Fálkinn


Fálkinn - 29.06.1956, Blaðsíða 13

Fálkinn - 29.06.1956, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 hugsaði ekki um neitt annað. Lyndis bylti sér í rúminu eins og sárþjáð manneskja, er hún hugsaði til þess, að Nicholas hafði látið eins og hún væri alls ekki til. Þar var aðeins Carole. Lyndis sjálf var aðeins núll frá Nicholas sjón- armiði, núll sem hindraði um stundarsakir að hann gæti gifst Carole. Þau áttu að koma fram sem hjón út á við, því höfðu þau lofað hvort öðru, en heima fyrir ætlaði hann að haga sér eins og honum sýndist. Nicholas var alveg eins og hann var vanur morguninn eftir. Hann rétti henni brauðið og smjörið, hæversklega eins og þjónn, og fór svo að lesa morgunblaðið. En allt í einu braut hann saman blaðið og sagði: ,,Við ætlum að halda dansleik, eins og þú veist kannske. Ég verð að halda veislu fyrir skyldfólkið, og kynna þig sem lafði Hamalton, annars fer fólk að búa til slúðursögur. Svo að það er best að við höldum þetta samkvæmi sem fyrst.“ Það var ekki laust við að Lyndis fengi hjartslátt við tilhugsunina um að eiga að standa andspænis öllu hefðarfól-kinu, sem Hamalton var í ætt við. Skyldi því falla við hana? Það var mjög mikils virði, að hún kæmi því vel fyrir sjónir. Annars brygðist hún trausti gamla lávarðarins. Lyndis var mjög þakklát fyrir að gamli húsbóndinn hennar hafði gert hana að með- eiganda í arfleifðinni meðan hún væri gift Nicholas. Það var traust sem hún mat mik- ils, og hún varaðist að nota meira af pening- um en henni fannst hún hafa rétt til. En í þessa veislu mátti vitanlega ekki horfa í skild- inginn, og meðal annars varð hún að kaupa sér dýran kjól. Hún valdi sér kjól úr þykku, hvítu silki — það var svo þykkt að minnstu munaði að kjóllinn gæti staðið einn, og alsett perlum og alls konar myndum sem gljáðu og glitruðu við hvert spor sem hún steig. Hún varð að tala við Nicholas fyrir dans- leikinn, en veigraði sér hjá því í lengstu lög, því að hún vissi að samtalið mundi verða ó- geðfellt. Hún varð að segja honum, að ef han ætlaði að bjóða Carole Sheraton í þetta sinn, þá ætlaði hún að neita að vera viðstödd sjálf. Hún skildi líka, að Carole vildi fyrir hvern mun koma í þessa veislu, því að þetta var veisla, sem talað mundi verða um í allri London, vegna þess að það var fyrsta veislan, sem Hamalton lávarður hélt eftir stríðið. Og Carole var ein af þeim, sem alltaf vildi vera eins og hundur í hverri hópferð. En Lyndis vildi ekki upplifa endurtekningu á kvöldinu forðum. Hún horfði beint í augun á Nicholas eitt kvöldið er þau voru ein saman, LEYNIBRAUTIN í LONDON. Auk neðanjarðarbrautanna í London, sem allir þekkja er þangað hafa komið, er önnur braut, sem engin lifandi manneskja ferðast með, en samt er öllum ómissandi. Það er braut, sem liggur neðan- jarðar í allar áttir frá aðalpósthúsinu og flytur póst- inn til smærri pósthúsanna. 1 lestunum er enginn vagnstjóri heldur er vögnunum fjarstýrt. Á hverri klukkustund þjóta 40 af þessum lestum um borgina, og flytja þær samtals 40.000 póstsekki á sólarhring. Stöðin við aðalpósthúsið er stærðar járnbrautarstöð og á hinum minni stöðvum er sekkjunum íleygt á ílutningaband er fiytur þá að lyftunni, sem skilar þeim upp í pósthúsið. Allt er gert til þess að flutn- ingurinn sé sem skemmstan tíma á leiðinni. og sagði með rödd, sem hún fann sjálf að var óþarflega hörð: „Ég vil ekki að Carole Sheraton komi á dansleikinn okkar. Þú verður að velja á milli hennar og min — að minnsta kosti þetta eina kvöld!“ Nicholas leit upp, snöggt. En hvað hún var alvarleg. Hann langaði til að kyssa þykkar varir hennar, sem titruðu eins og á feimnu barni. Langaði til að þrýsta henni að sér og hugga hana með gætni, alveg eins og maður huggar barn. Lyndis var bæði angurvær og biðjandi, en reyndi að sýnast reið. Nicholas átti bágt með að verjast brosi, um leið og hann svaraði viðstöðulaust: „Nei, ég hafði heldur ekki hugsað mér það ...“ Það hafði óneitanlega verið svo margt skrafað um hann og Carole, að það hefði ekki verið sæmandi að hafa hana í veislunni, sem hann hélt til að kynna konuna sína. Og auk þess — og það var mikils virði — gat það skaðað mannorð hinnar tilvonandi lafði Hamalton, og gert erfiðara fyrir um hjóna- skilnaðinn. Augun í Lyndis ljómuðu eins og stjörnur. Nicholas hafði þá sjálfkrafa hafnað því að bjóða Carole í veisluna. Hver veit nema hon- um væri farið að leiðast hún? Hver veit ... Hver veit? Nú gat Lyndis af alhug helgað sig undir- búningnum undir veisluna. Henni óx sjálfs- traust að nýju, hún reyndi margs konar hár- greiðslulag í ró og næði fyrir framan spegilinn, en í fjarska heyrði hún til Devons og hins heimafólksins, sem var önnum kafið við störf sín. Lyndis komst að þeirri niðurstöðu að henni mundi fara best og að það ætti best við kjól- inn, að hún hefði hárið í spönskum hnút neð- arlega á hnakkanum. Svo rann hátíðisdagurinn upp. Meðan Lyndis var að hafa fataskipti var drepið á dyrnar hjá henni. Það var Devon, sem skilaði því til hennar, að maðurinn henn- ar vildi tala við hana í bókastofunni fyrir miðdegisverðinn. Lyndis varð órótt innan- brjósts og hún flýtti sér niður. Nicholas leit við þegar hún kom inn og benti á stórt skrín, sem stóð opið. „Taktu það sem þú vilt nota í kvöld,“ sagði hann. „Ég sótti þetta í bankahólfið.“ Lyndis tók öndina á lofti þegar hún leit ofan í skrínið. Þetta var fjársjóður. Á svört- um flauelsbotninum lágu fjöldamargir dem- antar, og ýmsir skartgripir voru í sérstökum öskjum, hver fyrir sig. Lyndis tók sérstaklega eftir ennisspöng, sem var alsett smarögðum. „Eru þetta Hamalton-smaragðarnir frægu?“ spurði hún. Framhald í næsta blaði. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 1%—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.- stjðri: Svavar Hjaltested. HERBERTSprent.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.