Fálkinn


Fálkinn - 06.07.1956, Blaðsíða 9

Fálkinn - 06.07.1956, Blaðsíða 9
FALKINN gramdist við Barry fyrir þaS aS hann hafSi ætlaS aS reyna að „bjarga" henni. Hún skyidi sannarlega sýna bæði honum og áhorfendum að hún þurfti engan „björgunarhring". Nú var ekki ástæða til aS kvarta yfir undirtektunum. Barry kom fram og tók i höndina á henni og þau tóku á móti lófaklappinu i sameiningu. Þau urðu að gefa aukanúmer og lófáklappiS í salnum ætlaði aldrei að enda. Eftir fjórða og siSasta auka- númerið hljóp hún fram í kiæðaklef- ann og flýtti sér að hafa fataskipti. Hún hataði Barry — alltaf þurfti hann að sletta sér fram i það, sem honum kom ekkert við! Svo æddi hún heim til sin og vissi hvorki i þennan heim né annan fyrr en hún var komin til föður sins. — Ó, pabbi! sagði hún með sárum ekka og fleygði sér á rúmstokkinn hans. Hann strauk hárið á henni, og svo sagði hún honum kjökrandi alla sög- una. — Ég vil ekki standa i þakkarskuld við Barry, hrópaði hún með þráa. — Hann er svo mikill á lofti og ánægður með sjálfan sig, og lítur niður á mig og mína líka. — Þér skjátlast í þvi, Joy. Barry er besti vinur minn. — Hvað áttu við? —i Mig langaði til að veita þér tryggan undirbúning undir lífið, Joy. En um það leyti sem þú hafðir aldur til að fara að menntast fann ég að heilsan mín var farin að bila. Leik- húsin gátu verið án Ted Davies. Þá var það sem Barry hjáipaði mér. Hann sá vel, að ég var enginn „stólpagrip- ur" lengur, en hjálpaði mér samt til að fá atvinnu. Þegar hann vissi að ég átti bágt með að standa i skilum með skólagjaldið þitt, kippti hann því i lag lika. Joy gat ekki komið upp nokkru orði. En nú var dyrabjöllunni hringt og Barry stóð við dyrnar. Hún skildi ekkert hvers vegna hún fékk svo mik- inn hjartslátt. — HeyrSu, Joy, sagSi hann, — ég veit aS þú heldur aS ég hafi stoliS „númerinu" þínu í kvöld. En ef þú hefSir ekki þotið svona fljótt af æf- ingunni í dag, mundir þú hafa heyrt, að þetta var afráðið fyrirfram. — En Iivers vegna fékk ég ekki að yita það áður en ég byrjaSi að dansa? — Af því að ég vissi að þú mundir ekki fallast á það. — Já, af þvi að þið voruð svo lúa- legir við hann pabba. — Nú skal ég segja þér nokkuð, Joy. Black er stórhrifinn af númerinu okk- ar. Söngurinn minn væri einskis virSi án dansins, og sama er aS segja um dansinn. En saman — aftur á móti ... — Heldurðu það? Það kom vonarglampi í augu henn- ar. En svo datt henni annað í hug. Hún leit feimnislega á Barry. — Hann pabbi hefir sagt mér frá hve mikið þú hefir gert fyrir okkur, um skólann og ... ég skal borga þér þetta aftur undir eins og ég fer að vinna fyrir einhverju á leikhúsinu ... — Ég kysi heldur að þú borgaðir mér þaS meS öðru móti, Joy. Hann horfSi beint í augun á henni. — Joy, mér hefir lengi þótt vænt um þig, ég varS ástfangin af þér daginn sem ég sá þig dansa i stofunni. Ég veit aS þú varst reiS af þvi að ég vildi ekki hjálpa þér til að ná í ráSn- ingu, en ég gat þaS ekki. Ég hafði lofað föður þínum að reyna að bægja þér frá leiksviðinu ... Þau heyrðu sjúkiinginn kalla innan úr svefnherberginu. — Nú skal ég koma, pabbi, kallaði hún til baka. Hún tók undir handlegginn á Barry og horfði á hann augum sem ljómuðu. — Komdu, við skulum koma bæði og segja honum frá ... frá nýja „númer- inu" okkar. * í Couis JCclsch á íimm konur ¦,^ Og heimilisbragurinn er fyrirmynd. 