Fálkinn


Fálkinn - 18.05.1956, Blaðsíða 8

Fálkinn - 18.05.1956, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN ... Ég hefi aldrei vanið mig á að nota óþarfa orð, Esther Qestur kom AÐ var undarlegt hvernig gamla myndin liafði dregið athygli liennar að sér upp á síðkastið. Alveg eins og hún væri að reyna það. Þeg- ar hún var að taka til í herberginu sínu á morgnana, áður en lnin fór á skrifstofuna, tók hún stundum ljós- myndina og stakk lienni bak við speg- ilinn yfir arninum. En þegar 'hún kom 'heim, seinni partinn, var myndin oft- ast dottin niður á arin-hilluna, alveg eins og liana langaði til að segja lienni eitthvað. Einu sinni lá við að hún fleygði henni í eldinn, í vonskukasti, en hún hætti við það. Hún tímdi ekki að farga myndinni, — og hún gat ekki heldur afmáð endurminninguna — þó að lið- in væru átta ár síðan. Esther tók myndina og starði á liana. Og myndin starði á móti — ögrandi. Augun voru óeðiilega hjört í sóibrenndu andlitinu, og skuggi af brosi lék um þunnar og næmar var- irnar. Yfir þvera myndina var skrifað: Alltaf jafn ertinn. Trúðu honum ekki. Greg. En það var einmitt það, sem hún hafði gert — hún hafði trúað honum. Jafnvei þegar hann fór að heiman fyrirvaralaust og sagði kæruleysis- lega: -— Á morgun fer ég til Suður- Ameríku —- og svo hafði iiann farið, á 'ljótu, gömiu vöruskipi — jafnvel þá hafði hún treyst honum. Greg var einn af þessum háu, þreknu mönnum, sem maður fær ó- sjálfrátt traust á — hann virtist svo heili. Enginn nema hún sjálf vissi, hvað það hafði kostað hana, þegar sannleikurinn rann upp fyrir henni. Fyrst liðu langir mánuðir, sem hún beið eftir að hann sýndi eitthvað lífs- mark á sér. Og svo kom bréfið um langferðina — og nieð niðurlagsorð- unum: Þinn, eins og alltaf, óvirðingar- fyllsti Greg. Og eftir þetta bréf hafði lnin ekki heyrt eitt orð. Klukkan í kirkjuturninum sló hálf- níu. Esther deplaði tárvotum augun- um og stakk myndinni bak við speg- ilinn. Svo tók lnin af borðinu, sótti kápuna i klæðaskápinn og fór í hana fyrir framan stóra spegilinn í gang- inum. Andlitsdrættirnir voru hreinir og reglulegir, augnabrúnirnar stórar og hárið dökkt með ennistopp. Þetta var ekki „fallegt andlit“ sem kallað er, en ef meira fjör hefði verið í því, mundi manni hafa fundist stúlkan falleg. Hún var há vexti, bein, en of mögur. Og þó hún væri ekki nema 28 ára fannst henni hún vera miklu eldri. Klukkuna vantaði kortér í níu þeg- ar liún var tilbúin. Hún slökkti á raf- magnsofninum, tók töskuna sína og fiýtti sér út. Smith-systurnar, sem áttu ihúsið kölluðu „góðan daginn“ á eftir henni þegar hún liljóp niður dyraþrepin. Þær sögðu eitthvað meira, en Esther gaf sér ekki tima til að staldra við. Þetta var grákaldur morgunn, eins og oft síðla í október. Ryk og visið 'lauf þyrlaðist í loftinu og göturnar fullar af fólki, sem var að flýta sér i vinnu. Á báðar liliðar henni í troðfullum strætisvagninum stóð þetta sama fólk og vant var og hékk í stroffun- um eða Ias blöð annarra yfir öxl. Þegar hún kom að biðstöðinni sinni olnbogaði hún sig út í haustloftið. Eft- ir tvær mínútur opnaði hún stóru