Fálkinn


Fálkinn - 18.05.1956, Blaðsíða 5

Fálkinn - 18.05.1956, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 á ný en Georg sonur hans orðið kon- ungur, en varð nú að víkja sœti Hka, og var Grikkland lýðveldi frá 1924 til 1935. Þá varð Georg II. konungur í annað sinn, cn Jjó ekki nema að nafninu til, þvi að Metaxas hershöfð- ingi tók sér einræðisvald 1930 og staða Georgs varð því svipuð því, sem var hjá Victor Emmanuel í Ítalíu undir stjórn Mussolinis. Hinn núverandi Grikkjakonungur, Páll, er því þriðji sonur Konstantíns, sem ber konungsnafn í Grikklandi. Og nú loksins virðist vera orðið frið- samlegra í landinu en verið hefir lengi. Sættir hafa komist á við erki- óvinina, Tyrki, en líklega er grunnt á því góða milli nábúanna. Kyprus- deilan getur orðið til þess að slitni upp úr vinskapnum. Grikkir krefjast þess að Kyprus verði sameinað Grikk- landi, en það mega Tyrkir ekki heyra nefnt. Það var frá Tyrkjum, sem Bret- ar fengu Kyprus fyrir nær 80 árum, svo að þeir þykjast eiga heimtingu á að leggja orð í belg er örlög þessarar sælueyjar Miðjarðarhafs verða á- kveðin. Konungdæmið i Grikklandi stendur því ekki á nærri eins tryggum grund- velli og hinna konungsríkjanna i Evrópu. Svo að það er ekki séð hvort liin efnilegi unglingur Konstantín Pálsson fái nokkurna tíma að bera nafnið Grikkjakonungur. Flugfélagið Trans-World Airways er nú að hefja áætlunarferðir milli Los Angeles og London og notar Constellation-langleiðavélar i þessar ferðir. Eiga þær að fljúga leiðina á 21 tíma og 5 mínútum, sem er 7 timum skemmri tími en sá sem SAS þarf til að komast sömu leið í hinu svokallaða „pólflugi“ sínu. Maður á hjóli fór fram hjá konu á götu í Helmdburg og þreif handtösk- una hennar um leið og liélt áfram. Einhverjir nærstaddir eltu þjófinn og náðu lionum og börðu hann óspart áður en þeir afhentu liann lögregl- unni. Frúin var kvödd á lögreglu- stöðina til að gefa skýrslu, og ráns- maðurinn var leiddur inn. Þegar frúin sá hann steinieið yfir liana. Það kom upp úr kafinu að ræninginn var — maðurinn hennar. Stúdentarnir, sem innrituðust í há- slcólann í Texas City í haust, var slranglega bannað að koma á fyrir- lestrana i einkabifreiðum. Af 15.000 stúdentum í þessum háskóla kom helmingurinn í háskólann á bil, svo að bílastæðin voru þrotin. Stjórnin í Pakistan ætlar að reisa nýja höfuðborg í stað Karachi, eins og Ástraliumenn gerðu þegar þeir byggðu Canberra. Nýi liöfuðstaðurinn heitir Gadap og er 40 km. fyrir norð- austan Karachi og stendur . miklu hærra, svo að loftslagið er betra þar. í Karachi búa nú 1.100.00 manns. í fornöld voru sjúkrahús óþekkt fyrirbæri. Fyrsta sjúkrahúsið var sett á stofn 300 árum e. Kr. og árið 401 er fyrst getið um geðveikraliæli. Það voru munkar á Biþyníu-eyðimörkinni sem settu það á stofn. Amerískur málfræðingur telur, að alls séu 200 tungur talaðar i veröld- inni. Helmingur af þessum tungumál- um cr talaður í Norður- og Suður- Ameríku. í ár eru liðin 125 ár síðan Grikk- land varð konungsríki, að loknu frelsisstríðinu. Otto prins af Bayern varð konungur Grikkja 1831, en eflir að hann hafði ríkt í 31 ár varð liann að