Fálkinn


Fálkinn - 29.06.1956, Blaðsíða 14

Fálkinn - 29.06.1956, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN Lárétt skýring: 1. hljóð, 4. hristast, 10. eldstæði, 13. rnarr, 15. óskapast, 16. bönd, 17. vinna, 19. klígja, 21. hljómir, 22. vin, 24. stjórna, 26. á kopar, 28. fljótið, 30. list, 31. höfgi, 33. líkamshluti, 34. fóta- búnað, 36. stansar, 38. ósamstæðir, 39. göniium, 40. eitur, 41. félag, 42. djásn, 44. skógardýr, 45. frumefni, 46. þar til, 48. mann, 50. svaS, 51. munaðar- leysingjanum, 54. hvíldi, 55. kvæðum, 56. segja, 58. jurt, 60. ólæti, 62. mannsnafn, 63. nafnar, 66. spyrja, 67. hlekk, 68. ærslabelgur, 69. gagn. Lóðrétt skýring: 1. upplirópun, 2. koníakstegund, 3. rísla, 5. húsdýra, 6. tveir samhljóðar, 7. svefnlétta, 8. tónn, 9. huggun, 10. farartæki, 11. hey, 12. g'runi, 14. liand- festa, 16. ógæfa, 18. Evrópumaður, 20. lyf, 22. rjúka, 23. skemmtifélag i Rvík, 25. sagnafá, 27. megnari, 29. verkfærið, 32. byrðinni, 34. nokkur, 35. voði, 36. sendiboða, 37. þvottaduft, 43. mál- gagninu, 47. málmurinn, 48. hljóðfæri, 49. mannsnafn, 50. flónið, 52. dugieg, 53. biti, 54. fyrrnefndur, 57. órið, 58. ógróið land, 59. segja, 60. liljóð, 61. op, 64. ósamstæðir, 65. úttekið. LAUSN Á SÍÐUSTU KROSSGÁTU. Lárétt ráðning: 1. sef, 4. Blástör, 10. smá, 13. illa, 15. úlpur, 16. skóa, 17. tjasia, 19. klár- ar, 21. agna, 22. fró, 24. atar, 26. ginn- ungagap, 28. oki, 30. man, 31. alt, 33. Lo, 34. grá, 36. Ásti, 38. A. Ú., 39. fláráða, 40. prestur, 41. ak, 42. öðu, 44. ats, 45. G. I., 46. lak, 48. hóa, 50. man, 51. rennusteina, 54. sóru, 55. get, 56. nóni, 58. skammt, 60. egginu, 62. láði, 63. rotni, 66. alin, 67. Óli, 68. púkanna, 69. ars. Lóðrétt ráðning: 1. sit, 2. elja, 3. flaggi, 5. hia, 6. ál, 7. sparnað, 8. T. U., 9. örk, 10. skrapa, 11. móar, 12. óar, 14. asni, 16. sáta, 18. landráðunum, 20. lagasetning, 22. fum, 23. ógn, 25. þolfall, 27. stúrinn, 29. Kolka, 32. lauga, 34. gró, 35. áðu, 36. ára, 37. uss, 43. rósetta, 47. króaði, 48. hug, 49. att, 50. manila, 52. ermi, 53. nóga, 54. skál, 57. inir, 58. sló, 59. trú, 60. ein, 61. uns, 64. Ok, 65. N. N. OLÍUDAUÐINN. — Nýlega brunnu 150 smálestir af olíu út í Thames úr skipi, sem var að sökkva, og fjöldi fugla lenti í olíubrákinni. Margir þeirra drápust eftir miklar kvalir, en sumum þeirra bjargaði fólk úr dýra- verndunarfétíaginu. — I>að er ófögur sjón að sjá svani ataða í olíu. HVER ER SNOPPUFRÍÐUST? — Þegar ungfrú Liselotte Schraner, tví- tug stúlka, var kjörin „Miss Ham- burg“ nýlega, fyrir yfirstandandi ár, var henni, m. a. gefinn grís í verðlaun. Honum líður vel hjá fegurðardrottn- ingunni og gengur með silkiband uin hálsinn. ENDURFUNDIR. — Þrír drengir á skótaskyldualdri komu nýlega til Eng- lands frá Tékkoslóvakíu til að sjá móður sína. Frú Mary Edwards, sem nú er þrítug, giftist tékkneskum