glerhurðina hjá Cumber & Bricnell. Það var gömul og góð málaflutnings- stofa. Yfirfulltrúinn, Burnaby gamli, mag- ur og visinn, brosti lilýlega tli hennar þegar hún kom inn. — Góðan dag, ungfrú Farlane. Hún hengdi hattinn og kápuna í skápinn og settist við skrifborðið sitt. Þessi föstudagsmorgun var alveg eins og aðrir fösludagsmorgnar. Henni tókst aldrei að gera sér grein fyrir, livers vegna allt ]iað, sem gerð- ist þennan dag, kom henni svo ger- samlega á óvart. Þegar sendillinn kom inn og sagði, að maður væri úti í bið- stofunni, sem vildi tala við liana, gat hún ekki látið sér detta í hug hver væri að spyrja eftir henni. Henni fannst Hklegast að þetta væri mágur hennar, sem hafði ýmiss konar við- skipti við stofnunina, og svaraði að hún skyldi koma undir eins og hún hefði skrifað þrjú áríðandi bréf, sem ekki mættu bíða. Klukkuna vantaði kortér i eitt þeg- ar hún loksins kom fram í biðstofuna. Henni fannst hún ætla að verða að steini þegar hún opnaði dyrnar. — Greg! Hún tók öndina á lofti. Það lá við að hún hljóðaði. Hann stóð upp, en sýndi ekki á sér snið til að færa sig nær henni. Stóð kyrr og brosti til hennar. — Góðan heim daginn, Esther! sagði hann eins og þau liefðu sést i gær. Hugur hennar reikaði víða meðan hún var að reyna að finna eitthvað til að segja. En hún gat ekki komið upp nokkru orði, heldur stóð hún og horfði á liann cins og hún sæi aftur- göngu. — Hvers vegna ertu komin? sagði lnin loksins. Hann svaraði ekki. — Farðu í káp- una þina, við skulum koma út að borða, sagði hann rólega. Þegar hún andmælti þessu kom liann að henni og tók hendinni á öxl hennar. Hann laut fram og kyssti hana laust á kinnina. — Farðu nú í kápuna, sagði hann. Hún var skjálfhent þegar hún var að fara í kápuna, og meðan hún var að laga á sér hárið mættust augu þeirra í speglinum. Hún sneri sér ósjá'Ifrátt við og gekk til hans. — Ég get varla trúað sjálfri mér, að þú sért kominn aftur, sagði lhin brosandi. — Það er svo hræðilega langt síðan ... Hann brosti aftur og kyssti höndina á henni. EFTIB að þau voru sest andspænis hvort öðru í veitingasalnum skildist henni að þetta var ekki draumur. Greg hafði breyst, en samt var hann sá sami. Hann virtist enn þreknari en hann hafði verið forðum, og hend- ■urnar og röddin nokkru grófgerðari, og í ósamræmi við snyrtilegu mál- saumuðu fötin sem hann var í. Hún gat ekki haft augun af honum. Hjarta liennar var gagntekið af þakk- læti yfir kraftaverkinu semhafði gerst, — en endurminningin um öll vondu árin voru eins og stífla, scm byrgði gleðinni útrás. Kæruleysi hans og gersamleg vöntun ábyrgðartilfinning- ar særði hana, eins og snert væri við opnu sári. Loks gat hún ekki dulið beiskjuna lengur. — Þú heldur sjálfsagt að þú getir komið til mín aftur jafn tilfinn- ingalaus og þegar þú fórst frá mér fyrir átta árum, sagði hún. En það er ekki liægt, Greg. Ilvers vegna komstu yfirleitt aftur? Ég hélt að þú værir dáinn. Ég vonaði að þú værir dáinn. Hann svaraði ekki en benti þjón- inum og fór að panta. — Tómatsúpa? Og á eftir — hverju liefurðu lyst á, Esther? — Ég hefi ekki lyst á neinu. Heyrð- irðu ekki