Fálkinn


Fálkinn - 18.05.1956, Blaðsíða 9

Fálkinn - 18.05.1956, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 dollara á viku og sofið í bragga. Ég hefi rekið nautgripahópa yfir öræfi, verið hálfdauður af þorsta, og ég hefi legið liti i versta byt, sem komið hefir í manna minnum! Eftir nokkur ár fór ég að færa mig suður á bóginn og ég sparaði hvern eyri til þess að gela keypt mér gripi og borga beitar- toll, í staðinn fyrir að láta gripina ganga á afréttunum, þar sem beitin var verri. Og loks hefi ég fengið það sem ég óskaði mér: mína eigin jörð. Hann þagði um stund. — Ég vil ekld segja að ég hafi alltaf verið að hugsa um ])ig, hélt hann áfram. — Ég hafði ekki tíma til að liugsa um annað en vinnuna. En þú varst þar, Esther, jafnvel þó að þú værir oft bak við ýmislegt annað. Og þegar ég hafði undirbúið allt handa þér, kom ég aft- ur til að sækja þig. Þér finnst að ég hafi ekki tekið endurfundi okkar nógu hátíðlega. En þú ættir að vita hve hræddur ég hefi verið, þegar dagur leið eftir dag án þess að ég gæti fundið þig. Hann tók um böndina á henni og sagði innilega: — Ég hefi meira að segja pantað farrými handa okkur á skipinu, sem siglir í kvöld. Ég liafði vitanlcga hugsað mér að við giftumst áður en við færum. En sá þáttur í áætluninni er nú farinn forgörðum, úr því að ég var svona lengi að finna þig. Ég hafði ekki haldið að það tæki svona langan tima. Ég verð að fara í kvöld, hvað sem öðru líður, en þú gefcur komið á eftir mér með næsta skipi. Það er þetta sem ég verð að biðja þig um svar á. ESTHBR var svo reið að orðin foss- uðu út úr henni. — Hvernig dirfist þú? Þú leyfir þér að stinga upp á þessu eins og það væri sjálfsagður hlutur. Hvernig dirfist þú að koma eftir öll þessi ár og telja sjálfsagt að ég bíði og þakki fyrir að láta hirða mig eins og ferðatösku, sem hefir gieymst — já, einmitt eins og ferða- góss, sem hefir verið sett i geymsiu? Þér datt ekki í hug að þetta ferðagóss hefði mannlegar tilfinningar, að það væri að farast af sorg og voniausri þrá, viku eftir viku, mánuð eftir mán- uð og ár eftir ár ... — Esther, hlustaðu á mig ... — Segðu ekki eitt einasta orð! Ég vil ekki hlusta á þig. Ég var svo lieimsk að gera það einu sinni, en ég ... — Hættu þessu, Estherl Þú verður að blusta á mig. Þú þekkir mig — þú veist að ég mátti til að fara, forð- um. Ég varð að komast burt. En ég sagðist koma aftur til að sækja þig, og það hefi ég gert. Og þú lofaðir að bíða. — En svo liðu átta ár, svaraði hún. — Átta ár! Enginn hefir rétt til að láta stúlkuna sína bíða svo lengi. En þessi ár liafa varla verið þér löng. Þú upplifðir alltaf eitthvað nýtt á nýjum stöðum. En ])að gerði ég ekki. — En þú lofaðir að bíða, sagði hann aftur. Allt í einu komu tárin fram í augun á henni. Hún hafði rcynt að borða matinn, sem var á diskinum hjá henni, en hún var með velgju og gat ekki komið niður nokkrum bita. Hún ýtti diskinum frá sér og stóð upp. — Klukkan er tvö. Ég verð.að fara aftur á skrifstofuna. — Esther, sagði hann biðjandi. — Nei. Greg stóð upp lika. Hann stóð i veginum fyrir lienni, svo að luin varð að hlusta á það sem hann sagði. — Þú getur fengið umhugsunartíma til klukkan sjö í kvöld. Síðasta iest sem nær skipinu i höfn fer klukkan kortér yfir sjö. Ég skai liringja heim til þín frá brautarstöðinni klukkan sjö. Ég fékk simanúmerið þitt á skrif- stofunni. Ef þú segir já, þá fer ég glaður til baka. Ég skal undirbúa allt syðra, svo að við getum gifst undir eins og þú kemur. Ef þú segir nei — þá skal ég ekki spyrja þig oftar. Og þá skeður það í fyrsta sinn á ævinni, að ég fæ ekki framgengt því sem ég vil. — Það væri það besta, sem komið gæti fyrir þig! sagði hún beisk. — Og þú getur sparað þér að síma til mín, því að þú liefir fengið svarið. Vertu sæll, Greg! Hún rétti honum höndina. Hann rétti ekki fram höndina á móti. — Þú getur sagt það þegar ég síma. — Eins og þú vilt. Orðin voru eins og svipuhögg. Hún leit á hann um leið og fann yl fara um sig þegar hún sá að hann kenndi til undan orðunum, þó að hann færi dult með það. Henni þótti gott að hann skyldi hafa komið, svo að hún fékk tækifæri til að liefna sin. En gleðin var stutt. Þegar hún sá að hann kenndi til þá fann hún til sársauka um leið, og hún fann að hún elskaði hann og mundi alltaf elska hann. Hann