her- manni á stríðsárunum, og eftir stríðið fór hún með honum til Praha, en þá kom það á daginn að hann var kvænt- ur áður. Hjónabandið var því lýst ógilt og frú Edwards missti tékknesk- an ríkisborgararétt og varð að fara til Englands aftur. Það var í fyrra, en fyrst nú í ár hefir hún fengið aftur drengina sína, sem hún hafði farið með til Tékkoslóvakíu. MAGNAÐUR DRAUGUR í U.S.A. — Skipherra á 160 ára freygátu. VÍÐA fara sögur af uppvöðslusömum draugum. í Dijon í Frakklandi hefir Smuel Courvoizer og kona hans ekki nokkurn frið fyrir draug, sem ásækir þau á nóttinni. Hafa hjónin leitaS til lögreglunnar en draugsi virðist ekki bera neina virSingu fyrir verði lag- anna. Hann byrjar undir eins og klukk an i næsta kirkjuturni hefir slegið 12 og er líkast og hann sé í keiluspili. Heyrist skella i kúlum og keilur velta. Draugurinn á Borley-prestssetrinu enska varð heimsfrægur á sinni tíð, og þarf þó mikið til að geta sér frægð í þeirri grein í Englandi, því að það er heimsins mesta draugaland. En prestsetrið brann 1939 og þá hætti draugagangurinn. Borleydraugurinn lék sér að því að afnema þyngdar- lögmálið, og auk þess hagaði hann sér dónalega, og hneykslaðist fólk á því, ekki síst vegna þess að þetta væri 19 ára gömul nunna, Marit Laire, sem stolið hafði verið úr klaustri í Frakklandi af unnusta sinum, ungum greifa, sem síðar myrti hana. Stund- um sást lnin skálmandi uppi á múrn- um kringum lnisið og stundum sást hún í gluggunum einkum þegar tungisljós var. Stundum safnaðist stór draugahópur þarna saman. Voru þeir ýmist góðir eða vondir, því að sumir færðu allt úr lagi en hinir reyndu að lagfæra eftir þá. Visindamenn voru fengnir til að at- huga fyrirbrigðin á Borley. Þeir tóku m. a. eftir þvi, að stundum breyttist hitastigið í stofunum allt að fimmtán stigum á skammri stund. Daginn eftir brúðkaupið sýndi unga frúin Sakkeusi gamlá frænda sínum íbúðina. „Og hérna er nú svefnher- bergið, Sakkeus frændi. Við keyptum okkur ekki hjónarúm, því að ég las i Heilbrigðistíðindum, að það væri óhollt. Hann Pétur sefur í rúminu þarna við gluggann, en ég í þessu rúmi við þilið.“ Sakkeus frændi fitjaði upp á trýnið, en sagði ekkert. En svo kom hann auga á litla klukku á borði milli rúm- anna. „Hver gaf ykkur nú þetta?“ sagði hann. „Það er brúðargjöfin frá henni Teresíu frænku," svaraði frúin. Svo fór frændi. En viku síðar fékk liann bréf frá ungu frúnni, frænku sinni, og hún sagði honum að klukk- an hefði horfið daginn sem liann var á ferð, og fyndist hvergi. Svar Sakkeusar var stutt og laggott: „Reyndu að gá að henni i rúminu hans Péturs þíns!“ Fyrir tólf árum var lánuð bók úr bókasafni og ekki skilað aftur. Fyrr en nú alveg nýlega, að hún kom í pósti og blað með: „Afsakið að ég hefi hald- ið bókinni nokkuð lengi.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.