Fálkinn


Fálkinn - 06.07.1956, Blaðsíða 8

Fálkinn - 06.07.1956, Blaðsíða 8
FÁLKINN CctkarablóÓ ÞEGAR Joy kom aftur út á götuna í rigninguna, bærðist hjartað í honni hraðar en það átti vanda til. Hún var að koma úr danskennslustund hjá Alex Tremp, og hann hafði sagt að hún gæti dansað. Hingað til hafði liann látið nægja að kinka vingjarn- lega kolli við og við, en í kvöld hafði hann klappað á öxlina á henni og sagt að hún hefði tekið stórkostlegum framförum. Joy fór beint í litla leikhúsið, sem faðir hennar starfaði við. Hann hafði ekki hugmynd um að hún hafði notið kennslu í listdansi i meira en heilt ár, og að hún notaði alla sína fjár- muni og frístundir í þetta. Hún hafði starfað markvisst og lagt mikið á sig. Þrjú kvöld í viku var hún hjá dans- kennaranum, og hin kvöldin æfði hún sig heima i stofunni meðan faðir hennar var í leikhúsinu. Hann var gamanleikari og oft í leikferðum. I æsku hafði hann verið frægur mað- ur, en hann vildi aldrei heyra nefnt að dóttir hans helgaði sig leiklistinni. Joy hafði verið látin ganga á versl- unarskóla og síðan hafði hún fengið pláss á skrifstofu. Þetta var hún að hugleiða á leiðinni upp að leikhúsinu. Hvað mundi faðir hennar segja þegar hann heyrði að hún hefði afráðið að hætta á skrifstofunni og skapa sér lifsstöðu með dansi? Hún stóð um stund fyrir utan leik- húsið og var á báðum áttum. Átti hún að fara inn um dyrnar að leiksviðinu og tala við föður sinn strax? Eða átti hún að bíða þangað til eftir sýning- una? Hún afréð að sjá hann á leik- sviðinu fyrst, og gekk rakleitt inn um aðaldyrnar og keypti sér miða. Það var orðið langt síðan hún hafði séð föður sinn á leiksviðinu. Hún mundi hvernig hún hafði staðið að tjaldabaki með móður sinni forðum daga, og hlustað á dynjandi lófaklapp- ið eftir gaman-atriðin, sem faðir hennar iék í. Sýningin var um það bil hálfnuð, og dansandi par var að stiga siðustu sporin í dillandi tangó þegar hún settist. Svo kom faðir hennar. Joy fékk hjartslátt þegar hún sá skrítna litla manninn í lafafrakka og með pípuhatt koma fram á sviðið. Hún horfði óróleg á fyrstu tiltektirnar hans. Svo renndi hún augunum stolt og ánægð um salinn. En hvað var að? Það var ekki svo mikið sem hún sæi nokkurn mann brosa, en sumir geisp- uðu án þess að bera höndina fyrir munninn. Joy fann tárin brenna í augnahvörmunum. ¦— Hann er tuttugu árum of seint á ferð, hvíslaði rödd bak við hana. Joy kreppti hnefana til að harka af sér. Einhverjir klöppuðu á víð og dreif þegar tjaldið féll eftir fyrsta leikatriðið. — Bara að hann komi nú ekki aftur, hugsaði Joy með sér. En þarna var hann þá kominn og nú reyndi hann glens, sem alltaf hafði fallið í góða jörð þegar hann stóð upp á sitt besta. ¦— Halló! Eru allir farnir heim? hrópaði hann fram í salinn. — Við gerum það ef þér farið ekki burt af sviðinu, svaraði rödd úr saln- um. Joy fann að hún roðnaði af gremju þegar miskunnarlaus hláturinn i sal- um kvað upp dóminn yfir veslings gamanleikaranum. Að geta verið svona þrælslegur við gamlan mann, sem hafði lifað sitt fegursta. Enginn mundi eftir fyrri frægðarferli Teds Davies, hve mikils virði margra ára starf hans hafði verið fyrir gaman- leikhúsin; og allri þeirri gleði og hlátri, sem hann hafði vakið hjá áhorfendunum i áratugi. Hún beit á vörina og langaði til að hljóða er hún sá máttvana brosið hans er hann hvarf út á milli tjaldanna. Svo féll tjaldið. Það var dregið upp aftur að vörmu spori og nú sást landslag í tungisljósi og ungur maður í smoking stóð á svið- inu og söng. Fólkið hagræddi sér i stólunum og hlustaði gagntekið á angurblítt ástarlagið. Það