rétti fram höndina eftir hatt- inum sínum en hún varnaði honum og sagði: — Fylgdu mér ekki á skrif- stofuna. Ljúktu við að borða matinn þinn. — Eins og þú vilt, sagði hann í sama tón og hún hafði talað, og lét hana fara sina leið. Hún var í eins konar millibils- ástandi er hún gekk á skrifstofuna aftur. Hún var komin nær alla leið þegar hún tók eftir að hún hafði gleymt að ihneppa að sér kápunni. Og hún iiafði ekki fundið til kuldans. NYRSTI SKÓLI í HEIMI. í Tuktoyaktuk á norðurskautssvæði Kanda er ríkisskóli, sem mun vera sá nyrsti í heimi. í „Tuk-tuk“ skól- Hún fann yfirleitt ekki ncitt. Hún var algerlega lömuð. Og svona var hún áfram. Hún sat og skrifaði en það var ósjálfrátt. Hún var búin með það sem liún þurfti að gera, fyrir klukkan sex, og hefði getað farið. En i stað þess að flýta sér að komast af stað, eins og hún var vön, fór hún að dútla við hitt og annað — skipta um litarband á vélinni og vökva blómin. Hún fór seinust af skrifstofunni. Á biðstöðinni var fullt af fólki. Fólk ýtti og tróð sér áfram og tvisvar varð hún eftir af vagni. Hún hallaði sér upp að húsveggnum og lagði aftur augun. Klukkan yrði áreiðanlega yfir sjö þegar bún kæmi heim. Greg mundi síma árangurslaust. Önnur hvor Smith-systirin mundi svara: — Nei, hún er ekki komin lieim ennþá. Við búumst við henni á hverju augnabliki ... Þegar hún var loksins komin í strætisvagn kvaldi hún sig til að rifja upp atvikin í daglegu lifi sinu. Það var eins og allt þetta smávægilega, sem hún hafði haft gaman eða leið- indi af, tæki á sig vofulijúp og grát- bændi liana um að fara ekki frá sér. Ó, bara að hann hefði ekki komið tii baka. Hvers vegna finn ég ennþá augnaráðið hans, varirnar, sterku hlýju hendurnar? Farðu, Greg — lofðu mér að vera í friði! ESTHER taldi víst að klukkan væri að verða sjö þegar hún kom fyrir liornið, og þegar hún leit á kirkju- klukkuna fékk hún staðfestingu á því. Hana vantaði tvær mínútur. Hún greikkaði ósjálfrátt sporið, þó að hún ætlaði sér það ekki. — Ég vil ekki flýta mér, sagði hún við sjálfa sig, en það stoðaði ekki. Hún gekk liraðar og liraðar og loks hljóp liún við fót. Hún hafði hjartslátt og andlitið var fölt. Þegar hún hljóp upp stigann sló klukkan sjö og í sömu andránni hringdi síminn. Hún stakk hendinni í vasann til að ná í lylcilinn. anum eru fimmtíu lítil eskimóabörn, sem eru öll vel að sér i ensku og ýmsum fleiri námsgreinum, sem kana- diskum börnum eru kenndar. Aðeins Henni fannst hjartað ætla að springa. Fingurnir þukluðu. Lykill- inn var ekki í vasa hennar! Síminn hringdi aftur. Hvers vegna svöruðu gömlu könurnar ekki? Hún studdi fingrinum á dyrabjölluna og hringdi. Hvers vegna var ekki lokið upp fyrir lienni? Hún hafði ekki séð miðann á hurð- inni fyrr en nú: „Til mjólkurpóstsins: Þurfum enga mjólk fyrr en á mánu- dag!“ Nú skihli hún. Systurnar höfðu far- ið úr bænum. Þess vegna svaraði eng- inn í simann, hringingarnar nmndu kannske halda áfram eina mínútu enn, og svo þagna — fyrir fullt og allt! — Guð minn góður! sagði hún upp- hátt, — lofðu mér að komast inn! Hún barði á hurðina og hljóp svo út, með hringinguna i eyrunum, ef ske kynni að hún rækist á lögregluþjón, sem gæti opnað fyrir lienni. En hún sá engan. Eftir augnablik hættir siminn að hringja og þá er allt um seinan. Þá er hann lagður af stað til skips. Og ég veit ekki einu sinni livað skipið heitir, eða til hvaða lands það er að fara. Ég veit ekkert — nema að það er einhvers staðar í Suður-Ameríku .— við Andesfjöllin. Henni fannst annað hljóð komið i símabjölluna — hún hringdi ekki eins ákaft og áður. í livert skipti sem hringdi stóð hjartað í henni kyrrt af angist — þetta var í síðasta sinn. En allt í einu datt henni ráð i hug. Það var gildur inálmlás á liandtösk- unni hennar og nú mölvaði hún rúðu og komst út á svalirnar og þaðan inn í stofuna. Ef siminn hringdi aðeins cinu sinni enn mundi hún geta svarað. Hún hljóp að simanum með blóðugar hendur, þvi að hún hafði skorið sig á glerinu, tók heyrnartólið og sagði með öndina i hálsinum: — Já, ég er hérna — það er Esfcher ... Framhald á bls. 14. einn kennari er við skólann, ungfrú Eleanor Thompson (hægra megin við skiltið). Myndin er tekin í frímínút- um á leikvellinum við skólann.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.