Fálkinn


Fálkinn - 06.07.1956, Blaðsíða 4

Fálkinn - 06.07.1956, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Tslandsleiðangur Qnimnrds 120 ár eru liðin síðan hinn frægi vísindaleiðangur P. Gaimads kom til íslands. Það var stórviðburður í þá daga og fyrir íslendinga hafði hann mikla þýðingu, eltki síst vegna myndanna, sem þá urðu til. - Og ef Gaimard hefði ekki komið til íslands mundi Jónas Hallgrímsson ekki hafa ort „Þú stóðst á tindi Heklu háum“. INN 30. niaí 1830 lagðist franska herskipið „La Recherche" fyrir akkeri á Reykjavíkurhöfn. Það hafði komið hér við árið áður á leið norður í höf, og skilaði þá í land tveimur frönskum vísindamönnum, er rann- saka skyldu „allt um ísland" — bæði náttúrufræði þess og þjóðhætti. Menn- irnir voru Paul Gaimard og Eugene Robert. Þeir dvöldust hérlendis frá því á lokadaginn til 1. september 1835 og ferðuðust um suður- og vesturland og fundu meira en nóg af rannsóknar- efnum, svo að Gaimard tókst að fá franskar vísindastofnanir til að leggja fram fé í nýjan íslandsleiðangur árið eftir, og varð sú för gerðarlegasta rannsóknarferðin, sem nokkurn tíma hafði til íslands verið farin. Það var þessi leiðangur, sem gekk frá borði af „La Recherche“ 30. maí 1836. Paul Gaimard var foringinn en með honum Robert fyrrnefndur og þessir fimm menn: Victor Lottin, sjóliðs- foringi og eðlisfræðingur og mega ís- lendingar þakka honum uppdrætti þá, sem liann gerði í ferðinni og margir hafa séð á prenti. August Mayer var málari og teiknari og vart mun sá íslendingur til, sem ekki hefir séð eftirmyndir af staða- og mannamynd- um þeim, sem hann gerði í ferðinni. Þá var Xavier Marmier, bókmennta- og sagnfræðingur, sem Gröndal hefir gert frægan í Heljarslóðarorrustu. Raoul Angles liét veðurfræðingur far- arinnar og sjöundi maðurinn í hópn- um var Louis Bevalet. Hann átti að safna náttúrugripum og gera teikn- ingar af einkennilegum fyrirbærum. Það má nærri geta að þessir menn liafa vakið athygli er þeir konni í höfuðstaðinn fyrir 120 árum. Þá voru um 700 sálir í Reykjavík eða rúmur 1/100 af því sem nú er, og lifið miklu tilbreytingaminna en nú er á nokkru heiðarbýli á íslandi. Má því nærri geta að litið hefir verið upp þegar þarna komu i bæinn sjö tígulegir Frakkar, klæddir i pell og purpura og með mikinn farangur og alls konar tilfæringar. Meðal annars hafði Gaimard með sér tilhöggvið hús, sem sett var upp í Reykjavík og notaði Lottin það sem rannsóknastofu. Árið áður höfðu þeir Gaimard og Robert ferðast landleiðis frá Reykja- vík alla leið vestur á Snæfellsnes og gengið á jökulinn, og þaðan norður í Hrútafjörð og suður í Borgarfjörð og jiaðan fyrir Ok til Þingvalla, austur Lyngdalslieiði að Geysi og Heklu, þaðan niður á Eyrarbakka. Nú var lagt í lengri ferð, sem sé austur á Þingvöll, að Geysi og Heklu og þaðan austur í Fljótshlíð. „Þar sneru þeir aftur Lottin og Marmier," segir Þorv. Thoroddsen i frásögn sinni í „Landafræðisögu ís- lands, „liinir héldu áfram ferð sinni sunnanlands um Skaftafellssýslur, gjörðu enga útúrkróka en höfðu hraða ferð uns þeir komu á Djúpavog, þar voru þeir um kyrrt i nokkra daga. Síðan skoðuðu l)eir silfurbergsnámuna lijá Helgustöðum og fóru þaðan uni Iiérað norður á Vopnafjörð, síðan um Dimmafjallgarð að Grímsstöðum á Fjöllum og þaðan til Mývatns, skoð- uðu