Fálkinn


Fálkinn - 18.05.1956, Blaðsíða 15

Fálkinn - 18.05.1956, Blaðsíða 15
FÁLKINN 15 i Tjöld hvít og mislit. Sólskýli hvít og mislit. Tjaldsúlur margar stærðir. Tjaldbotnar margar stærðir. Garðstólar Ferðatöskur Vindsængur Svefnpokar Bakpokar Ferðaprímusar \ Spritttöflur Sportfatnaður alls konar. fitysir h.f. Veiðarfæraverslunin Vesturgötu 1. Frú Orla Drum í Warren, Ohio, fékk svo stóra afmælisgjöf frá nianninum sinum, að hún komst ekki inn um clyrnar. Þetta var ’þó ckki bíll lieldur bráðlifandi fill. — Hann hafði ein- hvern tíma lofað konunni sinni ó- venjulegri afmælisgjöf og fann ekki annað betra. Og frúin var mjög ánægð með gjöfina. Volga er lengsta fljót í Evrópu, 3688 frá upptökum til ósa. Er áin öll skipgeng — grunnskreiðum skipum — uema stuttur spölur við upptökin i Valdaihæðum. Úrkomusvæði Volgu er 1.580.000 ferkílómetrar, eða 15 sinnum stærra en ísland, og á því svœði búa um 50 milljón manns eða nær fjórð- lingur allra íbúa Sovjet-Rússlands. Það hlýtur að vera erfitt líf í Holly- wood, ef trúa má því, sem ein leilc- konan segir: „Þegar ég á að vinna verð ég að fara á fætur klukkan sex á morgnana. Og þegar maður þarf ekki að vinna, fer maður að hátta um sama leyti.“ — Fékkstu nokkuð, sem þér kom á óvænt, í afmælisgjöf? — Já, Gvendur frændi gaf mér bókina, sem ég léði honum Óla í fyrra. Á síðustu tuttugu árum hafa dauðs- föll af lungnakrabba meira en tvö- faldast hjá kvenfólki en sexfaldast hjá karlmönnum. Sumir kenna sigarettu- reykingum um, aðrir óhollustu af loft- inu, sem fólk andar að sér i verk- smiðjum og verksmiðjuhverfum. Amerískar liagskýrslur áætla að húsmæðurnar vinni 80 stundir á viku að meðaltali. Af þessum tíma fer 21 stund í að búa til mat. Manneken Pis í Bruxelles — eirlík- neskið af litla stráknum sem sprænir út i loftið var stórskemmt i fyrrasum- ar. Einn morgun fannst meitill og hamar hjá líkneskinu, sem einhver óþokki hafði notað til að liöggva af þvi besefann. Vakti þetta tiltæki mikla gremju hjá borgarbúum, þvi að Mann- cken Pis er eins konar verndarvættur borgarinnar. Myndin var sett upp árið 1619 til minningar um dreng, sem hét Julien og hafði afstýrt hættulegum eldsvoða nieð þvi að pissa á eldinn. í & I ISABELLA-PERLON kvensokkar með bláa "A merkinu ÍSABELLA öllum konum, sem notað hafa þessa vönduðu sokka, ber saman um gæði þeirra og endingu. Ein af þeim ánægðu gefur eftirfarandi meðmæli: „Síðastliðinn ágústmánuð keypti ég 3 pör af ISABELLA-PERLON sokkum (bláa merkið) og hefi notað þá að staðaldri síðan við heimilisstörfin. Tvö pör af þeim eru enn vel nothæf og lita vel út. Ég mun ekki nota aðra sokka við dagleg störf. Þeir fara vel á fæti og eru sterkustu sokkar sem ég hefi fengið.“ Umboðsmenn: Fást í flestum verslunum. ÞÓRÐUR SVEINSSON & CO. h.f.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.