hvað ég sagði? Ég vonaði að þú værir dauður! Röddin titraði af bældri reiði. Greg svaraði rólega: — Gefið þér okkur tvo bauta með sveppum. Og svo rjómaís á eftir. Hafið þér vin- skrána? Honum varð litið til liennar og sá heiftina í augunum. — Eins og þú sérð þá er ég ekki dauður ennþá, sagði liann og hló. — Ég hefi blátt áfram ekki efni á því. Ég á svo margt ógert. Meðal annars verð ég að eignast fjölskyldu. — Ég er tuttugu og átta ára, sagði hún ósjálfrátt. — Ég veit það. Eg kann að telja. — Ó, það er svo likt karlmönnun- um að 'halda að hægt sé að taka í þráðarspottann þar sem maður sleppti honum, og láta eins og ekkert hefði í skorist. Þér hefir auðvitað ekki dott- ið í hug, að annar maður væri kominn i leikinn, eftir öll þessi ár? — Nei, í rauninni ekki, svaraði hann rólega og íbygginn. Hana sárlangaði til að hrópa: — En það er annar maður i leiknum! Hana sárlangaði til að dengja þessari lygi á liann — til þess að sjá hvort borginmennska hans fengi ekki áfall. En i staðinn yppti hún öxlum. — Það er rétt hjá þér, það er enginn annar i leiknum. Greg hélt áfram að masa, rólega, nieðan þjónninn var að ná í súpuna. — Ég hefi verið heima í þrjár vikur samtals. Hefi verið að leita að þér allan þann tíma, en fann engin spor. Ég hefi komið á alla staðina, sem við vöndum komur okkar á í gamla daga. Vissi ekki einu sinni að þú ... — Hvernig áttir þú að vita um mig, úr þvi að þú skrifaðir aldrei, tók hún fram í. — Ég fékk ekki nema þetta eina bréf og vissi ekki heimilisfangið þitt. Ilvers vegna skrifaðirðu ekki? — Þú veist að bréfaskriftir liafa aldrei verið mín sterka hlið. Hvað á maður við pappirsblað að gera, þeg- ar maður þarfnast lifandi konu með holdi og blóði? Hún leit snöggt til hans, og fyrst nú var liægt að sjá eitthvað sem líkt- ist viðkvæmni i augum hennar, en röddin var ennþá þrungin fyrirlitn- ingarhreim. — Þetta er likt karlmönn- unum. Þeir hafa ekki snefil af til- finningu eða nærgætni. Skilurðu ekki hve mikils virði bréfin þín mundu liafa verið mér, jafnvel þó að þú sakn- aðir ekki neins, þó að þú fréttir ekki af mér? — Það var ekki að tala um að sakna. Það hefði ekki verið nein uppbót — ég hefi aldrei gert mig ánægðan með það næstbesta. Halló, þjónn! hvar er vínskráin? Annars skiptir það ekki máli, koniið þér með hálfa flösku af rauðvíni. — Þú veist alltaf hvað þú vilt, er það ekki. Þú ert aldrei í vafa? — Ekki aðeins það, svaraði hann um það. — Ég er vanur að fá það sem ég vil líka. Eftir örlitla stund hélt hann áfram, og nú var röddin gerbreytt. — Heyrðu, Esther! Ég á skemmtilegasta húgarð, sem hægt er að hugsa sér, suður undir Andesfjöll- um. Þar á ég yfir tuttugu þúsund skepnur, og talsverða fúlgu í bankan- um. Húsið er tilbúið til að taka á móti þér — nema innbúið, sem ég vil helst að þú veljir sjálf. Þetta er góð jörð, Esther, og úrvals gripir. Ég hefi lagt mikið á mig til að koma þessu fram. Líttu á þessar! Hann rétti sterklegar hendurnar fram á borðið og lét lófana snúa upp. Þeir voru iharðir og með siggi. — Ég liefi unnið sem luireki fyrir fimmtán

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.