Fálkinn


Fálkinn - 06.07.1956, Blaðsíða 6

Fálkinn - 06.07.1956, Blaðsíða 6
FÁLKINN 4? 4? 4? 4? 4? 4? 4? 4? 4» 4* 4? 4» 4» 4" 4» 4» 4» 4» 4» 4» 4» 4* 4* 4» 4* 4» 4* 3-? Eva Qabori ORKIDEUR 06 SAIANI 3ramhaldssaga 4* 414? 4? 4» 4» 4» 4» 4» 4* 4* 4* 4? 4* 4? 4» 4* 4* 4* 4* 4* 4» 4? 4* 4? 4? 4? ^? Zsa Zsa Gabor er fyrir löngu heimsfræg, en Eva systir hennar er „maður fyrir sinn hatt" líka. Hún er leikkona eins og Zsa Zsa, og leikur einkum í sjónvarpi og auk þess skrifar hún skemmtilega, eins og þeir munu sannfærast um, sem lesa sjálfsævisögu hennar, sem birt er hér á eftir og í næstu blöðum Fálkans. ÞEGAR ég var lítil telpa í Budapest, setti hann afi mig einu sinni á hné sér og hvíslaSi: — Eva, þegar þú verSur stór giftist þú háum, IjóshærS- um manni, sem fer meS þig til Ame- ríkú. Svo kom hátíSleg þögn: — í Ame- ríku áttu heima í glerhúsi. Þar verSa alltaf hópar af fólki kringum þig, og reyna að snuðra um einkalif þitt. — Já — en ég vil ekki eiga heima i glerhúsi, afi, nöldraði ég. Afi hristi höfuðið, raunalegur. — Það verSur ekki við því gert, barnið gott, muldraSi hann. — Það er skráð í stjörnunum. En mundu eitt, Eva. Ef þér liður mjög illa i glerhúsinu, þá gætir þú skrifað bók. — Og hvaS á ég að kalla bókina, afi? — Orkideur og salami, svaraði hann án þess að hika. Og nú geri ég alveg eins og afi sagði að ég ætti að gera: ég skrifa bók. Og ég ætla að haga mér eftir ungverska spakmælinu: „TeygSu þig ekki lengra en yfirsængin nær". BERNSKUHEIMILIÐ. Ég er fædd með silfurskeiS i munn- inurri. Við systurnar, Zsa Zsa, Magda og ég ólumst upp innan um barnfóstr- ur og bílstjóra og einkakennara. I vinnufólksálmunni á neðri hæð voru tveir eða þrír þjónar, sem voru trygg- ir tvo mánuði í röð, en struku svo úr vistinni. ÞaS var alls ekki óvenju- legt að hafa þrjá þjóna i þá daga, er helmingurinn af þjóðinni vann hús- verkin fyrir hinn helminginn, og einn „mixmaster" kostaði meira en heil vinnustúika. í þessu umhverfi lifði ég viðburSa- lausa barnæsku. í skólanum var ég álika löt og fávis og flest efnaðra manna börn voru í þá daga i MiS- Evrópu. En fáviska mín var siðfáguð. Fóstrurnar minar voru þýskar, franskar og enskar, og um fermingu talaSi ég þessar tungur reiprennandi, auk ungverskunnar. Ég ólst upp í eins konar mannfélags- legri sóttkví, sem var svo ströng aS hún hefði ekki verið verri þótt ég hefði haft mislinga öll uppvaxtarárin. Bíl- stjórinn ók mér i skólann og fóstran fylgdi mér heim. Á þann hátt var mér forðað frá að koma nærri ókunnu fólki. Annar þáttur í uppeldinu var sá að varast eins og heitan eldinn að ég kæmi nærri strákum. Ég fékk ekki að tala við þá. Ég fékk aS fara i þjóSlcikhúsið einu sinni í viku og sömuleiðis í óperuna. Ég var hrifin af leikhúsinu, en þegar ég var í óperunni vatt ég mig og skældi á stólnum og varaðist eins og heitan eldinn aS sjá þaS sem var aS gerast á leiksviðinu. Barnæska min var leiðinleg, en þó voru þar Ijósir blettir. Reglurnar sem voru eins og fjötrar á okkur voru strangar, en margar aðferSir til að brjóta þær. Og þaS gerSum viS svo oft og svo svikalaust, aS fóstrurnar okkar komu og fóru svo títt, oð fólk hefSi mátt halda aS hi'm mamma hefSi rekiS ráSningarstofu. Ég inan sérstaklega þrjár af þess- um óteljandi fóstrum, sem við höfð- um. Ein var há og gráhærð, frönsk barónessa. Ef þú spyrS mig hvers vcgna barónessa taki aS sér barn- fóstrustörf, hefi ég ekki öðru að svara en því, að blönk barónessa er ná- kvæmlega jafn illa stödd og annað blankt fólk. Önnur var ensk, og enskari en jafn- vel Englendingar geta orðið að jafn- aði. En á okkar heimili aðhylltumst við aldrei „hina sérstöku ensku hlé- drægni". Við sinntum hugðarmálum okkar og töldum að það sem segja þyrfti, ætti maður að segja upphátt og mcð tilfinningu. Við