Fálkinn


Fálkinn - 11.05.1956, Blaðsíða 7

Fálkinn - 11.05.1956, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 Leikhúskóngurinn Fred Karno, sem Chaplin byrjaði að leika hjá. flokki, en fékk jafnframt ígripastörf á leikhúsuin. Einu sinni kom hann fram sem geltandi hundur í bendinga- *" leik, sem hét „stígvélaði kötturinn“, og í annað skipti lék hann vælandi úlf i „Peter Pan“. Hann var sendur i leikför með leik sem hét „Jim“ og leikari einn, Saintsbury, hafði samið. Þá lék hann blaðsölustrák, sem átti að vera kjaft- for við lögreglumann frá „Scotland Yard“. Blöðin hrósuðu honum fyrir þann leik, og þetta var i rauninni fyrsta hlutverkið sem hann fékk. Hann klippti vandlega greinarnar úr blöðunum og strikaði undir það, sem skrifað var um hann. Þessar úr- klippur geymdi hann í mörg ár, ef- ■laust til að nota þær sem meðmæli þegar hann færi að sækja um leikara- pláss síðar á ævinni. Saintsbury var hrifinn af stráknum, og þegar hann fór siðan í leikför með „Sherlock Holmes“ kaus hann Charlie til að leika strákinn Bitly. Þessi leik- för stóð í tvö ár. Sidney varð hrifinn af velgengni bróður sins og langaði út í leiklistina lika. Einu sinni þegar hann var að bera út srmskeyti rak liann augun í auglýsingu i glugga: „Umferðaleikfélag vantar horna- blástursmann.“ Hann langaði til að verða hornablástursmaður. Skrifaði hjá sér heimilisfangið og var ráðinn til leikfélags Maggie Morton — fyrir sex krónur á viku og fæði. En hann langaði þó meira til að leika, og tókst að fá smáhlutverk i revy-leik. LEIDDIST „KÓMÍKIN“. Charlie gat ekki liugsað sér að verða „comic“, sem hann kallaði. Góðu dóm- arnir sem hann fékk fyrir leik sinn í „Jim“ komu honum á þá skoðun, að hann ætti heima í alvarlegum hlut- verkum. Hver veit nema hann gæti ei'nlivern tíma fengið að leika stóru hlutverkin i harmleikjum Shake- speares ? Hann neitaði að koma fram með Sidney bróður sínum á gamanleikja- húsunum. Og innan skamms barst honum tilboð um að leika Billy i „Sherlock Holmes“ aftur — og nú var það i London. Leikurinn varð ekki langlífur, og nú tók atvinnuleysi við aftur, en Chaplin var samt staðráð- inn í að gera allt annað fremur cn að ráða sig í „kabaret-leik“ aftur. Sjálfur hefir hann sagt frá því, að hann liafi ráðið sig sem sápunarstrák á rakarastofu; síðan fékk hann at- vinnu í glergerð. En þar var svo heitt að hann leið í ómegin fyrsta daginn. Samt vildi hann halda áfram. En það var ekki hægt — drengurinn var ekki vinnufær þvi að liann var alltaf í yfirliði. Og eftir þessa reynslu af „borgara- legri atvinnu" varð hann hlustnæmari á fortölur bróður síns: — Hvað sem öðru líður þá verður þú gabbtrúður með blóðrautt nef áð- ur en lýkur, sagði Sidney. — Þér er eins hollt að byrja strax. Þá hafði Sidney nýlega fengið til- boð um að leika „sketsj“ sem hét „Viðgerðir“. Leikendurnir voru mál- arar og pípulagningarmenn mcð málningu og klístur, viðbúnir til að skinna upp herbergi. Þarna gat Cliariie fengið smáhlulverk, sem vika- drengur pipulagningarmannsins — og hann þáði það. Þessi smáleikur fór sigurför um land allt. FRED KARNO. Hann var revyukóngur þeirra ára og sá af tilviljun „Vliðigerðir", og leist vel á leik Sidneys. Hann var ekkert hrifinn af Charlie. Hann vildi ná í Sidney ,en vildi ekki taka Charlie líka. Charlie varð atvinnulaus aftur, en bróðir hans vann fyrir fjölskyld- unni. Fred Karno var mikils háttar maður i leikhúsaveröldinni í þá daga. Hvert einasta tívólí og leikhús í Englandi kannaðist við hann, og hann var líka kunnur í öðrum löndum Evrópu og í Ameriku. Það þótti mikil framavon að því að fá starf hjá Karno. Hann borgaði að visu ekki hátt kaup, en þarna var um fasta atvinnu að ræða. Karno hafði alltaf nóg að gera handa sinu fólki, bæði sýknt og lieilagt. Eftir að Sidney var kominn á þenn- an örugga stað reyndi hann með öllu hugsanlegu mót-i að koma bróður sín- um þangað líka. Hann var alltaf að nauða á Karno með þetta. Faðir Chaplins, á nótnahefti sem hann hafði samið sjálfur og söng á skemmtistöðum. — Lofið þér lionum að reyna sig. Hann er miklu betri en ég! En Karno hristi höfuðið og vildi ekki heyra þetta nefnt á nafn. — En eftir marga mánuði lét hann loks undan. — Jæja, segðu þessum bróður þínum að koma og tala við mig! CBARLIE var hræddur og feiminn þegar hann gekk fyrir þennan nukla leikhúsmann. Hann hikaði þeg- ar hann drap á dyrnar. — Kom inn! var öskrað fyrir innan. Karno hefir síðar lýst þessum sam- fundum, er stráklingurinn lauk upp hurðinni og stóð í dyrunum: „Hann var svo sultarlegur — og skithrædd- ur — eins og liann byggist við að ég réðist á hann þá og þegar.