Fálkinn


Fálkinn - 29.06.1956, Blaðsíða 2

Fálkinn - 29.06.1956, Blaðsíða 2
2 FÁLKINN NÝ TILVERA. —■ Fyrir tveimur árum skaut unnusti Monicu Page, enskrar hraðritunarstúlku, hana á götu og fyrirfór svo sjálfum sér. Monica var í dauðans kverkum í fjóra mánuði en var bjargað. Læknarnir urðu að ger- breyta andlitinu á henni og setja á hana nýtt nef, en sjónina missti hún. Samt er hún farin að stunda fyrra starf sitt aftur. Hún hefir hund til að leiðbeina sér á götunni. Kennarinn: „Gelurðu sagt mér, Óli litli hver sagði: „Dagar Paradísar eru taldir?“ „Já, ])að get ég. Hann pabbi sagði það ])egar hún mamma kom heim úr súmarleyfinu.“ —■ Haldið þér að lijónaskilnaðir tíðkist í himnariki? — Nei, ]>að er óhugsandi. Því að það er ómögulegt fyrir hjón að slcilja, nema þau hafi málaflutningsmann. Langi Jói hafði verið neftóbakslaus í tvo daga og á leiðinni til kaupmanns- ins mætti hann Gúnda, sem var að enda við að laka í nefið. Gúndi var annálaður fyrir nísku. — Ætli þú gefir mér ekki í nefið, Gúndi, sagði langi Jói. — Nei, ég er að verða tóbakslaus, segir Gúndi. Þá hleypur skollinn i langa Jóa og hann segir: — Lofðu mér þá að kyssa þig, heldur en ekki neitt. Fullur maður hafði ráfað inn í kirkjugarð, lagst á eina gröfina og steinsofnað. Lögregluþjónn átti leið þarna fram hjá, sá manninn og fór og vakti hann. — Nú hafið þér sofið lengi, maður minn! — Ég held að þér ættuð að vekja hina, sem liggja hérna. Lengur hafa þeir sofið. — Hvar ert þú fæddur, pabbi? — í Hálsasveitinni. — Og hvar er hún mamma fædd? -—■ í Þistilfirði. — Og hvar er ég fæddur? — í Ölfusinu. — Ansi er það eiginlega skritið, að við þrjú skulum hafa lent saman! Eftir að Henrik Ibsen hafði hætt að vinna í lyfjabúðinni í Grimstad liélt hann dálítið skilnaðarsamsæti fyrir kunningja. Um nóttina þegar þeir fóru heim, varð þeim gengið fram hjá lyfjabúðinni. Ibsen minnt- ist alls þess ónæðis, sem hann hafði orðið fyrir, þegar hringt var og hann varð að fara upp úr rúminu, og nú af- réð hann að hefna sín. Hann hringdi næturbjöllunni. Loks lcom lyfsalinn sjálfur fram í gatið og spurði um erindið. — Þetta er bara hann Henrik. Ég ætlaði að spyrja yður livort yður lang- aði ekki til að læra að spila á flautu. <«««<«<««««««<«««««-<«««««««<«««««««<«««««««««« Rinso þvær áva/t og kostar^&ur minna Þér getið náð dásamlegum árangri með því að nota Rinso — raunverulegt sápuduft. — Rinso er ekki aðeins ódýrasta þvottaduftið heldur einnig það drýgsta og fer vel með þvott og hendur. Hið þykka mjúka Rinso þvæli hreinsar vel án þess að nudda þurfi þvottinn milcið, en nuddið slítur þvottinum einna mest. Best Jyrir þvott og hendnr X-B 2J7/7-U25JB ÞRÆTUEPLIÐ. — Franska fólkið í Alzír ætlaði að tryllast þegar hers- höfðinginn Catroux, 79 ára gamall, var gerður að landstjóra þar. Er allt í báli og brandi í Alzír, vegna þess að Frakkarnir þar vilja ekki heyra nefnt að sjálfstæðiskröfum Araba þar i landi sé sinnt. Tvö hundruð og þrettán egg komu í dagsljósið, er hreingerningakona í verksmiðju einni í Bremen var að þvo skápinn á skrifstofu eins stóriðju- höldsins i Bremen núna um nýárið. Þessi forstjóri hafði auðsjáanlega ekki melið að verðleikum matarböggulinn, sem konan hans tróð upp á liann á hverjum morgni í nesti, þegar hann var að fara að heiman. Öldrykkja Bandaríkjamanna liéfir tvöfaldast síðan fyrir stríð. Það er talið víst, að þeir sem valdi þessu séu fyrst og fremst bandaríkjaher- menn, sem dvalið liafa langvistum í Þýskalandi en eru nú komnir heim. Eisenhower forseli spurði konuna sína hvers hún óskaði sér í afmælis- gjöf. „Að þú verðir ekki forseti aftur,“ svaraði hún. STÆKKIÐ um 2—6 þumlunga með hinni nýju aðferð okkar, sem hæfir bæði körlum og konum. Ábyrgjumst árangur eða end- urgreiðum afgjaldið eins og það leggur sig. Góðfúslega sendið 30 shillinga póst- banka- eða ferðaávísun, sem greiða má með á Indlandi, í Englandi eða Ameriku. Activities (Dept. 927) Kingsway, Delhi-9, India. Vilduð þér FITNA um 10, 20, 30 pund eða meira? Loks er leiðin fundin. Skrifið eftir ókeypis upplýsingum (með 2 shillinga breskri póstávísun) um uppbyggingu magurs likama. Activities, Kingsway (T 827) Delhi-9, India.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.