Fálkinn


Fálkinn - 06.07.1956, Blaðsíða 11

Fálkinn - 06.07.1956, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 Vitið þér...? LITLA SAGAN að fyrsti talsímaþráðurinn milli Evrópu og Ameríku er að verða fullgerður? Hingað til hefir allt talsamband milli heimsálfanna verið loftleiðis, en sæ- símarnir eingöngu fyrir símskeytavið- skipti. En nú er verið að leggja tvö- faldan talsímaþráð milli Kanada og Skotlands og er annar þeirra fullgerð- ur. Símaþræðir þessir verða 3.795 kilómetrar hvor, og með 64 kílómetra millibili eru magnarar á þráðunum, og kosta þeir yfir milljón krónur. En fullyrt er að þeir endist í 20 ár, án nokkurra viðgerða. — Níutiu ár eru síðan fyrsti ritsíminn var lagður yfir Atlantshaf. að eldur í bómull er slökktur með — steinol'íu? Vatnið gengur nefnilega ekki inn i þétta bómull, en það gerir olían. Og þó að olían sé í eðli sínu eldfim, þá brennur hún ekki í bómullinni, vegna þcss að ekki kemst loft að. hvernig hægt er að vega fíl, ef vogin yðar tekur hann ekki? Þá biðjið þér fílinn um að stíga út í dálítinn bát, þó ekki svo lítinn að hann sökkvi. Svo gerið þér strik á bátinn í vatnsborðinu og látið filinn ganga í land. Síðan berið þér grjót eða eitthvað annað þungt i bátinn, þangað til hann lækkar svo að strikið komist niður í vatnsborðið. Siðan er þetta farg vegið og fæsl á þyngd fíls- ins! Péstiirinn hemur KOFINN var fjarri mannabyggðum. Martin Strengcr steig af baki, tók póst- töskuna sína og skálmaði upp að dyr- unum. Sparkaði í hurðina og hún var þegar opnuð innan frá. Gamli Jokkum stakk skeggjuðu andlitinu út í gætt- ina, en Martin hrinti upp hurðinni og fór inn. „Hundaveðurl" sagði hann. „Þarna er blaðið þitt, gerðu svo vel." „Viltu ekki tylla þér, Martin?" sagði Jokkum gamli skrækróma. „Jú, vi'st vil ég það!" sagði póstur- inn ólundarlega. „Það mætti ekki minna vera. Hér verð ég að ríða sex kílómetra krók og slit hestinum út, til þess að gamall jálkur éins og þú fáir að skoða myndirnar i blaðinu þínu. Eða fáir pappír í uppkveikju." „Vertu ekki vondur, Martin," sagði Jokkum. „Ég á fullan pott af tómat- súpu frammi, og Ijómandi gott kaffi. Farðu úr kápunni og sestu, þá kemstu bráðum í betra skap. Pósturinn fór úr gæruskinnsúlp- unni, tautaði eitthvað og settist. Gamli maðurinn kom með rjúkandi súpudisk og setti hjá Martin. „Gerðu svo vel. Þér hitnar af þessu. Og svo get ég lesið blaðið á meðan." Jokkum gamli náði i gleraugun og breiddi úr blaðinu fyrir framan sig og rakti línurnar með augunum. Og Martin át. „Jæja, alltaf skeður eitthvað," sagði Jokkum eftir dálitla stund. „Hérna segja þeir, að nú eigi að fara að vinna Lillema-gullnámuna aftur. Það var ekki amalegt. Þá koma peningar í sveitina." „Og svo hefir verið innbrot i Borg- ara-bankann. Vopnaðir bófar náð í hálfa milljón dollara. Og skutu gjald- kerann, stendur hérna." Martin leit upp. „Já, þeir skutu hann og náðu 400.000 dollurum." Og enginn veit hvað af þeim hefir orðið. Hreppstjórinn heldur að þeir hafi falið sig einhvers staðar hérna í sveitinni." „Það getur orðið erfitt að finna þá," sagði Martin og stóð upp. „Jæja, ég verð að fara. Við sjáumst á morgun." „Vertu sæll, Martin. Við sjáumst á morgun." „Vertu sæll, Martin," sagði Jokkum gamli. Martin leit við í dyrunum. „Þetta var ágæt tómatsúpa." Svo bretti hann upp kraganum, settist á bak og reið á burt. Tveir menn komu inn i stofuna. Annar bár og svarthærður, eins og bolabítur í framan. Hinn minni, með nagdýrsandlit. Sá stóri var að hand- leika skammbyssu. „Þetta var full- mikil frekja," sagði hann við Jokkum gamla. „Þér sátuð og lásuð upphátt um bankaránið? Ætluðuð þér að segja póstinum frá okkur?" Hann lyfti skammbyssunni. „Ég varð að vera þægilegur við