Fálkinn


Fálkinn - 11.05.1956, Blaðsíða 6

Fálkinn - 11.05.1956, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN CHARLIE (HAPLIN 1. Frægasti leikari veraldarinnar <X,'^',<,',',',',','S,',',',',',',',',', <V»AÐ er fáum gefið aS verða efni />' í þjóðsögu í lifanda lífi. En Charlie Ghaplin hefir verið þjóðsögu- uppistaða i mörg ár. Og dýrlingur milijóna, þó að enginn páfi hafi gert hann helgan. Tvítugur var hann orðinn kunnari en nokkur annar maður í heimi. Hinduar og Kínverjar, zulunegrar og Indíánar — ailir könnuðust við Cihaplin. Og allir skildu liann. Hann fæddist i Bermondsey i Lon- don —• ekki í París, eins og oft er sagt — og franskt blóð og gyðingablóð er í æðum hans, en líka enskt. Faðir hans var söngvari og söng á gleði- leikahúsum á kvöldin — gekk á milii þeirra og söng stundum á fimm stöð- um á kvöldi. En þrátt fyrir það tókst honum aldrei að hafa nóg að bíta og brenna. Hann giftist ungur laglegri konu, sem iiafði sýnt sig á söniu stöðum og hann. — Hún var dansmær með hrafnsvart liár og falleg augu. Hún var meistari í svipbrigðalist, en neytti þess þó lítt SillíLáÍ HF Charlie Chaptin tólf ára. á leiksviðinu, en þeim mun meira heima hjá sér. Eitt barn átti hún af fyrra hjónabandi — þriggja ára dreng, sem hét Sidney. Þegar hún giftist Chaplin fékk drengurinn nafn hans. CHARLIE OG HITLER. Á fyrsta lijúskaparári eignaðist hún son, sem skírður var Charles eftir föður sínum og Spencer eftir frænda sínum, sem var bjórknæpueigandi í London. Charlie fæddist 16. apríl 1889, fjór- um dögum áður en Hitler fæddist. Og skrítin tilviljun er það, að þeir skyldu báðir velja sér yfirskegg, sem þeir urðu báðir frægir fyrir, hvor á sinn hátt. Engar likur eru til þess að foreldrar Chaplins hafi verið sæl i hjónaband- inu. Þeim kom illa saman og eftir eins árs hjónaband urðu þau ásátt um að skilja. En svo voru þau að taka sam- an aftur öðru hverju og bjuggu þá saman um tíma í senn. Chaplin eldri var hirðulaus og lé- legur heimilisfaðir. Uppeldi drengj- anna lenti eingöngu á húsmóðurinni. En hún var veikluð og heilsulaus. Hún átti í basli og lenti í skuldum. Chaplin reyndi að leggja til búsins það sem hann gat, en tekjur hans voru svikular. Hann dó um þrítugt á St. Thomas Hospital i London. SULTUR OG SEYRA. Oharlie Chaplin man enn að hann stóð fyrir utan sjúkrahúsið kvöldið sem faðir lians dó. Hann gerði sér ferð á sama staðinn mörgum árum síðar, er hann kom heim frá Iloily- wood. Þá var hann orðinn frægur og varð að flýja fjöldann með undan- brögðum, til þess að geta verið þarna í friði, rétt hjá Westminster Bridge. — Sérðu þennan glugga, þann þriðja frá horninu — þar sem ljósið er? sagði hann við kunningja sinn. Það er glugginn á herberginu sem hann faðir minn dó í. Ég var barn þá, en ég gleymi aldrei þeirri nótt ... — Ég stóð þar alla nóttina í myrkri og kulda, og ég grét svo mikið að mér fannst ég ætla að springa, meðan ég beið eftir að fá að heyra það versta . . . Árin eftir að Chaplin eldri dó átti ekkjan og drengirnir við ömurlega örbirgð að stríða. Frú Chaplin tók sauma heim til sín meðan liún var veik, og saumaði i rúminu. Hún bætti föt fyrir nágrannanna, en stundum gat hún ekkert unnið, og ])á sveltu þau. Þau fluttu i skonsu á háalofti og seldu meira og meira af liúsgögnun- um og hún veðsetti brjóstnál og eyrnahringi sína. Loks fór giftingar- hringurinn. Þegar lánardrottnarnir fóru að byrsta sig seldi hún eina stofuborðið sem eftir var, tvo—þrjá stóla og rúmið, en þau stóðu eftir með eina dýnu, því að iögin mæltu svo fyrir að þau yrðu að hafa eitthvað til að sofa á. Sidney var nú orðinn níu ára og hann fékk að sækja handa þeim gjafa- súpu tvisvar á dag. Hún var afhent í kirkju á Waterloo Road. skammt frá Old Vic-leikhúsinu. Oftast voru þetta baunir með ofurlitlu af ket-tutlum í. En drengirnir átu þetta með bestu lyst á gólfinu hjá móður sinni, og þeir segja siðan að engin súpa i hemi — ekki á dýruslu veitingahúsum — hafi verið betri en þessi. ^ESSIR drengir reynclu fljótt al- A'' vöru lífsins og það skerpti gáfur þeirra og eftirtekt. Þeir