var kald- hæðni örlaganna að einmitt Barry Knight skyldi vera látinn bjarga við óförum föður hennar, hugsaði Joy með sér og var gröm. Þrátt fyrir mikinn aldursmun höfðu faðir hennar og Barry alltaf verið góðir vinir. Hún vissi ekki hvers vegna hinn ungi söngvari og gamli gamanleikari voru svona samrýmdir. Hún mundi eftir Barry frá því að hún var svo lítil að hún var ekki byrjuð í skólanum. Hann var kornungur þá, en byrjaði að leika og kom oft heim til hins eldri starfs- bróður sins, Ted Davres. Henni hafði fallið vel við Barry áður, en nú þoldi hún ekki að sjá hann. Það stafaði af sérstöku atviki, sem hafði gerst fyrir nokkrum mán- uðum. Hún hafði verið að æfa erfiðan dans heima í stofunni, en þá opnuðust dyrnar allt i einu, og þar stóð Barry og horfði á hana. Hún hafði beðið hann um að útvega sér ráðningu við leikhús, cn hann hafði þvertekið fyr- ir það. Hún gat ekki fyrirgefið honum að hann vildi ekki hjálpa henni. En hún gleymdi ekki hve augnaráð hans var einkennilegt þegar hann fór. Og nú stóð hann þarna og dáleiddi fólkið. Joy sparkaði ergilega í stól- fótinn og snýtti sér rösklega. Sessu- nautur hennar þaggaði gramur niðri í henni, en fólkraðirnar gleyptu Barry með augum og eyrum. Lófaklappið var eins og skriða þegar hann var búinn og hann varð að koma inn og hneigja sig hvað eftir annað. JOY flýtti sér út úr salnum og að bak- dyrunum að leiksviðinu. Hún hljóp inn langan ganginn að herbergi föð- ur síns. Ein hurðin stóð í hálfa gátt og hún heyrði að Barry var að tala við annan mann fyrir innan. Hún heyrði ekki fyllilega hvað Barry sagði en hinn maðurinn var talsvert hávær. — Ted verður að hypja sig burt þegar þessi vika er úti, Barry, sagði hann æstur. — Mér er enginn akkur í að hafa hann lengur. Hann er orðinn of gamall. — Talaðu ekki svona hátt, tók Barry fram í. —¦ Hann gæti heyrt til okkar. Joy flýtti sér framhjá og að dyrum föður síns. Þær voru líka i hálfa gátt og þegar hún kom í gættina heyrði hún dynk og sá handlegg falla mátt- lausan á gólfið. Eftir augnablik stóð hún á hnjánum á gólfinu og var að stumra yfir gamla manninum, sem hafði fallið i ómegin. — Pabbi! hljóðaði hún og lyfti höfðinu á honum varlega en tárin runnu niður kinnar hennar. Sem bctur fór fékk hann meðvitundina von bráð- ar, en hann var svo máttfarinn að hann gat ekki staðið upp. Barry kom hlaupandi og spurði hvort eitthvað væri að. — Þér og hann vinur yðar töluðuð dálitið of hátt, sagði Joy. — Þér skuluð athuga næst að loka dyrunum. Svo var hringt eftir lækni, og hann lét flytja sjúklínginn heim og sagði að hann yrði að liggja. Læknirinn leit inn morguninn eftir, og áður en hann fór sagði hann Ted að hann yrði að fara varlega með sig um sinn. • — En ég verð að vinna, maldaði gamli leikarinn i móinn, angurvær. Ég má ekki svíkja leikhúsið, læknir. Þér hljótið að skilja að ... — Ég veit það eitt, að ég get ekki tekið ábyrgð á hvað fyrir kann að koma, ef þér farið ekki hyggilega að ráði yðar og gerið eins og ég segi, svaraði læknirinn rólegur. Þegar hann var farinn settist Joy á rúmstokkinn hjá föður sínum. Það var glampi i augum hennar, því að henni hafði allt i einu dottið ráð i hug. — Hafðu engar áhyggjur af þessu, pabbi, við getum komist af með kaup- ið mitt. Þú getur treyst því að það fer allt vel, og bráðum verður þú hress aftur. — En leikhúsið, barnl sagði Ted raunalegur. — Ég veit vel að Black ætlar að reka mig út á gaddinn bráð- um, en ég get ekki látið reka mig i miðri viku. Ég hefi samning til sunnudags, og það er ekki auðvelt að breyta skemmtiskránni i einu vet- fangi. — Ég skal koma við hjá