þar brennisteinsnámur og hrafn- linnu og brugðu sér svo út á Húsa- vík; þaðan fóru þeir Gaimard til Akureyrar, að Möðruvöllum i Hörgár- dal og Hólum í Hjaltadal. Að lokum fóru þeir upp Skagafjörð að Mælifelli og suður Sand, skoðuðu Surtshelli og komu til Reykjavíkur 28. ágúst og var þá ferðinni lokið,“ segir Thoroddsen. Thoroddsen gerir ekki mikið úr vís- indalegum árangri þessarar miklu ferðar. Það verður lesið á milli lín- anna hjá honum, að ytri glæsi- mennska flestra leiðangursmanna hafi verið jafnmikil og vísindahæfnin var lítil, og á þetta einkum við um for- ingjann sjálfan, Paul Gaimard. í lýs- ingu sinni á þcim leiðangursmönnum styðst Thoroddsen einkum við grein- argóða lýsingu dýrafræðingsins Hen- riks Kröyer, sem tók þátt í leiðangri Gaimards til Lapplands og Spitz- bergen árin 1838—’39. Kröyer lýsir Paul Gaimard. útliti Gaimards á þessa leið: „Hann var meðalmaður á liæð, hárið svart og hrokkið og andlitið fremur Ijótt, en framkoman mjúk og þægileg; hann var eigi aðeins lærdómslaus heldur líka þekkingarlaus." Um Eugene Robert, scm Thorodd- sen segir að hafa verið dugandi vis- indamaður, segir Kröyer: „Hann var hár maður, vel vaxinn og fríður sýn- um. Hann var eins og ungur riddari og átti svart, slétt og gljáandi hárið, sem ávallt var langt, dökk og fjörleg augun, fallegt bogið nef, fagur liör- undslitur og nokkuð langt, hrokkið hökuskegg átti þátt í því að manni fannst liann svo. En hann var hátíð- legur i framgöngu og tiltektasamur og mér fannst hann stundum minna mig talsvert á barnakennara í sveil." Hlýjast er Kröyer til Victors Ch. Lottin, sem Reykjavík stendur ávallt í þakkarskuld við fyrir uppdráttinn, sem hann gerði af bænum 1830. Hann var, segir Kröyer, „maður nokkuð við aldur, hár og grannur, höfuðsmár og andlitið smágert og magurt, hár og skegg grátt en augun brennandi. Þetta var hæglátur maður, góðlyndur og alúðlegur i framgöngu, andmælti aldrei neinum og tók aldrei þátt í stælum. Hann var vanafastur um lifnaðarháttu, lúsiðinn og kunni að starfa við liinar erfiðustu aðstæður. Eins og Gaimard var honum hætt við sjóveiki, en þó ekki nærri eins. Hinir frönsku mennirnir í leiðangrinum gerðu sér mjög far um tildurmennsku i klæðaburði, en Lottin gekk í græn- um kalmúksfrakka með rauðan ullar- klút um hálsinn og svart lcaskeiti og var sem óbreyttur alþýðumaður að sjá.“ Lýsing Kröyers á þessum þremur mönnum er býsna glögg, ekki lengri en liún er. Þarna voru franskir glæsi- menn á fcrð, sem höfðu nógu úr að spila og gátu borist mikið á og gerðu það — nema Lottin. Sjálfsagt hafa þeir talið þetta ferðalag sitt álíka djarflcgt og áhættumikið og mönnum þótti að komast yfir Grænlandsjökul fram á þessa öld. Árnar hafa þó verið mesti trafalinn, en enginn þeirra sjö drukknuðu, og sýnir það að fylgdar- mennirnir hafa verið góðir og vel til alls vandað. Þeir Gaimardsmenn fóru nær eingöngu byggðir, „eins og flestir aðrir útlendingar forðuðust þeir öræfi og óbyggðir," segir Thoroddsen. II. Hann gerir frekar lítið úr visinda- legum árangri leiðangurs þessa, og segir að þeir Gaimardsfélagar hafi Núpstaður. Nú er bæjarröðin að mestu horfin, en á Núpstað stendur enn gamalt bænhús, sem hafði staðið þar lengi, áður en Mayer gerði þessa mynd. Og það stendur enn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.