póstinn. Þið sögðuð sjálfir, að ég ætti að haga mér sem eðlilegast." „Þetta er góð súpulykt," sagði sá svarti. „Áttu meira?" „Fullan pott!" sagði Jokkum. Þeir sátu og voru að borða súpu þegar Strenger kom aftur. Hann hafði aðeins farið stuttan spöl, bundið hest- inn í skjóla og gekk heim að kofanum aftur. Hann kom inn í stofudyrnar með skammbyssu í hendinni. „Upp með hendurnar!" kaliaði Martin. Sa svarti var svo óvarkár að grípa til skammbyssunnar, svo að Martin skaut þegar gegnum öxlina á honum. En sá litli rétti upp hendurnar. Jokk- um og Martin bundu hann á höndum og fótum. Svo bundu þeir um sár hins. Svo sagði Martin: „Ég sendi hreppstjórann hingað um hæl. Getur þú haft gát á þeim á með- an, Jokkum? — Nú hefirðu einhvern að tala við." „Ég skil ekki hvernig þið fóruð að leika á okkur," sagði særði bófinn þegar Martin var að fara út. En Martin Strenger svaraði: „Það stendur svo á, að hann Jokk- um er svo einmana hérna. Stundum líður hálfur mánuður án þess að nokkur komi. Þess vegna gerðist hann kaupandi að blaðí, svo að ég kæmi og hann gæti talað við mig. Hanri les nefnilega ekki blaðið. „Hann las það þó núna áðan," sagði sá særði. „Nei, það var nú galdurinn," sagði Martin og brosti. „Ég vissi undir eins að það sem hann var að þylja, stóð ekki í blaðinu. Jokkum er nefnilega alls ekki læs. Og liann vissi, að ég vissi það. Og þannig gaf hann mér visbendinguna um ykkur. TLskumynclir — Gudda litla, sagði frú Fervík, — skrepptu á Alþýðubókasafnið og fáðu léða bók, sem heitir: „Hvernig á að viðhalda fegurðinni?" — Hvað ætlar þú að gera við hana, mamma? — Hann segir að ég sé eins og fuglahræSa. — Ósvífni! Maður á aldrei að hafa orð á þess háttar. Tveir kettir sátu um kvöldið fyrir utan glugga hjá kunnum fiðluleikara. Annar hélt framlöppunum fyrir eyr- un, en hinn hlustaði hugfanginn. — Skelfing er þetta leiðinlegt lag, sagði sá sem hélt fyrir eyrun. — Nei, það finnst mér ekki. Það minnir mig svo á gömlu kærustuna mína. Hún er að segja vinstúlkunni frá nýjasta unnustanum sínum: — Hann er hár, með svart, hrokkið hár, segir hún og lygnir aygunum. — Hann heit- ir Haraldur, og áður en hann kyssir mig, segir hann alltaf, að nú ætli hann að kyssa yndislegustu varirnar í veröldinni. — Nú, er það sá Haraldur? — Af hverju kemurðu svona seint í skólann í dag, Gunni? — Af því að hún mamma vildi ekki lofa mér að vera heima. Ólafur gamli í Simbakoti hafði fengið óværu i hárið og fór í apótekið til að fá eitthvað við henni. .— Hafið þið til lúsaduft? spurði hann. — Já, til er það. Hérna — í litlum bréfpokum. — Hvað er hægt að drepa margar með hverjum poka? — Eitthvað kringum fimmtíu. — Og hvað kostar pokinn? — Tuttugu aura. — Bíddu nú hægur, segir Ólafur og hugsar sig um. — Það er best að þú látir mig fá fyrir þrjár Tcrónur og áttatiu aura. FERÐAFRAKKINN. — Góður ferða- frakki er nauðsynleg flík þeim sem ferðast. Þessi hérna er með skosk- köfl'óttu fóðri en ytra borðið er úr kamellitu ullarefni. Fóðrið kemur ut- an á bæði á kraga og horni. Vasarnir eru mjög stórir og utan á frakkanum. ! Bakið á þessum sumarfrakka er sér- lega fallegt og þess vegna er það látið snúa fram á myndinni. Stór felling er sín hvoru megin frá mittinu og niður úr og gefur hún góða vídd. Ermarnar eru stuttar. „Þú sem ert svo vel til fara, Páll — hvernig stendur á því að þú gengur með þennan hattkúf?" „Konan mín segir, að aneðan ég gangi með svona ljótan hatt, taki hún ekki i mál, að láta sjá sig með mér úti." Bókarinn: — Ég leyfi mér að minna yður á, húsbóndi, að ég hefi unnið hérna á skrifstofunni í tuttugu og fimm ár. — Já, einmitt. Þá cruð það þér, sem hafið slitið gatið á gólfdúkinn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.