Black a leið- inni á skrifstofuna, sagði Joy. — Það rætist einhvern veginn úr þessu. Hálftíma síðar stóð hún fyrir utan listdansskóla Alex Tremps og hringdi dyrabjól'Iunni. Hann var að borða morgunverðinn og hnyklaði brúnirnar þegar Joy, með tindrandi augum og rjóð i kinnum, bað hann um að koma með sér til Blacks forstjóra á Gaman- leikhúsinu þegar i stað. Eftir tíu mínútur voru þau á leið- inni í leikhúsið, án þess að Tremp veslingurinn hefði fengið að vita hvaða erindi hann átti þangað. BI^ACK virtist ekkert hrifinn þegar hann sá Joy og Tremp koma inn í skrifstofuna. — Jæja, hvernig líður honum föður yðar? urraði hann. — Hann segir að það sé best að þér fáið einhvern annan til að taká við starfinu hans, sagði Joy. — Það er því miður ekki hægt í miðri viku. Faðir yðar er að vísu að syngja síðasta versið hérna hjá mér, en ég hafði hugsað mér að hafa hann út vikuna. Ég get ekki sagt honum upp fyrr en ég hefi útvegað mér nýtt skemmtinúmer. — Ég ætla að gera tillögu, sagði Joy. Ég skal taka við af föður mínum. Herra Tremp mun vilja votta að ég get dansað. Hann hefir kennt mér. Black glotti út í annað munnvikið. — Ungfrú Davics er betri en marg- ar atvinnudansmeyjarnar, sem ég hefi kennt, sagði Tremp. — Hún er fylli- lega sambærileg við Lolu Grange. — Hvað kemur Lola yður við? Tremp brostí. — Það var ég sem kenndi henni að dansa. — Tremp, já, einmitt, nú man ég það. Alex Tremp, er ekki svo? sagði Black. Hann horfði á dansmeistarann með lotningu, og leit svo fram til dyr- anna, þvi að lokið var upp. — Nú, ert það þú, Barry, komdu bara inn. Dóttir Teds Davies var að bjóðast til að hlaupa í skarðið fyrir hann föður sinn. Barry kom inn i skrifstofuna. ¦— Og hvað skyldi pabbi svo segja um það? — Hann fær ekkert að vita um ])að. Black hafði tekið ákvörðun. — Við skulum þá hafa æfingu síðdegis í dag, ungfrú Davies! Hvorki leikhússtjórinn né Barry sögðu neitt eftir æfinguna en Joy var sagt að koma í leikhúsið góðum tíma áður en byrjað væri. Hún flýtti sér heim og bjó til mat handa föður sinum. Það lá illa á henni er hún var á leið- inni i leikhúsið aftur. Hugsum okkur að faðir hennar kæmist að þessu! Hún varð að bíða lengi áður en að henni kom. Hún, var hrædd og óró- leg og lá við að óska að Barry kæmi og hughreysti hana. En það gerði hann ekki. LOKS átti hún að fara inn á leiksviðið. Hljónisveitin lék og hún dansaði inn. Hún var hrædd við þetta gímald kringum sig, og áhorfendurna sá hún eins og i grárri þoku. Hún mundi iivernig hafði farið fyrir föður henn- ar kvöldið áður og hræðslan greip hana svo að henni lá við að reka tærn- ar i. Það var rétt svo að fólk nennti að klappa. — Inn aftur, skipaði Black. — Þér eigið að dansa annan dans í viðbót. — Eg veit það, stamaði Joy kjökr- andi, — en ég held ekki að fólkinu þyki neitt varið i að sjá mig dansa. — Nei, þér eruð full klassisk fyrir þessa áhorfendur, sagði leikhússtjór- inn hreinskilnislega. — En það þýðir ckki það sama og þér séuð léleg. Það kom glampi i augun á honum, en hún tók ekki eftir því. Hún beit á jaxlinn og byrjaði nýja dansinn. Hún sá varla frá sér vegna táranna í aug- unum. Var það til að upplifa þessa niðurlægingu, sem hún hafði sparað og lagt að sér og neitað sér um allt annað — og meira að segja farið bak við föður sinn! Þá heyrði hún allt í einu skæra tenórrödd syngja lagið, sem hún dansaði eftir. Það var Barry! Nú heyrði hún ánægjulegan klið neðan úr salnum og allt í einu hafði hún fengið fullt vald yfir sjálfri sér. Henni — Þetta húsnæði cr alltof stórt fyrir eina konu ...

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.