Fálkinn


Fálkinn - 06.07.1956, Qupperneq 6

Fálkinn - 06.07.1956, Qupperneq 6
6 FÁLKINN 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* ^ £va Qabor: ORKIDEUR OG SAIAMI ‘Jramholdssaga 4* 4• 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 9£ Zsa Zsa Gabor er fyrir löngu heimsfræg, en Eva systir hennar er „maður fyrir sinn hatt“ líka. Hún er leikkona eins og Zsa Zsa, og leikur einkum í sjónvarpi og auk þess skrifar hún skemmtilega, cins og þeir munu sannfærast um, sem lesa sjálfsævisögu hennar, sem birt er hér á eftir og í næstu blöðum Fálkans. ÞEGAR ég var litil telpa í Budapest, setti hann afi mig einu sinni á liné sér og hvíslaði: — Eva, þegar þú verður stór giftist þú háum, ljóshærð- um manni, sem fer með þig til Ame- ríku. Svo kom hátíðleg þögn: — í Ame- ríku áttu heima í glerhúsi. Þar verða alltaf hópar af fólki kringum þig, og reyna að snuðra um einkalíf þitt. — Já — en ég vil ekki eiga lieima i glerliúsi, afi, nöldraði ég. Afi hristi höfuðið, raunalegur. — Það verður ekki við því gert, barnið gott, muldraði hann. — Það er skráð í stjörnunum. En mundu eitt, Eva. Ef þér liður mjög illa í glerhúsinu, þá gætir þú skrifað bók. — Og hvað á ég að kalla bókina, afi? — Orkideur og salami, svaraði hann án þess að hika. Og nú geri ég alveg eins og afi sagði að ég ætti að gera: ég skrifa bók. Og ég ætla að haga mér eftir ungverska spakmælinu: „Teygðu þig ekki lengra en yfirsængin nær“. BERNSKUHEIMILIÐ. Ég er fædd með silfurskeið í munn- inum. Við systurnar, Zsa Zsa, Magda og ég ólumst upp innan um barnfóstr- ur og bílstjóra og einkakennara. í vinnufólksálmunni á neðri hæð voru tvcir eða þrír þjónar, sem voru trygg- ir tvo mánuði í röð, en struku svo úr vistinni. Það var ails ekki óvenju- legt að hafa þrjá þjóna í þá daga, er helmingurinn af þjóðinni vann liús- verkin fyrir hinn helminginn, og einn „mixmaster" kostaði meira en heil vinnustúlka. í þessu umhverfi lifði ég viðburða- lausa barnæsku. í skólanum var ég álíka löt og fávís og flest efnaðra manna börn voru í þá daga í Mið- Evrópu. En fáviska mín var siðfáguð. Fóstrurnar mínar voru þýskar, franskar og enskar, og um fermingu talaði ég þessar tungur reiprennandi, auk ungverskunnar. Ég ólst upp í eins konar mannfélags- legri sóttkví, sem var svo ströng að hún hefði ekki verið verri þótt ég hefði haft mislinga öll uppvaxtarárin. Bíl- stjórinn ók mér i skólann og fóstran fylgdi mér heim. Á þann hátt var mér forðað frá að koma nærri ókunnu fólki. Annar þáttur í uppeldinu var sá að varast eins og Iieitan eldinn að ég kæmi nærri strákum. Ég fékk ekki að tala við þá. Ég fékk að fara i þjóðleikhúsið einu sinni í viku og sömuleiðis í óperuna. Ég var hrifin af leikhúsinu, en þegar ég var í óperunni vatt ég mig og skældi á stólnum og varaðist eins og heitan eldinn að sjá það sem var að gerast á leiksviðinu. Barnæska mín var leiðinleg, en þó voru þar ijósir blettir. Reglurnar sem voru eins og fjötrar á okkur voru strangar, en margar aðferðir til að brjóta þær. Og það gerðum við svo oft og svo svikalaust, að fóstrurnar okkar komu og fóru svo títt, oð fólk hefði mátt lialda að hún mannna hefði rekið ráðningarstofu. Ég man sérstaklega þrjár af þess- um óteljandi fóstrum, sem við höfð- um. Ein var há og gráhærð, frönsk barónessa. Ef þú spyrð mig hvers vegna barónesSa taki að sér barn- fóstrustörf, hefi ég ekki öðru að svara en því, að blönk barónessa er ná- kvæmlega jafn illa stödd og annað hlankt fólk. Önnur var ensk, og enskari en jafn- vel Englendingar geta orðið að jafn- aði. En á okkar heimili aðhylltumst við aldrei „hina sérstöku ensku hlé- drægni". Við sinntum hugðarmálum okkar og töldum að það sem segja þyrfti, ætli maður að segja upphátt og með tilfinningu. Við höfðum ensku fóstruna