höfðum ensku fóstruna i mörg ár, og þaS var hún sem kenndi mér ensku. Hins vegar þverneitaði hún að læra ungversku. Hún átti heima í BudajDest. Hún fór i sendiferðir í Budapest. En hún bar höfuðið hátt og komst allra sinna ferða án þess að læra orS i málinu. Ég skil ekki ennþá hvernig hún gat þaS. Eina skýringin væri kannske sú aS hún hefSi gengiS meS vatt í eyrunum. Yfirleitt man ég skelfing fátt frá bernskuárunum. Endurminningarnar geta komið i smálögðum. Ég man til dæmis eftir „Lady", hundinum sem svaf á þröskuldinum i barnaherberg- Eva Gabor þykir falleg, ekki síður en Zsa Zsa, en gengur þó ekki eins í augun á karlmönnunum, enda er hún stilltari. inu og hleypti engum inn nema for- eldrum okkar. Ég man óljóst eftir samkvæmi, þar sem ég var i hvítum organdíkjól. Grace Moore var viðstödd, og ég bað hana um nafnið hennar. Hún skrifaði það í bókina mína, leit á mig og sagði: — Þetta var lagleg, lítil stúlka! Ekki mundi liún eftir þessu atviki er við hittumst mörgum árum seinna i Holly- wood. Annars man cg lika eftir fimm kanarífuglum, sem sungu í kór en voru þó hver í sinni stofu. Þetta var heimilið mitt. Meira er ekki að segja um það. FYRSTA ÁSTIN. Boðorðið: „Þú mátt ekki tala við stráka!" vcrkaði auðvitað þveröfugt. Væri maður ofurlítið séður var alltaf hægt aS finna staS, sem strákar voru á. Ég talaSi við marga stráka. Sér- staklega við Pista — það er borið fram „Pish-ta". Börnin voru á skautum á hverjum vetri, á tjörn, sem var gerð af manna höndum í Budapest. Við annan enda tjarnarinnar var skýli, sem krakk- arnir fóru inn i til að setja á sig skautana, hita sér eða hvíla sig. Þarna inni tók ég í fyrsta skipti i höndina á strák, en hinar stelpurnar skríktu úti i horni. Á ísnum var banniS gegn tali viS stráka alveg gagnslaust. Aginn varS seinni á sér en krakkar á skautum. Ég var fjórtán ára og hálfu ári betur þegar ég fór að líta á Pista. Harin var sextán. Hann lék ishockey og var markmaður. í hvert skipti sem Pista var i leik, stóð ég kyrr og horfSi á hann. Mig sveiS í tærnar af kulda og var krókloppin á fingrunum, tenn- urnar glömruSu i skoltinum á mér og allur kroppurinn grátbændi um aS fá aS koma inn i ylinn, en hjartaS i mér orgaSi hásri rödd: — Frjóstu í hel! Ég verð kyrr og horfi á Pista! Ja, hvað ég horfði á Pista! AS vera nærri Pista — var nokkur meiri sæla til á jörðinni? Ég get ekki svarað þeirri spurningu enn þann dag í dag. Svo kom sumarið og þá fór Pista að leika hockey á grasi. Ég hélt áfram að tilbiSja hann, cn Pista — meS aSdáanlegri skapfestu — neitaSi sér um aS láta tælast burt frá vænt- anlegum mafkmannsframa sínum. Hann var myndarlegur strákur. Hann sagSi alltaf „gonndæinn" við mig og stundum sagði hann eitthvað meira, en aldrei neitt, sem var þannig lagaS að ég gæti haft þaS meS mér heim og látiS mig dreyma um þaS. En þegar vetraSi aS næst uppgötvaði Pista loksins, að fleira er til í ver'ldinni en hockeykylfur. Veröldin var líka full af stelpum. Og ég var stelpa! Heila skautavertíð elskaði Pista mig nærri þvi eins mikið og kylfuna sina, en tæplega nieð eins mikilli lipurð. ViS áttum þrjá leynistaSi til stefnu- móta. Sá fyrsti var neðst í garðinum heima, bak við bílskúrinn og rétt hjá hliðinu, sem alltaf var læst — fremur til aS varna mér útgöngu en öSrum inngöngu. Pista brölti yfir múrgarS- inn, talaði við mig fáeinar mínútur og hvarf svo aftur, en ég stóS eftir i eins konar miSilsástandiv . Annar stefnumótsstaSurinn var skautaskýlið við tjörnina. Þar urSum viS aS hafa hemil á tilfinningum okk- ar þvi aS þarna var alltaf fólk kring- um okkur, en þó tókst okkur að snerta hvort annaS með fingurgóm- unum án þess aS aSrir tæki eftir þvi. ÞriSji staðurinn var gömul hallar-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.