urðu raun- sæismenn, og veg sinn sem listamað- ur á Ghaplin ekki síst að þakka því, að hann ólst upp sem götunnar barn, og hafði öll skilyrðin til að geta sýnt Tólki bæði bjartar og dökkar hliðar tilverunnar. Oft var glatt á hjalla þarna á liáa- loftinu hjá ekkjunni. Þó hún væri veik sjálf reyndi hún jafnan gera drengj- unum glatt í geði og stappa í þá stál- inu, svo að þeim féllist ekki hugur. Þegar þau sátu á dýnunni á gólfinu sagði hún þeim frá sínum fyrri dög- um, er hún var á leiksviðinu. Hún kunni margar skemmtilegar sögur frá þeim tíma, og þegar liún sagði frá lék hún atburðina með alls konar svip- brigðum og hermdi eftir þeim, sem hún sagði frá. Hún gat skapað ótal persónur, með röddinni, andlitinu og hreyfingunum. Á þessu lærði Ghaplin það, sem kom honum að bestu haldi síðar. Og líka hafði hann erft hugmyndaflug frá móður sinni. Hann hefir sjálfur sagt: „Allt sem ég kann lærði ég af móður minni. Hún var besti svip- brigðaleikarinn sem ég hefi séð. Hún gat staðið við gluggann tímunum sam- an og sýnt okkur með liöndunum, augunum og svipbrigðunum livað hún sá á götunni.“ Eftir að hann var orðinn ríkur og frægur sendi hann eftir henni vestur, og síðustu árin lifði hún i auði og allsnægtum í Hollywood. FYRSTA RÁÐNINGIN. Drengirnir byrjuðu snemma að reyna að vinna fyrir sér. Þegar Chaplin var fjögurra ára söng hann með bróður sínum fyrir utan bjór- krárnar í London. Hann var orðinn bermikráka þá, og hermdi eftir ýriis- um kunnustu gamanleikurum borgar- innar. Bræðurnir sýndu sig á götunum í Kennington og Lambeth í Austur- London. Þeir dönsuðu eftir lírukassa- lögum, og fólk tók eftir þeim og horfði á, og fleygði í þá koparhlúnkum. Sidney tók brátt eftir því, að fólki þótti mest til koma þegar Charlie dansaði einn. Þess vegna hætti hann að dansa, en tók að sér að verða fé- hirðir „fyrirtækisins". Charlie dans- aði einn, en Sidney rétti fram hönd- ina með húfunni. Kennari frá Lancashire, sem Jack- son hét, sá Charlie dansa af tilviljun. Hann varð lirifinn af stráknum. Oft hafði honum dottið í hug að safna krakkahóp og láta liann læra dans. Og nú lét hann verða úr þessu. Sjálf- ur átti hann finim börn og þarna var það sjötta, — en átta taldi hann hæfi- legt. Hann ætlaði að kalla hópinn „The 8 Lancasliire . ..“ -— hvað? „Lancashire boys ... ?“ Nei, það var ekki hægt, því að tvær telpur voru meðal þeirra fimm, sem liann átti. Jú, eitt var hægt: að snoðklippa stelp- urnar og færa þær i strákaföt! Og það gerði kennarinn. Þannig byrjaði listabraut Charlie. Hann var níu ára. Og það var þeirri tilviljun að þakka, að kennari frá Lancashire sá liann dansa. — Jack- son fór með drengnum heim til hans upp á háaloftið. Frú Chaplin, sem þá var nýkomin heim af sjúkrahúsi, var jafn 'hrifin af hugmyndinni og sonur hennar var. Og svo var rætt um mál- ið, og niðurstaðan varð sú, að Charlie skyldi fá fæði og húsnæði og fimm shillinga á viku. Farangurinn hans var fyrirferðar- ilítill en nú fór Charlie norður í land með Jackson. Strákahópurinn var á sifelldu ferðalagi og dansaði á skemmtistöðum. Þessu hélt Charlie áfram í tvö ár, og gat lagt talsvert til heimilisins. NÝ ATVINNA. Þegar ráðningartíminn var útrunn- inn fór Charlie lieim aftur, og nú varð löng bið á að fá eittlivað að gera. En þeir bræðurnir fengu ein- hverja kennslu á ókeypis skólum, og að því loknu komst Sidney á skóla- skipið „Exmouth". Nú voru þau tvö eftir, Charlie og móðir hans. Og þau höfðu ekkert að lifa af. Charlie langaði nú ósköpin öll að komast að leikstörfum, og gekk á milli ráðningarstjóra leikliúsanna en varð ekki ágengt. Sidney varð að hætta við að gerast farmaður, kom heim og fór að reyna að ná sér í at- vinnu. Loks varð hann sendill hjá landsímanum. Charlie fékk starf um líkt leyti. Hann komst í leikflokk, sem hét „Casey’s Court“. í þessum flokki voru eintóm börn, sem léku ævintýra- leiki — fyrir börn. Gharlie var ekki lengi i þessum Charlie Chaplin í smáþáttaleik sem hann lék í hjá Fred Karno. Sidney bróðir hans hafði samið leikinn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.