og verið þeirrar skoðunar að þetta hjónaband yrði eymd og hrelling. En nú hafði hann haft Michelle í faðmi sér og kennt henni að dansa. Hann fann ennþá til nærveru hennar, fann ilminn af hári henar og ungum líkama, og nú f annst honum þau gróðurhúsablóm, sem hann var vanastur, fánýt og með fölskum ilm. Nú fyrst skildi hann Lucien til fullnustu. Klukkan var tvö þegar Michelle steig út úr bílnum og bauð Michael góða nótt og þakkaði honum fyrir. Frú Grotier var ekki farin að hátta en beið eftir henni. „Frúin kemur seint heim!" sagði hún ólund- arlega. „Já," sagði Michelle og kæfði í sér geispa. „Við fórum svo langt og ég hefi lært að dansa í kvöld, frú. Finnst yður mér ekki fara fram?" Frú Grotier kipraði saman munninn og svaraði ekki. Þegar Michelle var búin til að fara upp í svefnherbergið sitt sagði hún: „Það eru komin bréf til yðar." Michelle varð glöð þegar hún leit á bréfin og sá að annað þeirra var frá Lucien. Hún brosti. „Góða nótt, frú, mér þykir leitt að hafa haldið vöku fyrir yður!" sagði hún og flýtti sér upp stigann. Áður hafði hún aðeins fengið eitt bréfspjald og tvö simskeyti frá Lucien, en hún þekkti skriftina hans, og án þess að skeyta um frá hverjum hitt bréfið var — lét hún það liggja á borðinu, fór úr kjólnum og í morgunkjól. Svo settist hún og fór að lesa bréf Luciens. Það var alveg eins og ástarbréf eiga að vera. Henni fannst eins og hann sæti við hlið- ina á henni og hvíslaði að henni ástarorðum. Ferðin hafði gengið vel, en hann þráði hana mikið — ýmiss konar vandræði höfðu steðjað að þar syðra — „sem ég skal ekki þreyta þig með að skrifa um, því að þú skilur hvort sem er ekki það tæknilega í þeim málum" — og því miður voru allar horfur á að hann yrði að vera lengur en hann hafði gert ráð fyrir. „En ég vona að Michael láti þér ekki leiðast." Og svo komu nokkur blöð í viðbót og augu hennar ljómuðu er hún las þau, og hjartað sló hraðar. Hún hafði lesið bréfið og sat með það í hendinni, þegar hún heyrði einhver óvenjuleg hljóð að utan. Það var mannamál. Mannamál í garðinum á þessum tíma sólarhringsins! Hún gekk út að glugganum og leit út. Það var dimmt, en ofurlítil skíma af tunglinu, svo að hún sá dökka veru á hreyfingu þarna niðri og þekkti að þar var eldri garðyrkjumaður- inn. Hann skimaði kringum sig, og von bráðar skaut upp öðrum manni hjá honum — það var hinn garðyrkjumaðurinn. „Hvað er um að vera?" kallaði hún til þeirra. Þeir litu báðir upp og hún sá andlitin á þeim. „Afsakið þér frú, en við sáum einhverja grunsamlega manneskju vera að laumast hérna í garðinum. Við sáum bana líka í gær. Líklega er það innbrotsþjófur. Það er best að þér hafið gluggann lokaðan í nótt, frú.;Eða þangað til við höfum náð í hann." Hún gerði eins og henni hafði verið ráð- lagt. Lucien haf ði sagt henni, að talsvert væri af umrenningum þarna síðan stríðinu lauk. Þarna var mörgu hægt að stela — hún hugs- aði til allra skartgripanna sinna og flýtti sér að læsa þá niðri í hólfinu og stakk lyklinum undir koddann. i Svo tók hún bréf Luciens og las það aftur, stansaði lengi við sumar línurnar, strauk blað- inu að kinninni á sér og kyssti það. „Komdu bráðum heim," hvíslaði hún. „Ég þrái þig!" Allt í einu datt henni í hug, að dvalarstaður var nefndur í bréfinu og svo settist hún strax við að skrifa, svo að bréfið gæti komist með fyrstu ferð morguninn eftir. Hún var óvön bréfaskriftum og átti erfitt með að velja hugsunum sinum orð, og enn erfiðara með að festa orðin á pappírinn. En þarna fæddist lína eftir línu, með barnalegri skrift. Hún hafði keypt svo marga kjóla — „þú verður

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.