'l-kAD eru fleiri en austurlanda- §J höfSingjar, sem hafa kvenna- búr. Louis Kelsch, rösklega fer- tugur maður í Utah er kvæntur fimm konum og býr með þeim öllum i sátt og samlyndi. Hann er mormóni og samkvæmt trú þeirra var fjölkvæni leyft fyrr- um, eða jafnvel fyrirskipaS. En áriS 1890 var mormónum bannað fjölkvæni. Sumir þeirra hafa ekki viljaS hlýðnast þessu banni og telja þaS brjóta i bág viS hina einu sönnu mormónatrú. En þessir menn eiga í stríSi bæði við mormónakirkjuna sjálfa og við hin borgaralegu yfirvöld. Louis Kelsch býr á afskekkt- um stað i nokkrum smáhúsum með konurnar sínar fimm og 31 barni, sem hann hefir átt meS þeim. Svo aS þetta er þungt heimili hjá honum. Eins og stend- ur getur heimilisfaðirinn ekki unniS fyrir konum og krökkum, því að hann situr í fangelsi fyrir fjöikvænið. En konur hans treysta því að hann verSi bráSlega lát- inn laus, þvi aS hér er ekki um venjulegt fjölkvæni aS ræSa. Hann hefir ekki leynt þær neinu, og þær vissu aS hverju þær gengu. Konurnar eru: Elise, 46 ára og á 12 börn. Barbarah, 41 árs á 9 börn. Susannah, 35 ára á 3 börn, Ellinor 31 árs á fjögur og Leona, 29 ára á þrjú börn. En sjálfur er Louis 41 árs. Tvær af konum hans eru systur en hinar eru ná- skyldar. Nú mundi margur spyrja hvernig þessum fimm konum kæmi saman — hvort ekki logaSi allt i afbrýðisemi og illindmn og jafnvel áflogum og hárreyt- ingum, eins og stundum verður milli kvenna, sem elska , sama manninn. Þær neita þvi og segja: — Trú- in tengir okkur saman! Sú yngsta segir í viðtali við blaðamann: — Ég get ekki neitað þvi aS ég er stundum afbrýSisöm. ÞaS er gagnstætt eSli kvenna að eiga mann með fleiri konum. Ef þaS væri ástin ein, sem viS lif- um fyrir, væri svona sambúS ó- hugsandi, en viS eigum trúna og hún bindur okkur saman. Trú okkar verður ávallt að vera sterkari en ástin til Louis, ef viS eigum aS geta bælt niðri í okkur löngunina til að hata hver aðra. Þær segja að maðurinn geri þeim öllum jafnhátt undir höfði, hann skiptir tímanum jafnt milli þeirra, og þær vita jafnan hjá hverri konunni hann er þá stund- ina. Þarna er engin „eftirlætis- húsfreyja" ef treysta má þvi sem konur Louis segja, þó að dauð- legum mönnum mundi finnast líklegt að sú nýjasta væri það. Œ>au hafa sjaldan tíma til að fara í ferðalög þarna á heimilinu. En stundum er þó farið i 3—4 daga ferðalag. Þá fer Louis ekki nema með eina konu i einu, en allar fá jafnlanga ferð. Leona, sú yngsta, segir að sig mundi ekki langa neitt til að eiga manninn sinn ein, eftir að hún hefir vanist að eiga hann meS fjórum öðrum. Þegar hún var spurS hvort þeim konunum leidd- ist ekki og tæki ekki sárt aS htiS væri niður á þær, svaraði hún því, að þær hefðu engan tíma til þess. Alltaf nóg að gera á 31 barns heimili. Konurnar skipta meS sér verkum, sumar vinna úti viS aSrar gæta barnanna. Og svo drekka þær kaffi hver hjá ann- arri og tala þá