“ Hann réð Charlie og lét hann fá smáhlutverk, smáþáttaleik, sem hét „G. P. 0.“, en þar lék einn af mestu gamanleikurum Karnos, Fred Kitchen, aðalhlutverkið. Hann var duglegur leikari, en hafði lagt i vana sinn að skjóta inn setningum, sem ekki voru í Ieiknum, og sem venjulega gengu í þá átt að skopast að samleikurum sínum. Cliarlie hafði frá byrjun beyg af því að verða skotmark setninga, sem komu eins og fjandinn úr sauðarleggn- um og hann hafði ekki heyrt á æfing- unum. Hann var í vafa um hvernig hann ætti að taka þessu, en fannst þó réttast að reyna að svara fyrir sig. Og það tókst svo að Kitchen reið ekki feitum hesti frá viðureigninni. En það hefði hann auðvitað ekki átt að gera. Iíitchen var óvanur þvi að nokkur dirfðist að ybbast við sig, og þoldi ekki að ungur nýgræðingur yrði til Jdcss að vekja meira lófaklapp en hann sjálfur. Eftir sýninguna komst allt í bál, og Karno flutti Chap- lin um set, i annan ieikflokk sem hann hafði. Þar lék liann með kunn- um gamanleikara, Harry Weldon í leik sem hét „Knattspyrnan“. Þar sýndi Chaplin ýmsar tiltektir sem vöktu gífurlegan hlátur hjá áhorfendunum, svo að athyglin beind- ist meira að honum en Weldon. En það mátti ekki ske — og nú var Ghaplin enn fluttur um set í annan flokk. MISSIR RÖDDINA. Eftir leikför út um sveitir rann sá dagur upp að Chaplin fékk að leika á sviði i London. Charlie gat ekki sofið um nóttina áður. En hvernig ætli honum hafi liðið þegar hann upp- götvaði um morguninn að hann hafði misst röddina. Hvernig sem hann reyndi gat hann ekki látið heyra í sér nema lágt livísk- ur. Hvað átti hann að gera? Hann sem átti að leika um kvöldið. Sidney, sem þá var fastráðinn við eitt af betri leikhúsunum i borginni, reyndi að hjálpa yngri bróður síniim, sem honum þótti svo vænt um og liafði alltaf viljað hjálpa. Hann fékk Charlie til að fara til læknis, og á heimleiðinni þaðan fóru þeir inn i lyfjabúð og keyptu skolvatn fyrir hálsinn og einhverjar pillur við hæsi. Svo reyndi hann röddina á milli, en gat aðeins hvíslað. Hálftima fyrir sýninguna var Cliap- lin enn að skola hálsinn inni í fata- klefanum. 'Þá kom Karno inn. Hann hafði heyrt á skotspónum að Cliaplin væri þegjandi hás, og þegar liann frétti að hann hefði ekki fengið neina bót meina sinna sagði hann að það væri óhugsandi að Ghaplin gæti farið með hlutverkið. Annar maður var látinn hlaupa í skarðið fyrir Chaplin. Chaplin var ekki mönnum sinnandi. En einmitt þetta óhapp varð honum til meira gagns en nokkrum gat dott- ið i hug, og réð miklu um framtíð hans. í næsta blaði: Chaplin fer að kvikmynda. — Og þér dirfist að biðja dóttur minnar og vinnið ekki nema fyrir hundrað krónum á viku. Það er ekki fyrir vasaklútum handa lienni. — Ég gæti biðið þangað til henni er batnað kvefið. MISS WORLD-SAMKEPPNIN. — í október voru saman komnar fegurð- ardrottningar margra landa í London, til að keppa um „Miss World-titilinn“. Litla telpan þriggja ára er mjög hrif- in af Miss Britannia, enda er það ekki að ástæðulausu. WASHINGTON GRAYS heitir elsta herdeildin í Bandaríkjunum. Fulltrú- ar hennar heimsóttu England nýlega og gistu þá Coldstream Guards í Chelsea, sem rekur sögu sína til daga Cromwells. — Hér sjást amerísku fulltrúarnir vera að tala við stéttar- bræður sína frá Coldstream Guards. KATTASNYRTING. — Hin árlega kattasýning var opnuð í París í nóv- ember, og sóttu hana kattavinir úr öllum áttum og höfðu gripi með sér á sýninguna. — Hér sést ein hefðar- frú vera að snyrta karteuserköttinn sinn áður en hún fer með hann.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.