hrökklast frá, en Vilhelm Dana- prins tók konungdóm 1862 undir nafninu Georgios I. Árið 1881 áttu Grikkir í stríði við Tyrki og unnu þá Þessalíu, og í Balkanstyrjöldunum 1912—’13 fengu þeir Makedoníu ásamt horginni Saloniki, en þar var Georg myrtur 1913 eftir að liafa ríkt í 51 ár, og Konstantín tók við. Hann vildi sitja hjá í fyrri heimsstyrjöldinni, en Venizelos vildi fyrir hvern mtín fara í stríðið með bandamönnum og hafði liann betur. Konstantín varð að leggja niður konungdóm 1917 og af- sala sér völdunum í hendur Alexand- ers sonar sins. Grikkir fóru í stríðið og fengu að launum Þrakíu frá Búlgörum og eyjarnar í Grikklands- Á LANDAMÆRUM ÍSRAELS OG EGYPTALANDS. — För Hammarskjölds, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, til landanna fyrir botni Miðjarðarhafsins hefir vakið mikla athygli og er talin hafa heppnast mjög vel. Að minnsta kosti er útlitið nú á ýmsan hátt friðvænlegra á landamærum ísraels og arabisku ríkjanna. Báðir deiluaðilar, Israelsmenn og arabisku nágrannaþjóðirnar hafa lýst yfir því, að þau muni forðast öll átök. — Hér á myndinni sjást fulltrúar úr vopnahlésnefnd Sameinuðu þjóðanna virða fyrir sér brakið úr egypskri þrýsti- loftsflugvél, sem skotin var niður yfir suðurhluta Israel í loftorrustu milli ísraelskra og egypskra flugvéla. IConstantín í leikfimi í skólanum í Anavryta. og uppátektasöm. Konstantín er Hk- ur föður sinum enda semur hann sig mjög að hátturn hans. Frederika drottning er ekki há í loftinu, en hún veit hvað hún vill, enda var Vilhjálmur Þýskalands- keisari afi hennar. Hún er dóttir her- togans af Braunschweig, sem var giftur dóttir Vilhjálms. Það hefir aukið vinsældir henar i Grikklandi hve annt hún lætur sér um mannúðar- mál ýmiss konar, og félagsmál. Meðal annars hefir hún átt mikinn þátt í því að endurheimla til Grikklands þau tuttugu þúsund börn, sem kommún- istar fluttu á burt úr Grikklandi í lok stríðsins. Þessi börn lentu aðallega í Jugoslaviu og Búlgaríu, en nú er allur þorri þeirra kominn heim. Hefir drottningin margsinnis flutt ræður í útvarpinu til að leita eftir peninga- hjálp hjá fólki, til þess að koraa ýmsum mannúðarmálum fram, og jafnan orðið vel ágengt. Safnast jafn- an stórfé í „Drottningarsjóðinn" þegar hún leitar á náðir þjóðarinnar. Hún er þjóðleg í háttum sínum og gengur oft í gríska þjóðbúningnum og gríska þjóðdansa liefir liún lært og dansar þá með miklu fjöri. En þó að allt virðist leika í lyndi hjá henni, hefir hún sinn djöful að draga. Hún þjáist af meðfæddu heyrnarleysi, sem hefir ágerst stórum síðustu árin. hafi ásamt landræmu í Litlu-Asíu með borginni Smyrna. Alexander konungur varð skamm- lífur. Hann fékk eitrun af apabiti og dó 1920 og var pískrað um að það hefði verið af mannavöldum. Nú tókst Konstantín að komast i hásætið aftur, en ekki varð það til frambúðar. Grikkjum lenti i striði við Tyrki út af löndunum, sem þeir höfðu fengið í Litlu-Asiu, en nú höfðu Tyrkir fengið dugandi foringja, þar sem var Mustafa Iíemal (Ataturk) og biðu Grikkir hinar mestu hrakfarir. Konstantín hafði vikið úr hásælinu

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.