i mörg ár, og það var liún sem kenndi inér ensku. Hins vegar þverneitaði hún að læra ungversku. Hún átti heima í Budapest. Hún fór í sendiferðir í Budapest. En hún bar höfuðið hátt og komst allra sinna ferða án þess að læra orð í málinu. Ég skil ekki ennþá livernig hún gat það. Eina skýringin væri kannske sú að hún hefði gengið með vatt i eyrunum. YfirJeitt man ég skelfing fátt frá bernskuárunum. Endurminningarnar geta komið í smálögðum. Ég man til dæmis eftir „Lady“, hundinum sem svaf á þröskuldinum í barnaherberg- inu og hleypti engum inn nema for- eldrum okkar. Ég man óljóst eftir samkvæmi, þar sem ég var í hvítum organdíkjól. Grace Moore var viðstödd, og ég bað hana um nafnið liennar. Hún skrifaði það í hókina mína, leit á mig og sagði: — Þetta var lagleg, lítil stúlka! Ekki mundi hún eftir þessu atviki er við hittumst mörgum árum seinna í Holly- wood. Annars man ég lika eftir fimm kanarífuglum, sem sungu í kór en voru þó liver í sinni stofu. Þetta var heimilið mitt. Meira er ekki að segja um það. FYRSTA ÁSTIN. Boðorðið: „Þú mátt ckki tala við stráka!“ verkaði auðvitað þveröfugt. Væri maður ofurlítið séður var alltaf liægt að finna stað, sem strákar voru á. Ég talaði við marga stráka. Sér- staklega við Pista — það er borið fram „Pish-ta“. Börnin voru á skautum á hverjum vetri, á tjörn, sem var gerð af manna höndum í Budapest. Við annan enda tjarnarinnar var skýli, sem krakk- arnir fóru inn í til að setja á sig skautana, hita sér eða hvila sig. Þarna inni tók ég í fyrsta skipti í liöndina á strák, en liinar stelpurnar skríktu úti i horni. Á ísnum var bannið gegn tali við stráka alveg gagnslaust. Aginn varð seinni á sér en krakkar á skautum. Ég var fjórtán ára og hálfu ári betur þegar ég fór að líta á Pista. Hann var sextán. Hann lék isliockey og var markmaður. í hvert skipti sem Pista var i leik, stóð ég kyrr og horfði á hann. Mig sveið í tærnar af kulda og var krókloppin á fingrunum, tenn- urnar glömruðu í skoltinum á mér og allur kroppurinn grátbændi um að fá að koma inn i ylinn, en hjartað í mér orgaði hásri rödd: — Frjóstu í hel! Ég verð kyrr og horfi á Pista! Ja, hvað ég horfði á Pista! Að vera nærri Pista — var nokkur meiri sæla til á jörðinni? Ég get ekki svarað þeirri spurningu enn þann dag í dag. Svo kom sumarið og þá fór Pista að leika hockey á grasi. Ég hélt áfram að tilbiðja hann, en Pista — með aðdáanlegri skapfestu — ncitaði sér um að láta tælast burt frá vænt- anlegum markmannsframa sínuin. Hann var myndarlegur strákur. Hann sagði alltaf „gonndæinn" við mig og stundum sagði liann eitthvað meira, en aidrei neitt, sem var þannig lagað að ég gæti haft það með mér heim og látið mig dreyma um það. En þegar vetraði að næst uppgötvaði Pista loksins, að fleira er til i ver'ldinni en hockeykylfur. Veröldin var líka full af stelpum. Og ég var stelpa! Heila skautaverlíð elskaði Pista mig nærri því eins mikið og kylfuna sína, en tæplega með eins mikilli lipurð. Við áttum þrjá leynistaði til stefnu- móta. Sá fyrsti var neðst í garðinum heima, bak við bilskúrinn og rétt hjá hliðinu, sem alltaf var læst — fremur til að varna mér útgöngu en öðrum inngöngu. Pista brölti yfir múrgarð- inn, talaði við mig fáeinar mínútur og hvarf svo aftur, en ég stóð eftir i eins konar miðilsástandi. Annar stefnumótsstaðurinn var skautaskýlið við tjörnina. Þar urðum við að liafa hemil á tilfinningum okk- ar því að þarna var alltaf fólk kring- uni okkur, en þó tókst okkur að snerta hvort annað með fingurgóm- unum án þess að aðrir tæki eftir þvi. Þriðji staðurinn var gömul hallar- Eva Gabor þykir falleg, ekki síður en Zsa Zsa, en gengur þó ekki eins í augun á karlmönnunum, enda er hún stilltari.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.