einkum um kven- fólkiS, því aS ekki geta þær talaS illa um manninn sinn i viðurvist hverrar annarrar. Næstyngsta konan, Ellinor, segir að hún sé alin upp til fjöl- kvænis. Hún kynntist Louis þeg- ar hún var skólastelpa og vissi að hann átti þrjár konur heima. Samt trúlofuSust þau og giftist honum þegar hún varð 16 ára. Hinar konurnar tóku henni vin- samlega og kenndu henni bú- stjórnina, þvi aS hún kunni ekki einu sinni aS búa til kaffi. En þetta nægSi ekki Louis. Hann varS aS fá sér fimmtu kon- una og svo giftist hann Leonu, frænku Eillinor, sem var 15 ára. Og hver veit nema þær verSi fleiri, ef hann sleppur úr fang- elsinu. Þessi fjölskylda er talin fátæk, en þó á hún bíl og sjónvarp til sameiginlegra afnota. Og þaS er fjölmennt kringum sjónvarps- tækið í barnatimanum. * Piasecki-flugvélaverksmiðjurnar i Pennsylvania hafa smiðað 40 farþega þyrilflugu, sem knúin er gastúrbínum, og hefir margvíslega kosti fram yfir eldri þyrilflugur, m. a. eru þær hrað- fleygari og sparari á eldsneyti. Hreyfl- arnir eru tveir, en vélin getur haldið fullum hraða, þó að annar þeirra sé ekki látinn starfa eftir að vélin er komin á loft. Dr. Antoine Lipie, tannlæknir i Argenton hefir orðið aS mæta fyrir rétti út af einkennilegri lækningar- aSferS er hann notar viS þá sjúkl- inga sina, sem kvenkyns eru. Undir eins og sjúklingurinn er sestur í „kvalastólinn" byrjaði tannlæknirinn lækninguna með því að kyssa sjúkl- inginn með svo ástríðufullri áfergju að það gekk fram af frúnni eða ung- frúnni og hún gleymdi öllu öðru en þessari bíræfni. En þegar dr. Lipie kom í réttinn sagSi hann vandlæt- ingarfullur: „Ég veit að aðferð mín er óvenjuleg, en tilgangurinn með henni er aSeins sá, að draga athygli sjúklingsins burt frá tannpínunni. Enginn sjúklinga minna hefir kvartað undan aðferðinni, og 80 af hverjum hundrað sjúklingum mínum er kven- fólk. Þetta ætti að vera næg sönnun fyrir því að ég geri þetta í besta, þrælvísindalegum skilningi." — Það var rétt, sem tannlæknirinn sagði, að enginn af sjúklingunum hafði kvart- að, en ein frúin hafði sagt mannin- um sínum frá lækningaraðferð dr. Lipie. Og þessi maSur var afbrýSi- samur. Hann fór undir eins til lög- reglustjórans og kærSi. Tannlæknir- inn fékk aSeins smásekt, en áminn- ingu um aS spara sem mest nýju að- ferðina. Tom Hill i Alrewas fékk fyrir nokkru heiðursgjöf, sem var dálítið sérstaks eðlis. Gjöfin var silfurbikar, sem hann fékk fyrir að hafa þambað 40.000 iítra af öli á sama stað og á líkum tíma dags. Síðan árið 1895 hefir hann komið á b.jórkrána „The Crowns Inn" á hverju kvöldi og drukkið tvo lítra af öli. Fangavörður í stærsta fangelsinu i Montevideo var nýlega sviptur em- bætti. Einn af vistmönnunum i fang- elsinu hafði kennt honum aðferð til að búa til silfurpeninga, sem ekkert silfur var í, og fangavörðurimrorðið svo hrifinn af þessari aðferð, að hann hafði kennt móður sinni og systur, svo að þetta varS arSvænlcg „heima- iðja" hjá fjölskyldunni. — Mér finnst endilega ég hafa gleymt einhverju. — Segðu við þá að þeir skuli ekki vera hræddir við okkur!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.